Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 38

Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýlega gerði undirritaðurvandmeðfarin sagnorðað umtalsefni en þaðeru ekki einungis sagn- orð sem geta ‘verið til vandræða’ heldur einnig ýmis önnur orð, t.d. fallorð, og að því leyti eru nafnorð ekki barnanna best. Rétt beyging kvenkynsnafnorðs- ins hönd er eftirfarandi (A): hönd, hönd, hendi, handar; hendur, hend- ur, höndum, handa. Frá beygingu eintölunnar eru kunn ýmis frávik en algengust munu eftirfarandi vera: Frá 16. öld (B): hönd, hönd, hönd, handar (beygist eins og strönd) og frá 19. öld (C): hendi, hendi, hendi, handar (beygist svip- að og ermi og helgi). Hvorki af- brigði B né C telst rétt. Nemandi réttir því væntanlega upp höndina en ekki ?hendina eins og lesa mátti í Fréttablaðinu (25.3. 2004) og í sama blaði var ritað ?Óheppinn farþegi festi hendi í klósetti (1.11.2003) þar sem átt var við að hann hefði fest höndina. Í tengslum við fjölmiðla- frumvarpið svo kallaða heyrði um- sjónarmaður talað um að ?sam- þjöppun valds á eina hendi [þ.e. hönd] væri ekki æskileg. Í sumum tilvikum má þó ætla að óregluleg beyging handar styðjist við mál- venju, t.d. í orðasambandinu hafa e-ð í bakhöndinni. Þar er ávallt not- uð forsetningin í og þgf.-myndin bakhöndinni enda er orða- sambandið fengið úr dönsku á fyrri hluta 19. aldar. Í knattspyrnu er talað um að dæma hendi á leikmann sem kemur við knöttinn með hendinni og enn fremur er hrópað (það er) hendi (á e-n) ef talið er að leikmaður hafi snert knöttinn með hendinni. Í fyrra dæminu væri þess að vænta að notuð væri þf.-myndin hönd og í því síðara nf.-myndin hönd en slíkt mun afar sjaldheyrt eða -séð. Um- sjónarmanni virðist koma til greina að líta svo á að hendi í þessari merkingu beygist eftir beyging- ardæmi C og sú notkun helgist af málvenju. Hvorugkynsnafnorðið hundrað beygist jafnan svo: hundrað, hundr- að, hundraði, hundraðs; hundruð, hundruð, hundruðum, hundraða. Í nútíma máli gætir þess allnokkuð að hundrað sé rangt beygt og er það einkum í tveimur tilvikum. Í fyrsta lagi er fleirtölumyndin ?hundruðir (nf. og þf.) kunn úr tal- máli, t.d.: ?Aðgangur var ókeypis meðan húsrúm leyfði en hundruðir [þ.e. hundruð] þurftu frá að hverfa og ?Hundruðir [þ.e. hundruð] manna komu á sýninguna. Hér gætir vafalaust áhrifa frá fleirtölu- myndunum milljónir og þúsundir. Í öðru lagi má oft sjá ef.flt. ?hundruða í stað hundraða, t.d.: ?ábendingar komu úr röðum þeirra hundruða [þ.e. hundraða] sem voru vitni að atvikinu og ?saknað er hundruða [þ.e. hundruð] þúsunda. Hér gætir ugglaust áhrifa frá mynd- um nf./þf.flt. (hundruð) og þgf.flt. (hundruðum) auk þess sem ætla má að þær orðmyndir séu miklu algeng- ari en ef.flt. hundraða. Í ýmsum orð- um sem hafa sömu beygingu verður hins vegar ekki vart óreglu af þess- um toga. Nafnorðið hérað er t.d. ávallt í ef. flt. héraða, myndina *hér- uða hefur umsjónarmaður hvorki heyrt né séð (* fyrir framan orð- mynd vísar til þess að myndin sé ekki til). Sama máli gegnir um hvor- ugkynsorðið meðal, ef.flt. er ávallt meðala (meðalaglas) en aldrei *með- ula. Hvernig skyldi standa á því að breytinga verður vart í beygingu nafnorðsins hundrað en ekki í beyg- ingu orðanna meðal og hérað? Skýr- ingin er sú að fleirtölumyndir orðs- ins eru kvenkenndar, eins og áður gat, en af því leiðir að tengslin á milli ?hundruðir og ?hundruða verða svipaðs eðlis og frömuðir–frömuða (ekki framaða) og könnuðir- könnuða (ekki kannaða). Við þetta bætist að nafnorðið hundrað er al- gengara en nafnorðin meðal og hér- að og myndirnar hundruð (nf.