Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR Bill Clinton útskrifaðist úr lagadeildinni setti hann sér mark- mið. Hverju svo sem hann myndi fá áorkað í lífinu ætlaði hann að skrifa merka bók. Endurminningar hans, sem lengi hefur verið beðið eftir, koma út 22. júní, undir heitinu Ævi mín (My Life). „Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er merk bók,“ sagði Clinton þegar hann ávarpaði samkomu mörg þúsund bóksala í Chicago á fimmtudagskvöldið. „En þetta er nokkuð góð saga.“ Og menn í út- gáfubransanum vænta þess að þetta verði metsölubók. Ótal verslunarstjórar í bókabúð- um, rithöfundar og bókasafnsfræð- ingar hlýddu á opnunarávarp Clint- ons á Bandarísku bókamessunni, hinni árlegu ráðstefnu útgefenda. Forsetanum fyrrverandi var fagn- að með miklu lófataki. Hann lofaði því, að bókin væri bæði mjög pólitísk og einkar per- sónuleg, þar sem grein væri gerð fyrir ákvörðunum hans varðandi Bosníustríðið og sagt frá því hvað hann varð hræddur, þegar hann var lítill strákur, er stjúpfaðir hans skaut byssukúlu í vegginn rétt við höfuðið á honum. Hann lofaði því líka, að hann segði hreinskilnislega frá mistök- um sínum, en nefndi þó hvorki Mon- icu Lewinsky á nafn né minntist á kynlífshneykslið sem varð til þess að hann var ákærður fyrir embætt- isafglöp. „Ég hlífi sjálfum mér hvergi í þessari bók,“ sagði Clinton. Forsetinn fyrrverandi skrifaði endurminningar sínar með eigin hendi – fyllti 27 minnisbækur – og fyrri hluti bókarinnar fjallar um uppvaxtarár hans í bland við sögu bandarískrar menningar og stjórn- mála á sjötta og sjöunda áratugn- um. Seinni hlutinn, sagði Clinton, er „dagbók forseta“, sem veitir les- andanum innsýn í veru forsetans í Hvíta húsinu, þar sem hann reyndi að uppfylla kosningaloforðin sem hann hafði gefið, auk þess að bregðast við áföllum í heimsmál- unum. „Það er sagt að endurminn- ingabækur forseta séu oft leið- inlegar og fullar af sjálfumgleði,“ sagði Clinton glottandi. „Ég vona að mín sé áhugaverð og full af sjálf- umgleði.“ Útgefandi bókarinnar, forlagið Alfred A. Knopf, mun hafa greitt Clinton tíu milljónir dollara (rúmar 700 milljónir króna) fyrir end- urminningarnar, og á fyrsta upplag að verða 1,5 milljónir eintaka. „Mig grunar að það verði hvergi nærri nóg,“ sagði Sonny Metha, fram- kvæmda- og útgáfustjóri forlags- ins. Bók Clintons bætist nú í hóp bóka, sem komið hafa út að und- anförnu, um og eftir innanbúð- armenn í Washington. Fyrrverandi yfirmaður baráttunnar gegn hryðjuverkastarfsemi, Richard A. Clarke, og Joseph C. Wilson IV, fyrrverandi sendiherra, hafa báðir sent frá sér metsölubækur. Bók blaðamannsins Bobs Woodwards um aðdraganda Íraksstríðsins og bók Pauls O’Neills, fyrrverandi fjármálaráðherra í stjórn Georges W. Bush, hafa vakið athygli og selst vel. „Það er erfitt að henda reiður á því sem er að gerast nú á tímum og fólk leitar sér þekkingar með því að lesa allar þessar stjórnmálabækur,“ sagði Karen Auerbach, almanna- tengslastjóri Avalon-forlagsins, sem gaf út bók Wilsons, Stjórnmál sannleikans (The Politics of Truth). Lesendur sem þyrstir í fróðleik um bandarísk fjárlög á síðasta ára- tug kunna að verða margs vísari af lestri Ævi minnar. En útlit er fyrir að þeir sem vilja fá pólitískt skít- kast kunni að verða fyrir von- brigðum. „Ég geri ekki út um mörg mál,“ sagði Clinton í ávarpi sínu um bók- ina, og var í honum mikill sátta- tónn. Bað hann áheyrendur ítrekað að bregðast ekki ókvæða við póli- tískum tíðindum sem þeir væru ekki sáttir við, eins og til dæmis heimavarnarlögunum. Clinton nefndi ekki beinlínis stefnu Bush í Íraksstríðinu, en nokkrum sinnum bað hann áheyr- endur að sýna stjórnmálaleiðtogum umburðarlyndi. Sagði hann að það myndi taka nokkurn tíma að kom- ast að því hvernig bregðast ætti við þeim ógnum sem Bandaríkjamenn stæðu nú frammi fyrir. „Ekki vera svartsýn.