Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTIR 58 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar kvenna: Sauðárkr.: Hvöt/Tindast. – Þór/KA/KS...20 3. deild karla: Skallagrímsvöllur: Skallagrímur– Númi .20 Húsavíkurv.: Boltaf. Húsav. – Neisti H. ..20 Blönduósvöllur: Hvöt – Reynir Á .............20 Vopnafjarðarvöllur: Einherji – Huginn ...20 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Vormót ÍR fer fram í 62. sinn á Laugardals- velli í kvöld. Það hefst kl. 20 og stendur yfir í tvær stundir. Meðal keppnisgreina er Kal- dalshlaupið, minningarhlaup um Jón Kal- dal langhlaupara. Einnig ætla ÍR-ingar að heiðra minningu Jóels Sigurðssonar með sérstakri keppni með keppni í spjótkasti karla og kvenna. Keppt verður í 17 öðrum greinum. Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild KR - ÍA ...................................................... 1:0 Arnar Gunnlaugsson vítaspyrna 4. Staðan: Fylkir 5 3 2 0 7:2 11 Keflavík 5 3 1 1 7:5 10 ÍA 5 2 2 1 5:3 8 FH 5 2 2 1 5:4 8 KR 5 2 1 2 6:7 7 ÍBV 5 1 3 1 6:6 6 Grindavík 5 1 3 1 5:6 6 Fram 5 1 2 2 7:7 5 KA 5 1 1 3 4:6 4 Víkingur R. 5 0 1 4 2:8 1 Þessir hafa skorað: Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík.........4 Arnar Gunnlaugsson, KR............................3 Atli Sveinn Þórarinsson, KA.......................3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ..............3 Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki ...................2 Andri Fannar Ottósson, Fram....................2 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram......2 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV ...................2 Björgólfur Takefusa, Fylki .........................2 Ríkharður Daðason, Fram ..........................2 Sævar Þór Gíslason, Fylki...........................2 Ármann Smári Björnsson, FH ...................1 Alen Marcina, ÍA..........................................1 Hreinn Hringsson, KA ................................1 Stefán Þór Þórðarson, ÍA............................1 Egill Atlason, Víkingi...................................1 Jónas Sævarsson, Keflavík .........................1 Ólafur Ingi Stígsson, Fylki..........................1 Ágúst Þór Gylfason, KR..............................1 Guðmundur Sævarsson, FH .......................1 Haraldur Ingólfsson, ÍA..............................1 Kristinn Hafliðason, KR..............................1 Haraldur Guðmundsson, Keflavík..............1 Atli Viðar Björnsson, FH ............................1 Fróði Benjaminsen, Fram ..........................1 Tommy Nielsen, FH ....................................1 Scott Ramsay, Keflavík ...............................1 Sinica Kekic, Grindavík ...............................1 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH ..................1 Hörður Sveinsson, Keflavík ........................1 Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík ..............1 Arnar Jón Sigurgeirsson, KR.....................1 Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, Víkingi ..........1 Gunnlaugur Jónsson, ÍA..............................1 Einar Þór Daníelsson, ÍBV .........................1 Stefán Gíslason, Keflavík ............................1 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild FH - Valur..................................................0:8 Nína Ósk (9., 87.), Margrét L. Hrafnkels- dóttir (62., 84.), Kristín Ýr Bjarnadóttir (5., 44.), Laufey Ólafsdóttir (23.), Dóra Stef- ánsdóttir (30.). Staðan: Valur 3 3 0 0 14:1 9 ÍBV 3 2 1 0 17:2 7 Breiðablik 3 2 0 1 6:10 6 Þór/KA/KS 3 1 1 1 4:4 4 KR 3 1 1 1 4:5 4 Stjarnan 3 0 2 1 3:5 2 Fjölnir 3 0 1 2 2:5 1 FH 3 0 0 3 0:18 0 3. deild karla A Árborg - Deiglan .......................................3:1 Staðan: Árborg 3 2 1 0 7:3 7 Númi 2 2 0 0 20:1 6 Grótta 3 2 0 1 10:5 6 Deiglan 4 2 0 2 6:6 6 Skallagr. 