Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ELLA Í ÁLÖGUM Æðisleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna með Anne Hathaway úr Princess Diaries! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 3.50 og 6. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK FRUMSÝNING Hvað gerist þegar tveir andstæðingar gifta sig fyrir slysni? Það verður allt vitlaust! Skemmtilegasta og rómantískasta grínmynd ársins. PIERCE BROSNAN JULIANNE MOORE Frá leikstjóra Johnny English 21.000 manns á 9 dögum!!! Sýnd kl. 4, 8 og 10. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 2, 4 og 6. Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Sýnd kl. 2.40, 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og Powersýning kl. 10.40. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari. kl. 3, 5.50, 8.30 og 11.10. ELLA Í ÁLÖGUM  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK 21.000 manns á 9 dögum!!! Frábær rómantísk gamanmynd sem kemur þér skemmtilega á óvart. Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 1.30. Með íslensku tali FRUMSÝNING Nýja myndin hans Kevins Smiths,Jersey stelpan eða Jersey Girl,fékk margan harðkjarnaaðdáandaleikstjórans til að snúa sér við í Lazy-Boy stólnum sínum, en þar tók Smith upp á því að gera vinsældarvæna Hollywood gam- anmynd, með ljúfsárum rómantískum sögu- þræði og stórstjörnum á borð við Ben Affleck, Liv Tyler og Jennifer Lopez í aðalhlutverkum. Smith er hins vegar þekktur fyrir allt annars konar kvikmyndagerð. „Óháðu“ smellirnir Búð- arlokurnar (Clerks) og Kringlurotturnar (Mall- rats) hófu leikstjórann til vegs og virðingar meðal kvikmyndaunnenda er þær komu út um miðjan tíunda áratuginn. Samtalsdrifnar gam- anfrásagnir, kynlegir kvistir og sjálfsmeðvit- aðir fulltrúar menningarkima eru meðal þeirra aðalsmerkja sem leikstjórinn ávann sér með þessum fyrstu myndum ferils síns, og hélt áfram að vinna með á áhugaverðan hátt í mynd- um á borð við Umhverfis Amy (Chasing Amy) og trúarfantasíunni Kreddur (Dogma). Jersey stelpan fjallar um einstæða föðurinn Ollie Trinke sem glímir við sorgir og gleði, jafn- framt því sem hann reynir að sinna starfi, dótt- ur sinni og síðast en ekki síst einkalífinu. Mynd- in er nú í frumsýningu víða um Evrópu og Kevin Smith því staddur í Lundúnum þegar blaðamaður nær sambandi við hann. Maðurinn sem kynnir sig kurteisislega í símann virðist jarðbundinn og einbeittur, allsendis óskyldur þeirri gauraímynd sem einkennir persónurnar Þögla Bob og félaga hans Jay. Fyrst engar spurningar um Ísland koma upp í byrjun sam- talsins, er ekki annað að gera en að demba sér í spurningarnar. – Það er ýmislegt nýtt í gangi hjá þér í þess- ari mynd. Þótt um gamanmynd sé að ræða er heilmikil dramatík og tilfinningastríð í sögunni. Var þetta nýtt fyrir þér? „Já og nei“, segir Smith hugsi. „Í raun unn- um við með áþekka samblöndu dramatíkur og kómedíu við gerð Umhverfis Amy og mörg af sömu þemunum koma upp í þessum tveimur kvikmyndum. En ég hef ekki áður fjallað um dauðann í kvikmynd, og það á máta sem hefur áhrif á persónur út í gegnum söguna. En þegar öllu er á botninn hvolft reyndist kómeídan ekki síður mikilvæg við að draga fram tilfinn- ingakrísur persónanna.“ Þegar Smith er spurður hvað hafi orðið til þess að beina sjónum hans að staðlaðri Holly- wood-kvikmyndagrein á borð við rómantísku gamanmyndina, segir hann forvitni hafa ráðið þar för. „Þetta er sú tegund kvikmynda sem ég ólst upp við að horfa á, sjáðu til. Ég var ekki al- inn upp við það að horfa á kvikmyndir af því tagi sem ég hef verið að fást við, á borð við Clerks eða Mallrats.. Móðir mín var mikið fyrir drama og gamanmyndir og ég horfði með henni. Ég held að þessi tegund kvikmynda hafi alltaf búið í mér undir niðri. Þegar mér bauðst að gera kvikmynd af þessu tagi greip ég því tækifærið.