Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 2
Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað EM í knatt- spyrnu 2004, og einnig fylgir auglýs- ingablaðið „Vesturland“. FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HELMINGUR OF FEITUR Samkvæmt nýrri rannsókn á veg- um Landspítala – háskólasjúkra- húss er yfir helmingur höfuðborg- arbúa of feitur. Sömuleiðis kemur fram, að fjórði hver karlmaður og fimmta hver kona stunda enga reglulega líkamsþjálfun, þrátt fyrir eindregnar vísbendingar um jákvæð áhrif hreyfingar á heilsufar. Ósammála um NATO Samskipti Bandaríkjamanna og Frakka þóttu stirðna á ný í gær er Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir að hann teldi að Atl- antshafsbandalagið (NATO) ætti ekki að beita sér í Írak. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði fyrr um daginn sagst sjá fyrir sér að NATO léti til sín taka í Írak. Ruv.is án lagaheimildar Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Rík- isútvarpið hafi ekki sýnt fram á að gerð og birting efnis á heimasíðunni www.ruv.is eigi sér fullnægjandi lagaheimild. Sömuleiðis skorti Rík- isútvarpið lagastoð til sölu auglýs- inga á heimasíðunni. Skrifstofuturn í Smáranum Eigendur Smáralindar hafa kynnt skipulagsyfirvöldum í Kópa- vogi hugmyndir sínar um byggingu 10–12 hæða skrifstofubyggingar. Ætla má að kostnaður við fram- kvæmdina gæti numið 1–2 millj- örðum króna. Reykingar eina ánægjan? John Reid, heilbrigðisráðherra Bretlands, olli uppnámi í gær er hann sagði að reykingar væru eitt af fáum ánægjuefnum fátæks fólks. Sagði hann m.a. að hættan af reyk- ingum væri „orðin að þráhyggju meðal menntaðs millistéttarfólks.“ Ýmis konar baráttusamtök gegn reykingum fordæmdu orð hans þeg- ar í stað. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Viðhorf 38 Erlent 12/14 Minningar 38/43 Höfuðborgin 18 Umræðan 44/47 Akureyri 20 Bréf 52 Suðurnes 22 Dagbók 55/56 Austurland 24 Kirkjustarf 55 Landið 25 Fólk 60/65 Listir 26/30 Bíó 63/65 Daglegt líf 29 Ljósvakamiðlar 6 Forystugrein 34 Veður 67 * * * MEIRA en níu af hverjum tíu grunn- skólakennurum eru hlynntir boðun verkfalls í haust, hafi samningar ekki tekist fyrir 20. september nk. Taln- ingu úr leynilegri atkvæðagreiðslu lauk á þriðjudag en alls voru 4.798 fé- lagsmenn í Félagi grunnskólakenn- ara og Skólastjórafélagi Íslands á kjörskrá. Atkvæði greiddu 4.425 sem gerir 92,2% kjörsókn. Atkvæðin féllu þannig að já við verkfallsboðun sögðu 3.992, eða 90,2% greiddra atkvæða, nei sögðu 333, eða 7,5% og auðir seðlar og ógild- ir voru 100, eða 2,3%. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segist vera ánægður með þessa niðurstöðu. „Þetta sýnir að allt tal um að for- ysta félagsins sé ekki að ganga í takt við kennara er greinilega úr lausu lofti gripið. Þetta eru skýr og sterk skilaboð og sýna að menn eru tilbúnir í baráttu. Allt tal um ánægju kennara með núgildandi samning er sömuleið- is eitthvað sem á sér ekki stoð í raun- veruleikanum,“ segir Finnbogi. Næsti fundur hjá ríkissáttasemj- ara milli kennara og samninganefnd- ar Launanefndar sveitarfélaganna er boðaður 14. júní næstkomandi. Spurður hvaða áhrif úrslit atkvæða- greiðslunnar hafa á viðræðurnar seg- ir Finnbogi ómögulegt að spá um það. Tíminn verði að leiða í ljós hvort tak- ist að ná saman fyrir 20. september. Rúm 90% kennara hlynnt verkfallsboðun Sterk boð um að menn séu tilbúnir í baráttu HJÓLREIÐAMENNIRNIR Bernd Giegrich og Mathias Kristek frá Þýskalandi voru staddir miðja vegu milli Hvolsvallar og Víkur á leið austur um miðjan dag í gær. Þeir komu hingað til lands á laugardag og áforma að hjóla hringinn í kringum landið á 19 dögum. Þetta er fyrsta för þeirra hingað til lands en saman hafa þeir hjólað vítt og breitt um Evrópu; Írland, Skotland, Finnland, Svíþjóð og með fram Dóná, milli Ungverjalands og Rúmeníu. Bernd og Giegrich kváð- ust hafa verið heppnir með veður fram að þessu en sögðust hafa heyrt hraksögur af veðrinu á Ís- landi og væru því við öllu búnir. Morgunblaðið/RAX Umhverfis Ísland á 19 dögum SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn stendur fyrir sumarskákmóti sem hófst í gær og ber það heitið Sumarskákmót Ís- taks, en Ístak hf. hefur styrkt starf Hróksins frá síðastliðnu hausti. Annar bakhjarl skákmótsins er Guðmundur Arason og fyrirtæki hans. Meðal skákmanna á mótinu eru tveir