Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 39

Morgunblaðið - 05.06.2004, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 39 ✝ HólmfríðurJónsdóttir frá Nautabúi, Fríða frá Nautabúi, fæddist í Mýrakoti í Laxárdal í Austur-Húna- vatnssýslu 30. júní 1917. Hún lést á sjúkrahúsi Sauðár- króks 25. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Jónsdóttir húsmóðir, og Jón Kristvinsson bóndi, þáverandi ábúend- ur í Mýrakoti. Fríða var sjötta barn foreldra sinna. Systkini hennar voru; Sigríður f. 1906, látin, Soffía f. 1910, Helga f. 1912, látin, tvíburar fæddir 1915, létust í fæðingu, Guðrún f. upp í Hjaltadal, Nautabú, og þar bjuggu þau síðan til ársins 1974 er þau fluttu á Sauðárhæðir á Sauðárkróki. Þar átti hún svo heima til 1994 er hún flutti niður á Heilbrigðisstofnun Sauðár- króks og dvaldi þar 10 síðustu árin. Fríða og Bergur eignuðust tvær dætur, Rósu f. 1942, hennar maður Þórður Stefánsson, lát- inn, þau eignuðust fjögur börn og Jónu f. 1949, hennar maður Björn Ragnarsson, þau eiga fimm börn. Fyrir hjónaband eignaðist Fríða dótturina Önnu Björk Stefánsdóttur f. 1939, hennar maður Sigurður Krist- insson, látinn, þau eignuðust tvö börn. Barnabarnabörnin eru orð- in yfir 20. Fríða missti manninn sinn 1992. Seinustu árin var Fríða frekar léleg til heilsunnar og undir það seinasta oft mikið veik. Andlegu atgervi hélt hún til æviloka. Fríða verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 1919, látin, Jens f. 1921, Róar f. 1923 og Jón f. 1925, látinn. Fríða fluttist með foreldrum sínum að Vatnsleysu í Viðvík- ursveit vorið 1921. Þar átti hún sín bernsku- og æskuár. Fluttist síðan með foreldrum sínum og fjölskyldu að Garða- koti í Hjaltadal árið 1934. Vorið 1941 réði hún sig sem vinnu- konu að Hraunum í Fljótum, til Bergs sem þá var ábúandi þar. Þeim varð það vel til vina að þau giftu sig haustið eftir, þá búin að eignast dótturina Rósu. Vorið 1943 réðust þau í jarðarkaup Elsku mamma mín, nú ertu komin til hans pabba, hann hefur beðið eft- ir þér, kannski með Stjarna sér við hlið og þið hafið þeyst saman inn í eylandið. Nú er þínum löngu veikindum lokið og þjáningar allar eftir hér á jörð, þú varst búin að vera svo lengi veik, lungnabólga nánast mánaðar- legur vágestur síðustu árin, hjartað orðið þreytt á þessari endalausu baráttu en þú varst svo ótrúlega æðrulaus yfir þessu, tókst öllu með stakri ró og alltaf var viðkvæðið: „Þetta lagast“ eða „þetta er svo sem ekkert“. Mamma mín, þú kvartaðir aldrei og þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra, svo um sjálfa þig, þannig var það fram á síðasta dag. Og það hvarflar að mér, að þú hafir tekið til- lit til annarra varðandi síðustu stundina. Á fardögum fyrir 83 árum fluttist þú með foreldrum þínum til Skaga- fjarðar, að Vatnsleysu í Viðvíkur- sveit, frá Mýrakoti á Laxárdal, þar sem þú fæddist fjórum árum áður. Það var erfið ferð á hestum yfir há fjöll, sú ferð grópaðist inn í barns- hugann og það var bara í síðustu vikunni sem þú sagðir mér þá ferða- sögu og frá fyrstu árum þínum á Vatnsleysu. Sögu um erfið en gæfu- rík ár í stórri fjölskyldu. Ung lærðirðu að lesa og last allt sem fáanlegt var á þeim tíma, en markmiðið var að ganga mennta- veginn, en börnum frá fátækum heimilum auðnaðist það ekki í þá daga, en sjálfsmenntun er það kallað þegar fólk lærir allt sem hægt er að komast yfir, án þess að sitja á skóla- bekk og þannig varst þú mamma mín, fljót að tileinka þér alla hluti. Vatnsleysuárin voru erilsöm, sím- inn kom fyrst