þf. flt) og hundruðum (þgf.flt.) eru algeng- ari en ef.flt. hundraða, þ.e. uð- myndir (nf., þf., þgf.flt.) kunna að hafa áhrif á að-myndina (ef.flt.). Til gamans má geta þess að hundrað er notað sem óbeygt lýs- ingarorð í merkingunni ‘100’ (I.) en í merkingunni ‘mikill fjöldi’ (II.) beygist það í fleirtöðu eins og að of- an greindi og tekur með sér eign- arfall. Þetta má sjá af eftirfarandi dæmum: I. Maðurinn týndi hundrað krón- um; konan saknar hundrað króna; á tjörninni eru hundrað (‘100’) endur II. Maðurinn týndi hundruðum króna (‘miklu fé’); konan saknar hundraða króna (‘mikils fjár’); á tjörninni eru hundruð anda (‘mjög margar endur’). Til þess eru vítin að varast þau Í sjötta pistli um íslenskt mál var fjallað um þá áráttu sem mjög gætir í nútímamáli að nota nafnhátt með sögninni vera í stað persónuháttar, t.d. ?liðið er að leika vel í stað liðið leikur vel og ?markmaðurinn er að verja vel í stað markmaðurinn ver vel. Orðasambandið vera að gera eitthvað er oft kallað dvalarhorf með svipuðum hætti og orðasambandið fara að gera eitthvað er nefnt byrj- unarhorf. Málhagur maður, sem orðinn var býsna þreyttur á ofnotk- un nafnháttar með sögninni vera, lagði til í mín eyru að nýmælið yrði kallað handboltahorf, vafalaust með vísan til þess hve slík ofnotkun er áberandi í lýsingum íþróttaleikja. Í áðurnefndum pistli benti um- sjónarmaður á að meginreglan væri sú að dvalarhorf er einungis notað er vísað er til atburðar eða verkn- aðar sem afmarkaður er í tíma eða rúmi (og gerist á sama tíma og setningin er sögð), t.d. hún er að skrifa bréf. Ef hins vegar verkn- aðurinn er ótímabundinn er ekki venja að nota dvalarhorf, t.d. ?hún er að skrifa vel (þ.e. hún skrifar vel). Enn fremur var bent á að dval- arhorf væri ekki notað með atviks- orðunum vel, lengi, illa o.fl. Þess vegna samræmist það ekki mál- venju að segja: ?knattspyrnukapp- inn er að leika vel; ?skákmaðurinn er að hugsa lengi og ?hvítur er að tefla illa. – Nafnháttarstíll hinn nýi kann að vera til þæginda fyrir þá sem vilja komast hjá því að beygja sagnorð eftir tíðum og persónum og vafalaust hentar hann einnig vel út- lendingum sem vilja læra íslensku en ekki er hann fagur. Breyting þessi er á sviði setningafræði og getur umsjónarmaður ekki fundið neina hliðstæðu sem haft hefur jafn miklar breytingar í för með sér og nafnháttarstíllinn mun hafa ef hann nær fram að ganga. Að lokum skulu nefnd nokkur dæmi og lesendum eftirlátið að dæma um þau: ?þótt hún [handknattleikskona] sé stöðvuð er hún samt að halda áfram (6.4.04); ?það hefur ekki verið að ganga vel í sóknarleiknum (6.4.04); ?þegar hún stekkur upp þá er hún að ná góðum skotum á markið (6.4.04); ?þær eru virkilega að standa upp úr (6.4.04); ?Þar af leiðandi er ég ekki að ör- vænta… (26.3.04); ?…að við séum ekki að standa við þau menningarmarkmið sem okkur er ætlað (7.3.04); ?það eru ekki allir að vinna á þessum verðum (‘sama verði á bensíni’) (15.1.04); ?Við erum að sjá þetta bera ár- angur (9.3.04); ?… þessi Pressukvöld á RÚV eru ekki að virka (28.11.03); ?Sérhönnuðu Nike golfkylfurnar voru ekki að falla í kramið [hjá Tiger Woods] (31.3.03) jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 29. þáttur ✝ Margrét Magnús-dóttir Öfjörð fæddist hinn 5. júní 1923 í Skógsnesi í Gaulverjabæjar- hreppi í Árnessýslu. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Kumb- aravogi 29. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Þórarinsson Öfjörð, kennari, bóndi, hreppstjóri og odd- viti í Skógsnesi, f. 21. júlí 1888, d. 25. apríl 1958 og kona hans Þórdís Ragnheiður Þorkelsdóttir, f. 10. mars 1892, d. 15 apríl 1950. Systkini Margrétar eru Þórarinn, f. 25. janúar 1921, d. 28. apríl 1937, Guðný, f. 23. mars 1922, d. 20. febrúar 2001, Ragnheiður, f. 24. ágúst 1924, d. 5. júní 1996, stúlka. f. 24. ágúst 1924, d. 29. ágúst 1924, Skúli, f. 9. maí 1928, Áshildur, f. 29. sept. 1930. Margrét giftist 1942 Sigurði Guðjónssyni, f. 3. nóv. 1911 í Framnesi í Vestmannaeyjum (skildu). Synir þeirra eru: A) Þór- arinn Öfjörð, f. 25. júní 1942, verkamaður, B) Kjartan, f. 23. ágúst 1943, d. 16. október 1972, sjómaður, C) Sveinn Ármann, f. 6. október 1944 deildarstjóri, k. Sig- urbjörg Gísladóttir, f. 26. jan 1949, skildu, börn þeirra: 1) Bryn- dís, f. 17. mars 1968, synir henn- ar: a) Ármann Örn, b) Steinar, c) Bjarki Elvar. 2) Magnús Gísli, f. 15. apríl 1971, k. Linda Björg Guðjónsdóttir, f. 12. nóvember 1971, börn þeirra: a) Dagur Fann- ar, b) Daldís Perla. 3)Kristín, f. 2.janúar 1973, m. Andrés Guð- mundur Ólafsson, f. 30. apríl 1972; synir þeirra: a) Sverrir, b) Ólafur Áki. Sambýliskona Sveins Ármanns er Guðrún Guðbjarts- dóttir, f. 20. september 1950. Seinni maður Margrétar er Mark- ús Þorkelsson, f. 6.júní 1918 í Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. Foreldrar hans voru; Þorkell Guðmundsson, f. 31. des- ember 1884 í Ferjunesi í Villinga- holtshreppi í Árnessýslu, d. 17. júní 1975, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 1. febrúar 1888 í Brennu í Gaulverjabæjarhreppi, d. 6. des- ember 1970. Börn þeirra: D) Þor- kell Heimir, f. 15. nóvember 1950, verkstjóri, k. Ólafía Anna Hall- dórsdóttir, f. 4. nóvember 1955, skildu; börn þeirra: 1) Grétar Már, f. 26. júlí 1973, k. Nanna Dóra Ragnarsdóttir f. 31. júlí 1974, börn þeirra: a) Þorkell Ragnar, b) Ingunn Ósk. 2) Ólöf Árný, f. 27. mars; 1978. Sam- býlismaður; Sigurð- ur Rúnar Krist- björnsson, f. 28. desember 1976, dóttir þeirra: a) Victoría Kolbrún Öfjörð. Barnsmóðir Þorkels; Inga Lóa Hannesdóttir, sonur þeirra 3) Hannes, f. 6. apríl 1991. K.II Ragnhildur Benediktsdóttir, f. 21. júlí 1958. E) Ragnheiður, f. 17. september 1954, d. 16. júlí 2001, húsfreyja. M. Helgi Ingvarsson, f. 15. júní 1950, skipstjóri, börn þeirra: 1) Kjartan Þór, f. 15. sept- ember 1971, 2) Gunnar Örn, f. 25. október 1972, 3) Ómar Vignir, f. 26. apríl 1980, í sambúð með Eddu Linn Rise f. 9. júlí 1982. 4) Guðrún Alda, f. 28. júní 1984. F) Magnús Öfjörð, f. 3. október 1958, verkstjóri, k. Sandra Pálsdóttir, f. 7. ágúst 1964, börn þeirra: 1) Anna Margrét, f. 21. september 1982, í sambúð með Ástþóri Ingva Ingvasyni, f. 27. maí 1979. 