Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 20
OPNUÐ hafa verið tilboð í framkvæmdir við Rifshöfn og á Arnarstapa. Verkið felst í vinnu við lagnir og steypu á þekju á norð- urþili Rifshafnar og gerð uppsáturs og ljósamasturshúss á Arnarstapa. Þrjú tilboð bárust; frá Elinn ehf., Sauð- árkróki, Almennu umhverfisþjónustunni ehf., Grundarfirði, og Þorgeiri Árnasyni, ehf., Rifi, sem bauð lægst eða 74,1% af kostnaðaráætlun. Tilboð í höfnina Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Har- aldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Að- alsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sjómannadagshelgin fer nú í hönd og að venju verður hátíð í Bolungarvík, elstu ver- stöð landsins. Í Bolungarvík hefur sjó- mannadagurinn ávallt verið mikill hátíð- isdagur og bæjarbúar allir tekið virkan þátt í dagskrá hátíðarinnar. Í ár verður boðið upp á hátíð með dagskrá bæði laugardag og sunnudag. Á laugardeg- inum verður sigling með varðskipinu Ægi um morguninn og eftir hádegi verður skemmtun við hafnarbakkann. Um kvöldið verður síðan hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá í Víkurbæ. Dagskrá sjó- mannadagsins hefst kl. 13.30 með því að gengið verður frá hafnarsvæðinu til sjó- mannamessu í Hólskirkju. Að lokinni messu verður kvennadeild Slysavarnafélagsins með kaffihlaðborð í Víkurbæ og opnuð verður ljósmyndasýning í Ráðhússalnum. Um kvöldið verður síðan kvikmyndasýn- ing í Víkurbæ þar sem sýnd verður myndin Nói albínói en taka þeirrar myndar fór að verulegu leyti fram í Bolungarvík.    Fram undan eru skólastjóraskipti við Grunnskóla Bolungarvíkur en á fundi sínum í vikunni samþykkti bæjarstjórn tillögu fræðsluráðs að ráða Kristínu Ósk Jón- asdóttir í stöðu skólastjóra í stað Önnu G. Edvardsdóttur sem sagt hafði upp starfi sínu eftir 13 ára farsælt starf sem skólastjóri grunnskólans. Í ræðu sinni við sín síðustu skólaslit Grunnskóla Bolungarvíkur fyrr í þessari viku kom fram að þegar hún hóf að starfa sem skólastjórnandi grunnskólans árið 1991 hafi verið 236 nemendur við skólann en í dag eru þeir 136 þannig að nemendum hefur fækkað um 100 á þessum tíma. Næsti sex ára árgangur væri hins vegar nokkuð stór en hann er líka að óbreyttu síð- asti stóri árgangurinn sem kemur inn í skól- ann því að í næstu árgöngum þar á eftir væru að meðaltali tíu nemendur. Þá kom einnig fram í ræðu Önnu að á þessu 13 ára tímabili hefði stöðugleiki í starfsmannahaldi aukist og þar með stöðugleiki í skólastarfinu. Einnig hefði skólanum tekist að halda stöðu sinni hvað varðaði niðurstöðu samræmdra prófa þrátt fyrir að ýmsar ytri aðstæður hefðu ekki alltaf verið okkur í hag. Nýr skólastjóri mun væntanlega taka formlega við starfi sínu 1. ágúst nk. og er hann hér með boðinn velkominn til starfa. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Hrunamannahreppur | Um langt árabil hefur verið haldinn á vorin svokallaður rusladagur í Hrunamannahreppi. Sveitarstjórn skipar nokkurs konar ruslamálaráðherra sem sér um stjórn á verkefninu og var að þessu sinni Örn Einarsson. Íbúar og fyrirtæki eiga að vera búin að taka til á sínu umráðasvæði fyrir daginn. Síðdegis á föstudaginn voru síðan hendur látnar standa fram úr ermum en þar eru einkum börn og unglingar sem eru hvað athafnasömust. Krakkarnir voru að þessu sinni fleiri en endra- nær eða um 90 talsins. Fullorðnir stjórnuðu ýmsum ökutækjum sem drógu vagna. Eftir snarpa atlögu að ruslinu var borinn eldur að og öllum boðið uppá prins poló og gosdrykki. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Atlaga að ruslinu Þegar spurðist aðÓlafur RagnarGrímsson forseti hygðist halda blaða- mannafund á Bessastöð- um í gær orti Jón Ingvar Jónsson: Okkar kæri Kim Jong Il klókur innan stundar á Bessastöðum boðar til blaðamannafundar. Friðrik Steingrímsson orti vísu þegar Ólafur Ragnar dreif sig í skyndingu til landsins: Blaðamenn bið’eftir sprokinu og báð’ann að létt’af sér okinu. En Ólafur þagði að endingu sagði. Ég ræð’ekki um það í rokinu. Síðar orti Friðrik þegar honum varð hugsað til for- setakosninganna: Litskrúðug er vor framboðs flóra, fátt segir Baldur nú um stundir, Ástþór skammast í útvarps- stjóra, Ólafur neitar að skrifa undir. Á Bessastöðum pebl@mbl.is Grundartangi | Skip rakst utan í bryggju við Grundartanga á þriðjudag og olli nokkrum skemmdum á bæði bryggju og skipi. Skipið heitir Hermann Sibum, og var að flytja kvarts-steinefni frá Spáni í Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Að sögn Þorvalds Guðmundssonar, yf- irhafnsögumanns á Akranesi, eru ein- hverjar skemmdir á bryggjunni, þar á meðal gat á stálþili. Guðmundur Ás- geirsson, stjórnarformaður Nesskipa, segir skipið ekki mikið laskað, en gert verði við það við hentugleika. Skip rakst á bryggju MUNAÐARNESVEITA Orkuveitu Reykjavíkur var formlega tekin í notkun við athöfn í gær. Framkvæmdir hófust í janúar sl. og lauk þeim nú í maí. Kostnaður við fullbyggða veitu verður 135 milljónir króna. OR og BSRB hafa að undanförnu átt samstarf um jarðhitaleit á orlofshúsasvæði BSRB í Borgarbyggð. Árangur þessa sam- starfs var staðfestur með samningi um lagningu hitaveitu um svæðið í Munaðar- nesi og Stóru-Skógum í janúar sl. Und- irbúningur hefur staðið í nokkurn tíma eða frá ársbyrjun 2002 þegar jarðhitarann- sóknir hófust. Niðurstaða fékkst með bor- un holu sem skilar 10 sekúndulítrum af 85° heitu vatni. Magnið er talið duga fyrir or- lofshúsasvæði BSRB ásamt öðrum sumar- húsum í landi Munaðarness. Á svæði BSRB eru 85 sumarhús ásamt fimm þjónustu- og starfsmannabygging- um. Önnur sumarhús á svæðinu eru u.þ.b. 80 og má búast við fjölgun þeirra á næstu árum. Hitaveita í Munaðarnesi Búðardalur | Þessar vikur hafa staðið yfir upptökur á heimild- armynd fyrir sænska kvik- myndafyrirstækið Scandinat- ure, fór hluti af þeim fram á Eiríksstöðum í Haukadal. Stjórnandi upptaka er Ungverj- verður frumsýnd í Þýskalandi í nóvember. Tökurnar á Eiríks- stöðum tengdust að sjálfsögðu víkingum og lifnaðarháttum þeirra og voru það víkinga- klæddir heimamenn sem fóru með hlutverk þeirra. inn Zoltan Török og kvikmynda- tökumaðurinn er Jóhann Sigfús- son og starfar hann fyrir Pro-film. Þetta er 52 mínútna löng kvíkmynd sem fjallar um náttúru og menningu landsins bæði í nútíð og fortíð. Myndin Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Sigurður Jökulsson og Einar Jón Geirsson vígalegir í hlutverki víkinga. Víkingar Menning í nútíð og fortíð ♦♦♦ ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.