Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 41 ✝ Signý Sigmunds-dóttir fæddist á Skriðnesenni 30. ágúst 1912. Hún and- aðist á Sjúkrahúsinu á Hólmavík 29. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- mundur Lýðsson, bóndi og smiður á Einfætingsgili, f. 8. júlí 1880, d. 8. júní 1960, og Jóhanna Sig- mundsdóttir, hús- freyja á Einfætings- gili, f. 23. ág. 1886, d. 13. júní 1969. Bræður Signýjar eru: Lýður, fisk- vinnslumaður og bifreiðastjóri á Akranesi, f. 17. apr. 1911, d. 19. júní 1994, Jón, bóndi á Einfætingsgili, f. 22. nóv. 1914 og Indriði, bóndi í Ár- dal, f. 26. ág. 1922. Óspakseyri. Sonur Signýjar og Sig- urðar er Jóhann Sigmundur, f. 9. sept. 1950, verkamaður í Reykjavík. Sambýliskona Sigmundar er Arndís Birgisdóttir, f. 10. júlí 1948, hús- freyja í Reykjavík. Signý ólst upp hjá foreldrum sín- um á Einfætingsgili og flutti til Ak- ureyrar 19 ára gömul. Þar bjó hún með Jóni, fyrri manni sínum, þar til þau skildu 1950, en þá flutti hún að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði á Ströndum þar sem hún hóf búskap með seinni manni sínum, Sigurði. Þau bjuggu síðan í Króksfjarðarnesi frá 1962–70 þegar þau fluttu að Óspakseyri í Bitrufirði. Þar bjuggu þau ásamt Sigmundi syni sínum til 1982. Árið 1983 byggðu þau sér hús- ið Lyngás við Steinadal. Sigurður lést skömmu síðar og Signý bjó þá með Sigmundi syni sínum í Lyngási í allmörg ár, eða þar til hún fór til dvalar á Sjúkrahúsinu á Hólmavík. Þar var hún til æviloka. Útför Signýjar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag og og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur í Óspakseyrarkirkjugarði. Signý giftist Jóni Matthíassyni, gjald- kera á Akureyri, f. 15. nóv. 1903, d. 6. apr. 1970, frá Jónsseli í Hrútafirði. Þau skildu. Dóttir Signýjar og Jóns er Ásdís, f. 16. apr. 1943, húsfreyja og nuddfræðingur á Hólmavík. Maður Ás- dísar er Jón Gústi Jóns- son, f. 20. okt. 1933, bóndi í Steinadal. Börn þeirra eru Hrafnhild- ur, Svanhildur, Jón (dó ungur), Jón Gísli, Jón, Jóhanna Signý, Arnar Snæberg og Árdís Björk. Seinni maður Signýjar var Sig- urður Franklínsson, f. 30. júní 1903, d. 16. sept. 1983, bóndi í Litla-Fjarð- arhorni, Króksfjarðarnesi og Þá er hún amma í Lyngási dáin. Hún var orðin 91 árs og var því södd lífdaga, sátt við lífshlaupið og tilbúin til að kveðja þetta tilverustig. Amma var engin venjuleg kona. Hún var þvert á móti gríðarlega mikill karakter og bóhem af guðs náð. Hún reykti filterslausan Camel eins og strompur, drakk marga lítra af kaffi á dag og var sítálgandi og föndrandi alls konar listaverk í kork og tré. Öll þessi listaverk, hestarnir, kindurnar, öskjurnar, speglarnir og klukkurnar voru ótrúlega vel gerð og vöktu lukku hvers manns sem sá þau. Hún var líka mikil leikhús- manneskja og starfaði lengi í leik- húsinu á Akureyri og hélt áfram leikhússtússinu eftir að hún flutti burt þaðan. Amma byggði sér hús rétt hjá Steinadal þegar við vorum lítil og kallaði það Lyngás. Þar bjó hún með syni sínum, honum Simma frænda, í mörg ár. Eftir að amma var flutt í Lyngás hittum við hana miklu oftar en áður – við fórum nokkrum sinn- um í viku í heimsókn. Þær ferðir eru afar minnisstæðar og margt skemmtilegt til að rifja upp. Eitt það skemmtilegasta við að heimsækja ömmu í Lyngás var að hlusta á sög- urnar hennar. Þær voru sérlega skemmtilegar – í dag grunar mann reyndar að stundum hafi örlítið ver- ið fært í stílinn. En það gerir ekkert til. Það var ótrúlega gaman að sitja og horfa á ömmu tálga út kindur og hesta og hlusta á sögurnar hennar, um leið og maður hámaði í sig heimabakað brauð með spægipylsu og drakk kaffi með alltof miklum sykri. Stundum voru líka lummur og jólakaka á boðstólum til að maula undir sagnalestrinum og þá söng