Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 59
HAFSTEINN Ingason handknatt-
leiksmaður, sem leikið hefur með
Fram allan sinn feril, er genginn til
liðs við ÍR. Hafsteinn er vinstrihand-
arskytta, 23 ára, og er honum ætlað
að taka við hlutverki Einars Hólm-
geirssonar en hann hefur sem kunn-
ugt er gert samning við þýska 1.
deildar liðið Grosswallstadt.
ÍSLENSKA drengjalandsliðið í
knattspyrnu tekur þátt í Norður-
landamótinu sem haldið verður í
Vaasa í Finnlandi 3.–8. ágúst í sumar.
Íslensku strákarnir leika þar í riðli
með Finnum, Norðmönnum og Skot-
um, sem eru gestalið á mótinu.
ÁMUNDI Sigmundsson, sem lék í
eina tíð með Víkingi og Val, lék síð-
asta hálftímann með liði Árborgar
gegn Deiglunni í gærkvöld. Ámundi,
sem er 42 ára, meiddist eftir stund-
arfjórðung en lauk leiknum þar sem
búið var að nota alla varamennina.
RUDI Völler, landsliðsþjálfari
Þýskalands í knattspyrnu, segir að
möguleikar Þýskalands á að sigra í
Evrópukeppninni séu ekki miklir.
„Það eru nokkrar þjóðir sem eiga
ágætis möguleika á að sigra í Evr-
ópukeppninni en við erum ekki ein af
þeim,“ sagði Völler.
JOHN Terry, varnarmaður enska
landsliðsins í knattspyrnu, er í kapp-
hlaupi við tímann um að fá sig góðan
af meiðslum en Englendingar mæta
Evrópumeisturum Frakka í fyrsta
leik sínum á Evrópumótinu í Portúgal
á sunnudag. Sven Göran Eriksson,
landsliðsþjálfari Englendinga, hefur
gefið Terry frest til morguns til að fá
sig góðan en að öðrum kosti mun
hann tefla fram annað hvort Ledley
King eða Jamie Carragher við hlið
Sol Campbells í hjarta varnarinnar.
CELTIC er sagt hafa mikinn áhuga
á að nýta sér krafta hollenska sókn-
armannins Jimmy Floyd Hassel-
bainks en Jimmy er einn margra leik-
manna Chelsea sem nýráðinn
knattspyrnustjóri liðsins, Jose Mour-
inho, hyggst losa sig við í sumar.
SERGEI Rebrov, úkraínski sóknar-
maðurinn sem Tottenham keypti frá
Dynamo Kiev fyrir fjórum árum á 11
milljónir punda, hyggst láta á að það
reyna hvort hann fái tækifæri með
Tottenham á nýjan leik undir stjórn
nýráðins knattspyrnustjóra, Jacques
Santini. Rebrov hefur verið í láni hjá
Fenerbache í Tyrklandi síðan í jan-
úar í fyrra en hann á eitt ár eftir af
samningi sínum við Tottenham.
STUTTGART er á höttunum eftir
brasilíska framherjanum Giovane
Elber sem leikur með franska liðinu
Lyon. Elber, sem er 31 árs, lék með
Stuttgart á árunum 1994–1997 og
skoraði 41 mark í 87 leikjum fyrir fé-
lagið en gekk þá til liðs við Bayern
München. Elber hefur lýst því yfir að
hann vilji snúa aftur í þýsku 1. deild-
ina og er Matthias Sammer, nýráðinn
þjálfari Stuttgart, mikill aðdáandi
Brasilíumannsins snjalla.
FÓLK
TVEIR ungir leikmenn frá Stoke á
Englandi eru komnir til Víkings og
vonar Sigurður Jónsson, þjálfari fé-
lagsins, að hann geti notað þá í bik-
arleiknum um helgina en þá fara
Víkingar til Hornafjarðar og mæta
Sindra.
Leikmennirnir sem um ræðir eru
báðir 17 ára gamlir og verða átján í
ágúst. Richard Keogh er varn-
armaður en Jermaine Palmer fram-
herji og hafa þeir leikið með ung-
lingaliði Stoke.
