Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS - Langamýri 26, 210 Gbæ Fasteignakaup kynnir 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi á besta stað í Garðabæ. Lýsing eignar: Gengið er inn í hol með ljósum flísum á gólfi. Svefnherbergi er með eikarparketi á gólfi og ljósum fataskápum. Barnaherbergi er með parketi á gólfi. Baðherbergi er með flísum á gólfi, baðkari, sturtuklefa og ljósri baðinnrétt- ingu. Eldhús er með ljósri innréttingu og búr inn- af eldhúsi, flísar eru á gólfi. Stofa og borðstofa eru með gegnheilu eikarparketi á gólfum og út- gengi út á sérverönd, leyfi er fyrir sólskála. Húsið var málað og þak standsett fyrir ári síðan að sögn eiganda. Hér er stutt í alla þjónustu s.s. skóla, sundlaug, íþróttir, verslanir og heilsu- gæslu, því hefur verið mikil eftirspurn eftir eign- um á þessu svæði. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sölufulltrúi: Guðmundur Valtýsson gsm 865 3022, tölvup.: gudmundur@fasteignakaup.is Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Heimilisfang: Langamýri 26, Garðabæ Stærð eignar: 97,1 fm Staðsetning í húsi: 1. hæð Bílskúr: 22,9 fm Byggingarár: 1987 Brunabótamat: 13,1 millj. Afhending eignar: Fljótlega Verð: 17,9 millj. Guðmundur Valtýsson frá Fasteignakaupum tekur á móti gestum milli kl. 18 og 19 í dag. Reykjavík | Breyta á fyrirkomulagi borgarstjórn- arfunda og setja á fót forsætisnefnd, m.a. til að skipuleggja starf borgarstjórnar, samkvæmt tillög- um sem lagðar voru fyrir borgarstjórn sl. fimmtu- dag til fyrri umræðu. Verður fundarformið líkara því sem þekkist á Alþingi. Voru oddvitar allra stjórnmálaflokka ánægðir með tillögurnar og lýstu yfir stuðningi við breytingarnar. Gangi þetta eftir víxlast fundardagar borgarráðs og borgarstjórnar og verða borgarstjórnarfundir á þriðjudögum en fundir borgarráðs á fimmtudög- um. Flókið fyrirkomulag Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, kynnti þessar tillögur og sagði markmiðið fyrst og fremst að gera umræðu í borgarstjórn markvissari. Borgarfulltrúar og forsætisnefnd ákvæðu hvaða mál færu á dagskrá borgarstjórnarfunda undir sér- stökum lið og umræða um þau yrði kláruð áður en farið yrði í næsta mál á dagskrá. Áfram yrði borg- arfulltrúum heimilt að fjalla um önnur mál, sem kæmu fram í fundargerðum ráða og nefnda borg- arinnar, en tími til þess styttur. „Þetta á líka að gera umræðuna gagnvart þeim sem á hlusta, hvort sem það er á áhorfendapöllum eða í beinni útsend- ingu, miklu áheyrilegri,“ sagði Árni Þór. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi eru allir lið- ir fundargerða nefnda og ráða, t.d. fundargerð borgarráðs, til umræðu undir sérstökum dagskrár- lið. Fundargerðir eru oft langar og fjallar hver og einn borgarfulltrúi um þann lið fundargerðar sem honum finnst eiga erindi inná fund borgarstjórnar. Getur þá nokkur tími liðið á milli þess sem borg- arfulltrúar fjalla um sama lið í fundargerð. Í milli- tíðinni fjalla e.t.v. allt aðrir borgarfulltrúar um önn- ur atriði. Þetta gerir fyrirkomulagið flókið og fólki erfiðara fyrir að fylgjast með umræðu um eitt til- tekið mál. Sátt í öllum flokkum Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, sagði að skynsamlega hefði verið að þessu staðið og breytingin væri til hins betra. Næstum ógerningur sé fyrir þá sem hlusta á um- ræður í borgarstjórn að fylgjast með tilteknum málum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Ólaf- ur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, fagnaði þessum breytingum og sagðist þakklátur frum- kvæði forseta borgarstjórnar í málinu. Þetta auki vonandi áhuga almennings á að fylgjast með fund- um borgarstjórnar. Hin nýja forsætisnefnd skal hafa yfirumsjón með starfi borgarstjórnar og alþjóðasamstarfi. Hún á að fjalla um fjárhags- og starfsáætlun og um tillögur að breytingum á samþykktum um stjórn Reykja- víkurborgar, fundarsköpum borgarstjórnar og samþykktum fyrir einstakar nefndir. Þá á forsæt- isnefnd að setja reglur um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. Aðspurður segir Árni Þór að embættismenn borgarinnar hafi hingað til lagt fram tillögur um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa fyrir borgar- stjóra til samþykktar. Þau kjör séu í ákveðnu hlut- falli við þingfararkaup alþingismanna og breytast í samræmi við það. Breytingar á fundarformi borgarstjórnar hljóta stuðning allra flokka Fundirnir verða áheyrilegri Miðborgin | Skólavörðustígur hefur verið gerður að svokallaðri blóma- götu, og færðu fulltrúar Reykjavík- urborgar íbúum og fyrirtækjum við götuna blóm og mold í potta af því tilefni á þriðjudag. Tilefnið til þessa blómaátaks er smekkleg endurgerð neðri hluta götunnar og er ætlunin að stuðla að blómlegri ásýnd Skólavörðustígsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. Þórólfur Árnason borgarstjóri kom ásamt fleirum fær- andi hendi, auk þess sem starfsmenn garðyrkjudeildar gáfu góð ráð og leiðbeindu um meðferð blómanna. Skólavörðustígur tekur á sig blómlegri mynd um að loka einhverjum gatnaköfl- um fyrir annarri umferð en stræt- isvögnum, segir Ásgeir. Of snemmt að ræða breytingar Skipulagsmál á Hlemmi voru rædd í Skipulags- og byggingar- nefnd í gær, og var málinu frestað á fundinum og verður því rætt aft- ur á fundi nefndarinnar á föstu- dag. Á fundinum í gær voru drög að skipulagi á Hlemmi kynnt fulltrúum, en of snemmt er að segja hvaða breytingar verða lagð- ar til, segir Helga Bragadóttir, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur- borgar. Höfuðborgarsvæðið | Gildistöku nýs leiðakerfis Strætó bs. verður frestað, en fyrirhugað var að taka kerfið í gagnið í ágúst. Nú er rætt um að hefja akstur eftir nýju kerfi í október, en ekki er komin end- anleg dagsetning. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir að ástæður þessarar frestunar séu nauðsyn- legar breytingar á umferðarmál- um við Hlemm, en þær breytingar þurfa að fara í deiliskipulag sem ekki var reiknað með í upphafi. Gera þarf viðamiklar breytingar á öllu umferðarskipulagi við Hlemm vegna breytinga á leiða- kerfinu, og eru hugmyndir uppi Gildistöku leiðakerfis Strætó frestað Miðborgin | Hugmyndir eru uppi hjá Strætó bs. að félagið fái stoppistöð fyrir strætisvagna í Lækjargötunni fyrir framan útitaflið, en þar er nú stæði fyrir leigubíla BSR. Leigubíl- stjórar eru ekki sáttir við hugmynd- irnar. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir að þessi hug- mynd hafi vissulega komið upp, en hún hafi ekki verið rædd frekar enn sem komið er, hvorki við borgaryf- irvöld eða BSR, og því ekkert ákveð- ið í þessum efnum. „Við eigum góða viðskiptavini í miðbænum og þetta skiptir miklu máli,“ segir Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR. Hann segir BSR hafa haft þetta stæði til afnota í um 80 ár, og segir hann engan áhuga innan fyr- irtækisins á því að færa það. Guðmundur segist vonast til þess að þetta mál leysist friðsamlega með því að aðrar lausnir finnist á vand- ræðum Strætó. Hann segir stæðið í Lækjargötunni vinsælasta leigubíla- stæðið, það sé á við fjögur til fimm önnur stæði í heildina séð. „Það er mikil gangandi vinna þarna, þetta er besta stæðið að því leytinu til, og svo er líka staðsetn- ingin góð gagnvart okkar viðskipta- vinum sem eru staddir á miðbæjar- svæðinu þegar við sendum þeim bíla,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Eggert Breytt kerfi: Hugmyndir eru um að Strætó fái stæði BSR í Lækjargötu þegar nýtt leiðakerfi kemst í notkun. Vilja fá leigubílastæði undir strætisvagna Nauthólsvík | Bláfáninn svonefndi var á dögunum dreginn að húni í Nauthólsvík en fáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis, hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir sem leggja sig fram um að auka gæði og þjónustu á viðkom- andi stöðum og stuðla að verndun umhverfis. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, veitti fánanum viðtöku frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, formanni Land- verndar. Bláfáninn blaktir á fjórum stöðum í ár, í smábátahöfnunum í Stykkishólmi og Borgarfirði eystra, Bláa lóninu og Nauthólsvík. Bláfánatímabilið stendur til 15. október nk. Morgunblaðið/Svavar Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Land- verndar, draga bláfánann að húni. Bláfáninn blaktir við hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.