amma meðan hún bakaði „Addi kex, Addi kex, Árdís jólakaka, þetta pex, þetta pex, amma fer að baka“. Sögurnar voru af ýmsu tagi – all- margar voru um Spotta sem var gáf- aðasti hundur í heimi og hlýddi ömmu í einu og öllu en aðrar voru um yfirnáttúruleg fyrirbæri sem amma hafði mikinn áhuga á, huldu- fólk sem söng í klettunum á Felli og drauga sem hrekktu fólk og dýr og fleira í þeim dúr. Leikhússögurnar voru líka vinsælar og síðast en ekki síst óteljandi sögur af ömmu sjálfri þegar hún var yngri að alast upp á Gili. Sögurnar af æskuslóðunum voru margar um prakkarastrik bræðra hennar – en einhvern veginn læðist sá grunur að manni að hún hafi ekki verið neitt skárri en þeir! Stundum fórum við í gönguferð upp að „Simmapissi“, sem var heimatilbúinn gosbrunnur og þar lét amma okkur leita að sápublómum, sem við vorum ekki sérstaklega dug- leg við að finna. Amma átti líka tölu- krús sem var vinsælt leikfang. Í henni voru óteljandi tölur sem var hægt að fara í ýmsa leiki með og alltaf var amma með í leiknum. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir okkur. Alltaf var staðið upp og slökkt á sjónvarp- inu þegar við kíktum í heimsókn og við fengum frjálsar hendur með hvaðeina sem við vildum gera heima hjá henni. Það er staðreynd að sumt fólk gefur meira af sér en annað. Amma var ein af þeim. Það er ekki hægt annað en að brosa út að eyrum þeg- ar maður hugsar um hana. Nú er hún loksins búin að öðlast frið og er eflaust byrjuð að eyða orkunni í að tálga, segja sögur, syngja, leika og bölva af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Takk fyrir allt, elsku amma. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Þín Arnar og Árdís. SIGNÝ SIGMUNDSDÓTTIR Lífið fer ekki mjúkum höndum um alla. Ingólfur Franklín var yf- irleitt kallaður Líni. Hann missti móður sína þegar hann var fjögurra ára og heimilinu var skipt upp þeg- ar hann er sex ára. Þá var hann sendur á næsta bæ sem var Húsa- vík. Þar átti hann heima alla tíð. Hann var samtíða fimm ættliðum í Húsavík. Lengi framan af var hann einn af heimilismönnum. En Líni átti sér draum um að geta búið einn og vera ekki öðrum háður. Þessi draumur rættist þegar hann var 79 ára og flutti í eigið hús. Hann bjó þar til dauðadags og hugsaði um sig sjálfur að mestu leyti. INGÓLFUR FRANKLÍN ✝ Ingólfur Frank-lín Jónsson fædd- ist í Tungugröf í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 22. ágúst 1913. Hann andaðist á Hólmavík 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Guðmunds- dóttir, f. 1875, d. 1917, og Jón Guð- mundsson húsasmið- ur, f. 1873, d. 1921. Systkini Ingólfs voru Guðmundur, Ingunn Sigríður og Kristín, öll látin. Frá sex ára aldri til dauðadags var Franklín til heim- ilis í Húsavík í Kirkjubólshreppi á Ströndum. Ingólfur verður jarðsunginn frá Kollafjarðarneskirkju 5. júní og hefst athöfnin klukkan 11. Líni fékk berkla og var langdvölum á Víf- ilsstöðum og Landspít- alanum. Þegar hann var heima stundaði hann venjuleg bústörf. Líni hafði mjög gaman af hestum og kúm en var minna fyrir sauð- féð. Hann hafði mikið yndi af allri ræktun. Sem dæmi um það má nefna að hann kom sér upp gróðurhúsi við húsið sitt þar sem hann ræktaði bæði blóm og grænmeti. Líni átti einnig fjölmörg önnur áhugamál, m.a. náttúruna, landa- fræði og ýmiss konar handavinnu. Hann var mikill áhugamaður um fugla og hlóð meðal annars hreið- urstæði fyrir teistu til að hæna hana að til varps. Þessi aðgerð bar góðan árangur. Líni las mjög mikið og átti mikið af bókum. Hann var fróður um marga hluti og mikið var af hon- um að læra. Ég tel það hafa verið mikil for- réttindi að kynnast honum og einnig fyrir börnin mín að fá að umgangast hann. Hann var fasti punturinn í til- verunni og miðlaði þekkingu á land- inu og