Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 28

Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 28
Stjórn Bandalags íslenskra far-fugla (BÍF) hefur ákveðið aðveita þeim farfuglaheimilum sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála heimild til að kalla sig græn farfuglaheimili og nota umhverfismerki BÍF því til staðfest- ingar. BÍF hefur unnið ötullega að umhverfismálum á undanförnum ár- um og hlaut í fyrra Umhverf- isverðlaun ferðamálaráðs. Ákvörð- un stjórnarinnar nú er hugsuð sem hvatning fyrir rekstraraðila farfuglaheim- ila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverf- ismálum, að sögn Markúsar Einarssonar, framkvæmdastjóra BÍF. Hann leggur áherslu á að ekki er um viðurkennda umhverfisvottun að ræða heldur viðmið sem BÍF set- ur og hefur eftirlit með. Þessi viðmið byggjast á almennum gæðastöðlum BÍF sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskil- yrði sem tengjast umhverfismálum. Viðbótarskilyrðin eru t.d. að gest- um séu veittar upplýsingar um gæði íslenska vatnsins og þeir almennt hvattir til vatnsdrykkju. Einungis viðurkenndar umhverfisvænar vörur og aðferðir við dagleg og regluleg þrif á farfuglaheimilinu. Vatnssparandi kerfi með stilltum hita skal vera í blöndunartækjum. Unnið er að landgræðslu, plöntun trjáa og ræktun gróðurs í næsta ná- grenni við heimilið, jafnvel með þátttöku gesta. Í vetur hafa nokkur heimili unnið að því að uppfylla við- miðin og voru þau heimsótt af ut- anaðkomandi aðila á vordögum. Í ljós kom að sjö heimili uppfylltu við- miðin, þ.e. farfuglaheimilin í Reykja- vík, Grundarfirði, Ytra-Lóni, Húsey, Seyðisfirði, Berunesi og Laugar- vatni. „Það er von okkar að þetta verði öðrum hvatning til að leggja enn meiri áherslu á umhverfismálin en þau hafa gert fram að þessu,“ segir Markús.  FARFUGLAR Morgunblaðið/Árni Sæberg Græn far- fuglaheimili FERÐALÖG 28 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Vesturbæingurinn KáriGuðmundsson, 12 áranemandi í Melaskóla, hef-ur undanfarin tvö ár gengið með þann draum í mag- anum að komast til Vestmannaeyja því hann hafði lesið sér til um lunda, pysjusleppingar, þjóðhátíð- arstemningu og fleira sem gerði eyjarnar að spennandi áfangastað í huga unga piltsins. Draumurinn rættist svo í síðasta mánuði þegar honum tókst að draga fjölskylduna sína með sér í ævintýraferð til Eyja. „Ég var einhvern veginn allt- af viss um að það hlyti að vera gaman í Vestmannaeyjum og þegar upp var staðið og ferðinni lokið, varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var þrusugaman og lang- skemmtilegast var að fá að spranga,“ segir Kári í samtali við Ferðablaðið. Það þarf ekki alltaf að leita langt til að upplifa ævintýri, en að sögn Kára má segja að fjölskyldan hafi „hjólað“ til Eyja. „Við tókum nefni- lega hjólin með okkur og notuðum þau á ferðum okkar um bæinn all- an tímann. Það var mjög skemmti- legt.“ Foreldrar Kára, þau Guðmundur Jón Guðjónsson og Dóra Magn- úsdóttir og litla systirin Lilja, sem er 7 ára, skipulögðu fjögurra daga ferð til Vestmannaeyja. Þau flugu frá Reykjavíkurflugvelli til Eyja um hádegi á uppstigningardag og tóku Herjólf til baka og rútu til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn. Á Hótel mömmu „Við byrjuðum á því að hjóla frá flugvellinum beint á gistiheimili, sem heitir því ágæta nafni Hótel mamma og stendur rétt við höfn- ina. Fengum eitt stórt herbergi þar sem við komumst öll fyrir og fór- um svo að kanna bæinn. Við gerð- um mjög margt