Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 30
LISTIR
30 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÝNING Þjóðleikhússins, Þetta er allt að koma
eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasars Kor-
máks, fær flestar tilnefningar til Grímunnar, ís-
lensku leiklistarverðlaunanna að þessu sinni, tíu
að tölu, en tilnefningar voru kynntar við athöfn í
Borgarleikhúsinu í gær. Fast á hæla hennar koma
Ríkarður þriðji, sem einnig var sett upp í Þjóðleik-
húsinu, með níu tilnefningar, og sýning Leikfélags
Reykjavíkur á Chicago, sem hlaut átta tilnefning-
ar. Þrjár sýningar hlutu fimm tilnefningar, Brim
hjá Vesturporti, Græna landið í Þjóðleikhúsinu og
Meistarinn og Margaríta í Hafnarfjarðarleikhús-
inu. Þjóðleikhúsið fær langflestar tilnefningar, 30
talsins. Leikfélag Reykjavíkur kemur næst með
16.
Verðlaunin verða afhent 16. júní nk. á Stóra
sviði Borgarleikhússins.
Sýning ársins:
Brim (Vesturport)
Meistarinn og Margaríta (Hafnarfjarðarleik-
húsið)
Ríkarður þriðji (Þjóðleikhúsið)
Sporvagninn Girnd (Leikfélag Reykjavíkur)
Þetta er allt að koma (Þjóðleikhúsið)
Leikstjóri ársins:
Baltasar Kormákur (Þetta er allt að koma)
Hafliði Arngrímsson (Brim)
Rimas Tuminas (Ríkarður þriðji)
Stefán Jónsson (Sporvagninn Girnd)
Þórhildur Þorleifsdóttir (Chicago)
Leikari ársins í aðalhlutverki:
Eggert Þorleifsson (Belgíska Kongó)
Gunnar Eyjólfsson (Græna landið)
Hilmir Snær Guðnason (Ríkarður þriðji)
Ólafur Egill Egilsson (Brim)
Stefán Jónsson (Erling)
Leikkona ársins í aðalhlutverki:
Brynhildur Guðjónsdóttir (Edith Piaf)
Harpa Arnardóttir (Sporvagninn Girnd)
Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Chicago)
Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Þetta er allt að koma)
Sigrún Edda Björnsdóttir (Sporvagninn Girnd)
Leikari ársins í aukahlutverki:
Björn Thors (Græna landið)
Eggert Þorleifsson (Chicago)
Hjálmar Hjálmarsson (Meistarinn og
Margaríta)
Þór Túliníus (Draugalestin)
Þröstur Leó Gunnarsson (Þetta er allt að koma)
Leikkona ársins í aukahlutverki:
Brynhildur Guðjónsdóttir (Þetta er allt að
koma)
Edda Arnljótsdóttir (Þetta er allt að koma)
Guðrún S. Gísladóttir (Vegurinn brennur)
Guðrún S. Gísladóttir (Ríkarður þriðji)
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (Ríkarður þirðji)
Leikmynd ársins:
Börkur Jónsson og Hlynur Kristjánsson (Brim)
Gretar Reynisson (Græna landið)
Gretar Reynisson (Þetta er allt að koma)
Sigurjón Jóhannsson (Chicago)
Vytautas Narbutas (Ríkarður þriðji)
Búningar ársins:
Elín Edda Árnadóttir (Chicago)
Filippía Elíasdóttir og Vytautas Narbutas (Rík-
arður þriðji)
Helga I. Stefánsdóttir (Þetta er allt að koma)
Filippía I. Elísdóttir (Jón Gabríel Borkmann)
Þórunn María Jónsdóttir (Meistarinn og
Margaríta)
Lýsing ársins:
Björn Bergsteinn Guðmundsson (Edith Piaf)
Björn Bergsteinn Guðmundsson (Þetta er allt
að koma)
Egill Ingibergsson (Meistarinn og Margaríta)
Lárus Björnsson (Chicago)
Páll Ragnarsson (Ríkarður þriðji)
Tónlist ársins:
Faustas Latenas (Ríkarður þriðji)
Jóhann G. Jóhannsson (Edith Piaf)
Jón Ólafsson (Chicago)
Karl Olgeirsson (Paris at Night)
Margrét Örnólfsdóttir (Meistarinn og
Margaríta)
Leikskáld ársins:
Bragi Ólafsson (Belgíska Kongó)
Hallgrímur Helgason og Baltasar Kormákur
(Þetta er allt að koma)
Hávar Sigurjónsson (Pabbastrákur),
Jón Atli Jónasson (Brim)
Ólafur Haukur Símonarson (Græna landið)
Dansverðlaun ársins:
Ástrós Gunnarsdóttir (Dance Performance /
