Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 10

Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORMENN stjórnarandstöðuflokkanna á Al- þingi fagna orðum Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um fjölmiðlalögin eftir að Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, synjaði þeim staðfestingar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, segir að Davíð hafi verið bljúgur og breyttur er hann ræddi þessi mál í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld. „Hann staðfesti í raun að hann gerir ekki lengur athugasemdir við mál- skotsrétt forseta. Hann sömuleiðis telur engum vafa blandið að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin og hann leggst ekki gegn því að þing verði kallað saman. Mér finnst ánægjulegt með hvaða hætti hann kemur að þessu,“ segir Össur. „Það er fagnaðarefni að forsætisráðherra ve- fengir ekki að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram í samræmi við skýr ákvæði stjórn- arskrárinnar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, og það beri að gera eins fljótt og aðstæður leyfa. Hann viðurkennir að nauðsynlegt sé að hafa tíma til undirbúnings og fjórar til sex vikur nægi til þess. Þingflokkur VG geri þá kröfu að þverpólitískt samráð verði viðhaft um undirbún- inginn og Alþingi komi saman við fyrsta tæki- færi til að taka sjálft á málinu. Ekki sé nóg að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komi því í einhvern farveg. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, er á sama máli og telur að kalla eigi Alþingi sem fyrst saman til að ræða fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar. „Það er vont að hafa engar lagareglur um hvernig framkvæma á slíka hluti þegar verið er að kjósa um mál sem búið er að synja og vísa til þjóðarinnar,“ segir hann. Enginn peningur í baráttuna Össur er þeirrar skoðunar að stjórnmálaflokk- arnir muni sitja til hliðar og þjóðin eigi næsta leik og kveði upp sinn úrskurð. Hann sér ekki fyrir sér hvernig kosningabaráttan muni þróast. „Ég ímynda mér að ef það er eitthvert fylgi við þessi lög þá muni þeir sem þau styðja berjast fyrir því að þau verði staðfest í þjóðaratkvæða- greislu. Aðrir munu berjast gegn því,“ segir hann. Samfylkingin muni ekki setja neina pen- inga í baráttuna, ekki koma að henni en vafalítið muni einstaklingar innan flokksins taka þátt að einhverju leyti. Vel komi til greina sú hugmynd sem forsætisráðherra orðaði að veita opinberu fjármagni bæði til þeirra sem berjast fyrir lög- unum og gegn þeim. Steingrímur segir ekki endilega heppilegast að stjórnmálaflokkarnir sjálfir taki upp á sína arma að standa fyrir kynningu eða urmæðu í þessu máli. „Það má hugsa sér að hið opinbera komi að því með tvennum hætti; annars vegar að standa fyrir einhverri hlutlausri kynningu. Hins vegar að styrkja samtök eða hreyfingar sem beittu sér fyrir tilteknum málstað.“ Þetta eigi Alþingi að ákveða og sé ekkert einkamál forsætis- eða utan- ríkisráðherra. Flokkar sitja til hliðar Guðjón segir ljóst að Frjálslyndi flokkurinn fari ekki í kosningabaráttu vegna málsins. „Auð- vitað munu menn skrifa greinar og reyna að upplýsa málið en ég lít ekki svo til að stjórn- málaflokkarnir fari í neinn kosningaslag út af þessari kosningu heldur fyrst og fremst láti þeir fara frá sér upplýsingar, sem þeir vilja koma á framfæri og geri athugasemdir við eitthvað sem kemur fram í umræðunni. Umræðan verður sjálfsagt lifandi og þjóðin á að fá góðar upplýs- ingar og leggja síðan mat á málið og kjósa síðan eftir sinni sannfæringu,“ segir Guðjón. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðsluna Stjórnmálaflokkarnir taka ekki virkan þátt HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, segir Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta Íslands, fara með órökstuddar árásir á Alþingi þegar hann tali um að gjá hafi myndast á milli þingvilja og þjóðarvilja. Óhjákvæmilegt sé að Ólafur Ragnar útskýri betur hvað hann eigi við með þessum orðum. Halldór segir ljóst að þjóðarat- kvæðagreiðsla muni fara fram og nú skipti mestu máli að persónugera ekki þær deilur sem uppi eru. Efnisrýr yfirlýsing forsetans „Ég var staddur í Washington, raunar í húsi fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings í hópi tólf þingforseta frá Norðurlöndunum og Eystrasalts- löndunum, þegar mér bárust þær fréttir að forseti Íslands hefði á blaðamannafundi synjað um stað- festingu á lögum frá Alþingi. Við- brögð þingforsetanna voru öll á eina lund,“ segir Halldór. „Síðan hef ég lesið vandlega yfir yfirlýsingu forseta Íslands og hún kemur mér satt að segja mjög á óvart, annars vegar vegna þess hversu efnisrýr hún er og hins vegar vegna þess að hann er þar með órökstuddar árásir á Alþingi þar sem hann tal- ar um að gjá hafi myndast milli þingvilja og þjóð- arvilja. Mér finnst óhjá- kvæmilegt að for- seti Íslands út- skýri betur hvað hann á við með þessum orðum. Mér er alls staðar vel tekið hvar sem ég kem og ég get ekki fundið að það sé nein gjá á milli mín sem for- seta Alþingis og þess fólks sem ég hitti á förnum vegi, nema að síður sé.“ Halldór segir Alþingi og þingræð- ið vera hornstein íslenskrar lýðræð- isskipunar og að menn verði að standa vörð um þann hornstein. „Ef við brjótum niður þingræðið er skammt í það að önnur mannréttindi og lýðréttindi séu í hættu. Ég tel að ein af þeim stoðum sem lýðræðið stendur á er frjáls fjölmiðl- un. Með því á ég við að hún sé óháð og fjölbreytileg en ekki öll á sömu hendi. Þess vegna er það frumskylda Alþingis og okkar allra að treysta það að verslunarkeðja eða fyrir- tækjasamsteypa geti ekki haft yfir- gnæfandi áhrif í frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðið að synja um staðfestingu á lögum og ég tel óhjákvæmilegt að við því verði brugðist. Þjóðaratkvæða- greiðsla mun fara fram og í mínum huga skiptir nú mestu máli að per- sónugera ekki þær deilur sem uppi eru heldur bíður það verkefni Al- þingis að skilgreina með skýrum hætti hvert sé hlutverk forseta Ís- lands til þess að það embætti geti á ný orðið sameingartákn þjóðarinnar. Nú hefur myndast gjá á milli Alþing- is og þess manns sem skipar emb- ætti forseta Íslands. Alþingi er elsta stofnun þjóðarinnar og stendur vörð um lýðræði og frjálsræði í landinu. Það mun áfram standa en menn koma og hverfa úr embættum sín- um,“ segir Halldór. Halldór Blöndal forseti Alþingis „Órökstuddar árásir á Alþingi“ Halldór Blöndal DAVÍÐ Þór Björgvinsson lagapró- fessor segir ekki óhjákvæmilegt að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin eftir að forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, synjaði þeim staðfestingar. Eins og fram hafi komið sé hægt að kalla saman Al- þingi og einfald- lega nema umrædd lög úr gildi. Þá væri hægt að undirbúa nýja löggjöf um fjölmiðla í sumar og haust til að brúa það sem forsetinn kallaði gjá milli þings og þjóðar. „Það mætti jafnvel gera án þess að menn við- urkenndu það í sjálfu sér að forset- inn hefði þennan málsskotsrétt og sú óvissa, að svo miklu leyti sem hún er til staðar, myndi þá hanga áfram í loftinu.“ Forseti tók áhættu Í annan stað segir Davíð Þór að forsetinn byggi þennan málsskots- rétt á lögskýringum sem séu umdeil- anlegar. Til séu lögfræðingar sem telji að hann hafi ekki þetta synjun- arvald heldur sé þetta réttur ráð- herra. Það byggi á því að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt sam- kvæmt stjórnarskránni. Atbeina for- seta samkvæmt 26. grein stjórnar- skrárinnar, að synja lögum staðfestingar, sé einungis formlegur og því sé þessi synjun þýðingarlaus. Ólafur Ragnar Grímsson hafi tekið áhættu með þessari ákvörðun því ekkert samkomulag sé um það að forsetinn hafi þennan rétt. Áhættan felist í því að dómstólar geti komist að þeirri niðurstöðu að þessi synjun forsetans hafi reynst lögleysa. Hann nefnir einnig þann mögu- leika að ef ríkisstjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun for- setans sé lögleysa þá geti hún látið reyna á það fyrir dómstólum. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að forsetinn hafi þennan rétt til synj- unar sé hægt að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um lögin. Annar möguleiki sé að halda fljótlega þjóð- aratkvæðagreiðslu þó að því gefnu að lög séu sett um framkvæmd henn- ar, sem Alþingis samþykkir. Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki óhjákvæmileg Davíð Þór Björgvinsson ÞINGFLOKKUR Frjálslynda flokksins telur brýnt að framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðla- málið verði flýtt sem kostur er. „Þing- flokkur Frjálslynda flokksins fagnar því að æðsti dómstóll þjóðarinnar, – þjóðin sjálf, skuli fá tækifæri til að skera úr um hvort svokallað fjölmiðla- frumvarp verði staðfest sem lög,“ segir í yfirlýsingu þingflokksins. Æskilegt er að mati Frjálslynda flokksins að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til emb- ættis forseta Íslands. Þannig megi spara stórfé og einnig sé brýnt að fá niðurstöðu í þessu máli svo fljótt sem auðið er. Mikilvægt sé að kalla saman Alþingi sem fyrst svo það geti gengið frá skipan mála vegna þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. „Verði frumvarpinu hafnað af þjóð- inni telur þingflokkur Frjálslynda flokksins einsýnt að byrja eigi frá grunni á því að skapa heildstæða og vandaða löggjöf um starfsumhverfi og eignarhald á íslenskum fjölmiðlum í samstarfi við stéttarfélög og aðra hagsmunaaðila. Einnig telur þing- flokkurinn brýnt að sporna gegn hringamyndunum almennt í þjóð- félaginu,“ segir jafnframt í yfirlýsing- unni. Fagnar þjóð- aratkvæða- greiðslu STÓRAR skepnur úr hafinu vekja ávallt athygli, ekki síst ungra manna. Hér eru bræðurnir Jón Kort og Kristófer Ólafssynir við tvo myndarlega hákarla á bryggjunni í Haganesvík á dögunum. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Stórar skepnur úr hafinu HÉRAÐSDÓMUR hefur staðfesti framlengingu á gæsluvarðhaldi til 16. júní nk. yfir þremur útlendum karlmönnum, sem komu hingað til lands fyrir tæpum mánuði, ýmist með fölsuð eða stolin skilríki. Mennirnir, sem segjast vera pal- estínskir, voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald 28. maí sl. en þeir komu hingað til lands 6. maí. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir að mennirnir voru komnir inn í landið hafi vaknað grun- semdir um að ekki væri allt með felldu. „Þá var gefin út handtökuskipun á þá og þeir fundust ekki fyrr en fyrir um viku síðan,“ segir Jónas. Í ljós kom að tveir mannanna voru með fölsuð skilríki og einn þeirra með stolið vegabréf. Í fyrradag var fjórði maðurinn, sem grunaður er um að vera vitorðsmaður með mönnunum, einnig settur í gæsluvarðhald. Jónas segir mál mannanna vera í skoðun hjá Útlendingastofnun og að mennirnir hafi leitað hælis í öðrum löndum og gefið upp misvísandi nöfn. Gæsluvarð- hald yfir er- lendum mönn- um framlengt SAMTÖKIN Ísland–Palestína standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi í dag, laugardag, klukkan 14. Að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, for- manns félagsins, er megintilgangur fundarins að árétta andstöðu Íslend- inga við framferði Ísraelshers og mótmæla stríðsglæpunum í Rafah. „Núna er herinn aftur kominn inn í Rafah, eftir stutt hlé, og það er mik- ilvægt að sýna samstöðu með palest- ínsku þjóðinni á þessum tímum. Við vonum að útifundurinn verði til þess að þjappa fólki saman. Sömuleiðis viljum við nýta tækifærið og minna á sjálfboðaliðana okkar, sem eru í Pal- estínu, og neyðarsöfnun til stuðnings hjálparstarfi,“ sagði Sveinn Rúnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Ræðumenn á fundinum verða Katrín Jakobsdóttir íslenskufræð- ingur og Össur Skarphéðinsson al- þingismaður. Áætlað er að fundur- inn standi í um hálftíma. Ísland–Palestína Útifundur á Ingólfstorgi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.