skemmtilegt og fjölskylduvænt saman og er óhætt að segja að Vestmannaeyjar standi vel undir nafni óháð fótboltamótum og þjóðhátíðarpælingum. Við hjól- uðum um alla Heimaey og skoð- uðum nýja hraunið, sem nú er orð- ið þrjátíu ára gamalt, gengum á Eldfell, sprönguðum á hverjum degi, fórum í skoðunarferð um eyj- arnar með bátnum Víkingi, skoð- uðum Náttúrugripasafnið auk þess sem við feðgarnir sigruðum Heima- klett, sem er hæsti punktur eyjanna, tæpir 300 metrar. Hefð- bundnari hlutir á borð við pitsuát og sundferðir voru líka með í pakkanum og því má segja að þetta hafi verið allsherjar fjöl- skylduævintýri út í gegn. Á kvöldin horfðum við svo saman á góðar bíómyndir og höfðum það bara svo- lítið huggulegt saman á gistiheim- ilinu, þar sem við elduðum okkur líka sjávarréttasúpu eitt kvöldið,“ segir Kári. Rólegt og fiskilegt En hvernig skyldu Eyjar hafa komið borgarbarninu fyrir sjónir? „Þetta var dáltíið ævintýralegt, svo- lítið fiskilegt og pínu rólegt,“ segir Kári og bætir við: „En staðurinn er mjög fallegur og gæti ég vel hugs- að mér að eiga þarna heima.“  VESTMANNAEYJAR | Vel heppnuð fjölskylduferð Þrusugaman og ævintýralegt Sprangað: Kára þótti sprangið langskemmtilegast. Gosminning: Tilvalið var að hvíla sig þarna. Í hraunbaði: Það var mjög gott að leggjast niður og þerra af sér rigningarúðann á volgu hrauninu. Komin til Eyja: Guðmundur Jón Guðjónsson ásamt börnunum sínum tveimur, Kára og Lilju. join@mbl.is Jónína Oddný Sveinsdóttir, kennari í Háteigs- skóla, er á leið til Króatíu í júní ásamt manni sín- um, Marínó Björnssyni, kennara við Setbergs- skóla í Hafnarfirði. „Við förum með starfsfólki Setbergsskóla í Hafnarfirði og mökum, samtals 87 manns.“ Hvert er erindið? „Þetta er námsferð sem farin er til að skoða skóla og kynnast landi og þjóð í leiðinni.“ Hvernig farið þið? „Flogið verður til Trieste á Ítalíu og ekið þaðan í rútu til Rabac í Króatíu.“ Hvers vegna Króatía? „Það stóð reyndar til að fara til Ítalíu en svo kom í ljós að skólar þar eru komnir í frí á þess- um sama tíma. Króatía varð þá fyrir valinu vegna þess að þetta er spennandi land, sem erf- itt hefur verið að heimsækja, auk þess sem einn úr hópnum þekkir Slavko Helga Babir mæta vel. Hann er Króati en hefur búið hér í um það bil 12 ár og starfar á Keldum. Hann hefur verið und- irbúningshópnum innan handar við að skipu- leggja ferðina og mun sjá um fararstjórn. Króat- ía er að verða vinsælt ferðamannaland og fyrir mig persónulega er mjög spennandi að geta sameinað forvitnilega ferð, skoðað skóla og kynnst landi og þjóð. Það er óneitanlega alveg frábært að vera með innfæddan fararstjóra, sem veit hvað vert er að skoða. Ein ástæðan fyrir því að mér finnst þessi ferð spennandi er að einn nemenda minna á ættir að rekja til Kró- atíu. Fyrir vikið finnst mér þetta ennþá meira spennandi. Ég hef náttúrlega ekki farið á þessar slóðir þannig að þetta er alveg nýtt fyrir mig.“ Hvar munuð þið gista? „Á Hótel hedera í Rabac.“ Verða farnar ferðir innanlands? „Já, farið verður í siglingu í kringum Brijuni- eyjar, sveitaferð, skoðunarferð um Pula, Rovinj og Porec. Þá verður líklega einnig boðið upp á siglingu í kringum Krk-eyju með viðkomu í Rij- eka og Opatija og ferð að Plitvice-vötnum þar sem er þjóðgarður. Þá er einnig hugsanlegt að einhverjir bregði sér í siglingu til Feneyja.“ Morgunblaðið/Sverrir Ferðalög: Jóhanna Oddný er á leið til Króatíu. Kynna sér skóla í Króatíu  HVERT ERTU AÐ FARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.