2 1 1 0 4:3 4 Afríka 3 0 0 3 1:8 0 Freyr 3 0 0 3 0:22 0 3. deild karla C Magni - GKS ..............................................4:0 Staðan: Magni 3 3 0 0 8:2 9 GKS 4 2 0 2 6:9 6 Hvöt 3 1 1 1 6:4 4 Neisti H. 3 1 1 1 6:4 4 Reynir Á 2 1 0 1 4:4 3 Snörtur 3 1 0 2 6:9 3 Boltafélag Húsavíkur 2 0 0 2 4:8 0x 1. deild kvenna C Fjarðabyggð - Höttur ...............................3:4 Staðan: Sindri 2 1 1 0 9:3 4 Höttur 2 1 0 1 4:9 3 Fjarðabyggð 2 0 1 1 6:7 1 Noregur Rosenborg - Bodö/Glimt.......................... 3:0 KR 1:0 ÍA Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 5. umferð KR-völlur Miðvikudaginn 9. júní 2004 Aðstæður: Sól og blíða og aðstæður hin- ar bestu. Völlurinn nokkuð ósléttur og laus í sér. Áhorfendur: 2505 Dómari: Garðar Örn Hinriks- son, Þróttur R., 4 Aðstoðardómarar: Pjetur Sigurðsson, Gunnar Gylfason . Skot á mark: 9(5) - 9(4) Hornspyrnur: 1 - 8 Rangstöður: 5 - 3 Leikskipulag: 4-4-2 Kristján Finnbogason M Jökull I. Elísabetarson Gunnar Einarsson M Kristján Örn Sigurðsson M Bjarni Þorsteinsson Arnar Jón Sigurgeirsson M Kristinn Hafliðason MM Ágúst Gylfason Sigmundur Kristjánsson M Kjartan Henry Finnbogason M (Sigurður Ragnar Eyjólfsson 72.) Arnar B. Gunnlaugsson (Kristinn Magnússon 67.) Þórður Þórðarson Hjálmur Dór Hjálmsson M Reynir Leósson Gunnlaugur Jónsson M Andri Lindberg Karvelsson M Julian Johnsson (Garðar Gunnlaugsson 57.) Pálmi Haraldsson M Kári Steinn Reynisson (Ellert Jón Björnsson 77.) Haraldur Ingólfsson M Stefán Þ. Þórðarson (Hjörtur J. Hjartarson 83.) Grétar Rafn Steinsson 1:0 (4.) Arnar Gunnlaugsson tók aukaspyrnu úti við hliðarlínu. Hann sendi knöttinn á Arnar Jón Sigurgeirsson sem staðsettur var inni í vítateig Skagamanna. Andri Karvelsson braut á Arnari Jóni og úr vítaspyrnunni sem dæmd var skoraði Arnar Gunnlaugsson. Gul spjöld: Hjálmur Dór Hjálmsson, ÍA (30.) fyrir brot  Kristinn Hafliðason, KR (67.) fyrir brot  Sigmundur Kristjánsson, KR (68.) fyrir brot  Reynir Leósson, ÍA (69.) fyrir mótmæli  Stefán Þ. Þórðarson, ÍA (83.) fyrir mótmæli  Jökull I. El- ísabetarson, KR (88.) fyrir brot  Rauð spjöld: Engin Strax á 5. mínútu var tónninn gef-inn þegar Kristín Ýr Bjarna- dóttir skallaði boltann í net FH og aðeins fjórum mínút- um síðar bætti Nína Ósk Kristinsdóttir við öðru marki. Heldur slævði það bitið í sókn Valsstúlkna sem um tíma voru líklega frekar með hugann við hvernig ætti að fagna marki en skora. Á 22. mínútu bráði af þeim þegar Rakel Logadóttir braust fram hjá vörn FH, átti svo gott skot sem varið var í horn en hornspyrnuna tók hún sjálf og Laufey Ólafsdóttir skor- aði af stuttu færi. Ekkert var slegið af og skot Rakelar af 25 metra færi small í stönginni áður en Dóra Stef- ánsdóttir kom Val í 4:0. Enn small boltinn í tréverkinu, nú eftir þrumu- skot Laufeyjar og síðan skallaði Nína Ósk boltann í slá. Eftir tvö færi til viðbótar skoraði Kristín Ýr 5. mark Vals þegar hún slapp inn fyrir vörn FH. Valsstúlkur spiluðu meira en skutu minna eftir hlé, allt þar til Margrét L. Hrafnkelsdóttir kom inn á á 62. mínútu og skoraði með fyrstu snertingu, síðan aftur á 84. mínútu en Nína Ósk innsiglaði 8:0 sigur Vals á 87. mínútu. „Ég get ekki mikið um þennan leik sagt,“ sagði Elín Svavarsdóttir úr FH, sem barðist allt hvað hún gat gegn góðri vörn Vals. „Við ætluðum að berjast og reyna að ná stigi en það gekk engan veginn og við þurfum að hugsa okkar gang. Við höfum fengið erfiða leiki í byrjun móts en við þurf- um að ná stigi á móti liðunum í efri hlutanum til að vera inni í mótinu. Það gekk samt ekki í dag.