þangað og Jón afi var stöðvarstjóri og þurfti oft að fara með símalínunni, allt frá Trölla- skarði að Garðakoti og þá sinntir þú öllum útiverkum og daglegum störf- um, sem voru erfið og mikil á sveita- bæjum á þessum tíma. Með foreldrum þínum fluttirðu í Garðakot, en varst einn vetur á Norðfirði. Þú minntist þess tíma ávallt með gleði, en þaðan varstu kölluð heim til aðstoðar við búskap- inn í Garðakoti og þá tóku örlögin við. Þú eignaðist lítið barn sem þú varðst svo að skiljast við um tíma. En svo gerðist það að þú réðir þig sem ráðskonu til pabba út í Fljót,en svo keyptuð þið pabbi Nautabú. Ár- ið 1943 fluttuð þið þangað, og gátuð þar af leiðandi verið nær elstu dótt- ur þinni. En Anna, elsta systir mín, er alin upp hjá móðurforeldrum sín- umsem voru svo í tvíbýli við ykkur pabba í mörg ár. Árin á Nautabúi urðu ansi mörg, eða 31, en þá fluttuð þið til Sauð- árkróks. Á Nautabúi voru öll mín uppvaxtarár og margs að minnast. Þú tókst barnaskólann inn á heimilið öll árin sem ég gekk í barnaskóla, bókasafn Hólahrepps var heima í Nautabúi í mörg ár, þú varst marga áratugi í kvenfélaginu og svo má lengi telja. Um leið og þið fluttust á Krókinn, hófstu störf í eldhúsinu á Sjúkrahúsi Skagfirðinga en síðan eru liðin 30 ár. En það hefur verið skrítið eftir allt sveitalífið og þrældóminn að fara að vinna bara fasta tíma með frí þess á milli. Svo árið 1985 hættir þú að vinna fyrir launum og tókst að þér að ala börnin mín upp á móti okkur Bjössa eða með öðrum orðum eftir að við komum á Krókinn 1985 komst þú hvern einasta virkan dag á Grund- arstíginn og varst þar á meðan við stunduðum okkar vinnu. Þú varst börnunum mínum ómetanleg amma og það höfum við aldrei þakkað þér nægilega. En svona varstu, alltaf að hugsa um fjölskylduna, fram á síðasta dag fylgdist þú með öllu og öllum í fjöl- skyldunni. Þú varst alltaf svo já- kvæð, tókst gjarnan málstað þess sem var fjarstaddur, sem hallað var á, eða talað var um að honum fjar- stöddum og sagðir manni svo til syndanna, ef þér fannst að þeir sem viðstaddir voru færu með rangt mál. Þú hafðir alltaf rök fyrir máli þínu. Semsagt samkvæm sjálfri þér og heiðarleg. Og öll þau ár síðan ég man eftir mér varstu sívinnandi, sauma út og prjóna. Það eiga ansi margir muni eftir þig, myndir, púða, peysur, sokka, vettlinga og trefla. Og sokka varstu með á prjónum núna síðast, sem náðist ekki alveg að klára. Fyrstu og dýrmætustu minningar mínar eru tengdar fjósinu á Nauta- búi, mamma að mjólka, ég sitjandi á skemli aftan við kúna, hlustandi á vísur, kvæði og þulur sem þú kunnir ofsalega mikið af. Minn æðsti draumur var að verða eins gáfuð og þú, mamma, að kunna allar þessar vísur, kvæði og þulur en síðar komst ég að því að draumar rætast bara alls ekki. En svo gerðist það síðasta hálfa mánuðinn þegar ég kom til þín, bara 50 árum síðar og við allt aðrar að- stæður, að ég sat dolfallin og hlust- aði aftur á þig fara með allar vís- urnar, kvæðin og þulurnar sem þú kunnir jafn vel og þá. Síðasti hálfi mánuðurinn var okkur báðum ómetanlegur, ég var svo lán- söm að geta verið fyrir norðan og ég var talsvert hjá þér uppi á sjúkra- húsi. Við áttum mjög góðar stundir saman, þér þótti mjög gaman að ferðast meðan heilsan leyfði. Eitt af því sem við höfðum gaman af síðustu vikurnar var að fara í smá bíltúra og þá var það ímyndunaraflið sem réð ferðinni. Oft var skroppið í Fljótin eða dalinn kæra og jafnvel alla leið til Ástralíu þótt vegirnir væru gangar sjúkrahússins, bíllinn hjólastóll og augun þín væru nánast blind þá höfð- um við gaman af þessum ferðum okkar. Þú hafðir orð á því að það væri gaman að fara með til Ástralíu í haust, nú verður það auðvelt og vertu velkomin með, mamma mín. Svo vil ég þakka starfsfólki á deild V fyrir öll elskulegheit, hjálp og vin- áttu í gegnum árin og sérstakar þakkir til Óskars læknis, hann reyndist henni mömmu svo vel í gegnum öll veikindin. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Jóna. Ó, elsku mamma, þú ósköp varðst hvíldinni fegin, og auðvitað sakna ég ástar þinnar og hlýju. En alveg er öruggt að hittumst við hinum megin, og höldum þar áfram að hringja klukkan tíu. Þín Rósa. Elsku amma. Þegar ég lít til baka, þá rifjast upp fyrir mér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hvort sem það var á Nautabúi (þó svo ég muni minnst eftir þeim tíma), á Grund- arstígnum eða eftir þann tíma. Þeg- ar þú varst með okkur á Grund- arstígnum þegar mamma og pabbi voru að vinna. Þú sást um að við borðuðum hollan og góðan mat, lærðum, gerðum verkefni fyrir skól- ann og allt það. Vinir mínir töluðu oft um ömmu á Grundarstígnum eða Fríðu ömmu Ingu. Það var svo gaman að koma heim úr skólanum með vini mína. Setjast við eldhúsborðið og hlusta á lífsreynslusögur frá því þú varst ung rétt á meðan við vorum að drekka. Síðan var drifið sig út að leika. Þú kenndir mér mikið af heim- ilisstörfum sem ég nota enn í dag. Eins og búa um mig á hverjum degi. Þú sagðir alltaf að það vildi enginn góður maður unga stúlku sem nennti ekki einu sinni að búa um sig. Einnig þegar ég bauðst til að hengja upp þvottinn og gerði það ekki nógu vel. Gleymdi að slá úr honum og hann kom krumpaður inn seinna. Þá kenndir þú mér að gera þetta þann- ig að það þyrfti ekki að strauja hann síðar. Því að það sást á seinna verk- inu hvernig það fyrra var gert. Þetta sagðir þú mér þegar ég vandaði mig ekki nógu vel og þú sást það alltaf. Hef ég nú reynt eftir bestu getu að lifa eftir þessu heilræði þínu. Ég átt- aði mig nú ekki á því fyrr en ég fór að búa að það sem ég taldi vera tuð frá ömmu þegar ég var 10–18 ára var heilræði sem ég fer eftir í dag, á hverjum degi. Eftir að ég flutti suður hringdi ég í þig tvisvar í viku að meðaltali. Það var svo gott að hringja í þig og segja frá amstri dagsins. Þú komst alltaf með jákvæðu hliðarnar á öllum mál- um og ráðlagðir mér þegar ég bað um það, sagðir síðan hvernig þú myndir gera hlutina. Síðan var af- gangurinn undir mér kominn. Það eru búnir að vera erfiðir tímar hjá þér, elsku amma mín, fangi í þínum eigin líkama. Því það varstu, með ofnæmi fyrir blómum og ilmvötnum svo ekki komstu mikið út. Lungnabólgan var tíður gestur hjá þér síðustu ár. En alltaf hresst- ist amma við. Síðan fór hjartað að segja til sín og þá varð ekki aftur snúið. Gott að þú fékkst að fara til afa án þess að þjást mikið, því það var þín ósk að fá að sofna. Núna eruð þið systur saman á ný. Það er ekki langt síðan við vorum að ræða það að þú hittir systkini þín í Reykjavík svo sjaldan en núna eruð þið Rúna saman. Og ef þú gerir eins og þú lofaðir þá ætlaðir þú að nota bleðlana til að kíkja á vini og ætt- ingja eftir að þú færir úr þessum heimi. Vertu velkomin. Það var nú skrítin tilfinning að fara norður og hringja ekki í þig á heiðinni til að láta þig vita hvernig gengi, sem var orð- inn fastur liður hjá mér. Það voru tvær setningar sem þú sagðir ævinlega við mig sem ég hef tileinkað mér. Sem ég hef alltaf reynt að fara eftir og ætla að halda því áfram, þær eru eftirfarandi: „Brostu og lífið brosir