Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að eru ekki bara
blómin sem springa
út í sumarbyrjun.
Hér breytist ein-
hvern veginn allt.
Vinstrimenn halda að þeir séu
hægra megin í pólitík og öfugt.
Varnarmaður skorar öll mörkin
fyrir KA, Íslandsmeistarar KR
eru næstum því neðstir og póli-
tískir fundir standa ekki nema í
svona tíu mínútur. Kortér í
mesta lagi.
Ég veit ekki hvers vegna en
líklega hef ég aldrei tekið eftir
því jafn rækilega og nú hve börn-
in breytast á þessum tíma; segi
kannski ekki að þau séu eins og
kálfar á vori, en svei mér þá ef
ekki má jafnvel nota þá samlík-
ingu.
Auðvitað
var gaman að
labba í skól-
ann á hverj-
um morgni í
vetur, að vísu
misjafnlega gaman eins og geng-
ur, og yfirleitt ennþá meira gam-
an að labba heim að skóla lokn-
um. En í blíðunni Norðanlands,
þar sem við heyrum grasið gróa
og blómin opnast, spretta börnin
nú á fætur um leið og augun opn-
ast, fá sér kjarngóðan morg-
unverð og hlaupa svo beint á fót-
boltaæfingu í sólinni. Að minnsta
kosti yngsta dóttir mín, sex ára,
og vinkona hennar.
Æfingarnar eru teknar alvar-
lega, eins og vera ber, og auka-
æfingar fara fram á lóðinni
heima. Þ.a.e.s. ef meiðslin frá æf-
ingunni í gær eða í morgun eru
gróin. Maður er stundum haltur í
smástund, en það er fljótt að
gleymast. Á aukaæfingunum er
„verri“ fóturinn til dæmis þjálf-
aður með því að sparka bolta á
milli eða í vegg. En bara þegar
þær gefa sér tíma til þess frá
hinni vinnunni. Það leynist nefni-
lega viðskiptavit í litlu fjölskyld-
unni minni. Það er eitt af því sem
breyttist nú í sumarbyrjun! Ja,
nema Heiðrún Valdís hafi það frá
afa sínum, Stebba málara, og sé
potturinn og pannan í fyrirtæk-
inu. Heiðrún er sem sagt besta
vinkona Söru minnar. Heba Þór-
hildur, systurdóttur mín, er einn-
ig hluthafi í fyrirtækinu, Alma
mín tíu ára kemur eitthvað ná-
lægt rekstrinum líka og ég held
jafnvel að fleiri séu orðnir hlut-
hafar.
Þetta byrjaði fljótlega eftir að
ég pantaði utanlandsferðina og
lagði auðvitað saman tvo og tvo.
Taldi víst að Sara hefði heyrt
foreldrana barma sér yfir pen-
ingaleysi og ákveðið að hlaupa
undir bagga en létti satt að segja
þegar ég komst að því að nýja
fyrirtækið er rekið í anda Pauls
Newman; ætlar að gefa allan
hagnað til góðgerðarmála. Og
það eru Þórir og þeir hjá Rauða
krossinum sem fá að njóta að
þessu sinni, er mér sagt.
Þær byrjuðu á því að ganga í
hús í grenndinni og söfnuðu dóti
á tombólu. Ég átti svo erindi í
Hagkaup, sem er ekki langt frá
heimilum foreldra minna og syst-
ur; situr þá ekki allur skarinn
þar og býður eitt og annað nyt-
samlegt til sölu.
– Nei, sælar stelpur. Þið hér!
Hvernig gengur?
Vissi auðvitað að þær hefðu
sett upp verslun á stéttinni í
samkeppni við Baugsveldið en lét
sem það kæmi mér verulega á
óvart.
„Sumir sögðu nei, takk en
sumir sögðu bara nei,“ segir
Heiðrún Valdís spekingslega.
„Ein gömul kona sagði nei, elsk-
an,“ bætir hún svo við og hlær
þannig að skín í frekjuskarðið.
Ég slapp auðvitað ekki.
„Þú borgar bara fimmtíu kall
og mátt svo velja það sem þú
vilt,“ segir dóttir mín galvösk.
„Og ef þér finnst það mjög flott
máttu alveg borga hundrað kall.“
Enginn fjölskylduafsláttur hér
í boði.
Þarna var eitt og annað sem
hugurinn girntist, því er ekki að
neita. Til dæmis geisladiskurinn
Akkordeon, Traummelodien.
Ég var ekki tilbúinn að taka
sénsinn á þýskri músík, ekki í
dag, og valdi því hinn, disk með
tónlist úr einhverri Bond-
myndinni. Þarna var líka nið-
ursuðudós sem á stóð Tropisk
frugtcocktail í ananas- og pass-
ionsfrugtjuice, tveir frisbídiskar,
ýmiss konar posulínsstyttur, vas-
ar og myndarammar. Og svo
þessi ægilega fína veggskreyting;
hreindýrshaus festur á plastdisk.