Skissa)
Jochen Ulrich (Chicago)
Katrín A. Johnson Symbiosis)
Katrín A. Johnson (Æfing í Paradís)
Lára Stefánsdóttir (Lúna)
Danssýning ársins:
Dance Performance / Skissa eftir Ástrós Gunn-
arsdóttur
Lúna eftir Láru Stefánsdóttur (Íslenski dans-
flokkurinn)
The Match eftir Lonneke van Leth (Íslenski
dansflokkurinn)
Symbiosis eftir Itzik Galili (Íslenski dansflokk-
urinn)
Æfing í Paradís eftir Stijn Celis (Íslenski dans-
flokkurinn)
Barnaleiksýning ársins:
Dýrin í Hálsaskógi, eftir Thorbjörn Egner
(Þjóðleikhúsið)
Lína langsokkur, e. Astrid Lindgren / Staffan
Götestram (LR)
Rauðu skórnir, Tveir menn og kassi, eftir Tor-
skild Lindebjerg (Möguleikhúsið)
Ævintýrið um Augastein, eftir Felix Bergsson
(Á senunni)
Útvarpsverk ársins:
Babbitt (leikgerð Maríu Kristjánsdóttur)
Calderon (P.P. Pasolini),
Íslenskur aðall (leikgerð Bjarna Jónssonar)
Sálmurinn um blómið (leikgerð Jóns Hjartar-
sonar)
Sumar á Englandi (Evald Flisar)
Ævinlega (leikgerð Bjarna Jónssonar)
Tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, kynntar í gær
Þetta er allt að koma
fær flestar tilnefningar
Morgunblaðið/Eggert
Chicago (Leikfélag Reykjavíkur): 8 tilnefningar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkarður þriðji (Þjóðleikhúsið): 9 tilnefningar.
Morgunblaðið/Þorkell
Þetta er allt að koma (Þjóðleikhúsið): 10 tilnefningar.
UNDANFARNAR vikur hafa sjö
leikskáld skrifað saman nokkurs
konar keðjuleikrit á Leiklist-
arvefnum. Leikskáldin sem ekki
vissu hver hin voru, skrifuðu kafla
í leikritinu eitt af öðru og höfðu
3–4 daga til skrifanna.
Fyrsti þáttur var birtur á vefn-
um 10. maí síðastliðinn og síðan
birtust næstu þættir á mánudögum
og föstudögum.
Síðasti hluti leikritsins var birt-
ur föstudaginn 28. maí og í vikunni
var síðan athöfn þar sem upplýst
var hverjir höfundar voru. Árni Ib-
sen reið á vaðið með fyrsta hluta
verksins en aðrir höfundar voru
Þórunn Guðmundsdóttir, Ingibjörg
Hjartardóttir, Lárus Vilhjálmsson,
Sævar Sigurgeirsson, Hannes
Blandon og Karl Ágúst Úlfsson.
Sá síðastnefndi fékk það hlut-
verk að hnýta lokahnútinn á verkið
og sagði hann að það hefði verið
skemmtilegt en hefði jafnframt
tekið aðeins í. Í hefðbundinni leik-
ritasmíði gæti höfundur alltaf farið
til baka og breytt og bætt en hér
hafði hann verið skyldugur til að
virða það sem á undan hefði komið.
Hann hefði þurft að setja sig inn í
hugsun annarra og halda áfram
með hana.
Lesendum var boðið að setja inn
tillögur að heiti á verkið á spjall-
borði Leiklistarvefjarins og kusu
höfundar þá tillögu sem þeim
fannst best. Niðurstaða þeirrar
kosningar var að verkið skyldi
heita „Plottið myrt“. Þótti það
hæfa efni og anda verksins. Að lok-
um var flokkur leikara fenginn til
að leiklesa verkið fyrir viðstadda.
Keðjuleikritið er að finna á Leik-
listarvefnum á slóðinni www.leik-
list.is.
Hulunni svipt af höfundum
keðjuleikritsins Plottið myrt
Morgunblaðið/Jim Smart
Höfundar keðjuleikritsins Plottið myrt saman komnir í fyrsta sinn.
LISTAHÁSKÓLI Íslands braut-
skráir nemendur frá skólanum á há-
tíðarsamkomu sem haldin verður á
stóra sviði Borgarleikhússins í dag,
laugardag. Samkoman hefst kl.
14:00.
Með brautskráningu lýkur fimmta
starfsári Listaháskólans. Alls ljúka
að þessu sinni sextíu og átta nem-
endur BA-prófi og B.Mus.-prófi úr
þremur deildum: myndlistardeild,
hönnunardeild og tónlistardeild.
Tuttugu og einn nemandi lýkur dipl-
óma-prófi í kennslufræðum til
kennsluréttinda.
