Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 53 Hið árlega golfmót Samiðnar verður haldið á golfvellinum við Hellu sunnudaginn 13. júní nk. Mótið er opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Nánari upplýsingar í síma 535 6000 og á heimasíðu Samiðnar www.samidn.is. Ath. að nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrir kl. 15 föstudaginn 11. júní í síma 535 6000 eða með tölvupósti helga@samidn.is eða postur@samidn.is Útilíf styrkir mótið SVEN-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englend- inga, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir Evr- ópukeppnina. Frank Lampard verður með númerið 11 á bakinu á búningi sínum. Telja breskir fjöl- miðlar að það auki líkurnar á því að hann verði í byrjunarliði Englands í stað Nicky Butts. Landsliðshópur Englands: David James, Man- chester City, Paul Robinson, Tottenham, Ian Wal- ker, Leicester, Gary Neville, Man. United, Ashley Cole, Arsenal, John Terry, Chelsea, Sol Campell, Arsenal, Wayne Bridge, Chelsea, Phil Neville, Man. United, Ledley King, Tottenham, Jamie Carragh- er, Liverpool, Steven Gerrard, Liverpool, David Beckham, Real Madrid, Paul Scholes, Man. United, Frank Lampard, Chelsea, Nicky Butt, Man. United, Owen Hargreaves, Bayern München, Joe Cole, Chelsea, Kieron Dyer, Newcastle, Wayne Rooney, Everton, Michael Owen, Liverpool, Emile Heskey, Birmingham, Darius Vassell, Aston Villa. Eriksson er klár í slaginn á EM ENSKA landsliðið fór í gegnum erfiða æfingu í Man- chester í fyrradag þar sem lítið var sparkað í bolta. Ítalskur sérfræðingur í þolþjálfun, Ivan Carminati, sá að mestu um æfingu liðsins en hann var aðstoð- armaður Sven Göran Erikssons er hann var þjálfari ítalska liðsins Lazio. Eriksson ætlar sér ekki að end- urtaka það sem átti sér stað á heimsmeistaramótinu í Japan og S-Kóreu þar sem líkamlegt ástand leik- manna varð til þess að liðið gaf eftir á lokasprettinum á mótinu. Enska liðið fór í gegnum erfiða æfingu sama dag og liðið lék gegn Japan sl. þriðjudag. David Beck- ham, fyrirliði enska liðsins, segir að liðið hafi lagt hart að sér undanfarna 10 daga. „Ef það er mat þjálfara liðsins að við þurfum á þessu að halda þá styð ég þeirra ákvörðun,“ sagði Beckham. Miðvarðaparið Sol Campbell og John Terry æfðu ekki með liðinu í gær vegna smávægilegra meiðsla og Phil Neville var frá vegna veikinda. Þeir verða hins vegar klárir í slaginn gegn Íslendingum í dag á City of Manchester Stadium. Hvergi slegið af við æfingar BRIAN Kidd, aðstoðarþjálfari, enska landsliðsins í knattspyrnu, mætti á æf- ingu liðsins í fyrradag til þess að kveðja enska landsliðshópinn að sinni. Kidd greindist með krabbamein í blöðruháls- kirtli fyrir skömmu og hefur hann verið í lyfjameðferð að undanförnu eftir að hafa farið í aðgerð vegna meinsins. Kidd mun mæta til leiks á ný með enska landsliðinu í haust er undankeppnin fyr- ir heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst. Kidd fékk góðar móttökur á æf- ingu enska liðsins í gær þar sem hann ræddi lengi við David Beckham, Nicky Butt og Steven Gerrard. Knatt- spyrnustjóri Middlesbrough, Steve McClaren, tók við starfinu sem Kidd gegnir hjá enska knattspyrnusamband- inu. Kidd ekki með í Portúgal FÓLK  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur beðið stuðnings- menn liðsins að haga sér vel í Portú- gal, en undanfarin ár hefur ávallt verið stormasamt í kringum stuðn- ingsmenn liðsins á stórmótum. „Við eigum bestu stuðningsmenn í heimi, ekkert lið getur státað af jafnmörg- um stuðningsmönnum á stórmóti, en ég vona að okkar stuðningsmenn hagi sér vel og verði landi sínu til sóma. Geri þeir það verður það til þess að hjálpa okkur enn frekar í baráttunni á vellinum,“ segir Beck- ham.  