Þarna voru líka Ora-fiskibollur
í dós og pakki með dufti til þess
að búa til súkkulaðimús; Mousse
au Chocolat.
„Þetta er að vísu myglað, við
þurfum að henda því,“ segir einn
sölumaðurinn þegar ég horfi
girndaraugum á súkkulaði-
músarpakkann.
– Ha, myglað?
„Já, sko það stendur á honum
2002. Hann er orðinn ónýtur.“
Gott og vel. Ég læt geisladisk-
inn nægja og leysi fyrirtækið
upp, að minnsta kosti þann dag-
inn. Það styttist í að Hagkaup
loki og ég sannfæri sölumennina
ungu um að það dragi örugglega
úr viðskiptunum hjá þeim um
svipað leyti.
„Við komum þá bara aftur á
morgun. Þá getum við líka safn-
að dóti hér á Eyrinni.“ Þetta var
í fyrrakvöld.
Í gærmorgun hafði sú stutta
ekki opnað nema annað augað
þegar hún sagði spennt: „Pabbi,
viltu telja hvað er mikið í baukn-
um núna?“ Hefur sjálfsagt allt
eins átt von á því að upphæðin
hefði vaxið á meðan hún svaf.
Jafnvel að jólasveinn eða tann-
álfur hefði átt leið hjá.
Hún sturtaði svo sjálf úr dall-
inum og byrjaði að telja. Dró
fyrst eina seðilinn upp, rauðan:
„Fimm þúsund …“
– Fimm hundruð og … sagði
ég lúmskt.
„… fimmtíu, sex hundruð, sjö
hundruð, átta hundruð, níu
hundruð, níu hundruð og fimm-
tíu, níu hundruð fimmtíu og ein,
níu hundruð fimmtíu og tvær, níu
hundruð fimmtíu og þrjár, níu
hundruð fimmtíu og fjórar,“
sagði hún svo hróðug og leit á
mig.
Því er ekki að neita að stund-
um er ennþá meira gaman að
vera til en venjulega.
Sumarið
er tíminn
Þetta byrjaði fljótlega eftir að ég pantaði
utanlandsferðina og lagði saman tvo og
tvo. Taldi víst að Sara hefði heyrt for-
eldrana barma sér yfir peningaleysi og
ákveðið að hlaupa undir bagga …
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is
✝ IngimundurÓlafsson fæddist
í Reykjavík 19. des-
ember 1926. Hann
lést á Landspítalan-
um 2. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jónína Jóhann-
esdóttir og Ólafur
Ingimundarson.
Systkini Ingimund-
ar voru Málfríður,
látin, Guðbjörg, lát-
in, Tryggvi, látinn,
Þórir, Skapti og
Rúnar. Ingimundur
var alinn upp hjá
ömmu sinni og afa, þeim Mál-
fríði Ólínu Láru Ólafsdóttur og
Jóhannesi Kristjánssyni á Jó-
fríðarstöðum við Kaplaskjóls-
veg.
Ingimundur kvæntist 9. maí
1959 eftirlifandi eiginkonu sinni
Ernu Eden Marinósdóttur, f. 12.
mars 1933. Foreldrar hennar
voru Guðrún Jónsdóttir og Mar-
inó Sigurðsson bakarameistari í
Borgarnesi. Ernu og Ingimundi
varð ekki barna auðið, en fyrir
átti Erna dóttur, Guðrúnu Ernu
Sigurðardóttur, f. 5. maí 1950,
gift Ásbirni Hjálmarssyni, f. 4.
júní 1949. Börn
þeirra eru Örn
Ingvar, f. 11. maí
1977, Hjálmar Sig-
urður, f. 13. mars
1981, Erna Hanna,
f. 11. sept 1983.
Fyrir átti Ingi-
mundur soninn Ólaf
Ingimundarson, f.
15. júlí 1950,
kvæntur Helgu
Björk Gunnarsdótt-
ur, f. 8. maí 1952,
börn þeirra eru: 1)
Inga Björk, f. 24.
júlí 1971 og á hún
soninn Ingiberg Ólaf Jónsson, f.
3. mars 1995. 2) Gunnar Bach-
mann, f. 11. júlí 1976. 3) Lilja
Dögg, f. 9. des 1994.
Ingimundur hóf ungur að
stunda sjómennsku á bátum og
togurum. Hann starfaði síðan
hjá Íslenskum aðalverktökum í
Hvalfirði og á Keflavíkurflug-
velli í mörg ár sem tækjamaður.
