Morgunblaðið - 05.06.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 05.06.2004, Síða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ innar þar sem Eng- land mætir Frökkum. Það eru varnarmenn- irni Sol Campbell og Ashley Cole. „Ef við verðum ekki Evr- ópumeistarar óska ég þess að Englendingar fari alla leið. Þeir eru með gott lið og þar eru margir leikmenn sem eru á meðal þeirra bestu í heim- inum. Það sem heillar mig mest við enska liðið er að það þarf að sanna sig í hverj- um leik,“ segir Henry. THIERRY Henry, framherji enska meist- araliðsins Arsenal, segir að hann óski þess að Englendingar verði Evrópumeistarar í Portúgal, að því gefnu að Frakkar nái ekki að fara alla leið á ný, en liðið varð Evr- ópumeistari árið 2000 er keppnin fór fram í Belgíu og Hollandi. Hinn 26 ára gamli landsliðsmaður frá Frakklandi mætir tveimur félögum sín- um úr Arsenal í fyrsta leik Evrópukeppn- Henry óskar Englend- ingum góðs gengis Thierry Henry FÓLK  NOKKRIR stuðningsmenn KR völdu heldur óvenjulega leið til að fara á leik síns liðs og Eyjamanna á þriðjudagskvöldið. Venjulega fljúga menn til Eyja til að fylgjast með leikjum en þessir óku austur á Landeyjasand og fóru þaðan á gúmbát til Eyja og sömu leið til baka að leik loknum. Að sjálfsögðu var KR-fáninn hafður með í för.  EINAR Karl Hjartarson, há- stökkvari úr ÍR, verður meðal 27 hástökkvara á bandaríska háskóla- meistaramótinu í næstu viku. Hann er í 9.–15. sæti með 2,20 metra í ár. Undankeppnin verður fimmtudaginn 10. júní og úrslitin síðan á laugardeginum.  ÞAÐ verða því tveir íslenskir frjálsíþróttamenn á mótinu því auk Einars Karls keppir Silja Úlfars- dóttir úr FH í 400 metra grinda- hlaupi.  ÁGÚST S. Björgvinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í körfuknattleiknum fyrir næsta vetur og tekur hann við af Bojovic Predrag, sem þjálfaði liðið síðustu tvö árin. Ágúst hefur þjálf- að hjá Val og verið með yngri landslið undanfarið. Hann mun jafnframt sjá um þjálfun allra minniboltaflokka hjá félaginu.  TVEIR íslenskir körfuknatt- leiksdómarar, Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson, voru á Kanaríeyjum í vikuni þar sem þeir sóttu endurmenntunar- námskeið FIBA. Þar gengust þeir undir þrekpróf, skriflegt próf auk þess sem þeir þurftu að taka enskupróf. Næsta vetur munu allir leikir á vegum FIBA verða dæmdir af þremur dómurum í stað tveggja áður. Þriggja dómara kerfið verð- ur ekki tekið upp hér á landi í bráð.  ELENA Dementieva frá Rúss- landi er komin í úrslit í einliðaleik kvenna á opna franska meistara- mótinu í tennis. Hún lagði Paolu Suarez frá Argentínu í tveimur settum, 6:0 og 7:5. Dementieva, sem er í 9. sæti á styrkleikalista mótsins, mætir löndu sinni, Anast- asiu Myskina í úrslitaleiknum sem fram fer á laugardag.  MYSKINA sigraði Jennifer Capriati í hinum undanúrslita- leiknum í tveimur settum 6:2 og 6:2. Það verður því rússneskur úr- slitaleikur í dag og er það í fyrsta sinn í sögu risamótanna sem það gerist.  LANDSLIÐ Kenýu hefur verið útilokað ótímabundið frá keppni á vegum Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, FIFA vegna afskipta rík- isstjórnarinnar af málefnum knatt- spyrnusambandsins þar í landi. Óvíst er hvort liðið fær að taka þátt í undankeppni HM en það á að leika fyrsta leik sinn í undan- keppninni gegn Gíneu á laugardag. Ég held að ég hafi aldrei áður tekiðþátt í eins góðri æfingaferð hjá íslenska landsliðinu og þessir leikir eru stórir á mæli- kvarða vináttulands- leikja. Og þá sérstak- lega leikurinn gegn Englendingum. Að venju er andinn í hópnum frábær og það skaðar ekki að geta dreift hug- anum frá knattspyrnunni með því að fara í golf eða gera eitthvað allt annað en að hugsa um knattspyrnu. Þessi ferð er ólík öllu öðru þar sem engin ferðalög eru að trufla okkur, og menn geta aðeins slakað á milli æfinga,“ sagði Hermann og sagðist ekki vera lúinn þrátt fyrir strembið keppnis- tímabil með liði sínu Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Hermann var tregur til þess að segja frá eigin getu í golfíþróttinni en sagði að félagi sinn úr Vestmanna- eyjum, Tryggvi Guðmundsson, væri sá sterkasti í þeirra hópi. „Það gekk vel í gær hjá mér er ég náði hring á 86 höggum en það gerist ekki oft,“ sagði Hermann sem taldi sig vera með um 18 í forgjöf. Hermann taldi að ekkert yrði gefið eftir í leiknum gegn Englendingum þrátt fyrir að þeir væru á leið í stór- keppni