Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.06.2004, Qupperneq 29
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 29 Á Inkaslóðir Ferðafélagið Garðabakki í samvinnu við Flugleiðir undirbýr nú þriggja vikna rólega ferð til Suður-Ameríku. Flogið verður gegnum Bandaríkin og ferðast um Perú og Bólivíu. Aðallega er það menningarheimur hinna fornfrægu Inka sem skoðaður verður og ferðast um Inkalöndin hátt til fjalla (2500 m.y.s.) á rútu, járnbraut og bátum. Viðkomustaðir verða m.a. Lima, Cuzco, Puno og La Paz. Söguminjar á borð við virkisborgina frægu, Machu Picchu, verða skoðaðar sem og sér- stætt mannlíf og náttúra á stöðum á borð við Titicaca-vatnið. Gist verður á í 3-4 nætur á hverjum stað og búið á góðum hótelum til að tryggja hollustu. Ferðin verður farin á hagstæðasta tíma með tilliti til veð- urfars en búast má við 20 gráðu hita og lítilli úrkomu. Aukaferð til Jamaica Heimsferðir hafa ákveðið að bjóða upp á aukaferð til Jamaica dagana 2.-9. nóvember en uppselt er í ferði Heimsferða til Jamaica hinn 11. nóv- ember. Nýr bæklingur Íslenski bæklingurinn „Upp í sveit“ er nú kominn út hjá Ferðaþjónustu bænda og er fáanlegur á öllum helstu upplýsingamiðstöðvum út um allt land, Essó-bensínstöðvum hringinn í kringum landið og hjá bændum. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um fjölbreytta gistingu við allra hæfi á 124 ferðaþjónustubæjum á Íslandi. Um er að ræða bændagistingu, sveitahótel, sumarhús og heimagist- ingu. Ýmiss konar afþreying er orðin mjög fjölbreytt hjá ferðaþjón- ustubændum svo sem hestaferðir, golfvellir við bæi eða í nágrenni þeirra, merktar gönguleiðir þar sem oft er hægt að fá leiðsögn, fuglaskoðun, bátsferðir, sveitaheimsókn barna og sala á veiðileyfum. Einnig má nefna ferðir á fjórhjólum og snjósleðaferðir. Nánar um ferð á Inkaslóðir: www.simnet.is/gardabakki donni@simnet.is Sími: 551 2255 Upplýsingar um aukaferð til Jamaica fást á skrifstofu Heimsferða, Skógarhlíð 18 Sími: 595 1000 Upplýsingar um gistingu og af- þreyingu hjá bændum má nálg- ast á heimasíðu Ferðaþjónustu bænda, www.sveit.is. Veitingahúsið, Caféen i Nikol-aj, í Nikolaj-kirkjunni viðNikolaj plads í hjarta Kaup- mannahafnar er lítill hádegisverð- arstaður og sannkölluð vin eftir ráp um Strikið. Þangað rata fáir ferða- menn enda staðurinn aðallega þekktur meðal Dana. Upprunaleg kirkja varð eldinum að bráð árið 1795 og stóð kirkju- turninn einn eftir. Hún var end- urbyggð af einkaaðila á árunum 1914–1917 en hefur aldrei verið not- uð sem kirkja og frá 1966 hefur Kaupmannahafnarborg staðið fyrir listsýningum í sjálfu kirkjuskipinu. Veitingastaðurinn rúmar um 80 manns og er þekktur fyrir skemmti- legan matseðil á sanngjörnu verði. Boðið er upp á hádegisverðardisk með mörgum smáréttum eða síld, fiskisúpu, laxabollur, nautabuff, kjúklingasalat, osta, ávexti, og tert- ur svo dæmi sé tekið að ógleymdum bjór, snafs og kaffi. Þegar vel viðrar eru stólar og borð dregin út í sól- skinið. Á efri hæð er minni salur sem tekur 25 í sæti og er leigður út fyrir einkasamkvæmi. Eins má leigja að- alsalinn og kirkjuskipið sem rúmar 250 manns. Á heimasíðunni eru nán- ari upplýsingar um veitingastaðinn, matseðla og verð auk upplýsinga um jólahlaðborð fyrir jólin 2004.  KAUPMANNAHÖFN | Caféen i Nikolaj Danskur hádegisverður í kirkju                              Morgunblaðið/B. Thors Kaupmannahöfn: Þegar vel viðrar er borðað úti við Caféen í Nikolaj. krgu@mbl.is Caféen i Nikolaj Nikolaj platz Kaupmannahöfn Sími: 00-45-7026-6464 www.nikolajkirken.dk ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Topp- lausnin Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum í bílinn. Margar gerðir og stærðir fyrir alla bíla. Verð frá 27.500 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.