Morgunblaðið - 05.06.2004, Síða 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Til föðurlands vors svo
förum heim,
þar framar ei rennur
dagur.
Borg lifanda Guðs í löndum þeim
og ljóminn svo undra fagur
oss tekur þá við, – þar endar ei
vor indæli sæluhagur.
(Stefán Thorarensen.)
Við kveðjum hér afa okkar, Grét-
ar Símonarson. Undanfarna mán-
uði hrakaði heilsu hans hægt og ró-
lega. Hvíldin var honum því
vafalítið kærkomin. Þrátt fyrir það
hreiðrar sorgin alltaf um sig í
hjartanu. Í sorginni yljum við okk-
ur við ljúfar og góðar minningar.
Þegar við renndum í hlaðið á Sef-
tjörninni sat afi oftar en ekki úti í
stólnum sínum, hann naut þess að
vera í fersku loftinu og virða fyrir
sér umhverfi sitt. Ef ekki viðraði til
útiveru gátum við alltaf gengið að
afa vísum á skrifstofunni sinni við
lestur.
Afi var ekki vanur að spyrja
spurninga en hann fylgdist vel með
öllu. Hann var með allt á hreinu,
tók eftir því um leið ef við breytt-
um um hárgreiðslu, vorum í nýjum
eða sérstökum fötum og jafnvel
aukakílóin fóru ekki fram hjá hon-
um.
Gaman var að hitta á afa á góð-
um degi þegar stríðnin var ekki
langt undan. Hann kom að hnyttn-
um athugasemdum og hló svo keik-
ur í bragði. Á þessum stundum var
sérstaklega gaman að beina talinu
að Danmörku. Þá kom glampi í
augun á honum og hann fór á flug í
frásögnum af námsárum sínum í
Danmörku og þaðan hafði hann svo
sannarlega frá mörgu að segja. Það
er sérstaklega minnisstætt að hafa
fengið að fylgja honum í hans síð-
ustu ferð til Danmerkur. Þar upp-
lifði hann allt sem honum var kær-
ast þaðan. Hann skoðaði brúarvirki
Danmerkur og rifjaði upp hversu
samgöngur höfðu breyst frá því
hann fór þar um sem ungur maður.
Samverustundirnar í þessari ferð
þar sem afi sat brosmildur og naut
lífsins munu alltaf lifa. Við erum
þakklátar fyrir þær samvistir sem
við áttum með afa Grétari. Við
biðjum góðan Guð að styrkja
ömmu og okkur öll í sorginni.
Guðbjörg og Elfa Arnardætur.
GRÉTAR
SÍMONARSON
✝ Grétar Símonar-son, fyrrverandi
mjólkurbússtjóri,
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1920.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
27. maí síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Selfosskirkju 4.
júní.
Með örfáum orðum
vil ég minnast forvera
míns í starfi Grétars
Símonarsonar sem nú
hefur kvatt þennan
heim og gengið á vit
feðra sinna.
Með Grétari er
genginn mikill sóma-
maður sem markaði
drýgri spor í sína
samtíð en margur
annar. Eftir að hafa
lokið námi við Versl-
unarskóla Ísland vorið
1937 sneri þessi ungi
kaupmannssonur af
Laugaveginum sér að landbúnaðin-
um og hóf þá um vorið nám í
mjólkuriðn í Mjólkurbúi Ölfusinga í
Hveragerði. Ári síðar var starfsem-
inni þar hætt og færðist hún til
Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi
(MBF). Þar hélt Grétar áfram sínu
námi. Þetta var í upphafi seinni
heimsstyrjaldarinnar og allt ástand
mjög ótryggt.
Grétar ákvað að fara árið 1938 til
Danmerkur og freista þess að ljúka
verklega og bóklega náminu í iðn
sinn þar, þrátt fyrir þetta ótrygga
ástand. Hann kom aftur heim í
hinni frægu Petsamo-ferð 1940 án
þess að hafa lokið bóklega náminu
og hóf aftur störf hjá MBF. Hann
lauk síðan bóklega náminu frá
Dalum Mejeriskole á Fjóni árið
1946. Eftir það starfaði hann nán-
ast allan sinn starfsaldur hjá MBF.
