Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 39 okkar. Við munum minnast góð- vilja þíns svo lengi sem við lifum og minningin um þig mun ávallt færa bros á andlit okkar. Sigga Stína vildi líka segja þér að þann stutta tíma sem hún þekkti þig þótti henni mjög vænt um þig og hún vonar að Guð geymi þig. Elsku amma, þinn missir er mikill en við munum styrkja þig með væntum- þykju okkar. Krakkarnir þínir, Örn, Erna og Hjálmar. Elsku Ingi. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér tryggð þína við mig þegar ég var barn og ung- lingur og alla tíð, þakka fyrir allar góðu stundirnar og ógleymanlegar minningar. Þú varst alltaf glað- lyndur og einstakt góðmenni. Þú lést mig alla tíð finna hvað þú hafð- ir mikinn áhuga á mér og minni fjölskyldu og þótti mér vænt um það. Af mörgu er að taka af minn- ingunum, og ætla ég að rifja hér upp eina sem mér þótti einstaklega vænt um. Það var þegar þú leyfðir mér að lesa ástarbréfið sem Erna sendi þér þegar þið voruð í tilhuga- lífinu. Þú varst svo ánægður og montinn með það og svo óskaplega ástfanginn. Þið voruð einstaklega samrýnd hjón og bestu vinir. Mig langar að enda þetta með því að segja þér hvað mömmu þótti óskaplega vænt um þig, Ingi minn, ég er ekki svo viss um að hún hafi sagt það við þig sjálf, en ég veit að bæði hún og Bubba systir þín taka vel á móti þér og vernda þig. Elsku frændi, ég mun alltaf sakna þín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóh. frá Brautarholti.) Elsku Erna, missir þinn er mest- ur. Ég votta þér, Guðrúnu Ernu, Ólafi Inga og fjölskyldum innilega samúð mína. Guðrún Blöndal. þá síðan. Eins fannst Lindu gaman að koma til þín að leika við babúsku-kerl- ingarnar. Hélt hún mikið upp á þær. Líka voru pönnukökunar þínar alltaf bestar. Á síðast ári komum við allar í heimsókn með nýjasta fjölskyldu- stoltið, hana Anítu Rán. Það var mjög gaman, þú varst svo glöð að sjá hana og gafst henni bangsa og kisu sem þú hafðir prjónað. Eins fannst Markúsi alltaf gott að koma til þín og alltaf varð að halda upp á afmælin í Jöldu- grófinni svo að þú kæmist í þau. Jæja, elsku amma, lang- og langa- langamma, nú ætlum við að kveðja þig. Megir þú hvíla í friði. Við elskum þig. Kveðja. Kristín, Markús, Linda og Aníta litla. Þú hefur loks fengið þá hvíld sem þú hafðir beðið eftir síðustu vikur og ert nú á betri stað með afa Valda. Ég á eftir að koma til með að sakna þín, sakna þess að fá greitt í konfektmol- um fyrir að stilla útvarpið fyrir þig, sakna þess að hafa þig ekki hjá okkur um jól og áramót. Ég veit þú kemur til með að taka á móti mér seinna meir með opnum örmum. Þangað til þá segi ég bless. Kjartan Hansson. ✝ Jóhanna EddaSumarliðadóttir fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1936. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 23. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristjana Elísabet Ólafsdóttir, f. í Þor- geirshlíð í Miðdölum 2. júní 1901, d. 6. apr- íl 1990, og Sumarliði Kristmann Ólason, f. í Munaðarnesi í Ár- nesi á Ströndum 14. nóvember 1900, d. 28. júní 1974. Systkini Jóhönnu Eddu eru Óli Rafn, f. 15. ágúst 1935, Hrafnhildur, f. 26. apríl 1939, og Þóra, f. 3. júní 1941. Jóhanna Edda ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík og bjó þar þangað til hún flutti að Ási í Hveragerði árið 1968 þar sem hún var búsett síðan. Hún lauk gagn- fræðaprófi 1952 frá Lindargötuskóla í Reykjavík. Útför Jóhönnu Eddu fór fram í kyrrþey 2. júní síðastliðinn. Hún Edda frænka mín er dáin eftir stutta og snarpa veikinda- hrinu. Það var engu líkara en að hún þyrfti allt í einu að flýta sér þessi ósköp héðan. Dæmigert fyrir hana sem átti það einmitt til að vilja flýta sér með það sem hún þurfti að gera og ég heyri fyrir mér dillandi hláturinn stundum þegar henni sjálfri fannst hún fara offari. Ég vildi óska að hún hefði ekki þurft að fara alveg svona fljótt því ég hefði svo gjarnan vilja heyra hana segja mér fleiri sögur og hlæja meira með henni. Edda hafði óvenju þróað skopskyn og ekki hvað síst gagnvart sjálfri sér, þrátt fyrir þær þungu sjúkdómsbyrðar sem hún þurfti að bera frá ung- lingsaldri. Þannig