Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk EF ÞÚ ERT ÞOLINMÓÐUR... ...OG BÍÐUR NÓGU LENGI ÞÁ GERIST EKKERT MIG DREYMDI EKKERT Í NÓTT. LOFTNETIÐ VAR BILAÐ! ÞETTA ER? DAGATAL... ÉG KEYPTI ÞAÐ SVO ÞÚ VITIR HVENÆR JÓLIN ERU OG AÐRIR DAGAR... ÞAÐ ERU TÖLUR Á ÞVÍ! ÉG GET EKKI SKILIÐ EITTHVAÐ SEM ER MEÐ TÖLUM Á ÞVÍ ÖLLU!! AF HVERJU VILTU GEFA MÉR EITTHVAÐ SEM ER SVONA FLÓKIÐ?! AF HVERJU GETUR FÓLK EKKI GEFIÐ MÉR EINFALDA HLUTI? AF HVERJU ÞARF ALLT AÐ VERA SVONA FLÓKIÐ?! Risaeðlugrín © DARGAUD ÉG NÁÐI EINUM Í VIÐBÓT! ÞAÐ VANTAR BARA EINN. BÍÐIÐ HÉRNA EIGUM VIÐ AÐ SEGJA HONUM AÐ SLEPPA FORDRYKKNUM OG PANTA FREKAR ROMM BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Ármann verður með kynningu á starfsemi sinni laugardaginn 12. júní nk. Kynningin fer fram í Laugardals- höll og nágrenni, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Verða hinar fjölmörgu íþróttagreinar sem Ármann stendur fyrir kynntar auk annars sem til skemmtunar verður gert. Má þar meðal annars nefna kynningu Hróksins á skáklistinni. Slökkvilið og hjálparsveitir verða á staðnum og Latibær verður okkur til ánægjuauka. Kynning á heil- næmri fæðu og fæðubótarefnum ættu að koma íþróttafólki í góðar þarfir. Megintilgangurinn er þó að kynna heilsu- og forvarnagildi íþróttaiðkunar. Varðar það líkam- legt atgervi og andlegt, en ekki síst félagslega hæfni. Námsárangur íþróttamanna er jafnan betri en þeirra em vanrækja líkama sinn. Ármann hefur síðustu ár gert til- raun með svokallaða krílahópa í fimleikum. Þá koma 4–6 ára börn með foreldrum sínum. Foreldrarnir horfa á og börnin æfa sig og sýna listir sínar. Hafa þessar samveru- stundir verið einkar ánægjulegar og gefandi fyrir börnin og foreldr- ana. Nýstofnuð almenningsíþrótta- deild Ármanns hefur einmitt þetta markmið, að tengja saman íþrótta- iðkun barnanna við þjálfun hinna fullorðnu, foreldranna. Forvarna- gildi samverustunda þesara er ómetanlegt. JÓN GUNNAR HANNESSON, læknir og stjórnarmaður í Ármanni. Ármannsdagur – heilsuefling Frá Jóni Gunnari Hannessyni: SENN líður að þjóðhátíðardeginum okkar 17. júní. Þá þarf að hyggja að mörgu. Það þarf að hafa allt í lagi og hafa allt til alls og helst að láta ekkert vanta. Þar sem þúsundir manna koma saman í miðri höfuð- borginni er mjög æskilegt að hafa næga salernisaðstöðu. En því miður er hún ekki fyrir hendi í 101 Reykjavík okkar. Verður því að grípa til þess ráðs að setja upp svo- kallaða útikamra en þeir eru gjarn- an notaðir á fjölmennum útisam- komum upp í sveit. En þá vaknar sú spurning hvar á að staðsetja kamrana í miðborg Reykjavíkur. Það er auðvitað mikið smekksatriði. Meðfylgjandi er mynd frá því í fyrra. Hún er af 10 kömrum sem settir voru á grasflötina fyrir fram- an Staðarstað að Sóleyjargötu 1 þar sem skrifstofa forseta Íslands er til húsa og voru kamrarnir 10 settir við fánastöng þar sem lýðveldisfán- inn blakti við hún. Mér finnst þetta ekki vera smekklegt og vera alls- endis óviðeigandi. Ég vil gera það að tillögu minni að kamrarnir verði ekki settir þarna aftur frekar en á Austurvöll fyrir framan Alþingis- húsið eða fyrir framan Þjóðmenn- ingarhúsið eða Stjórnarráðið eða ámóta staði. Skömmu eftir að ég hafði tekið þessa mynd átti ég leið þarna um. Veitti ég því þá athygli að útlend- ingar voru að kanna þessa bygg- ingu við fánastöngina með lýðveld- isfánanum blaktandi og tóku svo myndir af öllu saman eins og ég. ÞÓRIR S. HERSVEINSSON, Klapparstíg 1a, Reykjavík. Ósmekkleg stað- setning útikamra Frá Þóri S. Hersveinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.