Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ELLAE Í ÁLÖGUM Sýnd kl. 6. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.Sýnd kl. 8 og 10. Hvað gerist þegar tveir andstæðingar gifta sig fyrir slysni? Það verður allt vitlaust! Skemmtilegasta og rómantískasta grínmynd ársins. PIERCE BROSNAN JULIANNE MOORE Frá leikstjóra Johnny English 25.000 manns á 12 dögum!!! HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 ELLA Í ÁLÖGUM Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 8 og10. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og10.15.Sýnd kl.4, 5.20,6.40, 8,9.20 og10.40 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. DVFrábær rómantísk gamanmynd sem kemur þér skemmtilega á óvart. kl. 5.50, 8.30 og 11.10. Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.  Ó.H.T Rás2  SV MBL  Kvikmyndir.com  SKONROKK 25.000 manns á 12 dögum!!! BRESKA leikkonan Alex Kingston mun ekki fara með hlutverk dr. Elizabeth Corday í komandi þátta- röð um Bráðavaktina. Ástæðan, hún þykir of gömul. Hin 41 árs Kingston var að sögn ósátt þegar kom í ljós að framleiðendur þáttanna sívinsælu vildu ekki endurnýja samning við hana sökum aldurs. „Samkvæmt framleiðendunum er ég hluti af gamla liðinu sem ekki þykir lengur spennandi áhorfs. Mér skilst að leggja eigi meiri áherslu á ungdóm- inn í komandi þáttaröðum.“ …FJÓRÐUNGUR kvartettsins ABBA, Agnetha Fältskog, er nú undir strangri öryggisgæslu eftir að hafa fengið morðhótun bréf- leiðis sem ástæða þótti til að taka alvarlega. Um- boðsmaður Fält- skog, Staffan Linde, segir hana fá fjöldann allan af bréfum daglega en að umrætt bréf hafi gefið tilefni til hertrar öryggisgæslu. Sænska lögreglan hefur nú sent ör- yggisverði sem vakta heimili Fält- skog, en hún býr á eyju rétt við Stokkhólm Hin 53 ára Fältskog hefur að mestu haldið sig utan sviðsljóssins síðan ABBA lagði upp laupana fyrir um tveimur áratugum. …FREGNIR hafa nú spurst út að tvíeykið Fox Mulder og Dana Scully séu væntanleg á hvíta tjaldið á ný. Þau David Duchovny og Gillian Ander- son fóru með hlutverk geim- verugúrúanna og FBI-starfsmann- anna í sjónvarps- þáttunum X- Files og árið 1998 var gerð kvikmynd um sífellda baráttu þeirra við óútskýranlega at- burði og furðuverur. Duchovny hlakkar að sögn til að takast á við hlutverk Mulders á nýjan leik og segist bjartsýnn á að áhorfendur muni taka vel á móti þeim. …STRANDVÖRÐURINN David Hasselhoff var handtekinn í Kali- forníu undanfarna helgi, grunaður um ölvun við akstur. Hassel- hoff fór í áfeng- ismeðferð í ann- að sinn árið 2002 eftir að hafa fundist meðvit- undarlaus með áfengiseitrun á hótelherbergi í Kaliforníu. Nú virðist svo sem hann hafi hallað sér að bokkunni á nýjan leik. FÓLK Ífréttum SSSÓL hefur verið starfandi lengi og er með margt í bígerð og má þar nefna að breiðskífa er væntanleg frá sveitinni í sumarlok. Á þeim tíma sem hljómsveitin hefur starfað hafa mannabreytingar verið nokkrar. „Nýi maðurinn í hljómsveitinni er reyndar búinn að vera í eitt og hálft ár. Hann heitir Stefán Már Magn- ússon og er gítarleikari. Hann tók við af Eyjólfi sem var búinn að vera með frá byrjun. Hrafn Thoroddsen úr Ensími er búinn að vera hljóm- borðsleikari í SSSól síðan 1996. Haf- þór Guðmundsson upptökustjóri sem hefur verið að taka upp Í svört- um fötum og fleira er búinn að vera trommari í sveitinni síðan 1992. Jak- ob Smári Ragnarsson bassaleikari og ég erum síðan þeir einu sem hafa verið í hljómsveitinni frá byrjun,“ segir forsprakkinn Helgi Björnsson en sveitin var stofnuð árið 1987. „Við erum búnir að vera að spila svolítið að undanförnu og verðum að spila næstu helgar,“ segir Helgi en aftur á móti verður rólegt hjá sveit- inni í júlí enda taka menn sér sum- arfrí. Ekta Sólarplata „Við erum búnir að vera að vinna efni og taka upp og ætlum að vera með stóra tónleika undir lok ágúst eða í