2) Haf- þór, f. 11. júní 1985. G) Kolbrún, f. 13. september 1966, blómaskreyt- ir. M. Agnar Bent Brynjólfsson, f. 24. mars 1962, börn þeirra 1) Guðjón Eggert, f. 14. janúar 1987, 2) Alexandra, f. 25. maí 1993, 3) Álfrún Björt, f. 22. apríl 1998. Margrét og Markús hófu bú- skap í Vallahjáleigu í Gaulverja- bæjarhreppi og bjuggu síðar í Gerðum í sama hreppi. Árið 1972 fluttust þau að Eyrarbakka hvar þau bjuggu til 2002 er þau settust að á Selfossi hjá Kolbrúnu dóttur sinni. Samhliða húsmóðurstörfum vann Margrét við hin ýmsu störf til sveita, og síðar starfaði hún meðal annars við fiskvinnslu, matseld, aðhlynningu aldraðra og fleira. Hún þótti lagin við dýr og var iðulega fengin til hjálpar skepnum við burð. Er ekki nokk- ur vafi á að hugur hennar stefndi til dýralæknisnáms á yngri árum. Útför Margrétar verður gerð á fæðingardegi hennar í dag frá Eyrarbakkakirkju og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur í Selfosskirkjugarði. Hún Margrét Magnúsdóttir Öfjörð lagði af stað í sína hinstu ferð árla morguns eins og hygginn ferðamaður sem ætlar í langferð. Hún hafði beðið þessarar ferðar um nokkurn tíma þar sem heilsa og kraftar voru þrotin. Þegar svo er og dagsverkinu lokið er dauðinn kærkominn ekki síst fyrir þá sem vanir eru að njóta frelsisins sem felst í því að geta farið allra sinna ferða á eigin vegum eins og hún gerði lengst af. Ég kynntist Möggu fyrst að vori til fyrir svo sem hálfum sjötta áratug þegar ég sem stráklingur var að aka haugnum út á túnið í Gaulverjabæ. Þetta var fyrir þann tíma sem drátt- arvélar komu almennt á bæi heldur varð bara að notast við hestvagna, en þarna var einn af landbúnaðarjeppun- um sem þá voru að koma og voru not- aðir til margra hluta. Jeppakerra var á bænum og var nú jeppinn notaður til haugkeyrslu. Ég mokaði í og úr kerr- unni, en Magga ók jeppanum og það fór strax vel á með okkur. Um þetta leyti voru þau Markús uppeldisbróðir minn að draga sig sam- an og bjuggu þau í farsælli sambúð alla tíð síðan, fyrst sem bændur í Bæj- arhreppnum og síðan um langan aldur á Eyrarbakka, allt þar til heilsu Möggu fór að hraka svo að ekki var um annað að ræða en flytja búferlum í skjól Kolbrúnar dóttur þeirra á Sel- fossi. Ekki varð þetta þó til langs tíma því heilsu hennar hrakaði svo ört að hún varð að komast á hjúkrunarheim- ili, þar sem hún dvaldi svo til hinstu stundar. Á Kumbaravogi fór mjög vel um hana, hún fékk herbergi með út- sýni upp til landsins þar sem græn sléttan bylgjaðist og blá fjöllin bar við himin í fjarska, líkt útsýninu frá æsku- heimili hennar í Skógsnesi. Ég og fjölskylda mín munum ávallt minnast gestrisni og glaðværðar sem mætti okkur þegar við heimsóttum þau hjónin og þökkum ævilanga vin- áttu. Aðstandendum öllum sendum við samúðarkveðjur. Hergeir Kristgeirsson. Elsku amma, þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem þú hefur gef- ið mér, þegar við spiluðum og þú fórst með mér í skemmtiferðir og bíltúra til hestanna. Þegar ég fékk að gista yfir helgi um sumar og hjálpa þér í garð- inum með blómin og síðan fórum við inn og spiluðum danskan Marías lengi og svo fleiri spil. Þegar við fórum í búðarferð á Selfoss og þegar við fór- um með brauð handa Pegasusi og Þyt og þeir komu alltaf labbandi á móti okkur. Þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar þegar ég þurfti á því að halda. Þakka þér fyrir að vera svona góð amma. Ég þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og hjálpað mér við. Vonandi líður þér vel. Elsku amma, ég mun sakna þín. Kær kveðja. Alexandra Agnarsdóttir. Hún Magga tengist einni af mínum allra fyrstu bernskuminningum er við vorum stödd við slátt á austurengjun- um í Skógsnesi. Við Erlingur höfðum sofnað í tjaldinu, en þegar við vökn- uðum var Magga komin á græna jepp- anum