fólki milli kynslóðanna. Blessuð sé minning Lína. Hafdís Sturlaugsdóttir. Fallinn er í valinn Ingólfur, Líni eins og hann var alltaf kallaður, tæplega 91 árs. Ungur missti hann móður sína og var þá tekinn í fóstur hjá frændfólki sínu í Húsavík og átti þar heima alla sína tíð. Líni var hávaxinn, grannur, bros- mildur og ljúfur í viðmóti. Hann var einstakt snyrtimenni og heimilið hans bar þess vott. Hann bakaði brauð, eldaði góðan mat og sá alveg um sig sjálfur, en að sjálfsögðu hafði hann góðan stuðning heimamanna í Húsavík alla tíð. Áhugamál hans var handverk og garðrækt, enda laginn til þeirra verka. Í bókinni Vefnaður á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar sem Halldóra Bjarnadóttir frá Blönduósi tók sam- an og kom út 1966, segir á bls. 164: Til gamans má geta þess að þeg- ar ársritið Hlín hét verðlaunum fyr- ir bezt gerða smáteppið, hæfilegt framan við rúm, eða undir lítið borð, þá var það karlmaður í Stranda- sýslu, sem hreppti verðlaunin: Ing- ólfur Jónsson, Húsavík. Teppið var útsaumað með íslenzku bandi, sem Ingólfur hafði unnið, og mynztrið hafði hann líka gert. Það þurfti mikið til að fá verðlaun frá Halldóru Bjarnadóttur eins og margir vita. Líni kom sér upp gróðurhúsi og þar ræktaði hann sitt grænmeti. Daginn áður en hann veiktist var hann búinn að setja niður margar tegundir af grænmeti og sumar- blóm í gróðurhúsið, með góðra manna hjálp. Við hjónin erum þakklát fyrir samfylgdina í tuttugu ár um leið og hann kveður þetta líf og sveitina sína og teljum okkur ríkari að hafa kynnst reynslumiklum manni. Við sendum öllum aðstandendum samúðarkveðjur. Svanhildur og Sturlaugur Grétar. Okkar ástkæra, GUÐNÝ HÖDD HILDARDÓTTIR, lést aðfaranótt mánudagsins 31. maí. Jarðarförin tilkynnt síðar. Einar Hildarson, Guðný Egilsdóttir, Sigurður Einarsson, Eva G. Sigurðardóttir, Erna G. Sigurðardóttir, Anna S. Sigurðardóttir, Kamel Benhamel, Oddný Þ. Sigurðardóttir, Hrafn S. Melsted, Sigurður Már, Sigursteinn Orri, Örn Calvin, Sólon og Embla Signý. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÓN ÓMAR PÁLSSON, áður til heimilis að Geldingaá, í Leirá og Melasveit, verður jarðsettur frá Hallgrímskirkju í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd mánudaginn 7. júní kl. 14.00. Sigrún Ómarsdóttir, Sigurður B. Magnússon, Sigríður Alma Ómarsdóttir, Kári V. Rúnarsson, Ólafur Ómarsson, Halldóra Harpa Ómarsdóttir, Hafdís Telma Ómarsdóttir, Finnur Jónsson og barnabörn hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINN JÓNSSON, Þórðarsveig 1, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 7. júní kl. 13.30. Guðmann Magnús Héðinsson, Guðríður Þorkelsdóttir, Ólafía Héðinsdóttir, Sigurjón Héðinsson, Margrét Héðinsdóttir, Henry Kristinn Hansen, Þóranna Björg Héðinsdóttir, Örn Stefánsson, Júlíana Jóna Héðinsdóttir, Otto Björn Erlingsson, barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum vinarhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, HARALDS BLÖNDALS hæstaréttarlögmanns. Þórarinn Blöndal, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Gunnar Örn, Unnar og Marsibil, Margrét H. Blöndal, Sölvi Magnússon, Steinunn H. Blöndal, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sveinn H. Blöndal, Halldór Blöndal, Ragnhildur Blöndal. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRA FANNEY ÞÓRLINDSDÓTTIR, Álftamýri 30, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 3. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 14. júní kl. 13:30 Ragnar Ingólfsson, Guðbjörg Bjarnadóttir, Ólafur Ingólfsson, Inga Svala Jónsdóttir, Guðlaug Ingólfsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Björgvin Kristjánsson, Vigdís Ingólfsdóttir, Ólafur Atli Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.