Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 27

Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 27
Á MATSEÐLI veitingastaðarins Caruso í Bankastræti eru yfir sextíu réttir en lesandi sem heimsótti stað- inn nýlega mælti sérstaklega með fylltum sveppahöttum og grænmet- isböku. „Grænmetisbakan er mjög vinsæl og töluverð hreyfing á henni,“ segir Márus Jóhannesson matreiðslu- meistari, sem hefur yfirumsjón með eldhúsinu, þegar falast var eftir upp- skriftum að þessum réttum. „Við finnum alltaf fyrir árstíðabreyt- ingum hjá gestunum,“ segir hann. „Á veturna eru þyngri réttir vinsælir og rauðvín með en þegar fer að vora er minna pantað af rauðvíni miðað við hvítvín og létta grænmetis- og pastarétti. En þeim hefur fjölgað verulega sem kjósa grænmetisrétti og annað sérfæði svona yfirleitt.“ Márus segist vera ánægður með betri og bætta vínmenningu síðustu ára. Algengt sé að fólk fái sér eitt vínglas með matnum í hádeginu, sér- staklega þegar fer að vora og sólin skín. „Maður sér fólk fá sér eitt glas og síðan ekki meir. Þetta er huggu- legt og menningarlegt eins og hjá öðrum þjóðum,“ segir hann. Fylltu sveppahattarnir hafa verið á forréttaseðlinum síðan 1996 og pastaréttir, bæði með rjómasósu og olíu. „Vinsælasti pastarétturinn heit- ir „þrír litir“ og samanstendur, eins og nafnið ber með sér, af pasta í þremur litum, fersku grænmeti og olíu.“ Grænmetis- baka Caruso Fyrir 4 4 egg 400 ml chedd- arostasósa (fæst tilbúin) 600 g blandað ferskt grænmeti hvítlauksolía rifinn ostur 4 stk. form (quiche) (fást tilbúin hjá GV heildverslun) salt og pipar eftir smekk Sósan er hituð upp í potti (ekki sjóða) eggin slegin út í, salt og pipar, hvítlauksolía. Grænmetið er steikt á pönnu og sett í formin. Sósu hellt yfir grænmetið í form- inu og rifnum osti stráð yfir. Bakað í 180º heitum ofni í um 10–12 mín. Af fersku grænmeti má t.d. nota, sveppi, eggaldin, kúrbít, gulrætur, blaðlauk og papriku. Sveppahattar, fylltir með gráðosti og hvítlauk 3 sveppahattar, miðlungsstórir gráðostur hvítlaukssmjör salat Stilkurinn tekinn úr sveppahattin- um og hatturinn fylltur með gráðosti og þykku lagi af hvítlaukssmjöri, um einn cm, smurt yfir hattinn. Bakað í ofni við 180° í um 10 mín., allt eftir því hvað sveppirnir eru stórir. Borið fram með salati og bráðnu hvít- laukssmjöri sem hellt er úr ofnbakk- anum.  UPPÁHALDSRÉTTUR| Léttmeti með hækkandi sól Morgunblaðið/ÞÖK Sigríður Grétarsdóttir leggur síðustu hönd á matreiðsluna á veitingastaðnum Caruso. Morgunblaðið/ÞÖK Létt: Grænmetisbakan vinsæla.Grænmetisbak- an sívinsæla DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 27 Sérstök útimarkaðsstemning verður frá búðarborði og út á gangstéttar í miðborginni í dag á Löngum laugardegi. Verslanir verða opnar til kl. 17. Markaðsnefnd miðborgarinnar Kringlunni, s. 588 1680 iðunn tískuverslun kvartbuxur S k o ð i ð V i ð e y www . f e r j a . i s www.thjodmenning.is FRÁ og með Hafn- ardeginum, sem hald- inn verður hátíðlegur í dag, verður hægt að gæða sér að gómsæt- um réttum um borð í Árnesinu, sem er eina fljótandi veitingahúsið á Íslandi. Skipið liggur við landfestar við Suð- urbugt, undan Hafn- arbúðum við Reykja- víkurhöfn. Veitinga- reksturinn verður í höndum Önnu Guð- mundsdóttur og barna hennar, Bjarna og Örnu Gunnarsbörnum. Alls tekur skipið yfir eitt hundrað manns í sæti í þremur sölum og er Bjarni framkvæmdastjóri staðarins. Árnesið var upphaflega smíðað árið 1966 og hefur lengst af þjónað sem Breiðafjarðarferjan Baldur. Þegar nýr Baldur