hans afa í Gaulverjabæ. Það var jafnan viðburður að fá akandi gesti í heimsókn, en á þessum tíma var ekki til vélknúið ökutæki í Skógsnesi. Þannig tók Magga þátt í að sýna okk- ur inn í heim bílaaldarinnar, sem flutti með sér sérkennilega lykt af bensíni og skildi eftir nýstárleg för á vegi. Einhverju sinni ók hún með okkur systkinin og mömmu út að Selfossi – í kaupstaðarferð. Á leiðinni spurðum við forvitin um ýmis landfræðileg heiti þar sem leið lá. Því var svarað, en svo kom... og hvað heitir þessi lækur? „Asjúlæk,“ svaraði Magga að bragði. Ég fann að hún var eitthvað að grínast og jafnvel að tala útlensku, en það eru örfá ár síðan ég skildi að hún hafði sagt: „As you like“ (sem yður þókn- ast). Á þessum tíma varð mamma þrítug og þær komu Magga og Ása, einar gesta, á bæjarjeppabílnum. Ég man að þær þeyttu rjóma í skál, hvolfdu svo skálinni og taldist þá fullþeyttur rjóminn ef við loddi skálina. Þetta fannst mér afar merkilegt þar sem ég var vön því að allt fast og fljótandi hafði tilhneigingu til að leita til jarðar, en þarna hékk rjóminn neðan í skálinni eins og fluga neðan í lofti. Svo sungu þær systur og dönsuðu við okkur krakkana á baðstofugólfinu og voru ógurlega fjörugar. Magga hafði alltaf mikinn áhuga á dýrum og ófáir voru þeir sem nutu handlagni hennar við að hjálpa ám um sauðburðinn. Hún átti um tíma, ásamt öðru hefðbundnara búfé, bæði gæsir og geitur, hestana vildi hún hafa fjör- uga og hundana húsbóndaholla. Mér fannst flutningur þeirra Möggu og Madda úr sveitinni nokkuð ótímabær vegna áhuga þeirra á dýrum, en þau höfðu auðvitað sínar ástæður til að leggja af búskapinn. Sl. haust hitti ég Möggu, sem þá var orðin mjög veik, við útför Jóns í Gegn- ishólum. Ég undraðist dugnað hennar að koma, en hún svaraði á sinn hvat- vísa hátt: „Það er nú ekki mikið að koma svona og vera í hjólastól.“ Þann- ig minnist ég Möggu, sem lengst af var afar létt á fæti, fjörmikil og um- fram allt hörð af sér. Ég og fjölskylda mín vottum Mark- úsi og fjölskyldu hans samúð okkar. Þórdís Kristjánsdóttir. Elsku amma, ég mun sakna þín, þú varst svo góð við mig og það var svo gaman að heimsækja þig. Þú gafst mér alltaf súkkulaðirúsínur. Það var svo gaman þegar þú fluttir til okkar og ég gat alltaf farið fram í herbergi til þín. Takk fyrir fallega teppið sem þú prjónaðir handa mér. Bless, elsku amma, Guð geymi þig. Álfrún Björt Agnarsdóttir. Elsku amma. Ég man alltaf svo vel eftir þegar ég var litli fimm ára gutt- inn sem tók rútuna til Eyrarbakka frá Reykjavík. Það vildi ég líka helst gera um hverja helgi. Það var alltaf svo spennandi að heimsækja ömmu og afa á Staðar- bakka, gista hjá þeim, skoða hestana og fara á rúntinn með ömmu upp að Selfossi. Svo flutti ég með fjölskyldunni til Danmerkur en þið funduð ykkur samt tíma til að eiga með okkur góða daga þar þegar þið komuð í heimsókn tvisv- ar sinnum. Alltaf þegar farið var í bíl- túra söngst þú hástöfum. Svo kom að því að þið selduð húsið ykkar á Eyr- arbakka og fluttuð til okkar á Selfoss. Þá vorum við komin heim til Íslands aftur. Öllum þeim minningum sem ég á um þig, amma mín, myndi taka lang- an tíma að segja frá. Ég hef ekki þekkt þig nema í 17 ár, en þeir sem fengu að njóta félagsskapar þíns alla þína ævi geta verið stoltir af því. Guð geymi þig. Guðjón Eggert. MARGRÉT MAGNÚS- DÓTTIR ÖFJÖRÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.