stórmeistarar, þeir Heikki West- erinen frá Finnlandi og Tékkinn Jan Votava, sem er margfaldur Íslands- meistari með Hróknum. Þeir unnu báðir sínar fyrstu skákir í gærkvöld. Westerinen tefldi gegn Faruk Tairi og Votava gegn Róbert Harðarsyni. Lenka Ptácnikova keppir einnig á mótinu, en hún varð á dögunum ís- lenskur ríkisborgari og þar með fyrsti stórmeistari kvenna í skák sem Ísland eignast, að sögn forsvarsmanna Hróksins. Keppendur eru alls tíu, og teflir hver skákmaður níu skákir. Með því að ná 6½ vinningi fæst áfangi að al- þjóðlegum meistaratitli. Hægt er að fylgjast með skákunum á slóðinni www.hrokurinn.is. Morgunblaðið/Ómar Helgi Hjörvar leikur fyrsta leiknum í skák Lenku Ptácnikovu og Braga Þorfinnssonar á skákmóti sem haldið er í höfuðstöðvum Hróksins. Keppa um áfanga að alþjóða meistaratitli SÆVAR Jónsson verslunarmað- ur, sem þekktastur er fyrir rekst- ur skartgripaverslunarinnar Leonard, telur nafn sitt hafa verið misnotað af hálfu Baugsmanna að því er Ríkisútvarpið greindi frá í kvöldfréttum í gær. Hafi nafn hans og kennitala komið nálægt viðskiptum innan Baugs árum saman án hans vitundar. Fram kemur í fréttinni að rann- sókn skattayfirvalda á fyrirtækj- um í eigu Baugsmanna beinist meðal annars að fyrirtækinu Fjárfari og sé Sævar Jónsson skráður varamaður í tveggja manna stjórn félagsins nú, sex ár- um eftir að hann taldi sig hafa ver- ið farinn úr stjórn þess. Í fréttinni segir: „Sævar stað- festi við fréttastofu Útvarps að hann hafi verið yfirheyrður af hálfu skattayfirvalda um tengsl sín við fyrirtækið Fjárfar. Hann telji að nafn hans hafi verið mis- notað. Hann sé nú að kanna rétt- arstöðu sína. Sævar og Sigfús Sigfússon í Heklu stofnuðu Fjárfar. Tilgang- urinn var að stofna fyrirtækið, að sögn Sævars, til að kaupa versl- anir 10-11 í gegnum Íslands- banka. Hætt var við kaupin og ekkert hlutafé greitt inn í félagið. Nú, sex árum síðar, hafa skatta- yfirvöld sent erindi til hans um skattamál í tengslum við starf- semi Fjárfars sem nú er innan Baugsveldisins og kveðst hann þá hafa komist að því að hann var skráður áfram sem varastjórnar- maður í fyrirtækinu þótt fullyrt hafi verið við hann að hann væri ekki lengur þar á blaði. Jóhannes Jónsson er skráður stjórnarmað- ur. Án þess að vita af því segir Sævar Jónsson nafn sitt hafa ver- ið lagt við kaup á hlut í fyrirtækj- um á vegum Baugs um sex ára skeið.“ Fram kom einnig að Einar Þór Sverrisson, lögmaður á vegum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, hafi haldið því fram að nafn Sævars hafi ekki verið misnotað. Þá kom fram að Helgi Jóhannesson væri hættur sem verjandi Jóns Ásgeirs. Segir nafn sitt hafa verið mis- notað af Baugi ÖRNINN selur nú rafknúin hlaupa- hjól en lögum hefur verið breytt sem gerir það að verkum að þau þarf ekki að skrásetja. Að sögn Inga Rafns Bragasonar, verslunarstjóra Arnar- ins, mega hlaupahjólin einungis fara upp í 15 km hraða á klukkustund og þeim má ekki aka á akbrautum. „Nú eru hlaupahjólin flokkuð sem reiðhjól og eru ekki lengur skráning- arskyld eins og var.“ Ingi Rafn segir að hjólin sem Örninn selur séu ætluð fyrir 10 ára og eldri en að þau þoli ekki meira en 60 kg. „Það eru til hlaupahjól sem þola meiri þyngd og ég kem til með að vera með þau síð- ar.“ Tollgæslan í Keflavík hefur gert tugi rafknúinna hlaupahjóla upptæka en að sögn Jóhanns. R. Benediktsson- ar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, voru þau öll geymd. „Það var alltaf ákveðin óvissa um þessi hjól svo við fórum um þetta mildum höndum. Við fengum vísbendingar um að hjólin yrðu leyfð og þess vegna geymdum við þau öll og sektuðum fólk ekki,“ segir Jóhann og bætir við að hlutað- eigandi aðilar geti nú nálgast hjólin sín hjá Tollgæslunni í Keflavík. Rafknúin hlaupahjól leyfileg GJALDSKRÁ Orkuveitu Reykja- víkur fyrir heitt vatn og raforku hækkar um 2,6% frá næstu mánaða- mótum. Þetta var ákveðið á stjórn- arfundi fyrirtækisins nýverið. Sjálfstæðismenn í stjórn Orku- veitunnar sátu hjá við atkvæða- greiðsluna og létu bóka að síðustu tvö ár hafi verið ár mikillar verð- hækkunar hjá fyrirtækinu. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar OR, lét bóka að breyting á orkugjöldum nú sé í samræmi við hækkun byggingarvísitölu, eins og gert sé ráð fyrir í lögum. Gjaldskrá OR hækkar um 2,6% ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.