Fyrst við almenn mjólkuriðnaðar-
störf en árið 1953, þegar ákveðið
hafði verið að endurbyggja mjólk-
urvinnslustöð MBF á Selfossi nán-
ast frá grunni, var hann ráðinn
framkvæmdastjóri (mjólkurbús-
stjóri) fyrirtækisins.
Verkefnið var ögrandi fyrir ung-
an mann að fást við. Á árunum
1953–1958 var byggt nýtt mjólk-
urbú, sem í þann tíð var talið vera
með þeim stærstu og tæknivædd-
ustu í Norður-Evrópu. Grétar stóð
í forsvari við þessa framkvæmd og
leysti verkefnið skipulega og af
mikilli fagmennsku.
Grétar var framsýnn og stóð fyr-
ir ýmsum nýjungum í íslenskum
mjólkuriðnaði. Bæði hvað varðaði
vöru og tækniþróun. Eitt af hans
stóru verkefnum fyrir utan upp-
bygginguna á árunum ’53–’58 var
hin svokallaða tankvæðing. Þ.e.
þegar ráðist var í það að koma raf-
kældum mjólkurtönkum fyrir á öll-
um bæjum og mjólkin síðan sótt á
tankbílum. Þetta var mikið verk-
efni sem hafði gríðarlega hagræð-
ingu og gæðaframfarir í för með
sér. Þessi væðing breyddist síðar
út um allt land. Það væri að æra
óstöðugan að ætla að telja upp all-
ar þær nýjungar og tækniframfarir
sem Grétar stóð fyrir í sínu starfi.
Hann var alla tíð mjög framsýnn
og vildi sjá framfarir í íslenskum
mjólkuriðnaði líkt og gerðist í okk-
ar nágrannalöndum. Grétar gerði
sér mjög sterka grein fyrir því að
góð menntun er undirstaða allra
framfara og framþróunar. Án góðr-
ar faglegrar menntunar kæmust
menn hvorki lönd né strönd. Sjálf-
ur hafði hann hlotið ágæta fag-
menntun í Danmörku.
Á námsárunum hafði hann
tengst nokkrum af sínum skóla-
félögum traustum vináttuböndum,
sem raunar entust alla þeirra tíð.
Þegar fram liðu stundir gegndu
þessir skólafélagar Grétars ýmsum
lykilstörfum innan mjólkuriðnaðar-
ins í sínu heimalandi. Tengslin við
þessa menn voru því mikilvæg og
hann gerði sér far um að rækta
þau vel og gekk gjarnan í smiðju
hjá dönskum mjólkuriðnaði þegar
mikið lá við.
Á ákveðnu tímabili milli 1950 og
1960 má segja að skipulag fræðslu-
mála í mjólkuriðnaði hafi ekki verið
sem skyldi, tengsl við danska
skólakerfið höfðu rofnað að hluta
og það ríkti hálfgerð ringulreið í
þessum efnum.
Grétar hafði forystu um að koma
skikk á þessi mál og þar virkjaði
hann vini sína og skólafélaga í Dan-
mörku. Má þar nefna menn eins og
Otto Bjerring Andersen, Poul
Rönkilde Poulsen o.fl. Með aðstoð
þessara manna var í framhaldinu
komið á ágætis skipulagi sem síðan
hefur haldist í stórum dráttum.
Þakklæti er fyrst og fremst það
sem kemur upp í huga þess sem
þessar línur ritar nú við fráfall
Grétars. Þakklæti fyrir hvatningu
og stuðning hans og eiginkonu
hans, Guðbjargar frænku minnar, á
mínum námsárum, þakklæti fyrir
að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Grétari og að hafa
haft hann sem læriföður, þakklæti
fyrir að hafa haft tækifæri til þess
að starfa lengi með honum og það
mjög náið síðustu ár hans í starfi.
Við Ragnheiður og börnin okkar
sendum Guðbjörgu og fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Birgir Guðmundsson
mjólkurbússtjóri.
Glaður og reifur
skyli gumna hver,
unz sinn bíður bana.
Þetta heilræði
Hávamála hæfði vel
geðslagi Einars Ólafssonar, sem
var jafnan glaður og reifur á hverju
sem gekk, í lífsins ólgusjó.