“ Clinton kynnir endurminningar sínar Chicago. Los Angeles Times. AP Clinton er hann flutti ræðu á Bandarísku bókamessunni í Chicago í fyrradag. Fyrsta prentun endurminninga hans verður í 1,5 milljónum eintaka. ’Ég hef ekki hugmyndum hvort þetta er merk bók. En þetta er nokkuð góð saga.‘ Olíuverð heldur á niðurleið Ekki er víst að kvótaaukning OPEC-ríkjanna muni verða til að auka framboðið London, Beirut. AP, AFP. ÁKVÖRÐUN OPEC, samtaka olíu- útflutningsríkja, um að auka fram- leiðslukvótann um 11% á næstu tveimur mánuðum hefur leitt til nokkurrar verðlækkunar en sér- fræðingar segja, að samt sé ekki víst, að olíuframboðið muni aukast. Á fundi OPEC í Beirut í Líbanon í fyrradag var samþykkt að auka kvótann um tvær milljónir fata á dag í næsta mánuði og síðan um 500.000 föt í ágúst. Talsmenn samtakanna segjast vona, að þetta verði til að róa markaðinn og lækka verðið en við- urkenna um leið, að aðildarríkin hafi framleitt að minnsta kosti 2,3 millj- ónir fata umfram núverandi dags- kvóta, sem er 23,5 millj. fata. Forseti samtakanna, Purnomo Yusgiantoro, sagði, að í raun væri því aðeins verið að gera umframframleiðsluna lög- lega. Olíuverð hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum og lækkaði enn í gær um 50 sent fatið á Brent-olíu úr Norðursjó. Fór það á 35,90 dollara fatið í London í gærmorgun. Í New York var lækkunin 53 sent og verðið 38,75 dollarar í rafrænum viðskipt- um fyrir opnun markaðarins. Sér- fræðingar vestra spá því, að verðið verði áfram hátt þrátt fyrir þessa lækkun vegna aukinnar eftirspurnar í sumar og vegna takmarkaðrar framleiðslugetu bandarískra olíu- hreinsunarstöðva. Kvótinn endur- speglar ekki þörfina Sérfræðingar eru sammála um, að áhersla OPEC á kvóta sé í litlum takti við þarfir markaðarins. Það, sem hann þurfi, sé einfaldlega meiri olía. Í yfirlýsingu frá OPEC segir, að ýmsar ástæður séu fyrir verðhækk- ununum að undanförnu. Komi þar til mikil spenna á sumum svæðum, meiri eftirspurn í Kína og Banda- ríkjunum en búist hafi verið við og auknar kröfur í Bandaríkjunum til olíugæðanna. Er því spáð, að í Bandaríkjunum verði verðið um 35 dollarar fatið til jafnaðar í sumar og að því tilskildu, að ekkert beri út af. Verkföll í Níger- íu, pólitískur órói í Venesúela eða ný hryðjuverkaárás í Mið-Austurlönd- um gætu leitt til nýrrar verðhækk- unar. ♦♦♦ GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti kom til Ítalíu í gær, þar sem hann hafði viðdvöl í hálfan annan sól- arhring, og átti m.a. fund með Jóhannesi Páli páfa. Sagði páfi við Bush, að nauðsynlegt væri að ástand- ið í Írak yrði „eðlilegt sem allra fyrst“, og að leita yrði aðstoðar alþjóðasamfélagsins og Sameinuðu þjóðanna. Þá gagnrýndi páfi óbeint misþyrmingar bandarískra hermanna á íröskum föngum í Írak. Tilefni heimsóknar Bush til Ítalíu var að 60 ár voru liðin frá frelsun Rómar í síðari heimsstyrjöld, en í dag og á morgun verður Bush í Frakklandi þar sem minnst er innrásarinnar í Normandí fyrir 60 árum. Mikil mótmæli voru í Róm vegna komu Bush, og þúsundir andstæðinga stríðsins í Írak fóru um götur borgarinnar. Járnbrautarlestir sem fluttu mótmælendur frá Feneyjum og Napólí til höfuð- borgarinnar töfðust í um 90 mínútur, og töldu margir að yfirvöld hefðu viljandi valdið töfunum til að reyna að draga úr krafti mótmælanna. Páfi tók á móti Bush AP JAMES Pavitt, aðstoðaraðgerða- stjóri bandarísku leyniþjónustunn- ar CIA, sagði af sér í gær en yf- irmaður stofnunarinnar, George Tenet, sagði af sér tæpum sólar- hring áður. CIA hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir villandi upplýsingar í Íraksmálinu og andvaraleysi í að- draganda hryðjuverkanna 11. sept- ember 2001. Bandarískir stjórn- málamenn úr báðum flokkum krefjast endurskipulagningar leyniþjónustunnar og viljademó- kratar að sjálfstæði hennar verði tryggt gagnvart stjórninni svo upplýsingar verði sem nákvæmast- ar. Dýrkeypt mistök CIA Nefndin sem rannsakaði aðdrag- anda hryðjuverkanna í New York komst að þeirri niðurstöðu að CIA hefði ekki þróað neina heildar- stefnu í baráttunni gegn hryðju- verkum fyrir árásirnar 11. sept- ember. Gjöreyðingarvopn Saddams Husseins hafa heldur ekki fundist og telja sérfræðingar að njósnaupplýsingarhafi verið of- túlkaðar og að heimildarmenn leyniþjónustunnar hafi verið ótrú- verðugir enmargir þeirra voru íraskir útlagar sem áttu harma að hefna. Til varnar Tenet Fyrrverandi yfirmaður CIA, Ro- bert Gates, hefur bent á að nánast allar leyniþjónustur heimsins hafi talið Írak eiga gereyðingarvopn. Tenet hélt því staðfastlega fram að engin tengsl væru milli Saddams Hussein og al-Qaeda og varaði við því að Bush héldi því fram opinber- lega. Þau tilmæli voru hunsuð. Blaðamaðurinn Bob Woodward segir Tenet hafa gert leynilega áætlun árið 1997 með Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem miðaði að því að handsama eða drepa Osama bin Laden. Fráfarandi aðstoðaraðgerða- stjóri CIA, James Pavitt, hafði yf- irumsjón með njósnurum CIA í fimm ár en kom fyrst fyrir almenn- ingssjónir í apríl þegar hann svar- aði spurningum rannsóknarnefnd- ar vegna 11. september. Hann kenndi óáreiðanlegum heimildum um að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hryðjuverkin. Fréttamaður BBC í Washington segir Pavitt þó sæta mestri gagn- rýni vegna Íraksmálsins. Of fáir njósnarar hafi verið í landinu og of mikið traust hafi verið lagt á óáreiðanlegar heimildir. Talsmaður CIA segir afsögn Pavitt ekki tengj- ast afsögn Tenet. Annar yfirmaður CIA segir af sér Washington. AFP. LÖGREGLAN í Írak hefur hand- samað Umar Baziyani, háttsettan samstarfsmann Abu Musab al- Zarqawis, sem er einn af æðstu leiðtogum al-Qaeda hryðjuverka- samtakanna og er talinn hafa skipu- lagt fjölda mannskæðra árása í Írak. Vitað er að Baziyani tengist nokkrum öfgahópum í Írak. Talið er að hann beri ábyrgð á dauða fjölda saklausra Íraka, að því er greint er frá í yfirlýsingu Banda- ríkjahers. Baziyani var handtekinn á laug- ardag og er sagður hafa veitt her- námsyfirvöldum í Írak ýmsar upp- lýsingar. Þrátt fyrir að fram kæmi í yfirlýsingu Bandaríkjamanna að Baziyani væri samstarfsmaður al- Zarqawis, sem er 38 ára Jórdani, var ekki skýrt nánar frá því hvers eðlis þau tengsl væru. Al-Qaeda-liði handtekinn Bagdad. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.