Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur og fer í dag. Cape Egmont og Mikael koma í dag. Dettifosss, Örfirisey og Arnarfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Remoy, Akamalik, Ikksmiut og Starlette koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð. Sími 535 2760. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, al- menn handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 14–15 söngstund, púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun og opin handa- vinnustofa, kl. 14.30 syngur Steinnun Skjenstad við undirleik Jóns Stefánssonar. Kaffiveitingar. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Vinnustof- an opin miðviku-, fimmtu- og föstudag með leiðbeinanda til 15. júní. Púttvöllurinn opinn. Böðun mánu- og fimmtudaga. Fótaað- gerðastofa á mið- vikudögum, aðra daga eftir samkomulagi. Hárgreiðsla alla daga kl. 9–12. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Sameiginleg dagsferð félagsstarfs aldraðra og félags eldri borgara, mæting kl. 9.30 í Garðabergi. Sameiginleg kvenna- leikfimi í Smáranum kl. 11, karlaleikfimi kl. 13. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 videókrókur, kl. 14 op- ið hús á vegum Menn- ingarmálanefndar. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 10.30 helgistund umsjón sr. Guðmundur Karl Ágústsson frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Handa- vinnustofan er opin frá kl. 13–16. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinnaog búta- saumur , perlusaumur, kortagerð og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 boccia, kl. 11 , kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 10 boccia, kl. 13–16 hannyrðir,kl.13.30–16 félagsvist. Fótaaðgerð- ir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 sam- verustund. Leir, lokað í leir í júní og júlí. Vesturgata. Kl. 9– 10.30 setustofa, dag- blöð og kaffi, kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14 að- stoð v/böðun, kl. 9.15– 15.30 hannyrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 9.30–11.30 skraut- skrift, kl.13–14 leik- fimi. Vitatorg. Kl. 8.45– 11.45 smiðjan, kl. 9–16 hárgreiðsla, kl. 9.30–10 morgunstund, kl. 9.30–16 handmennt, kl. 10–16 fótaaðgerðir, kl. 13–16 bridge. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Opið kl. 9–14. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Brúðubílinn Brúðubílinn, verður í dag 10. júní kl. 10 við Fróðengi og á morgun 11. júní kl. 10 við Mal- arás og kl. 14 við Njáls- götu. Minningarkort Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í s. 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu fást hjá Sjálfsbjörg fé- lagi fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu, Há- túni 12, sími: 551 7868. Í dag er fimmtudagur 10. júní, 162. dagur ársins 2004, dýri- dagur. Orð dagsins: Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi. (Rm.. 12, 19.)     Í Staksteinum í gær varvikið að umfjöllun Morgunblaðsins veturinn 2003 um skattamál Jóns Ólafssonar. Hinn 14. febr- úar það ár birti blaðið yf- irlýsingu frá Jóni Ólafs- syni, þar sem hann sagði m.a.: „Með því að afhenda Morgunblaðinu öll gögn svo blaðamenn þar geti unnið úr þeim fréttir vonast ég til að sögusögn- um um stórfelld skattsvik mín linni og ég fái notið þeirra mannrétt- inda á Íslandi að vera sak- laus þar til sekt mín hefur verið sönnuð með þeim hætti, sem lög kveða á um.“ Jón Ólafsson afhenti Morgunblaðinu öll gögn um málið eins og fram kom í yfirlýsingu hans og blaðið hafði þar með yf- irsýn yfir öll efnisatriði skýrslunnar. Hins vegar var ofmælt í Staksteinum í gær, að þau hefðu verið birt í heild enda tæpast hægt í dagblaði. En frá- sögn af efni þeirra birtist á tíu blaðsíðum í Morg- unblaðinu umræddan dag.     Sigurður Líndal fyrrumprófessor við laga- deild Háskóla Íslands skrifaði stutta grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hann svaraði at- huga- semdum í sinn garð hér í Stak- steinum í fyrradag. Þar var því haldið fram, að Sigurður Líndal væri að breytast úr lög- fræðilegum álitsgjafa í pólitískan álitsgjafa.     Í grein sinni í gær segirSigurður: „Nú hlýtur Alþingi sjálft sem stofnun – jafnt stjórnarlið sem stjórn- arandstaða – að ákveða hvernig það hagar störf- um, þar á meðal hvort það fær nauðsynlegt tóm til að afla upplýsinga og ræða mál. Ef sá meiri- hluti sem styður stjórn hverju sinni virðir ekki þennan rétt þrátt fyrir rökstudd mótmæli stjórn- arandstöðu og viðvaranir sérfróðra manna veikir það stöðu Alþingis sem stofnunar gagnvart fram- kvæmdavaldinu og þá um leið stöðu þess innan stjórnskipunarinnar. Álitaefni þar að lútandi falla undir stjórnskip- unarrétt sem er ein grein lögfræðinnar.“ Nú er staðan þessi: Al- þingi ræddi fjölmiðla- frumvarp ríkisstjórn- arinnar svo rækilega, að sennilega er einungis eitt dæmi á síðari tímum um að mál hafi verið meira rætt á þingi. Athuga- semdir prófessorsins eiga því ekkert skylt við lög- fræði. STAKSTEINAR „… vonast til að sögu- sögnum linni …“ Jón Ólafsson Sigurður Líndal prófessor Víkverji skrifar... Eigi alls fyrir löngu heimsóttiVíkverji Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu og fannst mik- ið til hans koma. Reyndar gerði Víkverji sig beran að þeirri vitleysu í pistli sínum fyrir hálfum mánuði að telja Vatnsdalinn til Vestur- Húnavatnssýslu og biðst hér með afsökunar á því. En í um- ræddri ferð einsetti Víkverji sér að heimsækja næst Vatns- nesið í Vestur-Húnavatnssýslu og lét verða af því um hvíta- sunnuna. Veður var ein- staklega gott þessa helgi á Norðurlandi. Fyrsti áfangastaðurinn var Hindisvík þar sem séra Sigurður Norland bjó á sínum tíma og frið- aði selalátur á jörð sinni. Ein- staklega gaman var að heimsækja þennan stað og heilsa upp á for- vitna selina. Svo einstakt var veðr- ið þennan dag, sjálfan hvítasunnu- dag, að það var erfitt að slíta sig upp frá sjávarsíðunni. Það er makalaust hvað maður getur horft lengi út á sjó og gleymt stað og stund. Það er rétt að geta þess að veg- urinn fyrir Vatnsnesið er hreint ágætur að mati Víkverja. Næst lá leiðin út að Hvítserk en þangað hafði Víkverji hlakkað gríð- arlega til að komast. Það kom hon- um mjög á óvart hversu nálægt kletturinn er landi og hitt var ekki síður athyglisvert að búið er að styrkja klettinn með því að steypa upp í neðsta hluta hans. Sitt sýnist sjálfsagt hverjum um slík inngrip. Þarna er ágætis útsýnispallur og svo má skrönglast ofan í fjöru ef vill. x x x Næsti staður var Borgarvirkisem blasir reyndar við frá Hringveginum en þeim sem ekki þekkja til, eins og Vík- verja, dytti vart í hug hvað þarna er um að ræða. Talið er að Borgarvirki hafi verið hlaðið meðan á Heiðarvígum stóð eins og segir frá í samnefndri Ís- lendingasögu. Gríðarlega gott útsýni er af Borgarvirki til allra átta og eins og veðrið var nú gott þennan dag, var ekki amalegt að virða það fyrir sér. Það væri gaman að fara þenna hring á fjallahjóli og taka