Einar Ólafsson var ljós yfirlitum,
vörpulegur á velli, málafylgjumað-
ur, en manna kurteisastur og höfð-
ingi heim að sækja. Hann átti ættir
að rekja til Austfjarða og voru afar
hans báðir alþingismenn fyrir
Framsóknarflokkinn, þeir Sveinn í
Firði og Ingvar Pálmason frá
Norðfirði. Einar fylgdi stefnu afa
sinna af einurð og festu svo mörg-
um vinum hans fannst alveg nóg
um.
Hann var mikil félagsmálavera
og kunni vel við sig þar sem mál
voru rædd og brotin til mergjar.
EINAR
ÓLAFSSON
✝ Einar Ólafssonfæddist á Eski-
firði hinn 11. maí
1925. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. maí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fossvogskirkju
19. maí.
Hann kom mikið við
sögu í framfaramálum
opinberra starfsmanna
á síðustu öld og má
þar nefna samnings-
réttarmál og orlofs-
heimilin í Munaðar-
nesi. Störf hans fyrir
SFR og BSRB voru
mjög tímafrek og hafa
sennilega bitnað á
hans stóru fjölskyldu
en Hansína, hans góða
kona, stóð fyrir búi
þeirra með mikilli
reisn og myndarskap.
Við undirritaðir átt-
um því láni að fagna, um árabil, að
vinna með Einari í stjórn og samn-
inganefndum SFR. Stundum var
tekist á um menn og málefni, en
ávallt af hreinskilni og heiðarleika.
Einar átti það til, oftast að kvöldi
dags, að hringja til okkar til þess
að „sækja vit“ eins og hann orðaði
það. En grun höfum við um að
hann hafi aðeins verið að halda
okkur við efnið og brýna okkur í
baráttunni fyrir málstað SFR.
Við vottum minningu látins heið-
ursmanns virðingu okkar og Hans-
ínu og fjölskyldu innilega samúð.
Ágúst Guðmundsson,
Birgir Sveinbergsson,
Ólafur Jóhannesson.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GEIR BJARNI JÓNSSON
fyrrverandi bifreiðarstjóri,
Neskaupstað,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað fimmtudaginn 3. júní, verður
jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn
8. júní kl. 14.00.
Jóhanna Björnsdóttir,
Birna Geirsdóttir, Ágúst Jónsson,
Smári Geirsson, María Jórunn Hafsteinsdóttir,
Heimir Geirsson, Lára Birna Hallgrímsdóttir,
Jóhann Geir Árnason, Ingibjörg Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG KARLSDÓTTIR,
Búðardal,
Skarðsströnd,
síðast til heimilis á dvalarheimilinu
Silfurtúni, Búðardal,
er látin.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svavar Magnússon, Sigríður Þórðardóttir,
Anna Magnúsdóttir, Kristinn Þorkelsson,
Jón Magnússon, Edda Agnarsdóttir,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín og besti vinur,
INGIBJÖRG ÓSK BJARNADÓTTIR,
Gónhóli 34,
Ytri-Njarðvík,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi fimmtu-
daginn 3. júní.
Guðjón Höskuldsson.
Maðurinn minn,
MARÍUS HÉÐINSSON,
andaðist laugardaginn 22. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristbjörg Ingvarsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og bróðir,
BJARNI HERJÓLFSSON
flugumferðarstjóri
frá Vestmannaeyjum,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 3. júní.
Útförin auglýst síðar.
Unnur Ketilsdóttir,
Auður Bjarnadóttir,
Guðbjartur Herjólfsson,
Guðjón Herjólfsson.
Ástkær eiginmaður minn og faðir, tengdafaðir,
afi og langafi
BJÖRN ÓLAFUR ÞORFINNSSON,
skipstjóri,
Akraseli 6,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
4. júní sl.
Fjóla Helgadóttir,
Erna Björnsdóttir, Sigurður Grétarsson,
Björn Ólafur Árnason, Sigríður Sólveigardóttir,
Páll Sigurðsson,
Fjóla Sigurðardóttir,
Erna María og Kolbrún Kara.