Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Þór og Rán koma í dag. Arklow Wave fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Örfirisey kemur og fer í dag. Cielo Di Bothnia, Vigri og Þerney koma í dag. Guðmundur í Nesi fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Skrán- ing í göngutúra með Guðnýju á mánudögum og miðvikudögum kl. 9 er hafin á Aflagranda og í síma 562 2571. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. ITC-ferðin í Freyju- lund í Heiðmörk er í dag laugardag kl. 14 til að hlúa að gróðri og bera á áburð. Takið með fötu og vettlinga fyrir áburðinn. Hafið fjölskylduna og nesti með en hægt að grilla. Til þess að komast að Freyjulundinum er best að fara Vífilsstaðamegin, fram hjá Hjallalundi (útivist- arsvæði á hægri hönd) keyra örlítinn spöl í viðbót, þá er merktur ITC Freyjulundur (einnig á hægri hönd). Uppl. hjá Guðrúnu í síma 698 0144. Sunnuhlíð Kópavogi. Söngur með sínu nefi á laugardögum kl. 15.30. Íbúar, aðstandendur og gestir velkomnir. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Félags- heimilið, Hátúni 12. Laugardaginn 5. júní kl. 19.30, hæfi- leikakeppni. Þegar hafa skráð sig mjög áhugaverð atriði: söng- ur, ljóðalestur, uppi- stand o.fl. Óvænt atriði. Þriggja manna dóm- nefnd hefur verið skip- uð og mun veita verð- laun. Atkvæði úr salnum hafa einnig vægi. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud: Kl.18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnesi. Miðvikud.: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Eg- ilsstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfirði. Laugard.: Kl.10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl. 19.15 Selja- vegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tartan- brautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabílinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eftir- töldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutíma í s. 552 4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.park- inson.is/sam_minning- arkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. S. 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565 1630. Í dag er laugardagur 5. júní, 157. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og réttlætis. (Hebr. 12, 11.)     Í grein í Fréttablaðinu ígær segir Birgir Guð- mundsson m.a.: „Ljóst er að ákvörðun forseta Íslands hefur vakið mikl- ar tilfinn- ingar og búast má við að harðar deilur muni rísa. Forsmekk þess er að finna í ósmekklegum leiðara í Morgunblaðinu í gær, þar sem gefið er til kynna, að ákvörðun forsetans byggist á óeðlilegum hvötum sér- hagsmunagæzlu fyrir auðhringa.“     Nú er spurninginþessi: hvar er því haldið fram í umræddri forystugrein Morgun- blaðsins að forseti Ís- lands stundi „sérhags- munagæzlu“ fyrir auðhringa? Svarið er: hvergi. Hvernig stendur á því, að sá mæti maður, Birgir Guðmundsson, sem hefur langa starfs- reynslu sem blaðamað- ur, gerir Morgunblaðinu upp skoðanir og heldur því fram, að blaðið hafi sagt eitthvað, sem það sannanlega hefur ekki sagt? Hvað veldur því, að Birgir Guðmundsson brýtur þá grundvall- arreglu góðrar blaða- mennsku að fara rétt með staðreyndir og vitna rétt til heimilda? Ekki skal dregið í efa, að Birgir Guðmundsson er ósammála þeim sjón- armiðum, sem fram komu í forystugrein Morgunblaðsins og hann hefur fullan rétt til þess að líta svo á að leiðari blaðsins sé „ósmekk- legur“. En það er ekki sjálfsagt mál, að hann geri blaðinu upp skoð- anir eða haldi því fram, að í texta forystugrein- arinnar standi eitthvað, sem hver og einn les- andi getur sannreynt sjálfur að hvorki er sagt né gefið til kynna í leið- ara blaðsins.     Það er vaxandi vanda-mál í fjölmiðlum á Íslandi, hvort sem um er að ræða ljósvakamiðla eða prentmiðla að rangt er farið með staðreyndir og fólki gerðar upp skoðanir. Blaða- mannastéttin og for- ráðamenn fjölmiðlanna þurfa að taka höndum saman um að þurrka út þennan ósið. Ekki væri verra, að þær há- skóladeildir, sem hafa tekið að sér að kenna fjölmiðlafræði, og kenn- arar við þær há- skóladeildir legðu þess- um aðilum lið við það m.a. með því að leggja áherzlu á mikilvægi þess við nemendur sína að rétt sé farið með staðreyndir og að túlk- un á texta þurfi að byggjast á einhverju öðru en ímyndunarafli höfundanna sjálfra. STAKSTEINAR Hvar stendur það? Birgir Guðmundsson Leiðrétting FIMMTUDAGINN 3. júní sl. birtist í Velvakanda grein eftir Pétur Péturs- son. Þar sagði ranglega að ein frægasta söngvísa Dana héti Kun de var en Lørdagaften. Hið rétta er að vísan heitir Det var en Lørdagaften. Belgíska Kongó ÉG VIL vekja athygli á leikriti sem sýnt er í Borg- arleikhúsinu um þessar mundir. Leikritið er Belg- íska Kongó eftir Braga Ólafsson þar sem leikar- arnir fara á kostum og er verkið vel gert og þræl- fyndið. Við sýningu leik- ritsins hinn 13. maí sl. skemmtu leikhúsgestir sér vel og var hlegið