háttaði til að æskuheimili hennar á Skúlagötunni varð mitt annað heimili í nokkur ár þar sem ég stelpuhnokkinn var pössuð og kjössuð og umvafin af fjölskyldunni allri með þeirri umhyggju og elsku sem ég bý alla tíð að. Það var mikið að gera á stóru heimili og lífsbar- áttan hörð á meðan ég gat hoppað í parís og boðið upp á blómum skreyttar drullumallskökur. Það var oft og mikið hlegið á þessu heimili, en yfir því hvíldi einnig skuggi þeirra veikinda sem hófu að herja á Eddu löngu fyrir tvítugsald- urinn. Hún hafði þá lokið gagn- fræðaprófi, ung og falleg stúlka sem eflaust átti sína drauma og vonir um tækifæri í lífinu. Þess í stað mátti hún kljást við geðsjúk- dóm sinn svo að lífsorka hennar og -verkefni urðu háð þeirri baráttu. Á milli þess sem Edda þurfti að dvelja á sjúkrastofnunum bjó hún í föðurhúsum þar sem móðir hennar Kristjana, sú einstaka góða kona, var hennar stoð og stytta. Seinna flutti Edda að Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði þar sem hún bjó allar götur síðan og undi hag sínum vel við gott atlæti. Um það leyti sem Edda flutti austur fyrir fjall flutti ég sjálf austur yfir Atlantshaf þannig að tengslin við hana minnk- uðu og heimsóknir urðu alltof fáar um árabil. En aldrei brást að um hver jól kom kveðja og glaðningur frá Eddu og eftir að dóttir mín fæddist urðu prjónaflíkurnar frá Eddu frænku miklar uppáhalds- flíkur. Gjafmildi var henni í blóð borin. Fyrir ári hagaði forsjónin því þannig til að ég hóf störf í Ási og um leið fékk ég tækifæri til að kynnast Eddu á nýjan hátt í dags- ins önn. Þarna ljómuðu af henni allir hennar góðu eiginleikar, ynd- islega létt lund, dásamlegt skop- skyn, frásagnargleði, æðruleysi og gjafmildi. Sögur hennar og hlátur hafa auðgað líf mitt. Ég kveð Eddu frænku mína með söknuði og þakklæti. Megi hún hvíla í Guðs faðmi. Hulda B. Hákonardóttir. JÓHANNA EDDA SUMARLIÐADÓTTIR Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar SNÆFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Ránargötu 18, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 2. júní. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd ættingja, Ingi Ragnar Sigurbjörnsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA MARTA ÞÓRÐARDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést föstudaginn 4. júní. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju 14. júní kl. 15:00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Kristín Guðmundsdóttir Thaagaard, Brynjólfur Ingi Guðmundsson, Guðný Björg Hallgrímsdóttir, Vala Steinunn Guðmundsdóttir, Jón Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og besti vinur, INGIBJÖRG ÓSK BJARNADÓTTIR, Gónhóli 34, Ytri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 11. júní kl. 13.30. Guðjón Höskuldsson. Mágur minn og frændi okkar, SIGURÞÓR ÁRNASON frá Hrólfsstaðahelli, Freyvangi 9, Hellu, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju laugar- daginn 12. júní kl. 11.00 f.h. Halldóra Ólafsdóttir, Jóna Bríet Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson, Jóhanna Hannesdóttir, Erna Hannesdóttir, Árni Hannesson, Sigríður Hannesdóttir. Okkar ástkæri, GUÐMUNDUR KARL GÍSLASON, lést af slysförum mánudaginn 7. júní. Kolbrún Karlsdóttir, Gísli Ragnarsson, Friðbjörg Matthíasdóttir, Guðmundur V. Magnússon, María Matthíasdóttir, Björgvin Gíslason, Marlo Menti, Theódór Ragnar Gíslason. Elskulegi bróðir okkar og mágur, HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Skerðingsstöðum, Reykhólasveit, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Barma- hlíð þriðjudaginn 8. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Finnur Kristjánsson, Guðný Sæbjörg Jónsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Ingigerður Anna Kristjánsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILBERG SKARPHÉÐINSSON, Jötunsölum 2, Kópavogi, lést á Landspítala, háskólasjúkrahúsi í Foss- vogi, að kvöldi þriðjudagsins 8. júní. Guðbjörg Jónsdóttir, Sigrún Vilbergsdóttir, Guðni Stefánsson, Erna Vilbergsdóttir, Sverrir Sæmundsson, Valgerður Vilbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.