Síðustu 13 ár starfsævi sinnar
starfaði hann hjá Hitaveitu
Reykjavíkur.
Útför Ingimundar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við hálfbróður
minn Ingimund Ólafsson hinstu
kveðju. Það var mér mikil harm-
fregn að Ingi bróðir væri látinn.
Við Ninna minnumst hans með
virðingu og þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta samveru hans og
Ernu konu hans í gegnum árin. Við
þökkum Guði sem öllu ræður. Sér-
staklega er okkur minnisstæð
ánægjuleg samvera sl. vetur á
Kanaríeyjum en þau hjónin fóru
þangað ár hvert og höfðu gaman
af.
Á sínum yngri árum stundaði
Ingimundur sjómennsku og er mér
ávallt minnisstætt hversu oft hann
kom færandi hendi með fisk í soðið
á heimili okkar í Kópavogi. Ingi
starfaði um tíma hjá Íslenskum að-
alverktökum á Keflavíkurflugvelli.
Síðan hóf hann störf hjá Orkuveitu
Reykjavíkur og var þar þangað til
hann lét af störfum sökum aldurs.
Síðustu árin dvaldi Ingi löngum
við Reynisvatn. Þar lagði hann
stund á eldi á regnbogasilungi auk
þess sem veiðimennskan átti hug
hans allan.
Ingi var hrókur alls fagnaðar þar
sem hann fór. Glettinn og kátur að
eðlisfari með einstaklega þægilega
og góða nærveru. Hann var snyrti-
menni fram í fingurgóma og mik-
ilsvert var í hans huga að hlutirnir
væru ávallt í röð og reglu, eins og
sagt er.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Guði fyrir allt það sem Ingimund
prýddi. Það sem hann var og það
sem hann gaf okkur öllum. Með
þessum fátæklegu orðum kveð ég
nú Ingimund hálfbróður minn með
innilegu þakklæti og söknuði.
Elsku Erna mín, við Ninna fær-
um þér og fjölskyldu þinni inni-
legar samúðarkveðjur. Megi góður
Guð styrkja ykkur öll og styðja á
erfiðum tímum. Guð blessi ykkur
öll.
Skafti.
Elsku afi. Hvernig þessi skilaboð
komast til þín vitum við ekki. Það
sem við hins vegar vitum er að
meðan þú lifðir þótti okkur ákaf-
lega vænt um þig. Þótt þú sért
ekki tengdur okkur blóðböndum
ertu tengdur okkur tilfinninga-
böndum og í okkar augum varst þú
og verður alltaf hinn eini sanni
Ingi afi. Við viljum þakka þér fyrir
allar þær góðu stundir sem við átt-
um saman, heima sem og erlendis
og þá góðvild sem þú hefur alltaf
sýnt okkur. Við eigum margar
góða minningar um þig en minn-
isstæðar eru ferðin til Portúgal þar
sem Hjalli plataði þig niður bratta
vatnsrennibraut, öll þau skipti sem
við fengum að manga (gista) hjá
þér og ömmu og allar þær stundir
þar sem þú studdir við bakið á
okkur og lést okkur finnast sem
ekkert væri okkur ofvaxið. Slíkt
var það veganesti sem þú gafst
okkur til framtíðar og mun minn-
ing þín og líf verða okkur eilíf
hvatning til þess að verða betri
manneskjur.
Á jólunum fannst þér alltaf
skemmtilegast að horfa á aðra taka
upp pakkana sína og sýnir það
hvað þér fannst gaman að gleðja
okkur. Seint mun minningin um
þitt breiða bros sem alltaf mætti
okkur systkinunum hverfa úr huga
INGIMUNDUR
ÓLAFSSON
✝ Rósa HalldóraHansdóttir fædd-
ist á Búðum á Snæ-
fellsnesi hinn 16. nóv-
ember 1917. Hún lést
á Hrafnistu í Reykja-
vík 2. júní síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Hans
Hoffmann Jónsson
og Sigurrós Krist-
jánsdóttir. Rósa átti
sjö systkini, þau eru
öll látin.
Rósa giftist árið
1939 Þorvaldi Mark-
ússyni, f. 29.8. 1904,
d. 26.2. 1984. Áttu þau sex börn.
Þau eru: 1) Hans Hoffmann, f.
1940, d. 1945. 2) Markús, f. 1945,
kvæntur Sesselju Ingu Guðnadótt-
ur og eiga þau þrjú börn. 3) Hans
Hoffmann, f. 1946, kvæntur Guð-
laugu Sigurðardóttur og eiga þau
fjögur börn. 4) Már,
f. 1949, kvæntur
Guðrúnu Ástráðs-
dóttur og eiga þau
tvær dætur og áður
átti Már þrjú börn. 5)
Margrét, f. 1953,
sambýlismaður Jón-
as B. Sigurþórsson.