byrjun september. Við erum aðeins að byrja að hita upp fyrir það,“ segir hann en nýja efnið er eitt- hvað byrjað að heyrast á tónleikum. „Við verðum með eitt lag á Svona er sumarið,“ segir hann en safnplatan sú kemur út í byrjun júlí. „Þetta er bara meiriháttar skemmtilegt,“ segir Helgi um stemmninguna í sveitinni. „Við tók- um aftur upp gamlan sið. Þegar bandið byrjaði sína stafsemi gerðum við mikið af því að semja allir saman. Settumst niður og djömmuðum og fengum hugmyndir útfrá því. Þegar við byrjuðum að vinna þetta nýja efni fórum við svolítið útfrá þessum gamla grunni í stað þess að menn kæmu með ný lög og kynntu þau.“ Hann segir að næsta plata verði ekta Sólarplata. „Það er rosa stemmning í þessu efni og þetta er fjölbreytt. Lagið sem kemur á Svona er sumarið er frekar gamaldags rokkari, síðan erum við innan um með rólegt efni. Þetta er eins og Sól- in hefur verið í gegnum tíðina, við höfum farið víða.“ Samkeppni á Rás 2 Hann segir að þó verði ekkert rapplag á plötunni. „Við erum reynd- ar ekki með neitt rapplag þrátt fyrir að við höfum verið með þeim fyrstu til að gefa út rapplag,“ fullyrðir Helgi og á þar við lagið „Toppurinn að vera í teinóttu“. „Við ætlum ásamt Rás 2 að vera með samkeppni um hver gerir skemmtilegustu útgáf- una, endurhljóðblöndunina af þessu lagi. Við erum að undirbúa þetta núna og keppnin verður kynnt á næstu vikum,“ segir Helgi en kepp- endur geta nálgast gamlar upptökur af laginu á netinu. „Þeir geta notað gamla grunninn og bætt svo ein- hverju við.“ SSSól með margt í bígerð Morgunblaðið/Jim Smart SSSól er að hita upp fyrir nýja plötu sem kemur út í lok sumars og verður m.a. með lag á safnplötunni Svona er sumarið. ingarun@mbl.is Ný plata og samkeppni SSSól leikur fyrir dansi á skemmtistaðnum Players- Sportbar í Kópavogi annað kvöld, föstudag. LEIKFÉLAGIÐ „Hégómi og eftirsókn eftir vindi í seglin“ stendur í sumar fyrir dragkabarettsýningum á Jóni forseta á laugardagskvöldum. „Sýningarnar hafa hingað til gengið vonum framar og nú höfum við ákveðið að vera með ný atriði á hverju laugardagskvöldi,“ segir einn félagsmanna, Andrés Jakob Guðjónsson. „Það þýðir auðvitað mikla vinnu, því við þurfum bæði að semja og þýða texta og gera nýja búninga í hverri viku. Síðasta laugardag brá Skjöldur sér í gervi Eddu Björgvins í nýju atriði, þegar hún bakar fyrir jólin úr sérríi. Þetta var rosalega fyndið og sló alveg í gegn.“ Hann segir að almennt hafi mjög góður rómur ver- ið gerður að dragsýningunum, sem hann segir mest sóttar af samkynhneigðum karlmönnum. „Þetta er alveg að gera sig. Það eru allir að tala um þetta núna og vilja helst ekki missa af sýningu. Við er- um komin með slóð á gayice.is, sem hefur líka fengið mjög marga útlendinga á sýninguna,“ segir Andrés. Þetta vantaði Sýningin er þannig upp byggð, að mikil nálægð er milli áhorfenda og leikenda og segir Andrés það hafa mælst vel fyrir. „Margir hafa talað um að svona vant- aði í miðbæinn og þess vegna ætlum við að hafa sýn- ingar út sumarið.“ Að sögn Andrésar er megintilgangurinn með sýn- ingum leikfélagsins að virkja samfélag homma, þar sem félagslíf þeirra hafi verið rólegt í langan tíma. „Félagslífið hefur alltaf verið mjög öflugt, en það hef- ur legið svolítið niðri um tíma. En leikfélagið hefur bjargað því. Undanfarið hafa vaknað mjög margar hugmyndir, til dæmis stefnum við á að verða með at- riði á Gay-Pride og 17. júní, sem við vonumst til að ná að undirbúa,“ segir Andrés Jakob að lokum. Dragkabarett vekur lukku Hégómi og eftirsókn eftir vindi í seglin Skjöldur fór á kostum í gervi Eddu Björgvins- dóttur á laug- ardaginn var. Morgunblaðið/Golli Góður rómur var gerður að fyrsta drag- kabarettkvöld- inu enda var það hið fjör- ugasta. Dragkabarettinn verður öll laugardagskvöld í sumar á Jóni forseta í Aðalstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.