Auk ávarpa rektors og fulltrúa
nemenda verða á dagskránni tónlist-
aratriði. Brynhildur Guðjónsdóttir
leikkona flytur þrjú lög úr sýningu
Þjóðleikhússins á leikverkinu Edith
Piaf ásamt hljómsveit undir stjórn
Jóhanns G. Jóhannssonar. Einnig
munu Ingrid Karlsdóttir og Helga
Þóra Björgvinsdóttir útskriftarnem-
endur leika tvo þætti úr Sónótu fyrir
tvær fiðlur nr.V eftir Jean-Marie
Leclair. Karólína Eiríksdóttir tón-
skáld flytur hátíðarræðu. Kynnir
samkomunnar er Ragnheiður Skúla-
dóttir deildarforseti leiklistardeild-
ar.
Sérstakir gestir á útskriftinni í ár
eru stjórn Norræna tónlistarhá-
skólaráðsins en hún samanstendur
af: Pekka Vapaavuori, rektor Sibel-
íusar Akademíunnar, Ingemar
Henningsson, rektor Tónlistarhá-
skóla Gautaborgar, Bertel Krarup,
rektor Tónlistarháskóla Odense og
Harald Jörgensen, rektor Tónlist-
arháskólans í Ósló. Fulltrúi Íslands í
stjórninni er Mist Þorkelsdóttir
deildarforseti tónlistardeildar LHÍ.
Stjórn Norræna tónlistarháskóla-
ráðsins heldur sinn árlega stjórnar-
fund á Íslandi að þessu sinni í tilefni
af fyrstu útskrift úr tónlistardeild
Listaháskólans.
LHÍ braut-
skráir 89
nemendur
Penninn
fóstrar
Slunkaríki
MYNDLISTARFÉLAG Ísafjarðar
og Penninn hf. hafa náð samkomu-
lagi um að fyrirtækið taki galleríið
Slunkaríki á Ísafirði í „fóstur“ út ár-
ið, eins og Jón Sigurpálsson, einn af
forsvarsmönnum Myndlistarfélags-
ins, kemst að orði. Penninn veitir
galleríinu styrk og þar með er rekst-
urinn tryggður út árið, að sögn Jóns.
Ákveðið hefur verið að halda sex
sýningar undir formerkjum sam-
starfsins og segir Jón ætlunina að
leita á nýjar slóðir í sýningarhaldinu.
„Fram að þessu höfum við mest
verið að sinna óskum eftir sýning-
arsalnum en núna ætlum við að velja
sýningarnar í auknum mæli en engu
að síður tökum við mark á öllum ósk-
um sem berast um að sýna hjá okk-
ur. Nú höfum við öruggara bakland
og getum gert svolítið meira úr
hverri sýningu.“
Jón segir að galleríið hafi ekki tek-
ið leigu af sýningarsalnum en haft
tekjur af sölu listaverka. Lengi hafi
Slunkaríki fengið styrk frá Fé-
lagsheimilasjóði en hann sé rýr um
þessar mundir einnig hafa komið til
styrkir frá Ísafjarðarbæ. Tuttugu ár
eru frá því Slunkaríki var opnað og
segir Jón ekkert gallerí hér á landi
slá því við í aldri.
Undanfarið hefur engin sýning
verið uppi í Slunkaríki en sá sem ríð-
ur á vaðið í sýningaröð Slunkaríkis
er myndlistarmaðurinn Tryggvi
Ólafsson. Sýningin verður opnuð kl.
14 í dag.
Tryggvi ætti að vera Ísfirðingum
að góðu kunnur enda sýnt áður í
Slunkaríki við góðar undirtektir.
Tryggvi er Norðfirðingur en hefur
verið búsettur í Danmörku um langt
árabil. Næstur í röðinni er Daninn
Niels Reumert og „ætti hann að
vekja athygli enda vel þekktur í
heimalandinu,“ segir Jón.
Íslenskur
ullarþráður á
Norðurbryggju
Á NORÐURBRYGGJU í Kaup-
mannahöfn stendur nú yfir hönnunar-
sýningin En Saga Blot? Þar vinna
hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir
og danski fjöllistamaðurinn T.S. Høeg
með arf og sögu gamla pakkhússins á
Kristjánshöfn og skapa og velta fyrir
sér sambandi manns og náttúru.
Sýningin samanstendur af sam-
anofnum 1.500 metra löngum íslensk-
um ullarþræði sem strengdur er víðs
vegar um sýningarrýmið og í honum
hanga m.a. lampar og púpur sem gest-
um gefst færi á að skríða inn í og öðlast
hugarró. Sýningin varpar upp siðferð-
islegum spurningum um notkun
mannsins á náttúruauðlindum og eru
ýmsum fylgifiskum nútímans gerð
skil. Dögg Guðmundsdóttir stendur
fyrir sjónrænum hluta innsetningar-
innar og T.S. Høeg leggur til tónlist
sem er sérstaklega samin fyrir sýn-
inguna. Tónlistin er flutt á mismun-
andi hljóðsporum sem komið er fyrir
víðs vegar í sýningarrýminu og sam-
einar ýmsa þætti norrænnar tónlistar-
hefðar t.d. sálma, trommudans, nátt-
úruhljóð og nútímatónlist. Sýningunni
lýkur á sunnudag.
♦♦♦