Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNMÁLAMANNA er ekki alltaf minnzt fyrir það sem þeir mundu sjálfir kjósa sér. Það má örugglega segja um Hermann Höcherl, sem var eitt sinn innanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands. Er nokkur sem man eftir honum nú fyrir annað en þau fleygu orð sem hann glopraði út úr sér þegar hann og und- irsátar hans höfðu verið sakaðir um stjórn- arskrárbrot í tengslum við svonefnt „símahler- unarmál“ árið 1963? Það er hvort sem er engin leið, sagði hann, „að hlaupa stöðugt um allan daginn með stjórnarskrána undir handleggnum.“ Orðin koma í huga nú, þegar svo margir hafa svo margt að segja frá stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins, en hafa þó, að því er virðist, ekki séð hana, eða að minnsta kosti ekki lesið hana mjög vandlega. Nú hefur forseti Íslands hafnað því að undirrita laga- frumvarp, og samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar skal leggja frum- varpið undir þjóðaratkvæði. Texti stjórnarskrárinnar er skýr, málið virðist liggja ljóst fyrir; en þá heyrast allt í einu fjölmargar raddir í sam- stilltum kór um að allt sé óljóst, og til að eyða óvissunni þurfi að koma á fót nefnd til að undibúa setningu laga með einhverjum skilyrðum fyrir því að atkvæðagreiðslan skuli teljast „bindandi“. Til dæmis að atkvæða- greiðslan skuli þá aðeins teljast „bindandi“ ef tiltekið hlutfall kjós- enda taki þátt í henni: sumir segja 20 prósent, aðrir þrjátíu prósent, enn aðrir 75 prósent, og fleiri tölur held ég hafi verið nefndar. Þetta er fráleitt og stenzt varla stjórn- arskrá. Alþingi getur með lögum ákveðið að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla um tiltekið mál, og þá sett skilyrði fyrir því að sú atkvæða- greiðsla sé bindandi fyrir stjórnvöld, þótt það geti alveg eins ákveðið að slík at- kvæðagreiðsla þurfi alls ekki að vera bindandi, jafnvel þótt allir atkvæðisbærir menn mæti á. Allt öðru máli gegnir um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að forseti hefur ekki undirritað laga- frumvarp. Hér er stjórnarskráin skýr: Atkvæðagreiðslan er bindandi, hvernig sem hún fer. Rifjum upp hvað stjórnarskráin segir í marg- ræddri 26. grein: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kost- ur er undir atkvæði allra kosning- arbærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Tökum eftir: (a) Þegar forseti synj- ar lagafrumvarpi staðfestingar, þá er málið úr höndum bæði hans og al- þingis: Þjóðaratkvæðagreiðslan ein sker úr. (b) Það sem lagt er undir at- kvæði er lagafrumvarpið sjálft, og ekkert annað. Það er til dæmis ekki verið að biðja atkvæðisbæra menn að greiða atkvæði með eða móti ákvörð- un alþingis eða ákvörðun forsetans, eða nokkuð annað þvíumlíkt. (c) Ef lögunum er synjað samþykkis, þá falla þau úr gildi, hverjar svo sem aðrar kringumstæður kunna að vera; með öðrum orðum , ef þau eiga ekki að falla úr gildi. [Munum að þau eru í gildi þar til atkvæðagreiðslan hefur farið fram.] Það sem atkvæðagreiðslan snýst um er þá einungis hvort lögin verða samþykkt. Öll skilyrði sem sett eru um atkvæðagreiðsluna eru því auka- leg skilyrði fyrir samþykkt laganna. Tökum dæmi til að gera þetta skilj- anlegra: Gerum ráð fyrir að alþingi setji nú lög um að eitthvert tiltekið hlutfall kjósenda þurfi til að atkvæða- greiðslan geti talizt gild, segjum 70 prósent, til að hafa einhverja tölu til að ræða um. Þá er ljóst: Ef 70 pró- sent atkvæðisbærra manna greiða at- kvæði, og meirihluti þeirra sam- þykkir lögin, þá halda þau gildi sínu, en falli atkvæði jafnt, eða meirihlut- inn er á móti, þá hafa lögin ekki verið samþykkt og falla því úr gildi. Ef hins vegar færri en 70 prósent atkvæð- isbærra manna greiða atkvæði, þann- ig að skilyrðinu fyrir því að atkvæða- Hví ekki að setja skilyrði um 100% þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu? Reynir Axelsson skrifar um þjóðaratkvæði ’Það skyldi nú ekkivera að einhverjir þeirra sem vilja setja slík skilyrði hafi alls ekki hugsað út í þetta?