“ – Fannstu fyrir einhverri tortryggni gagn- vart verkefninu hjá hinum sönnu Kevin Smith aðdáendum? „Einhverjir gagnrýnendanna voru strangir við mig, og hef ég eflaust verið dæmdur gagn- vart eigin verkum, ef svo má að orði komast. En mér hafa virst áhorfendur taka myndinni vel – ég held þeir hafi fílað hana.“ Þegar Smith er spurður út í áhrif fjölmiðla- fársins í kringum samband og sambandsslit þeirra Ben Affleck og Jennifer Lopez á gerð og viðtökur Jersey Girl, segir hann það mál hins vegar hafa verið erfiðara viðfangs. „Ég held að við höfum kannski tapað á því hversu búið var að ganga fram af öllum með umfjöllun um sam- bandið. Og það er auðvitað erfitt að fylgja í kjöl- farið á Gigli eftir allt neikvæða umtalið um þá mynd. „Bennifer“-fjölmiðlastormurinn hafði hins vegar ekki áhrif á gerð myndarinnar sjálfr- ar. Fárið var hreinlega ekki skollið á þegar við vorum að taka myndina. Blessunarlega vorum við því alveg vernduð frá hvers kyns stjörnulát- um á þeim tímapunkti,“ segir Smith, sem hefur viðurkennt að sú ákvörðun að velja stjörnukær- ustupar til að leika saman í kvikmynd væri tví- mælalaust óviturleg, svona eftir á að hyggja. – Gamanmyndir sem fjalla um föðurhlut- verkið og togstreitu starfsframa og fjölskyldu- lífs virðast áberandi um þessar mundir. Var það meðvitað skref hjá þér að slást í hópinn? „Ekki beinlínis, en ég held að margir kvik- myndagerðarmenn af minni kynslóð séu sjálfir í þessari stöðu, þ.e. að sinna starfinu og vilja um leið rækta fjölskyldulífið. Hugmyndin að Jersey stelpunni kom til mín eftir að ég hafði sjálfur eignast barn. Mig langaði til að fjalla um föð- urhlutverkið og hvernig það er að verða pabbi, á dálítið gamansaman hátt en draga um leið inn ákveðna þræði sem ég hef unnið með í fyrri myndum mínum. Það er líka heilmikið af krökk- um í myndinni sem við unnum náið með og hefði ég líklega komið af fjöllum í slíkum aðstæðum væri ég ekki pabbi. Reyndar myndi ég almennt ekki mæla með að fólk gerði svona mynd án þess að þekkja foreldrahlutverkið af eigin raun.“ – Nú eru mörg af þínum gömlu einkennum á sínum stað í myndinni. Var það nýtt verkefni fyrir þér að flétta þessu saman við kvikmynda- formið sem þú ert að vinna með hér? „Í mínum huga er þetta bara spurning um að segja sögu,“ segir Smith. „Þó svo að ég hafi unnið meira á sérviskulegu nótunum hingað til, er það bara ákveðin leið til þess að vinna með hugmyndir. Það er rétt að flestir þekkja form- gerðina vel og er sagan kannski ekkert gríð- arlega frumleg. En ég held að mín nálgun við formið hljóti að vera blanda sem fólk hefur ekki séð áður, og kannski einmitt það felur í sér til- breytingu.“ – Hvað blasir við í framhaldinu? Það hefur komið fram að þú sért að íhuga að gera æv- intýramynd. Ertu á leið í nýjar áttir í kvik- myndagerðinni hvað umfang og fjárhagsáætl- anir varðar…? „Við vorum að velta fyrir okkur þeim mögu- leika að gera stóra ævintýramynd byggða á myndasögunni um Græna geitunginn (The Green Hornet), en það er enn á hugmyndastigi og áreiðanlega ekki það sem ég tek mér fyrir hendur næst. Ég er að skrifa handritið, en er alls ekki viss um að ég vilji leikstýra myndinni. Þetta yrði talsvert stærra verkefni en ég á að venjast og ég held að það höfði hreinileg ekki nógu vel til mín. Það sem mig langar að gera næst er einmitt hið gagnstæða. Litla 250 dala mynd sem hverfist um persónur og samtöl. Hugur minn stendur því til þess að vinna með kvikmyndir sem eru minni í sniðum, mig langar til að hverfa aftur til óháðu myndarinnar,“ segir leikstjórinn Kevin Smith að lokum. Horfði á rómantískar gamanmyndir með mömmu Reuters Feðgar í veruleika: Kevin Smith með son sinn. Stundum bregður hann sér í gervi Þögla-Bob og segir fátt. Frægari er hann þó fyrir kvikmyndir sínar. Heiða Jóhannsdóttir spjallaði við leikstjórann Kevin Smith um litlar og stórar myndir, föðurhlutverkið og „Bennifer“-vandræðin. heida@mbl.is Feðgin í mynd: Ben Affleck og Raquel Castro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.