leysti hina gömlu af hólmi árið 1990, keypti Eysteinn Yngvason skipið og nokkrum árum síðar lét hann gera breytingar á skipinu til að gera aðstöðuna farþegavænni. Skipið var í siglingum um Faxaflóann til ársins 1999, með hópa og veislur af ýmsum toga, en verð- ur hér eftir nýtt sem veitingahús og sem miðstöð siglinga um sundin blá. „Hópar geta nú pantað ýmsar sérferðir hjá okkur og svo getur fólk bara komið hér við á björtum sumardögum og athugað hvort bátar séu lausir, farið í skreppitúra út á fló- ann, í eyjaferðir, sjóstangaveiði og fuglaskoðun,“ segir Eysteinn og bætir við að daglega verði boðið upp á tvær fastar fuglaskoðunarferðir á dag, klukkan 10.30 og 16.45. Áhersla á sjávarfang Anna Guðmundsdóttir, veitingamaður um borð í Árnesi, segist búa að þeirri reynslu að hafa rekið heimili í fjörutíu ár auk þess sem hún hafi komið nálægt veitinga- og kaffi- húsarekstri. Sjálf er hún hinsvegar menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins og út- skrifaðist sem slík árið 1967. „En svo tók lífið aðra stefnu og hef ég lengst af unnið við ýmis skrifstofustörf. Það má þó segja að ég sé að skapa mér at- vinnu eftir að hafa verið atvinnu- laus í heilt ár því ég er komin á þann aldur að ég er ekki einu sinni kölluð í viðtöl þrátt fyrir að hafa sótt um fjöldamörg störf.“ Hægt hefur verið að fá kaffi, meðlæti og súpu um borð í Árnesinu frá nóv- embermánuði. Eftir sem áður geta gestir og gangandi staldrað við og fengið sér kaffi og með því, en frá og með deginum í dag verður boðið upp á sérréttamatseðil á kvöldin þar sem valið stendur um fimm til sex rétti. Veitingamennirnir um borð í Árnesi ætla að leggja sérstaka rækt við sjáv- arfang á matseðlinum þar sem humar, kræklingur og svartfugl verða í hávegum hafðir. Íslenska lambakjötið verður einnig áberandi á matseðli Ár- nessins því bæði verður hægt að fá marinerað lambafile og ávaxtafyllta lambasteik með brún- uðum kartöflum. Uppskrift að sjávarréttasúpu varð fyrir valinu þegar Anna var beðin um að gefa lesendum upp- skrift, en að hennar sögn hefur súpa þessi verið elduð á hennar heimili reglulega undanfarin tólf ár. „Súpan góða hefur alltaf verið að betrumbæt- ast enda hefur hún farið í gegnum breytingar ár frá ári. Okkur þykir því tilvalið að leyfa öðrum að njóta.“ Sjávarréttasúpa (fyrir 4–6) ½ dl olía 3 marin hvítlauksrif 1 smátt saxaður laukur 2 meðalstórar smátt saxaðar gulrætur 1 smátt saxaður sellerístöngull 1 dós tómatmauk ½ dós kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftsduft 1½ msk fiskikrydd frá Pottagöldrum 1 msk tómatpurré 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 msk red curry paste 2 fiskikraftsteningar 1 peli hvítvín 1 ½ lítri vatn Olía sett í pott ásamt laukum og gulrótum. Lát- ið krauma í smástund. Tómatmauki bætt út í og síðan öðru því sem fara á í réttinn. Látið sjóða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Þá er hálfum lítra af rjóma bætt út í og rétt áður en súpan er borin fram er fiskmetinu blandað saman við. Um borð í Árnesinu er notast við 100 g af rækjum, 100 g af hörpudiski og 50 g af krabbakjöti. Smekks- atriði er hinsvegar hvaða fiskur og hversu mikið magn af honum er notaður í súpuna. Morgunblaðið/Eggert Árnesið: Þjónar nú sem fljótandi veitingahús við Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn. Veitingamennirnir: Anna Guðmunds- dóttir og Bjarni Gunnarsson.  MATARKISTAN| Fljótandi veitingahús í Reykjavíkurhöfn Sjávarréttasúpa um borð í Árnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.