HINN ungi framherji enska lands- liðsins, Wayne Rooney, þykir hafa mikið skap sem honum hefur reynst erfitt að hemja. David Beckham seg- ir að ekki standi til að reyna að „setj- ast“ á Rooney og fá hann til þess að breyta hegðun sinni á vellinum. „Rooney er bestur þegar hann fær að vera hann sjálfur. Vissulega er hann skapmikill en það er ekki vandamál í okkar liði. Hann er gríð- arlega efnilegur og hefur vilja til þess að leggja sig fram. Við ætlum ekki að breyta Rooney á svip- stundu,“ segir Beckham.  RUDI Völler, þjálfari þýska lands- liðsins í knattspyrnu, hefur kallað framherjann Lukas Podolski inn í landsliðshóp sinn fyrir EM í Portú- gal. Podolski, sem leikur með Köln, er aðeins 18 ára og er talinn ein bjartasta von Þýskalands.  KRÓATÍSKI miðjumaðurinn Mil- an Rapaic, sem leikur með Ancona, er meiddur og verður ekki með Kró- ötum í síðasta leik liðsins fyrir EM, gegn Dönum á sunnudaginn.  RICHARD Rufus, sem leikið hefur með Charlton undanfarin ár, hefur neyðst til að hætta knattspyrnuiðk- un sökum meiðsla. Rufus, sem er 29 ára varnarmaður, gekkst undir upp- skurð á hné en aðgerðin gekk ekki sem skyldi. Hann hefur verið einn besti leikmaður Charlton undanfar- in ár og hefur þrisvar verið valinn besti leikmaður liðsins. VARNARMAÐURINN John Terry, félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, verður ekki með enska landsliðinu í dag þegar það mætir Íslendingum. Terry meiddist í leik gegn Japan á þriðjudaginn og þótt meiðslin séu minniháttar að sögn Svens Görans Eriksson, landsliðs- þjálfara Englendinga, þá hyggst hann ekki tefla Terry fram. „Ég vil ekki taka óþarfa áhættu,“ sagði Eriksson í gær en lét þess jafn- framt getið að væri enska liðið að fara að leika gegn Frökkum en ekki Íslendingum þá hefði hann ekki hikað við að láta Terry leika. Eriksson telur sig hafa verið full- vissaðan af læknum enska liðsins um að Terry verði klár í slaginn þegar flautað verður til leiks á Evrópumeistaramótinu í Portúgal um næstu helgi. Reiknað er með að Jamie Carragher taki stöðu Terrys í enska liðinu. Þá er einnig ljóst að David James stendur ekki í marki enska liðsins í dag. Ákveðið hefur verið að Paul Robinson standi vaktina að baki ensku vörninni gegn íslensku sóknarmönnunum. Þá hyggst Eriksson jafnframt láta lið sitt leika 4-4-2 gegn Íslend- ingum, ekki 3-5-2 eins og enska lið- ið leikur gjarnan, síðasta gegn Jap- an í vikunni. „Á EM þurfum við ef til vill að nota báðar leikaðferð- irnar svo það er rétt að reyna báð- ar í síðustu leikjunum fyrir keppn- ina,“ segir Eriksson sem svaraði því neitandi á blaðamannafundi í gær hvort hann reiknaði með létt- um leik og stórsigri. „Hefðu þjóð- irnar mæst fyrir 20 árum hefðum við kannski mátt eiga von á stórum sigri, en síðan hefur íslensk knatt- spyrna tekið framförum, við getum því ekki reiknað með auðveldum sigri gegn Íslandi,“ sagði Eriksson. Terry verður ekki með Ég hef trú á því að við getum far-ið alla leið á Evrópumótinu