‘ Reynir Axelsson UMRÆÐUR um fjölmiðla hafa undanfarið tröllriðið þingi og þjóð. Áherslan hefur verið nánast ein- göngu á eignarhald en lítið um að tryggja áreiðanlegan fréttaflutning. Allir geta verið sammála um að lög megi vera um eignarhald en sam- komulag um lagasetningu tókst ekki og eiga stjórnvöld sinn hlut í því. Ísland er eyríki og því fjarri viðburðum erlendis sem geta samt snert landsmenn beint eða óbeint. Margir Íslendingar hafa dvalist erlendis við nám og störf en meginþorri lands- manna fer utan í skemmtiferðir sem gera einstaklingum ekki kleift að kynnast viðhorfum erlendra þjóða til hlítar. Íslend- ingum er því mik- ilvægt að fjölmiðlar geti flutt þeim og skýrt erlenda viðburði sem næst því að þeir eru að gerast. Frá því undirritaður fyrst fluttist til langdvalar erlendis og kynntist „topp“ fréttaflutningi hefur honum oft blöskrað fréttaflutningur ís- lenskra fjölmiðla hvað varðar tak- markaðan fréttaflutning eða skiln- ingsleysi á atburðum erlendis miðað við túlkun þarlendra hverju sinni. Fyrir áhugamenn um erlendar fréttir skipta innlendir fjölmiðlar orðið æ minna máli. Stuttbylgju- útvarp hefur lengi verið aðgengi- legt. Alþjóðleg dagblöð er nú hægt að fá samdægurs (Int. Her. Trib.). Vefsíður erlendra fréttastofa má sjá á netinu t.d. BBC, CNN, CBS o.fl. Með loftnetsdiskum eða með Breið- bandinu má sjá t.d. sjónvarps- útsendingar BBC, CCN, SKY News o.fl. Helgin 5.6. júní verður að teljast einhver sú dapurlegasta í fréttasögu RÚV. Árið 1939 hófst heimsstyrj- öldin síðari og á vordögum 1944 réðu nasistar yfir meginhluta Evr- ópu og horfðu yfir til Englands. Sjötta júní 1944 réðust Bandamenn með miklum mannfórnum inn í Normandí og telja það vendipunkt í styrjöldinni. Tæplega 20 þúsund hermenn Bandamanna hvíla í nokkrum kirkjugörðum á svæðinu. Síðan kallast 6. júní D-dagur og hef- ur verið haldinn hátíðlegur í Norm- andí á 10 ára fresti með samkomu viðkomandi þjóðarleiðtoga og gam- alla hermanna. Það er erfitt að skilja Bandaríkjamenn og Breta án þess að vera kunnugur hern- aðarsögu þeirra og báðar þjóðir telja D-daginn mestan í þeirri sögu. Í ár var haldið upp á 60 ára af- mæli innrásarinnar með meiri við- höfn en nokkru sinni fyrr enda ekki að búast við að margir gamlir hermenn verði á lífi eftir 10 ár. Hátíðahöld- in hófust strax laug- ardaginn 5. júní. Alls voru 17 þjóð- arleiðtogar í Normandí og hafa svo margir aldrei áður verið sam- ankomnir í einu í mannkynssögunni. Í fyrsta sinn var kansl- ara Þýskalands og for- seta Rússlands boðið. Áhersla var lögð á vináttu þjóðanna til að koma í veg fyrir að hild- arleikur sem seinni heimsstyrjöldin endurtæki sig. Stórblaðið Int. Herald Tribune kynnti hátíðahöldin í laugardags- blaðinu á 4 síðum auk forsíðu. Um morguninn hófu helstu erlendir fjöl- miðlar samfellda umfjöllun um há- tíðahöldin á vefsíðum og í beinum útsendingum með sögulegum skýr- ingum og gömlum fréttamyndum. Stöð 2 flutti á laugardagskvöld ágæta frétt um þetta, en ekki var eitt orð eða myndskeið um at- burðina í sjónvarpsfréttum RÚV. Meðal þjóðhöfðingja var Bush Bandaríkjaforseti sem fyrst kom við á Ítalíu í ferð sinni, en Bandaríkja- mönnum er þökkuð frelsun Róma- borgar. Sjónvarpið flutti á laug- ardagskvöld fréttir af fundi hans og Berlusconis Ítalíuforseta og sagði að hann kæmi síðar til Frakklands til að hitta Chirac Frakklandsfor- eta. Einni klukkustund fyrir þá frétt hafði fréttamannafundi forset- anna lokið í París í beinni útsend- ingu erlendra sjónvarpsstöðva. Að kvöldi laugardags lést Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sem Bandaríkjamenn telja meðal sinna merkustu forseta og jafnvel Gorb- atsjov lofar fyrir endalok kalda stríðsins. Einn þýðingarmesti fund- ur þeirra var í Reykjavík árið 1986. Löngu fyrir kl. 10 um kvöldið var lát Reagans orðin meginfréttin hjá erlendum fréttastofum á vefsíðum og í útsendingum. BBC skilgreindi lát hans sem „BREAKING NEWS“ Reagan var forseti Bandaríkjanna árið 1984 á 40 ára ártíð D-dagsins og heimsótti þá Normandí. Erlend- ar fréttastofur gátu því strax ofið saman fréttir af lífsferli hans og heimsókn til Normandí. Það var ekki eitt orð um lát hans í útvarpsfréttum RÚV kl. 10 á laug- ardagsköldi en