dátt og listamönnunum vel fagnað að lokum. Fólk sem vill eiga góða kvöldstund ætti að sjá Belgísku Kongó. Ingunn. Óréttlæti ÉG ER sár út í Strætis- vagna Reykjavíkur. Þeir hafa lagt af leiðina í Foss- vogskirkjugarð. Þetta er óréttlátt. Margt fólk þarf að sinna leiðunum á vorin og fara í kirkju. Nú eru þeir að koma með nýtt leiðakerfi og það þarf að koma til móts við fólk sem er að fara í garðinn. Sár kona. Passið kettina ENN VIL ég minna katta- eigendur á að nú eru ung- arnir að koma úr hreiðr- unum og eru ósjálfbjarga. Það er engin nauðsyn fyrir ketti að vafra um dag og nótt útivið, tökum höndum saman og setjum kettina í stofufangelsi nú um há- annatíma unganna, eða takmörkum mjög þeirra útivistartíma og alls ekki hafa þá úti um nætur. Munið svo að hafa bjöllur á hálsólunum. Kattareigandi. Tapað/fundið Útsaumsmynd og armband UM miðjan maí fannst í Fossvogi útsaumsmynd og silfurarmband á litla stúlku. Upplýsingar í síma 8614931. Dýrahald Snúður er týndur SNÚÐUR er ársgamall og bláeygur síamsblendingur, höfuð, skott og lappir hans eru dökkbrúnar að lit en að öðru leyti er hann ljós. Hann týndist frá heimili sínu við Óðinsgötu fyrir skömmu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hafa samband í síma 692 4052. Týndur fugl STÓR, grár páfagaukur með rósrautt stél flaug frá heimili sínu að Hávallagötu 47 sl. miðvikudag. Hann flaug í átt að Tjörninni. Hann er af tegundinni Afr- ican Grey. Gaukurinn er ungur og mjög gæfur og gefur frá sér torkennileg hljóð.Þeir sem hafa upplýs- ingar um hann eru vinsam- legast beðnir að hafa sam- band í síma 663 0703. Fundarlaun 10.000. kr. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 veglyndi, 4 tengdamað- ur, 7 fiskur, 8 heitis, 9 bók, 11 askar, 13 ljúka, 14 dugnaðurinn, 15 laut, 17 hornmyndun, 20 auli, 22 gímalds, 23 hreyfist hægt áfram, 24 ránfugls, 25 sterti. LÓÐRÉTT 1 sjúkdómurinn, 2 hljóð- færi, 3 hreyfist, 4 grobb, 5 látin af hendi, 6 aftur- enda, 10 starfið, 12 rán- dýr, 13 bókstafur, 15 hlýða, 16 mynnið, 18 erf- ið, 19 nam, 20 spil, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skynjaðir, 8 bolur, 9 aulum, 10 ull, 11 iðnum, 13 lerki, 15 leggs, 18 salur, 21 kát, 22 glata, 23 amman, 24 flekklaus. Lóðrétt: 2 kolin, 3 nýrum, 4 aðall, 5 illur, 6 obbi, 7 smái, 12 ugg, 14 efa, 15 laga, 16 gjall, 17 skark, 18 stall, 19 lömdu, 20 ræna. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... Í starfi sínu þarf Víkverji mikið aðná tali af fólki símleiðis, gjarnan hjá fyrirtækjum og stofnunum. Finnst honum afar leiðigjarnt og óþægilegt þegar spiluð er tónlist í símanum á meðan beðið er eftir að ná sambandi við fólk. Skilur hann ekki hvaða tilgangi þessi tónlist á að þjóna. Oftast er þetta svokölluð lyftutónlist sem hefur lítið list- eða skemmtigildi. Stundum er hún allt of hátt stillt og kemur fyrir að Vík- verja verði hreinlega illt í eyranu eftir daginn. Hvað varð um gömlu góðu þögnina? x x x Um daginn rak Víkverji augun ífrétt þess efnis að bandarískur arkitekt sem sérhæfir sig í bygg- ingu stórmarkaða vildi byggja kap- ellur í verslunarmiðstöðvum í Pól- landi. Þrátt fyrir að 90% Pólverja segðust trúaðir hefði kirkjusókn í landinu stórminnkað. Versl- unarmiðstöðvarnar, sem komu ekki til sögunnar í Póllandi fyrr en á síð- asta áratug, væru þeir staðir sem nú drægju til sín fjölskyldur um helgar. Víkverja finnst þetta að sumu leyti ekki svo galin hugmynd, þ.e.a.s. ef trúarlega þættinum væri sleppt, og gæti vel hugsað sér að hafa þægilegan stað í Kringlunni og Smáralind þar sem hægt væri að slaka á. Fáir staðir eru meira þreytandi en verslunarmiðstöðvar og væri fínt að geta komist á afvik- inn, róandi stað, og hvílt sig, burt frá hávaðanum, tónlistinni og áreit- inu. Þegar búið væri að endurnýja orkuna væri svo hægt að halda áfram að versla. Víkverji flaug með Iceland Ex-press í fyrsta sinn á dögunum og var afar ánægður. Hann er meira en sáttur við að borga lægra verð fyrir minni þjónustu, reyndar varð hann ekkert var við að þjón- ustan væri neitt minni en hjá öðr- um flugfélögum. Þá fannst honum andrúmsloftið í vélinni sérlega af- slappað og þægilegt. Þrátt fyrir að margt gott megi segja um Ice- landair og flestar flugfreyjur fyr- irtækisins séu hinar alúðlegustu hefur Víkverja stundum fundist sumar þeirra helst til uppstrílaðar og stífar í framkomu. Sérstaklega fann hann fyrir þessu þegar hann þurfti stundum að fljúga með Ice- landair til London og ferðast svo áfram með breska flugfélaginu British Airways. Eftir að hafa verið í flugvélum Icelandair fannst hon- um flugfreyjur British Airways ein- staklega heimilislegar og vingjarn- legar þótt sumir myndu ef til vill ganga svo langt að kalla þær „lummó“ t.d. í klæðaburði. Kunni Víkverji afar vel við þetta en kannski er hann sjálfur bara svona „lummó“ í sér. Morgunblaðið/Jóra Enga glymjandi tónlist í símanum, takk!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.