Margrét á þrjú börn
en er eitt þeirra lát-
ið, Jónas á þrjú börn.
6) Jóhann, f. 1953,
sambýliskona Krist-
ín Dagbjört Ágústs-
dóttir og eiga þau
einn son. Áður átti
Jóhann tvo syni en er annar
þeirra látinn. Barnabarnabörnin
eru tólf og eitt barnabarnabarna-
barn. Rósa bjó lengst af í Reykja-
vík. Útför Rósu verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Hve oft er fljótt að syrta hér í heim,
frá hjarta voru sviftir dauðinn þeim
er unnum heitast alls er áttum hér
ó, hve sárt að horfa á eftir þér.
(S. S.)
Þá ertu farin í ferðina löngu, elsku
mamma. Þú varst orðin svo veik undir
það síðasta, og þó við vissum að
hverju stefndi er alltaf erfitt að sætta
sig við ástvinamissi. Með þessum fá-
tæklegu orðum viljum við minnast
þín.
Það var alltaf gaman að koma til
þín, mamma, aldrei vantaði gestrisn-
ina hjá þér eða pabba, á meðan hann
lifði. Það var alltaf „opið hús“ því aldr-
ei skorti meðlæti eða stórmáltíðir,
hvenær sem var að degi sem kveldi og
ekki megum við gleyma pönnukökun-
um þínum góðu. Þú varst mikil hann-
yrðakona og varst ekki lengi að
prjóna bangsa, ketti og mýs og nutu
barnabörnin góðs af þínu listaprjóni.
Til eru handsaumaðar myndir og púð-
ar, sem prýða heimili okkar, eftir þig.
Þá kemur hann með sól og yl í sál
hann sér og skynjar ykkar trega mál
og biður ljúft, ó berið ykkur vel
því blessun drottins skín á bak við hel.
(S. S.)
Elsku mamma, við eigum eftir að
sakna þín og verður skrýtið að halda
upp á merka áfanga án þín.
Minningin lifir alltaf.
Börnin þín.
Ég kom í fjölskyldu Rósu árið 1968
þegar ég kynntist eiginmanni mínum
Hans. Ég varð strax eitt af börnunum
hennar. Mér er minnisstætt þegar við
fórum með börnin okkar tvö í bað hjá
Rósu í hverri viku, því svoleiðis lúxus
var ekki kominn í litlu risíbúðina okk-
ar. Eftir „baðið“ var Rósa búin að
elda og leggja á borð stórmáltíð
handa okkur. Við vorum ekki þau einu
sem nutu góðs af hennar gestrisni því
yfirleitt var margt um manninn á
Hverfisgötunni hjá Rósu og Valda.
Rósa var alltaf reiðubúin að hjálpa
börnunum sínum, það var alveg sama
hvað kom uppá, alltaf var hægt að
leita til hennar. Hún var gjafmild
kona og þegar barnabörnunum fjölg-
aði gleymdi hún aldrei afmælisdög-
um.
Rósa var alltaf vel tilhöfð, það var
alveg sama hverju hún klæddist, hún
var alltaf jafn fín.
Síðustu árin átti Rósa við veikindi
að stríða, en hún stóð alltaf aftur upp
og byrjaði bara aftur þar sem frá var
horfið. Hún saumaði mikið og prjón-
aði. Síðustu árin hennar á Hrafnistu
var það hennar yndi að gefa barna-
börnunum handprjónuðu listaverkin
sín, svo sem bangsa, mýs og kisur.
Rósa var hjá okkur á hátíðisdögum
og var þá glatt á hjalla. Á jólunum
hafði hún þá reglu að fara ekki að
heiman fyrr en allir voru búnir að
sækja til hennar „glaðninginn“ sem
var umslag merkt hverjum og einum.
Eftir síðustu jól fékk Rósa lungna-
bólgu og komst hún ekki oftar til okk-
ar.
Það verður tómlegt um jól og ára-
mót að hafa hvorki mömmu né
tengdamömmu við hátíðarborðið.
Rósa mín, ég vil þakka þér allt sem
þú hefur gert fyrir mig og mína. Það
verður tómlegt án þín.
Kveðja til þín.
Guðlaug.
Elsku amma, langamma og langa-
langamma. Nú ertu farin og eigum
við erfitt með að trúa því. En við vit-
um að þér líður betur núna, elsku
amma, langamma og langa-
langamma. Margar minningar koma
upp á svona stundum. Man ég til
dæmis, elsku amma, þegar ég var lítil
að ég kom til þín og bað um kokkt-
eilávexti. Alltaf var nóg til. En ég fékk
alveg nóg af þeim og hef ekki borðað
RÓSA HALLDÓRA
HANSDÓTTIR