„Þetta eru geðþekkir piltar og
vonandi getum við notað þá um
helgina. Það hefur eitthvað dregist
að ganga frá félagskiptunum, en
við vonum að það verði orðið klárt
fyrir leikinn á Höfn. Leikmennirnir
kosta okkur ekkert enda höfum við
ekki efni á að kaupa dýra leikmenn
eins og mörg önnur lið,“ sagði Sig-
urður í gær.
Annar leikmaður, mun þekktari
hér á landi, hefur æft með Vík-
ingum undanfarna viku, en það er
Mihajlo Biberdzic, sem lék fyrir
nokkrum árum með Skagamönnum
og KR í efstu deild. Biberdzic kom
til Stjörnunnar í vor en staldraði
stutt við í Garðabænum. Hann mun
æfa af kappi þessa dagana til að
koma sér í góða æfingu og verður
fróðlegt að sjá hvort hann verður í
framlínu Víkinga er fram líða
stundir í sumar.
Víkingur fær tvo unga
leikmenn frá Stoke
Ísland fellur um níu sæti
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu karla fellur um níu sæti frá síð-
asta mánuði, á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnu-
sambandsins, FIFA, sem var birtur í gærmorgun. Íslenska lands-
liðið er í 65. sæti ásamt Kongó, Kína og Chile.
Brasilía er sem fyrr í efsta sæti á styrkleikalistanum, Frakkland í
öðru, Spánn í þriðja, Mexíkó í fjórða, Argentína, Holland og Tyrk-
land í fimmta til sjöunda, Þýskaland í áttunda, Bandaríkin í níunda,
Ítalía í tíunda, Tékkland í ellefta, Kamerún í tólfta og Englend-
ingar skipa þrettánda sætið á listanum.
Danir eru efstir Norðurlandaþjóðanna í 15. sæti, Svíar eru í 18.
sæti, Norðmenn í 36. sæti, Finnar í 42. - 43. sæti og Færeyingar í
134. sæti.
ÞORVALDUR Makan Sig-
björnsson, leikmaður Fram í
knattspyrnu, er enn á sjúkra-
húsi en fær væntanlega að
fara heim í dag. Þorvaldur
hné niður á leið til búnings-
klefa Fram mánudagskvöldið
þegar honum var skipt útaf
eftir klukkustundar leik við
Fylki. Þorvaldur var í hálf-
gerðu móki alveg fram yfir
hádegi í gær og þegar hann
kom til sjálfs sín í gær mundi
hann ekki hvað gerst hafði
daginn áður. Taugalæknar
hafa rannsakað hann síðan á
mánudaginn en ekki hefur
verið gefið út hvað amar að
honum. Talað hefur verið um
að þetta sé heiftarlegt mígreni
en menn efast þó um að svo sé,
einkennin séu ekki þess eðlis.
Þorvaldur
er enn á
sjúkrahúsi
KR-ingar hófu leikinn með ógnar-krafti og þeir linntu ekki látum
fyrr en boltinn lá í neti Skagamanna.
Arnar Jón Sigur-
geirsson var felldur
innan teigs og Arnari
Gunnlaugssyni urðu
ekki á nein mistök í
vítaspyrnunni sem dæmd var. Þórður
Þórðarson, markvörður Skaga-
manna, gerði heiðarlega tilraun til að
verja en án árangurs. Markið kveikti
enn frekari neista í leikmönnum KR
og þeir gáfu Skagamönnum engan
frið til að byggja upp spil. Kjartan
Henry Finnbogason, hinn stórefni-
lega framherji KR-inga, gerði Skaga-
vörninni lífið leitt og markið, sem
gamli Skagamaðurinn Arnar Gunn-
laugsson skoraði, sló Akurnesinga
nokkuð út af laginu. Það tók sinn tíma
fyrir bikarmeistarana að ná áttum en
minnstu munaði að Færeyingurinn
Julian Johnson jafnaði á 25. mínútu
en skalli hans eftir hornspyrnu lenti
ofan á markslánni. Mínútu síðar
þvældust Kristinn Hafliðason og Arn-
ar Gunnlaugsson fyrir hvor öðrum en
báðir fengu samt góð færi. Fyrst
skaut Kristinn í varnarmann ÍA og
Arnar náði frákastinu en skaut hátt
yfir. Kristinn Hafliðason var mjög
áberandi í liði KR-inga og hann var
ekki langt frá því að skora annað
mark fyrir sína menn en skot hans úr
vítateignum fór yfir Skagamarkið eft-
ir vel útfærða sókn. Akurnesingar
sóttu mjög í sig veðrið á síðasta stund-
arfjórðungi fyrri hálfleiks og í þrí-
gang gerðu þeir harða atlögu að KR-
markinu en Kristján Finnbogason
var vandanum vaxinn í marki Íslands-
meistaranna, auk þess sem Gunnar
Einarsson bjargaði á ævintýranlega
hátt þegar Kári Steinn var kominn í
upplagt færi.
