Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 33
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 33 Það er notalegt að koma í Mela-búðina, hér fæ ég allt sem migvantar, góða vöru og þjón- ustan er framúrskarandi,“ segir Ingi- björg Bragadóttir þegar við byrjum að tína í körfurnar okkar í Melabúð- inni. Hún stingur sódavatni í körfuna þegar við göngum framhjá gosinu, segir að fjölskyldan sé eiginlega hætt að drekka gos. Innkaupin hjá Ingibjörgu eru árs- tíðabundin. Nú er sumar og þá er létt- ara yfir körfunni, sérstaklega þegar helgi er framundan því þá er oft grill- að. „Þá kaupum við öðruvísi inn því leiðin liggur gjarnan upp í Borgarnes þar sem við erum með okkar annað heimili á sumrin. Ég fer þá stundum léttari leiðir í matreiðslunni, kaupi t.d. tilbúna naan-brauðsblöndu frá Sharwoods sem bara þarf að bæta í vatni, svo er hnoðað og sett á grillið.“ Ingibjörg kaupir oft brauð frá bak- aríinu í Grímsbæ sem fæst í Melabúð- inni og ávaxtabrauðið er í uppáhaldi. „Svo er fjölskyldan mjög hrifin af frosnu Mr. Bagel-beyglunum.“ Sjávarfang á grillið En hvað kaupir hún svo á grillið? „Það er nú allur gangur á því en oft verða þó nautalundir og lambalæri fyrir valinu. Þá úrbeina þeir lærið fyr- ir mann eða taka sinar af nautalund- um. Þjónustulund meistaranna við kjötborðið er alveg til fyrirmyndar.“ En hvernig meðhöndlar hún kjötið á grillið? „Ég nota gjarnan hefðbundna grill- sósu frá CajP og pipra vel en annars hef ég líka látið lambalærið liggja í Ab-mjólk og sterku karríi (hot curry paste).“ Ingibjörg segir að oft freistist hún til að kaupa humar, risarækju eða hörpuskel á grillið. „Þá blanda ég saman sesamolíu, ostrusósu og sætri indónesískri sojasósu í jöfnum hlut- föllum og bæti svo í sesamfræjum. Í þessu liggur fiskurinn í klukkustund og svo er hann þræddur á pinna og settur á grillið.“ Grænmetisborðið blasir nú við okk- ur og Ingibjörg upplýsir að lífrænt ræktuð epli lendi oft í körfunni. „Þeir standa sig mjög vel í grænmetisdeild- inni, eru með úrval kryddjurta og leggja sig fram um að bjóða líka fram- andi tegundir svo maður fær eiginlega allt sem þarf. „Spínatið fer vel í okkur og ég steiki það gjarnan á pönnu og pipra. Eins finnst mér Portóbelló- sveppirnir góðir á grillið og við erum fyrir spergilkál, ekki síst holl- ustunnar vegna. Síðan kaupi ég gjarnan litlar gulrætur og hita þær í smá smjöri og hlynsírópi. Íslensku konfekt- tómatarnir eru lostæti og ís- lensku jarðarberin og yfirleitt er allt íslenskt grænmeti gott.“ Risottó vinsælt En hvað um kaffi? spyr ég þegar við göngum framhjá kaffihorninu. „Ég kaupi ekki alltaf sama kaffið því heima helli ég upp á en í Borgarnesi erum við með kaffivél. Morg- undöggin frá Kaffitári er vin- sæl þegar leiðin liggur út úr bænum. Ég þarf að kaupa hrísgrjón í ris- otto,“ segir hún þegar við höldum áfram göngu okkar um búðina og set- ur Carnaroli-grjón í körfuna. „Við er- um oft með risottó og notum þá sama grunninn en setjum á víxl út í sjáv- arrétti, grænmeti eða bara sveppi.“ Mjólkurvörurnar blasa nú við og Ingibjörg staldrar við þar. „Mikið vildi ég að þeir hjá Mjólkursamsölunni færu að framleiða meira af hollri mjólkurvöru. Nýlega kom ein tegund í viðbót af engjaþykkni á markað og sú er full af sykri og fitu. Það vantar holl- ar mjólkurafurðir. Við kaupum oft skyr með melónum og ástaraldinum sem er ekki með viðbættum sykri og svo drekkum við fjörmjólk. Egg kaupi ég hins vegar ekki hérna. Þau þurfa að vera í kæli og ég vil helst kaupa egg sem koma úr hæn- um sem ganga lausar. Því kaupi ég mín egg annars staðar.“ Í lokin fær ananas að fljóta í körf- una, niðursoðnir tómatar frá Ora sem hún hælir fyrir gæði, hráskinka, núðl- ur og herbamare-krydd. En finnst henni eitthvað vanta í ís- lenskar matvöruverslanir? „Það er hægt að finna flest sem þarf til matargerðar hér á landi en það er helst að gæðin mættu vera meiri, t.d. í innfluttu grænmeti. Hvítlaukur er gott dæmi. Hann er ekki alls nógu góður og þegar ég er á ferð í útlöndum kaupi ég hvítlauk til að taka heim. Svo eru íslensku kartöflurnar ekki lengur boðlegar í júní og kaupmenn þurfa að vera duglegri við að leita út fyrir land- steinana að nýjum kartöflum.“  HVAÐ ER Í MATINN?|Ingibjörg Bragadóttir „Ég fer í Melabúðina því úrvalið er ótrúlega fjölbreytt í ekki stærra rými og algjörir meistarar sem vinna við kjötborðið.“ Melabúðin, Hagamel 39 Reykjavík. Sími: 551 0224 Þjónusta: Vanti viðskiptavini hugmyndir liggja frammi mat- reiðslubækur til að glugga í. Ingibjörg Bragadóttir: Frábær þjónusta og fjölbreytt úrval. Friðrik Guðmundsson, kaup- maður í Melabúðinni: Hvernig líst þér á þetta lambalæri? gudbjorg@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Spínat og nautalundir Úrval: Starfsfólkið leggur sig fram við að fylla á þéttsetnar hillurnar. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 49 39 0 6/ 20 04 www.urvalutsyn.is Trygg›u flér bestu k jörin og bóka›u strax á n etinu! *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur 11.000 kr. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. 59.900 kr.* 5 viðbótaríbúðir á tilbo›sver›i Andrúmsloftið á Krít er einstakt - það vita allir sem þangað hafa komið. Skelltu þér í eina eða tvær vikur á þægilega íbúðahótelið Golden Bay. Allar íbúðir eru loftkældar og gengið er úr sundlaugargarðinum beint út í volgan sjóinn við silkimjúka sandströnd. á mann m.v. tvo í íbúð í 7 nætur. 49.900 kr.* á mann m.v. 4 í íbúð í 7 nætur. Sumartilbo› 21. júní, 28. júní og 5. júlí Aukavika skv. verðlista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.