við þér“ og „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig“. Þetta ætla ég að gera. Bestu þakkir fyrir allt, Guð geymi þig. Þín vinkona og dótturdóttir, Ingibjörg Anna. Elsku amma. Nú ertu loksins komin til afa eins og þú varst farin að þrá svo mikið. En eins og þú kenndir mér þá heldur lífið áfram og við hin sem eftir erum verðum að vera sterk. Þú varst óeig- ingjarnasta manneskja sem ég hef kynnst og vonandi erfi ég það frá þér. Alveg fram á síðustu stundu vildirðu fylgjast með afkomendum þínum og það gerðirðu svo sannar- lega, alveg fram á síðustu stundu. Sama hversu illa þér leið og veik þú varst vildirðu fá fréttir og segja fréttir af þínu fólki. Alltaf gátum við spjallað, þegar við hittumst eða hringdumst á var tím- inn ekki lengi að fljúga frá okkur. Við töluðum um allt milli himins og jarðar, ekkert var okkur óviðkom- andi hvort heldur sem er fólk eða furðuhlutir. Alveg frá því að ég var lítil stelpa höfum við verið mjög nán- ar þú varst svo mikið heima á meðan ég ólst upp. Ég man t.d. þegar ég var í skóla og var að fá einkunnirnar mínar þá hljóp ég heim til að segja þér fréttirnar en ef þú varst ekki heima þá var leiðinni rakleiðis haldið í símann til að tilkynna stöðuna. Eins þegar ég var ófrísk af dóttur minni varst þú manna spenntust með mér. Þú varst sönn amma og góð vin- kona. Elsku amma, takk fyrir allar góðu samverustundirnar okkar og takk fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Hólmfríður Bj. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Fríða amma, nú er komið að kveðjustund. Langri lífsgöngu er nú lokið og eftir standa minningar um góða konu sem var okkur svo kær. Okkar fyrstu minningar um ömmu tengjast sögum og ævintýrum sem hún sagði okkur. Hún var víðlesin kona og óhemju minnug á allt sem hún las og heyrði. Seinna þegar við höfðum vit til sagði hún okkur frá raunverulegum atburðum og hafði auk þess gaman af því að fá okkur með í umræður um allt milli himins og jarðar. Hún fylgdist vel með, jafnt því sem gerðist í hennar nánasta um- hverfi og því sem almennt fréttnæmt þykir. Amma var líka mjög ættfróð og ef okkur langaði að vita um tengsl við fjarskylda ættingja, var hún ekki lengi að þylja ættartöluna svo við máttum hafa okkur allar við til að fylgja henni eftir. Liðna tíma bar oft á góma en samt var svo ótal margt sem hún átti eftir að segja okkur. Líklegt má telja að hefði hún fæðst 50 árum seinna hefði hún gengið menntaveginn. Hún sagði oft við okkur að hana hefði langað til að mennta sig en eins og svo oft var um stúlkur á hennar uppvaxtarárum, gafst henni ekki tækifæri til þess. Amma var mikill dugnaðarforkur og þegar hún hætti að geta unnið tók hún til við að sauma út og prjóna og nutu afkomendur hennar þess óspart. Allt fram til þess síðasta var hún að prjóna, þrátt fyrir að sjónin væri orðin slæm, og segja má með sanni að henni hafi aldrei fallið verk úr hendi. Þótt líkaminn hafi gefið sig fyrir nokkru var hugsun hennar hrein og skýr allt fram á síðustu stundu. Hún bar veikindi sín með æðruleysi og sagði oft ,,Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera“. Elsku amma, bestu þakkir fyrir samfylgdina og hverja þá dýrmætu stund sem við áttum með þér. Bless- uð sé minning þín. Kolbrún og Edda. HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug við andlát ástvinar okkar, MARÍUSAR HÉÐINSSONAR skipstjóra, sem varð bráðkvaddur laugardaginn 22. maí sl. Útför hefur farið fram. Aðstandendur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.