Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Selfoss | „Mér líður mjög vel í vinnunni og ég nýt þess að fást við þau verkefni sem koma hér upp á hverjum degi. Síðan ég var lítil hef ég haft gaman af öllu punti. Sólveig, meistarinn minn, er vinkona mömmu og í gegnum hana kynntist ég þessari iðngrein. Hún hringdi í mig þegar ég var í 9. bekk og sagði að sig hefði dreymt að ég ynni hjá henni. Mér fannst þetta gaman og byrjaði að hjálpa til á stofunni. Eftir grunnskól- ann fór ég í Förðunarskólann og byrjaði síðan á samningi hjá Sól- veigu,“ segir Hugrún Harðardóttir, nýkrýnd Ungfrú Ísland, en hún starf- ar á Hársnyrtistofunni Mensý á Sel- fossi og er komin að því að ljúka námi í hársnyrtiiðn og taka sveinsprófið. Það kann að verða bið á því og Hug- rún segir það ráðast af aðstæðum og því sem á dagana drífur hjá henni sem Ungfrú Ísland. Nauðsynlegt að hafa metnað „Þessi vinna á mjög vel við mig eins og allt sem viðkemur tísku. Ég held þetta sé vegna þess að ég hef gaman af fínheitum og að skapa þau sjálf. Í þessu starfi er maður alltaf að skapa eitthvað, hárið er efniviður í listaverk eins og leirinn hjá leirlista- manninum,“ segir Hugrún þegar tal- ið berst að hársnyrtingunni. „Mér finnst nauðsynlegt að hver og einn setji sér það markmið að geta byrjað að vinna á einhverjum tímamótum, hvort sem fólk fer í bóknám eða verk- nám, og nauðsynlegt að hafa metnað í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Ég viðurkenni það alveg að ég er mjög metnaðarfull og ef ég tek mér eitthvað fyrir hendur vil ég klára það almennilega. Ég held ég sé keppnismanneskja og vil ná árangri í því sem ég er að gera, það er mér eðlilegt.“ Rækta þarf líkama og sál Hugrún viðurkennir að auðvitað verði litið til hennar á ýmsan hátt og kveðst vilja sinna öllum þeim verk- efnum sem upp kunna að koma og lögð verða fyrir hana. „Ég vil leggja öllum góðum málum lið. Mér finnst nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að taka afstöðu til þess sem að hönd- um ber í lífinu og ég legg áherslu á að fólk rækti líkama sinn og sálina með því að hreyfa sig og gera þá hluti sem hverjum og einum líður vel með. Fólk á að skapa sér tíma til að hugsa um sjálft sig. Þannig erum við í betra jafnvægi til að takast á við erfið verk- efni í lífinu og betur búin til að vega og meta þá kosti sem fyrir hendi eru hverju sinni,“ segir Hugrún. „Auðvitað ýtti maður undir það að hún færi í þessa keppni. Það er stór- kostleg tilfinning að upplifa þennan sigur hennar,“ segir Sólveig Hall- grímsdóttir hársnyrtimeistari og segist full af stolti eins og Selfossbú- ar og Sunnlendingar eru. „Þetta er stór titill og mikið hlutverk sem hún fær og þarf að standa sig í. Ég treysti henni vel í það hlutverk vegna þess að það sem hún tekur sér fyrir hend- ur gerir hún vel, hvort sem það eru hversdagslegir hlutir eða eitthvað mjög áríðandi. Hún skilur ekkert eft- ir hálfklárað. Svo auðvitað gefur þessi árangur henni góða reynslu og tækifæri. Mér finnst hún vera að uppskera eftir að hafa lagt mikið á sig við að ná árangri og þetta eflir sjálfstraust og sjáfsöryggi sem er þýðingarmikið að hafa í lífinu. Hug- rún hefur alltaf viljað ná langt og nú fær hún tækifæri til að reyna sig sem fyrirsæta og það verður gaman að fylgjast með henni á þeim vettvangi.“ Ungfrú Ísland er hár- snyrtinemi á Selfossi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hugrún Harðardóttir, ungfrú Ísland, við vinnu sína á Hársnyrtistofunni Mensý í lok fyrsta vinnudags eftir keppnina. Í stólnum situr Arndís Jóns- dóttir og Sólveig Hallgrímsdóttir hársnyrtimeistari fylgist með. Hveragerði | Laugardaginn 29. maí voru 59 nemendur brautskráðir frá Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj- um í Ölfusi. Af þessum hópi voru 21 skógarbóndi, sem voru að ljúka þriggja ára námi í Grænni skógum á Suðurlandi en þetta er fyrsti hóp- urinn af skógarbændum, sem skól- inn útskrifar. Dúx skólans var Guð- rún Brynja Bárðardóttir, sem útskrifaðist sem