Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 31

Morgunblaðið - 05.06.2004, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 31 Borgarneskirkja kl. 16 Helga Björk Arnardóttir sópran og Mar- grét Jóhannsdóttir mezzósópran halda útskrifartónleika. Þetta er lið- ur í áttunda stigs prófi við Tónlistar- skóla Borgarfjarðar sem þær þreyttu í maí sl. Helga Björk Arn- ardóttir stundar söngnám hjá Dag- rúnu Hjartardóttur og mun hún m.a. syngja lög úr ljóðaflokknum Frauenliebe und Leben eftir R. Schumann og aríu úr Faust eftir Gounod. Margrét Jóhannsdóttir stundar söngnám hjá Theodóru Þor- steinsdóttur og mun hún m.a syngja antíkaríur, íslensk og erlend ljóð. Þær munu einnig syngja saman dú- ett og fá til liðs við sig gesti. Með- leikari á píanó er Zsuzsanna Budai. Dagur lúðrasveitanna verður hald- inn í dag, þriðja árið í röð. Dagurinn er samstarfsverkefni SÍL og SÍSL (Samtök íslenskra skólalúðrasveita). Að þessu sinni verður aðaldagskrá dagsins í Hafnarfirði. Dagskráin hefst klukkan 13 þegar skrúðgöngur leggja af stað frá ýmsum stöðum í bænum. Göngurnar sameinast svo í eina stóra göngu sem endar fyrir ut- an íþróttahúsið í Hafnarfirði. Í DAG Helga Björk Arnardóttir og Margrét Jóhannsdóttir. JÓN Ingi Sigurmundsson hefur opn- að sýningu á vatnslitamyndum í veit- ingahúsinu Kaffi Lísu á Hjalteyri. Myndefnið er m.a. frá Akureyri og Eyjafirði, en einnig víðs vegar að af landinu. Jón Ingi sýndi á Akureyri 1996 en hefur haldið margar sýningar á Suð- urlandi. Jón Ingi sýnir á Hjalteyri SÖNGLEIKURINN Chicago verð- ur sýndur í 50. sinn í Borgarleikhús- inu í kvöld. Frumsýningin á verkinu var 18. janúar sl. og hefur það verið sýnt fyrir fullu húsi síðan og nálgast áhorfendafjöldi nú 25 þúsund. Síðustu sýningar á Chicago verða nú í júní, en væntanlega halda sýn- ingar áfram næsta haust. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en höf- undur dansa er Jochen Ulrich. Chicago fimm- tíu sinnum ♦♦♦ alltaf á laugardögumLESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.