Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Jim Smart Vatnsmýri | Vegfarendur í Vatns- mýrinni hafa undanfarnar vikur orð- ið áþreifanlega varir við það jarð- rask sem fylgir framkvæmdum við færslu Hringbrautar. Framkvæmd- irnar hafa heldur ekki farið fram hjá börnunum í leikskólanum Sólbakka, stórvirkar vinnuvélarnar þokast nær og nær leikskólanum og um- kringt hann. Í fyrradag voru vinnu- vélarnar komnar að leikskólalóðinni og í gær var hafist handa við niðurrif þessa gamla leikskóla. Börnin hafa þó enga ástæðu til að óttast um framtíð skólans, því strax eftir helgi mæta þau í glænýtt hús- næði leikskólans við Stakkahlíð, en þar var áður gæsluvöllur. Því má bæta við að Sólbakki fagnar 30 ára starfsafmæli sínu í desember. Síðasta stund leikskólans HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 21 Grandagarður | Á morgun verður opið hús í húsakynnum væntanlegs sjóminjasafns í Reykjavík að Grandagarði 8, í tilefni af hátíð hafsins. Nýlega var tekin ákvörðun um það að hafa veita safninu aðstöðu í húsinu, en borgin hefur verið án sjóminjasafns til þessa. Borg- arbúum gefst því tækifæri til að kynna sér hug- myndir um bæði innra- og ytra útlit safnsins og umfang starfsemi þess, en nýlega fór fram samkeppni um útlit þess og var þar unnið í samhengi við nýtt skipulag Mýrargötusvæð- isins. Myndar tengsl milli atvinnusvæðis og miðbæjar Helgi Sigurðsson, forstöðumaður safnsins, fagnar þeim tímamótum að Reykjavík fái loks- ins sæmandi sjóminjasafn og segir margar há- leitar hugmyndir uppi um starfsemina. „Nú er- um við hér með rúma 1.000 fermetra rými og þar af 500 undir sýningar, en í framtíðinni fáum við líka fyrstu hæð hússins og pláss til útisýninga. Þá eykst sýningarrýmið og verður um 1.500 fermetrar,“ segir Helgi og bætir við að einnig verði í safninu fræðslustofur og að- staða til kennslu bæði fyrir börn og fullorðna. Þá verða í safninu rúmgóðar steinsteyptar sval- ir auk 60 fermetra rýmis fyrir sérsýningar. „Við erum að stefna að því að þetta verði út- hverft safn, hluti af umhverfinu og mjög að- gengilegt fyrir þá sem koma úr miðbænum,“ segir Helgi og vísar í samhengi hússins við nýj- ar hugmyndir um skipulag Mýrargötusvæð- isins. „Safnið er haganlega staðsett hér á mörk- um atvinnusvæðis og miðborgarinnar, og myndar þannig sterk tengsl milli almennings og þessa höfuðatvinnuvegs. Svo munum við hafa gamla hlaðna steingarðinn, sem húsið stendur við, sýnilegan, en hann er í raun sýn- ingargripur í sjálfu sér. Þar fyrir framan er gert ráð fyrir staurabryggju og þannig tengslum við höfnina.“ Samkvæmt hugmyndum um útfærslu safnsins verður safnið opið og breytilegt og nýtt til fræðslu, enda er burður hússins í súlum og því auðvelt að rífa burt milliveggi og breyta rými. Safnið mun fá ýmsa muni að láni frá Þjóð- minjasafninu, bæði muni frá árabátatímanum og einnig muni sem sýna tækniframfarir tutt- ugustu aldar, en Helgi segir hraðasta íbúafjölg- un í Reykjavík einmitt hafa orðið við komu togaranna. „Við vonumst eftir öflugu samstarfi og jákvæðri samkeppni við Þjóðminjasafnið, sem verði til hagsbóta fyrir alla,“ segir Helgi og bætir við að fjölmargar hugmyndir hafi komið upp um möguleika sýningarsalanna, þar á meðal hugmynd um nokkurs konar öfugt sjávarlífsbúr, þar sem gestir geta gengið inn í herbergi þar sem þeir eru umluktir sjó á alla vegu og ganga gegnum mergð sjávardýra. Safnið verður opið almenningi milli 13:00 og 18:00 á sunnudaginn, sjómannadag. Opið hús á sjómannadaginn í fyrirhuguðu sjóminjasafni Reykjavíkurborgar Úthverft og aðgengilegt safn Morgunblaðið/Jim Smart Sýningarsalirnir bjóða upp á marga möguleika. Hafnarfjörður | Fjölmargt verður á döfinni í Hafnarfirði um helgina. Á laugardeginum verður dagur lúðrasveitanna haldinn hátíðlegur með risaskrúðgöngu með þátttöku lúðrasveita víðsvegar af suðvest- urhorni landsins. Skrúðganga legg- ur af stað frá Hrafnistu kl.13:15 og önnur frá Suðurbæjarlaug á sama tíma. Göngurnar sameinast í eina risagöngu við Hafnarfjarðarkirkju sem marserar um miðbæinn. Mælst er til að áhorfendur njóti skrúð- göngunnar af gangstéttum. Að lok- inni göngunni verða flutt frábær tónlistaratriði í Íþróttahúsinu við Strandgötu og boðið upp á léttar veitingar og kaffi fyrir þátttak- endur. Á sunnudag verður formleg dag- skrá sjómannadags þannig: Kl. 8 Fánar dregnir að húni Kl. 10 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu. Kl. 10:30 Lagður blómsveigur að minnisvarða um horfna sjómenn. Kl. 11 Sjómannamessa í Fríkirkju Hafnarfjarðar. Kl. 13 Skemmtisigling fyrir börn. Farið verður frá suðurhöfninni. Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt, boðið upp á siglingar, starfsemin kynnt og haldin furðubátakeppni. Kl. 14 Hátíðardagskrá sjó- mannadagsins sett á svæðinu fyrir framan Fiskmarkaðinn. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur, flutt verða ávörp og aldraðir sjó- menn heiðraðir. Listflug, kappróður og margt fleira. Fiskur og annað góðgæti verður til sölu á svæðinu. Kaffisala á Hrafnistu. Öryggisgæsla er í höndum Björg- unarsveitar Hafnarfjarðar. Þrjár nýjar sýningar Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur nú flutt alla sýningastarfsemi sína í Pakkhúsið á Vesturgötu 8, sem hýs- ir þrjár nýjar sýningar sem verða opnaðar 6. júní. Stærsta sýningin er sögusýningin „Þannig var...“ þar sem saga Hafnarfjarðar er rakin frá landnámi til okkar daga með að- stoð sagnfræðilegra texta, ljós- mynda, teikninga og fjölda muna er glæða söguna lífi. Á efstu hæð hússins hefur verið sett upp leikfangasýning sem sér- staklega er hönnuð fyrir börn, en áByggðasafni Hafnarfjarðar er varðveitt eitt stærsta leik- fangasafn landsins. Þriðja sýningin í þessu nýja hús- næði Byggðasafnsins er ljós- myndasýning þar sem fjölmargar gamlar ljósmyndir úr Hafnarfirði verða sýndar.    Sjómannahelgi í Hafnarfirði Garðabær | Í sumar verður hægt að heimsækja bæinn Krók á Garðaholti í Garðabæ. Bærinn verður opinn gest- um og gangandi á sunnudögum í sumar frá og með morgundeginum. Síðastliðið sumar var bærinn einnig opinn almenningi og aðsókn var mjög góð. Krókur á Garðaholti er lítill báru- járnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Er hann talinn gott dæmi um húsa- kost og lifnaðarhætti alþýðufólks á þessum landshluta á öndverðri síð- ustu öld og hefur því ótvírætt menn- ingarlegt og sögulegt gildi. Í Króki er eitt herbergi sérstaklega ætlað sem vinnuaðstaða fyrir listamenn. Í vetur hafa tveir listamenn haft afnot af vinnuaðstöðunni í Króki og búið er að úthluta vinnuaðstöðunni fram á haust. Vorið 1934 hafði Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir fengið ábúð á Króki en maður hennar var Vilmund- ur Gíslason. Afkomendur Þorbjargar og Vilmundar í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður. Jón Nordsteien arkitekt stjórnaði end- urgerð bæjarins og Einar Hjartarson húsasmíðameistari var fenginn til að vinna verkið. Systurnar Elín og Vil- borg Vilmundardætur höfðu umsjón með uppröðun húsmuna. Aðgangur að Króki er ókeypis og í sumar verður opið alla sunnudaga frá kl. 13–17. Bærinn Krókur opinn á sunnudögum Krókur er staðsettur í nágrenni samkomuhússins á Garðaholti. Miðbær | Í dag klukkan þrjú verð- ur opnuð sýningin „Minningar frá Íslandi“ í húsakynnum Alliance Française í Tryggvagötu 8, en þar er rekin saga franskra sjómanna sem stunduðu veiðar við strendur Íslands í ljósmyndum og vitn- isburðum. Fátt er enn til vitnis um sögu hinna hugrökku skútusjómanna, að- eins einn og einn hlutur á stangli, annaðhvort fenginn í vöruskiptum eða keyptur á uppboði þegar skúta hafði strandað, sem og grafreitir franskra sjómanna og fyrrum franskir spítalar. Hervé Jézéquel ljósmyndari og mannfræðingurinn Vanessa Doutreleau fóru víða um land á slóðir myndanna til að vinna heimildavinnu fyrir sýninguna. Sýning um franska skútusjómenn Er vinningur í lokinu? www.ms.isEr vin nin gu r í l ok inu ? fiú sér› strax hvort fla› leynist óvæntur gla›ningur í Engjaflykkninu flínu! H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.