blómaskreytir af blómaskreytingabraut skólans. Námsárangur nemenda var mjög góður og fengu fjölmargir við- urkenningar og bókagjafir. Þetta var seinasta útskrift Garð- yrkjuskólans í 65 ára sögu hans, því skólinn verður sameinaður Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri frá og með næstu áramótum. Lög um það voru samþykkt á síð- asta starfsdegi Alþingis. Það verða Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), Garðyrkjuskólinn og Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri, sem sameinast í þennan nýja háskóla. Eftir útskriftina var öllum gestum boðið að þiggja veitingar í húsakynnum skólans, sem um 350 manns þáðu. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Útskriftarhópur Garðyrkjuskólans vorið 2004 ásamt nokkrum af starfs- mönnum skólans, en þetta er síðasta formlega útskrift skólans. 59 nemar brautskráð- ir úr Garð- yrkjuskól- anum Ingólfsfjall | Bæjarráð Árborgar fjallaði á fundi sínum 3. júní um að- alskipulag Ölfuss varðandi Ingólfs- fjall og malartekju sem þar fer fram. Svarbréf frá Ölfusi við athugasemd- um Árborgar var lagt fram á fund- inum. Bæjarráð Árborgar áréttaði fyrri röksemdir sínar fyrir mikilvægi þess að vernda vatnsból og hafnar því að sú breyting sem bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á vatnsvernd- arsvæði í Ingólfsfjalli vegna Þóru- staðanámu sé „lítilsháttar breyting“.    Íþróttir | Bæjarráð samþykkti 100 þúsund króna viðbótarfjárveitingu til sumaropnunar íþróttahúss Valla- skóla en handbolta- og körfubolta- fólk hefur óskað eftir nýtingu á hús- inu yfir sumartímann. Á fundinum hafnaði bæjarráð því að breyta gervi- grasvellinum við Vallaskóla í „batta- völl“.    Kokkakeppni ungmenna | Bæj- arstjóra Árborgar hefur verið falið að ræða við skólameistara FSu um möguleika skólans á að taka þátt í kokkakeppni ungmenna í vinabæn- um Kalmar í Svíþjóð en erindi þar um hefur borist bæjarstjórn.    Útrás | Unglingakór Selfosskirkju er á förum til Danmerkur í söng- ferðalag. Kórinn mun koma fram á þrennum tónleikum í bæjunum Stor- vorde, Svenstrup og Silkeborg. Einnig ráðgerir kórinn að syngja í Legolandi. Bæjarmál í Árborg SUÐURNES Keflavík | Sýning á liðlega fjörutíu líkönum af Suðurnesjabátum var í gær opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum í Keflavík. Sýningin verður aðeins op- in um helgina. Áhugamannafélag um Bátasafn Gríms Karlssonar stendur fyrir sýn- ingunni. Þar eru líkön af mörgum þekktustu bátum Suðurnesjamanna, meirihlutinn smíðaður af Grími Karlssyni, en þau eru í eigu ýmissa aðila. Sum verða eftir í bátasafninu í Duushúsum og í gær voru fjögur þeirra afhent til safnsins. Það eru tvö líkön af Von, eitt af Hilmi og eitt af Árna Geir. Þau verða hluti af Báta- safni Gríms Karlssonar að sýning- unni lokinni. Fram kom að til stend- ur að gefa fleiri líkön til safnsins á næstu dögum. Fjöldi gamalla skipstjóra og áhugamanna um safnið var viðstadd- ur opnuna í gær auk hóps barna úr Frístundaskóla Holtaskóla. Skoðuðu þau líkönin af miklum áhuga og sum gátu sýnt bekkjarsystkinum sínum frá skipum sem afar þeirra höfðu átt eða verið sjómenn á. Tveir félagar úr Áhugamanna- félaginu, Árni Johnsen og Ólafur Björnsson, ávörpuðu gesti auk Val- gerðar Guðmundsdóttur menningar- fulltrúa. Árni sagði að Grímur Karls- son hefði smíðað á þriðja hundra líkana af íslenskum bátum. Safnið sem ber nafn hans væri einstakt í heiminum. Ólafur sagði frá þróun sjávarútvegs í Keflavíkurþorpi fram yfir síðari heimsstyrjöldina. Sýningin er haldin í tilefni sjó- mannadagsins og er opin í dag og á morgun, frá klukkan 13 til 17.30. Ekki er innheimtur aðgangseyrir. Sýning á líkönum Suðurnesjabáta Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ungur nemur, gamall temur: Rafn Sigurðsson skoðar líkan af Guðrúnu Gísladóttur KE sem sökk við Noreg fyrir fáeinum árum með krökkum úr Frístundaskóla Holtaskóla sem settu skemmtilegan svip á opnunarathöfnina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.