jafnvel tvo daga í það ferðalag og tjalda á leiðinni eða gista hjá ferðaþjónustubónda. x x x Næst lá leiðin í Skagafjörð oghann var ekki síður fallegur í góða veðrinu um hvítasunnuna. Eyjarnar á Skagafirðinum voru baðaðar í miðnætursólinni að kvöldi hvítasunnudags og Þórð- arhöfði var virðulegur á að líta. Ugla leitaði að músum við Áshild- arholtsvatn og álftir tvær kvökuðu úti á vatninu. Norðurlandið er fal- legt, það hefur Víkverji löngum vit- að. Enn er samt Mælifellshnjúkur óklifinn af Víkverja. Hvernig væri að freista uppgöngu í sumar? Morgunblaðið/Eggert Útsýnisskífa við Borgarvirki. LÁRÉTT 1 allhvassan vind, 8 fal- leg, 9 róleg, 10 elska, 11 sorp, 13 peningar, 15 tími, 18 slagi, 21 eld- stæði, 22 nirfill, 23 þjálf- un, 24 skrýtlur. LÓÐRÉTT 2 glefsa af grasi, 3 flat- armálseiningin, 4 þekkja, 5 talar illa um, 6 krafts, 7 guð, 12 gyðja, 14 dvelj- ast, 15 bráðum, 16 alda, 17 ílátið, 18 borða, 19 húsdýra, 20 kvennafn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 þerna, 4 klasi, 7 rómað, 8 ósómi, 9 afl, 11 aðan, 13 ýsan, 14 áfall, 15 garð, 17 anga, 20 æki, 22 ætlar, 23 lyfta, 24 akarn, 25 trana. Lóðrétt: 1 þerna, 2 remma, 3 agða, 4 kjól, 5 atóms, 6 ið- inn, 10 flakk, 12 náð, 13 ýla, 15 glæta, 16 rolla, 18 nefna, 19 apana, 20 æran, 21 illt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html Fiatvarahlutir FÖSTUDAGINN 27. febrúar var Fiatumboðið á Íslandi innsiglað og gjaldþrota. Eftir það hef- ur engin Fiatþjónusta verið til staðar á landinu svo ég viti til. Ef einhver veit um einhvern sem er með varahlutaþjónustu fyrir Fiat væri vel þegið að fá að vita af því. Fiateigandi. Ættarmót AFKOMENDUR Ingi- bjargar Jónsdóttur frá Dölum í Fáskrúðsfirði og Árna Jónssonar frá Eiði í Fáskrúðsfirði, þið sem ekki hafið fengið bréf. Við ætlum við að hittast helgina 3. og 4. júlí á Iðu- felli austan við Selfoss, rétt hjá Skálholti. Nánari upplýsingar hjá Gullu í síma 426 8123 eða Ástu í síma 456 8199. Vinsamleg- ast hafið samband sem allra fyrst. Fjaran á Hellnum er óskipt sameign ÞAÐ hefur ætíð verið ljóst að fjaran á Hellnum er óskipt sameign Hellna- manna. Eigi þarf um það að deila. Björn Indriðason, samsveitungur. Ritstjóri Morgunblaðsins NÚ ER mikið ráðist á rit- stjóra Morgunblaðsins frá eigendum allra annarra frjálsra miðla. Eru ekki upphaflega öll þessi svo- kölluðu mótmæli til komin út af tjáningarfrelsi? Gildir það ekki fyrir hann? Það er svo langt gengið að það þorir enginn að tjá sig nema þeir sem eru sammála hinum miðlun- um. Ég óska þess að Styrmir haldi áfram á sömu braut því ég er al- veg sammála honum. Þetta er ekkert nema kúgun. Það var svo langt geng- ið að það komu tilmæli um það að hann yrði sett- ur á eftirlaun. Frekar vildi ég nú sjá ritstjóra Fréttablaðsins og DV vik- ið frá störfum. Nú vona ég að fólk þori að láta heyra í sér sem er ekki sammála þessum einka- miðlum. Marta Ólafsdóttir. Tapað/fundið Bíllyklar töpuðust BÍLLYKLAR týndust á Smáratorgi við Rúm- fatalagerinn fyrir ein- hverjum vikum síðan. Þetta er lykill á gulu merkispjaldi sem á stend- ur Suzuki. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 669 9192. Úr tapaðist ÚR AF tegundinni Gucci týndist á bílastæði Há- skólabíós, eða í bíóinu sjálfu, þann 22. maí s.l. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 821 9900. Dýrahald Kettlingar fást gefins GÆFIR og kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 699 7374. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.