Fyrri hálfleikurinn var líflegur og
bauð upp á fín tilþrif í blíðunni á KR-
vellinum en síðari hálfleikurinn var
frekar tilþrifalítill þar sem baráttan
var allsráðandi. KR-ingar sigu hægt
og bítandi aftar á völlinn og Willum
Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, styrkti
varnarleik sinn enn betur þegar hann
kippti Arnari Gunnlaugssyni út af um
miðjan seinni hálfleik og setti í stað-
inn varnartengiliðinn Kristin Jón
Magnússon. Nokkuð djörf ákvörðun
hjá Willum enda hafa lið oftar en ekki
farið flatt á að ætla að halda fengnum
hlut. Skagamenn réðu að mestu ferð-
inni síðustu 25 mínútur leiksins en
þeim tókst ekki að finna glufur á
sterkum varnarmúr KR-inga og síð-
ari hálfleikurinn spilaðst án þess að
nokkuð markvert gerðist uppi við
mörkin.
Mesti munurinn á liði KR í gær og í
leikjunum á undan var sá að leikmenn
Vesturbæjarliðsins börðust eins og
ljón allan tímann og það sást frá
fyrstu mínútu að þeir ætluðu að selja
sig dýrt og þoka sér upp stigatöfluna.
Liðsheildin var öflug en fremstur á
meðal jafningja var Kristinn Hafliða-
son. Hann var prímus mótor á miðj-
unni og vann virkilega vel fram og til
baka. Kjartan Henry sýndi góða
takta meðan hans naut við og mið-
verðirnir Gunnar Einarsson og Krist-
ján Örn Sigurðsson stigu vart feil-
spor. Sem sagt allt annað KR-lið og
með sama áframhaldi á það eftir að
skríða hægt og bítandi upp töfluna.
Skagamenn hefðu svo sem alveg
getað tekið með sér stig frá KR-vell-
inum í fyrsta sinn frá árinu 1994 en
einhvern ferskleika skorti í liðið að
þessu sinni og sérstaklega var fram-
spilið bitlaust. Miðjumenn ÍA lentu
undir gegn kollegum sínum hjá KR
og Stefán Þórðarson var oftar en ekki
einn að berjast gegn þremur til fjór-
um varnarmönnum KR í fremstu víg-
línu. Gunnlaugur Jónsson og Harald-
ur Ingólfsson voru einna bestir í liði
Akurnesinga sem urðu að játa sig
sigraða í fyrsta sinn á leiktíðinni.
Morgunblaðið/Þorkell
yrir KR og hér fylgjast Andri Karvelsson, Reynir Leósson og Julian Johnsson með honum skjóta að markinu.
Fastir liðir hjá KR og
ÍA í Vesturbænum
EKKI tókst Skagamönnum að kveða niður KR-grýluna á KR-
vellinum í gærkvöld þegar Íslandsmeistararnir tóku á móti bikar-
meisturunum í lokaleik 5. umferðar Íslandsmótsins. Líkt og á síð-
ustu leiktíð skoraði Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson eina mark
leiksins fyrir KR-inga sem hafa nú fagnað sigri gegn Akurnesingum
í fimm leikjum í röð á Íslandsmótinu og það sem meira er, KR hefur
lagt ÍA að velli í tíu leikjum í röð á heimavelli sínum í Vesturbænum.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar