Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 12

Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ● SÉRFRÆÐINGAR í City-fjármála- hverfinu í London eru helteknir af því að spá fyrir um næstu yfirtöku í breskri smásöluverslun, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Á miðvikudag veðjuðu þeir á MFI húsgagnaverslunarkeðjuna, sam- kvæmt frétt í Independent, vegna orðróms um að stjórnendur fyr- irtækisins hygðust kaupa það. Og á fimmtudag var það Big Food Group, sem er í 22% eigu Baugs, og var það einnig vegna orðróms um yf- irtöku stjórnenda. Independent bendir á að í tilfelli Big Food Group (BFG) sé líklegast um misskilning að ræða sem rekja megi til þess að nokkrir stjórnendur fyrirtækisins hafi fyrr í vikunni verið að auka við hluti sína í félaginu. Hinn möguleikinn er yfirtaka Baugs á BFG en greiningaraðilar á markaði eru sagðir efins um þann möguleika. Baugur hljóti að vilja innleysa hagnað af fjárfestingu sinni í BFG enda hafi verð hluta- bréfa í félaginu nær þrefaldast síð- an Baugur keypti sig fyrst inn árið 2002. Líklegasta ástæðan fyrir því að verð bréfanna hefur farið hækkandi í vikunni er þó sögð vera kynning stjórnenda á fyrirtækinu fyrir stofn- anafjárfestum. Yfirtaka á Big Food Group í undirbúningi? MARKS & Spencer hafa hafnað tilboði auðkýf- ingsins Philip Green í fyrirtækið. Talið er að hann muni hækka tilboð sitt á næstunni, að því er segir í frétt frá Bloomberg. Green sagðist á fimmtudag vera tilbúinn til að kaupa allar 365 verslanir Marks & Spencer fyrir um 9 milljarða punda, eða um 1.180 milljarða ís- lenskra króna, í peningum og hlutabréfum. Pen- ingagreiðslan fyrir hvern hlut yrði 290 til 310 pens og hlutabréfagreiðslan yrði alls 25% hlutafjár í fé- laginu Revival Acquisitions, sem stofnað var til að taka keðjuna yfir. Tilboðið var þó háð því að Green fengi aðgang að sölutölum keðjunnar og upplýs- ingar um eftirlaunaskuldbindingar. Þetta er önnur yfirtökutilraun Green á fimm ár- um en þegar hann lýsti áhuga sínum á keðjunni í síðasta mán- uði brást fyrirtækið kröftug- lega við. Skipt var um forstjóra til að verjast yfirtökunni eða í versta falli að þvinga Green til að hækka tilboð sitt. Stuart Rose, fyrrum forstjóri Arcadia, tók við stýrinu sl. mánudag og það var hann sem hafnaði tilboðinu og sendi aftur til föðurhúsanna með þeim skilaboðum að stjórnin teldi tilboðið vanmeta fyrirtækið og horfur þess. Rose þvingaði Green til að hækka tilboð sitt í Arcadia um 12% í 772 milljónir punda, eða rúma 100 milljarða króna, þegar hann tók yfir fyrirtæk- ið fyrir tveimur árum. Rose hefur lýst því yfir að hann vilji gjarnan reka fyrirtækið áfram þó svo að Green kaupi það. Philip Green er sjálfur metinn á 5 milljarða dollara, eða um 360 milljarða króna, að því er segir í New York Times. Auk Arcadia á hann deildarverslanir Bhs, sem eru 164 talsins, en talið er að hann muni jafnvel selja þá keðju ef hann eignast Marks & Spencer. Margir milljarðar Marks & Spencer kostar á annað þúsund milljarða króna. Tilboði Green í Marks & Spencer hafnað Philip Green nánari athugun og að höfðu samráði við sjávarútvegsráðuneytið, að um sé að ræða útflutning til ríkis sem hafi þjóðréttarlegar skuldbindingar um að heimila ekki slíkan innflutning í samræmi við milliríkjasamning [CITES] sem Ísland er einnig aðili að. Segir jafnframt í skýringum um- hverfisráðuneytisins að þótt Ísland hafi gert fyrirvara um að samning- urinn skapi ekki þjóðréttarlega skuldbindingu fyrir Ísland að banna útflutninginn, sé ljóst að það rýri gildi samningsins að veita heimild til út- flutnings til ríkja sem hafi skuldbund- ið sig til að heimila ekki slíkan inn- flutning. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri náttúruverndar og lífsgæða í umhverfisráðuneytinu, segir að það hafi þannig verið mat ráðuneytanna að heimild til útflutnings á hrefnu- kjöti myndi ganga gegn markmiðum CITES-samningsins. landi. Segir Gunnar Ingi að leyfið sé það eina sem veitt hafi verið vestrænu fyrirtæki til innflutnings á villtum dýrum til Kína. Tekist hafi að útvega leyfið, þrátt fyrir að sendiráð Íslands í Kína hafi fullyrt að það væri ekki hægt nema í samvinnu við íslensk stjórnvöld. Í lok febrúar fékkst leyfið útgefið hjá umhverfisráðuneytinu. Segir Gunnar Ingi að þá hafi þegar verið sett í gang vinna í Kína til að sækja um innflutningsleyfi þar í landi. Gengur gegn markmiðum CITES Umhverfisráðuneytið afturkallaði hinsvegar útflutningsleyfið í apríl sl. Í skýringum umhverfisráðuneytisins kemur fram að ráðnuneytið telji við UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ aft- urkallaði í apríl sl. leyfi sem það hafði veitt fyrirtækinu Pelastikk ehf. í febr- úar til að flytja út 10 tonn af hrefnu- kjöti til Kína. Gunnar Ingi Halldórs- son, framkvæmdastjóri Pelastikk, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tug- milljóna skaða vegna þessa og íhugar málsókn. Í febrúar sl. sótti Pelastikk ehf. um leyfi til umhverfisráðuneytisins til að flytja út 10 tonn af hrefnukjöti til Kína en ráðuneytið gefur út slíkt leyfi í samræmi við svokallaðan CITES- samning sem er samningur um al- þjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýming- arhættu. Hrefna er á válista CITES og þar með talin í útrýmingarhættu og verslun með afurðir slíkra dýra því háð sérstökum leyfum. Hafði samstarfsfyrirtæki Pelastikk í Kína þá þegar útvegað sóttvarnar- og söluleyfi fyrir íslenskt kjöt þar í Gunnar Ingi telur það hinsvegar ekki vera íslenskra stjórnvalda að ákveða slíkt, heldur hafi kínversk yf- irvöld um málið að segja. Þar í landi hafi málið verið til alvarlegrar skoð- unar. Höfuðstöðvar CITES í Sviss hafi auk þess staðfest að Íslandi sé ekki óheimilt að gefa út útflutnings- vottorð fyrir hrefnu. „En þar sem leyfið var ógilt hafa kínversk yfirvöld sett spurningarmerki við öll skjöl og umsóknir kínverskra samstarfs- manna minna. Öll skjöl sem frá mér koma, þ.e. frá íslenskum stjórnvöld- um, eru orðin tortryggileg og ótrú- verðug. Sú vinna sem kínverskir við- skiptavinir mínir hafa lagt út í var til einskis. Það ríkir nú mikil gremja meðal þeirra og þeir hafa sagt upp samningum. Viðskiptin eru með öðr- um orðum úr sögunni.“ Gunnar Ingi segir að vinna við mál- ið hafi verið mjög tímafrek og erfið. „Ég notaði alla mína krafta í að afla tilskilinna leyfa og lét önnur verkefni sitja á hakanum þar sem framlegð- arhorfur í útflutningnum til Kína voru mjög góðar. Afturköllunin á leyfinu mun skaða Pelastikk það mikið að það mun að öllum líkindum ekki halda starfsemi áfram, nema að bættur sé tapaður kostnaður og að hluta við- skiptatengsl. Þetta mál hefur einnig skaðað ímynd íslenskra stjórnvalda í Kína.“ Gunnar áætlar að útlagður kostn- aður við málið sé um 6 milljónir króna en framlegðartap á áætluðum og und- irskrifuðum samningum sé um 9 milljónir króna á þessu ári en um 50– 60 milljónir á næstu 5 árum. Hann segir að umhverfisráðuneytið hafi klárlega brotið á sér stjórnsýslulög en hefur ekki ákveðið hvort hann muni leita réttar síns fyrir dómstólum. Málsókn vegna útflutningsbanns? Morgunblaðið/Golli Hvalkjöt Umhverfisráðuneytið dró til baka leyfi til útflutnings á hrefnukjöti til Kína. Fékk ekki að selja hrefnukjöt til Kína KREDITKORT hf. hefur tekið að sér alla færslusöfnun á Íslandi fyrir Am- erican Express auk þjónustu þar að lútandi við hérlenda seljendur. Frá og með deginum í gær er American Ex- press-kortum veitt viðtaka með raf- rænum hætti í gegnum svokallað posa-kerfi. Kreditkort er aðili að því kerfi og hefur veitt American Ex- press aðgang í sínu nafni. Ekki eru áform um útgáfu American Express korta á Íslandi á þessari stundu. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorts hf., og Pascal Guignard, varaforstjóri Amer- ican Express Global Network Servic- es, kynntu samkomulagið á kynning- arfundi í Listasafni Íslands í gær. Pascal Guignard sagði fyrirtækin tvö eiga afar vel saman og hafa svipuð markmið um nýsköpun, gæði og þjón- ustu. „Við erum ánægð með samstarf- ið við Kreditkort og höfum trú á krafti og framtíð þessa markaðssvæðis.“ Ragnar Önundarson sagði það stefnu Kreditkorts að leggja höfuð- áherslu á þjónustu við seljendur auk þess að leggja áherslu á alþjóðleg tengsl og viðskipti. Hann sagði sam- komulagið við American Express falla vel að þessu. „Með síauknum straumi ferðamanna til landsins hefur skapast þörf fyrir móttöku á fleiri tegundum greiðslukorta og eru ís- lensk fyrirtæki fús til að mæta þeirri þörf. Með samkomulagi þessu vill Kreditkort hf. auðvelda þessi við- skipti og stuðla að opnari markaði á sviði greiðslumiðlunar á Íslandi,“ sagði hann. Fyrsta seðlalausa þjóðfélagið „American Express bankinn er að ýmsu leyti sérstakur í kortaviðskipt- um, því hann leggur ekki aðaláherslu á stærð, líkt og þekkist hjá öðrum kortafélögum. Hann leggur því meiri áherslu á styrk, gæði og þjónustu. Bankinn velur korthafa sína af meiri kostgæfni en við þekkjum hjá öðrum kortafélögum. Því er að jafnaði um að ræða einstaklinga sem eru langt yfir meðaltali í tekjum, enda segja íslenskir veitingamenn mér að þegar greitt er með American Ex- press korti sé fjárhæðin oftast hærri en m.v. algengustu kortin,“ sagði Ragnar. Ragnar gerði kortanotkun Íslend- inga enn fremur að umtalsefni á fund- inum: „Allir vita að kortanotkun Ís- lendinga er afar mikil og lætur nærri að hún sé tvö- til þreföld á hvert mannsbarn á við það sem gerist í þeim löndum sem koma næst á eftir okkur. Afleiðing þessa er sú að ís- lenska þjóðfélagið er að verða fyrsta seðlalausa þjóðfélag veraldarinnar. Íslendingar ganga að jafnaði ekki lengur með seðla í veskjum sínum.“ Frá gærdeginum annast Kredit- kort hf. alla þjónustuþætti vegna Am- erican Express sem lúta að samskipt- um við seljendur; að afla nýrra seljenda og þjónusta þá sem hafa fengið kortið. Öllum seljendum með samning við Kreditkort stendur til boða að veita American Express við- töku. American Express mun eftir sem áður sjá um þjónustu við kort- hafa sína; útgáfu reikninga, korthafa- þjónustu og umsjón með útlánum. Kreditkort hf. í samstarf við American Express Morgunblaðið/Sigurður Jökull Samstarf Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kreditkorts hf., og Pascal Guignard, varaforstjóri American Express Global Network, handsala samstarfssamninginn. ● FJÁRFESTINGARFYRIRTÆKIÐ Ind- ustrivärden keypti í gær 8 milljónir hluta, eða 2,5% hlutafjár, í Össuri hf. á genginu 55,5. Heildareign fé- lagsins í Össuri er þar með 60 milljónir hluta eða 18,84% af heildar- hlutafé fyrirtækisins. Með kaupunum er Ind- ustrivärden orðið stærsti hluthafi Öss- urar en Mallard Hold- ing S.A., sem er í meirihlutaeigu Össurar Kristinssonar, stofnanda félagsins, á um 18,69% í Össuri hf. og er næststærsti hluthafinn. Sam- hliða kaupunum var tilkynnt um sölu Lífeyrissjóða Bankastræti 7 á 6 milljónum hluta í Össuri, eða 1,9% hlut. Mallard ekki lengur stærst í Össuri Össur Kristinsson ÚR VERINU ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.