m.a. sagt frá „upp- götvun“ Svía á líkfrystingu, einnig sagt skilmerkilega frá fyrstu hrefn- unni á vertíðinni. Á miðnætti var sagt frá því að hátíðahöld væru að hefjast í Normandí. Þau höfðu þá staðið í 15 klukkustundir. Á hádegisfréttum á sunnudag flutti Bylgjan ágæta frétt um há- tíðahöldin en ekki eitt orð var um þau í hádegisfréttum RÚV. Á sama tíma var herlúðrasveit Noregs í að- alhlutverki í beinni útsendingu. Í út- varpsfréttum kl. 18 var sagt að þjóðhöfðingar hefðu verið síðdegis í Normandí. Bush forseti og Elísabet Bretadrottning höfðu flutt ræður þegar um kl. 9 um morguninn. Í sjónvarpsfréttum RÚV kl. 19 var sagt að um daginn hefðu verið há- tíðahöld í Normandí, þau höfðu þá staðið í tvo daga. RÚV fær falleinkunn hjá mér fyr- ir þessa frammistöðu, það hlýtur að þurfa að enduskoða störf fréttastof- unnar. Megi Stöð 2 og Bylgjan styrkjast. D-dagur og RÚV Birgir Guðjónsson skrifar um fjölmiðla ’RÚV fær falleinkunnhjá mér fyrir þessa frammistöðu.‘ Birgir Guðjónsson Höfundur er yfirlæknir. AUÐVITAÐ er það alveg rétt hjá forsætisráðherra vorum að aldrei hefði átt að koma til þess að fjöl- miðlalögin yrðu fyrst laga til þess að reyna á synjunarrétt stjórn- arskrárinnar. Enda þau lög sem komu frá þinginu eftir mikið þóf ekki þess eðlis að ástæða sé til. Þar er í sjálfu sér verið að leggja til ósköp sanngjarna hluti. Spurning um málsmeðferð, aðlögun og prósentur. Það er hins vegar verra að ráðherrann geri sér ekki ennþá grein fyrir að í öllum aðdraganda lagasetningarinnar, ögraði hann svo rétt- lætiskennd og siðferð- iskennd stórs hluta þjóðarinnar með stór- yrðum sem því miður verða ekki aftur tekin. Hjá flestum okkar hef- ur það ávallt verið ljóst að forseti vor hefði synjunarétt/ eða málskots- rétt sem hann gæti nýtt sér. Það lærðum við í barnaskóla. Ekki fannst mér það nú heldur mál- efnaleg umræða að draga persónu dóttur forsetans inn í umræðuna vegna þess að hún ynni hjá Baugi, þar vinna ansi margir sem eiga ætt- ingja sem líka þurfa að taka alls konar ákvarðanir. Með öllum þess- um látum og offorsi má jafnvel segja að forætisráðherra hafi komið í veg fyrir að sett voru lög sem víð- tæk samstaða hefði getað verið um. Þá hefði verið hægt að segja að hann hefði endað valdaferil sinn glæsilega með lögum sem kröfðust hugrekkis og stjórnvisku. Hug- rekkið vantaði ekki en viskan brást. Það held ég að sé mjög almenn skoðun að löngu sé tímabært að stemma stigu við þeim gríðalegu völdum sem Baugur hefur í ís- lensku athafnalífi sem eru svo mikil að Baugsmenn voru lengi vel ragir við að horfast í augu við þau sjálfir, er þeir gátu lengi vel ekki við- urkennt eignarhlut sinn að Frétta- blaðinu, sem nú síðustu vikur hefur svo sannarlega þjónað eigendum sínum dyggilega. Það sýnir okkur líka að nú þegar á móti blæs hjá Baugi þá er það það eina sem þeim dettur í hug að verði til þess að snúa málinu sér í hag, að selja allt og flytja til útlanda því umhverfið er orðið óvinveitt. Þetta minnir á litla krakka sem gráta þar til eftir þeim er látið. Ég verð að segja að í upphafi var ég alveg sammála þeim Baugs- feðgum um að hér væri verið að vega beint að þeim en með þeim breytingum sem orðið hafa á frumvarp- inu finnst mér að þeir ættu að geta við unað. Þeir stjórna stórum hluta markaðarins, eða flestu því sem við getum keypt. Leyfið okkur að hafa skoðanir okk- ar í friði því þær eru ekki til sölu. Miðað við viðbrögð fjölmiðla þeirra síðustu vikur, er því miður alveg ljóst hver tilgangur þeirra með fjöl- miðlaeign er. Segja má þó að margt gott hafi komið út úr allri um- ræðunni um fjölmiðlafrumvarpið, við höfum verið neydd til að horfa framan í okkur sjálf og finna út hverslags þjóðfélag það er sem við viljum byggja. Jafnvel hörðustu íhaldsmenn og talsmenn frelsisins hafa þurft að kyngja því að því miður er það ekki svo að markaðurinn hafi svör við öllu og aðlagi sig alltaf á þann hátt að ásættanlegt sé með hag þjóð- arinnar að leiðarljósi. Með máls- meðferð þessari var forseti lýðveld- Um hvað á að kjósa? Hannes Friðriksson skrifar um kosningar Hannes Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.