skömmu eftir leikinn. „Við munum að sjálfsögðu ekkert gefa eft- ir í tæklingunum, en kannski munum við sleppa þeim tæklingum þar sem við eigum aðeins 20% möguleika á að ná boltanum. Ég myndi að sjálfsögðu fara í slíkar tæklingar í venjulegum leik en í þessum leik verða slíkar tæklingar ekki margar,“ sagði Her- mann brosandi og átti greinilega við félaga sína í íslenska liðinu sem lentu í hörðum rimmum í leiknum gegn Japan. „Það á ekkert að koma okkur á óvart í leik enska landsliðsins og við höfum farið yfir hlutina á okkar æf- ingum. En við erum ekkert að liggja yfir myndbandsupptökum af þeirra leikjum þessa dagana. Við sáum leik- inn gegn Japan á þriðjudag, og síðan vitum hvað leikmenn þeirra geta gert,“ sagði Hermann. Hermann sagði að oft áður hefði ís- lenska landsliðið leikið vináttulands- leiki á sumrin sem væru lítt spenn- andi og oft væri erfitt að ná upp rétta hugarfarinu fyrir slíka leiki eftir að deildarkeppninni væri lokið á Eng- landi. „En það er annað upp á ten- ingnum núna. Þetta er eins og að vera í sumarbúðum í Vatnaskógi, það er góð stemning í hópnum og allir hafa eitthvað fyrir stafni. Það er alltaf eitt- hvað um að vera hjá okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson. Morgunblaðið/Einar Falur Hermann Hreiðarsson hefur oft staðið í ströngu í vörn íslenska landsliðsins. Hann verður í eldlín- unni í dag gegn Englendingum í Manchester en allir eiga mótherjarnir að vera honum að góðu kunnir úr ensku deildinni þar sem Hermann hefur leikið undanfarin sjö ár. Við munum ekk- ert gefa eftir ÞAÐ var létt yfir íslenska landsliðinu á æfingu þess í Salford enda frábært knattspyrnuveður, skýjað, hlýtt og skúrir af og til. Leikmenn liðsins voru ekki með legghlífar að þessu sinni, engar ljótar tæklingar leyfilegar, en samt sem áður var baráttan til staðar í öllu því sem leikmenn liðsins tóku sér fyrir hendur. Her- mann Hreiðarsson var að venju fyrirferðarmikill í vörninni er ungir léku gegn „gömlum“ undir lok æfingarinnar, og að sjálf- sögðu brá hann sér í sóknina þegar færi gafst, en tókst samt sem áður ekki að skora. Hermann sagði við Morgunblaðið í gær að æfingaferð liðsins til Manchester væri með allt öðru yf- irbragði en áður og menn væru á tánum þrátt fyrir langa fjar- veru frá sínum nánustu. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Manchester HELGI Sigurðsson verður í byrj- unarliði Íslands gegn Englend- ingum í stað Brynjars Björns Gunn- arssonar sem er í leikbanni. Eiður Smári Guðjohnsen mun leika fyrir aftan framherjapar íslenska liðsins og verður fremsti maður í fimm manna miðju. Byrjunarlið Íslands: Árni Gautur Arason - Ívar Ingi- marsson, Pétur Hafliði Marteins- son, Hermann Hreiðarsson - Þórður Guðjónsson, Jóhannes Karl Guð- jónsson, Arnar Grétarsson, Indriði Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohn- sen - Heiðar Helguson og Helgi Sig- urðsson. Helgi inn fyrir Brynjar Björn Eiður þakkaði Ranieri fyrir EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þrátt fyrir andlega þreytu í lok keppnistímabils- ins verði auðvelt að leggja það til hliðar þegar flautað verður til leiks í dag gegn stórliði Englands á City of Manchest- er Stadium. „Ég var ekki al- veg nógu vel stemmdur í leiknum gegn Japan en það verður allt til staðar í dag. Ég mun líklega ekki tækla félaga minn Frank Lampard í leikn- um en það verður ekkert gef- ið eftir,“ sagði Eiður. Spurður um atburði síðustu daga sem snúa að Chelsea sagði Eiður að vissulega hefði verið mikið áreiti vegna komu portúgalska knattspyrnu- stjórans Jose Mourinho. „Ég hringdi sjálfur í Claudio Ran- ieri í fyrradag og átti við hann gott spjall, þakkaði honum fyrir fjögur góð ár hjá Chelsea og það var gott að tala við hann sem fyrr.“ Eiður Smári átti von á því að enska liðið vildi kveðja með stæl á City of Manchester Stadium í dag og þyrfti íslenska liðið að fara varlega í allar sínar aðgerðir. „Við þurfum að vanda betur sendingar okkar á milli og missa ekki boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Það eru allir leikmenn enska liðs- ins hættulegir og með 48.000 áhorfendur á leiknum verður þetta án efa eftirminnilegur leikur. Vissulega eru menn búnir að fá nóg af fótbolta í bili en maður gerir allt til þess að fá að leika gegn Englendingum og sjá virki- lega hvar við stöndum sem lið gegn bestu þjóðum Evrópu,“ sagði fyrirliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.