í Portúgal, við getum lagt öll lið að velli og sem fyrirliði enska lands- liðsins hef ég trú á leikmönnum liðs- ins,“ segir Beckham. „Það er komið að okkur að sýna hvað í okkur býr, sú kynslóð sem er í enska landslið- inu þessa stundina hefur allt sem þarf til þess að fara alla leið – og landa fyrsta stóra titli enska lands- liðsins frá því á heimsmeistara- mótinu árið 1966. Frá því að við luk- um keppni á heimsmeistaramótinu í Japan og S-Kóreu fyrir tveimur ár- um hef ég haft það á tilfinningunni að við séum á réttri leið með okkar lið. Í dag er ég í hópi þeirra sem teljast reyndir leikmenn og með góðri blöndu af yngri leikmönnum sem hafa getu til þess að láta að sér kveða er ég bjartsýnn á að okkur gangi vel í Portúgal. Munurinn á liðinu í dag og fyrir heimsmeist- aramótið fyrir tveimur árum er að við erum reynslunni ríkari og heilsufar leikmanna er mun betra en fyrir þá keppni,“ segir Beckham en hann var að jafna sig eftir fót- brot fyrir heimsmeistaramótið og náði sér ekki almennilega á strik á mótinu. „Að auki erum við með Steven Gerrard og Gary Neville í liði okkar á ný en þeir voru meiddir fyrir tveimur árum og gátu ekki verið með. Gerrard sýndi það á upp- hafskaflanum gegn Japan að hann er gríðarlega góður og með þeim allra bestu í dag.“ Enska landsliðið fundaði í gær án þjálfara liðsins og segir Beckham að andinn í liðinu sé einstakur. „Mér líður eins og við séum félagslið, og andinn í hópnum er sá besti sem ég hef upplifað sem landsliðsmaður.“ Fyrirliðinn hrósaði Frank Lampard fyrir leik hans gegn Japan þrátt fyrir að fyrrverandi félagi hans hjá Manchester United, Nicky Butt, sé utan við liðið. Charlton er svartsýnn Sir Bobby Charlton, leikmaður heimsmeistaraliðs Englendinga, frá árinu 1966 segir við dagblaðið Daily Express í Manchester að keppnis- bann varnarmannsins Rio Ferdin- ands muni hafa úrslitaáhrif á gengi enska landsliðsins í Portúgal. Charlton segir að langt keppn- istímabil ensku úrvalsdeildarinnar muni skaða möguleika enska liðsins. Þreyta sé í hópnum og án besta varnarmanns landsins eigi liðið ekki möguleika á Evrópumeistaratitli. „David Beckham er vissulega góður leikmaður en hann hefur sína galla sem hann þarf að vinna betur að. Þar má nefna að hann er ekki sá besti einn gegn einum og vinstri fót- urinn er ekki sparkviss. En ég þekki piltinn og veit að hann er að vinna í því að bæta sig á þessu sviði. Fáir eru betri spyrnumenn en Beckham og hann er duglegur leik- maður sem gefur ekkert eftir í bar- áttunni úti á vellinum.“ Charlton gagnrýnir enska knatt- spyrnusambandið, FA, harðlega fyrir framgöngu sína í lyfjaprófs- máli Rio Ferdinands og segir að átta mánaða leikbann Ferdinand hafi gert út um vonir Manchester United um meistaratitil á leiktíðinni og þar að auki hafi FA gert út um vonir enska landsliðsins með keppn- isbanninu. Beckham hefur tröllatrú á liðinu ENSKIR fjölmiðlar hafa að venju fjallað mikið um fyrirliða enska landsliðsins í knattspyrnu, David Beckham, sem haltraði af velli undir lok leiksins gegn Japan sl. þriðjudag. Beckham sagði á fundi með fréttamönnum í fyrradag að ekkert amaði að honum í ökkl- anum, og að hann yrði klár í slaginn í næstu verkefni landsliðsins. AP Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, fylgist með æfingu lærisveina sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.