“ FH-liðið átti ágæta spretti á miðjunni og reyndi, en mætti ofjarli sínum. Liðið sýndi að það getur náð í stig en hefur ekki tekist það gegn ÍBV, Breiða- bliki og Val. „Við lögðum upp með að spila vel allan leikinn og pota inn einhverjum mörkum og það tókst að gera nokkur í dag,“ sagði Íris Andrésdóttir, fyr- irliði Vals, eftir leikinn. „Það er oft erfitt að halda einbeitingu og fyrr eða síðar kemur að því að við ætlum að skora sem flest mörk í hverri sókn en þá verður allt erfiðara. Við erum samt sátt við úrslitin í dag því við héldum hreinu og skorum nokkur mörk.“ Þrátt fyrir yfirburði spilaði Valsliðið af öryggi. Einstefna í Valssigri í Kaplakrika EINSTEFNA var að marki FH í gærkvöld þegar Valsstúlkur komu í heimsókn í Kaplakrika, rúmlega þrjátíu skot gegn engu FH-stúlkna. Þrátt fyrir að Hafnfirðingum tækist stundum að spila ágætlega á miðjunni höfðu þeir ekki roð við sterkri vörn Vals – frekar en leikn- um sóknarmönnum enda fór svo að Valur vann 8:0. Sigurinn skýtur Val á topp deildarinnar eftir sigur í öllum þremur leikjum sínum en sem fyrr er FH á botni deildarinnar, eina liðið án stiga. Stefán Stefánsson skrifar BREIÐABLIK sendir ekki lið til leiks á Íslandsmóti karla í handknatt- leik á næsta tímabili og þar með verða liðin 14 í stað 15 á síðustu leiktíð. Búið er að draga í riðlana tvo, norður- og suðurriðil, og er riðlaskipt- ingin þessi: Norðurriðill: Haukar, KA, Fram, HK, FH, Þór og Afturelding. Suðurriðill: Valur, ÍR, Grótta/KR, Stjarnan, ÍBV, Víkingur og Sel- foss. Keppnisfyrirkomulagið á næstu leiktíð verður svipað því og var í vet- ur að því undanskildu að liðin sem sem leika saman í riðlunum, norður og suður, og vinna sér réttinn til að leika í úrvalsdeildinni taka með sér stig og markatölu en mætast ekki aftur. Þetta þýðir að hvert lið í úr- valsdeildinni leikur sex leikjum færra heldur en á síðasta tímabili. Fjögur efstu liðin í hvorum riðli komast áfram og leika í úrvalsdeild- inni en hin átta liðin leika í 1. deild. Sex efstu sætin í úrvalsdeildinni gefa sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn ásamt liðinu sem verður efst í 1. deildinni en liðið sem lendir í næstneðsta sæti úr- valsdeildarinnar og í öðru sæti í 1. deild leika aukaleiki um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Breiðablik ekki með lið á næsta vetri TBR vann tvo fyrstu leiki sína á Evrópu- móti félagsliða í badminton sem hófst í Haarlem í Hollandi í gær. TBR sigraði SC Merano frá Ítalíu 7:0 í fyrsta leik sínum og 6:1 gegn EGOspor frá Tyrklandi. Næsti leikur liðsins er í dag við lið frá Rússlandi og segir Árni Þór Hallgrímsson, fararstjóri liðsins, að búast megi við mjög erfiðum leik. Rússneska liðið sé mjög sterkt og hafi í sínum röðum fjóra lands- liðsmenn. Íslensku keppendurnir eru mjög ánægðir með úrslitin hingað til en mótið er gríðarlega sterkt og því megi íslenska liðið vel við una. „Það má því segja að þetta séu engir aukvisar sem við erum að keppa við og í raun erum við að spila við marga atvinnumenn,“ sagði Árni. Tveir stórsigr- ar hjá TBR HJÖRTUR Már Reynisson, sundkappi úr KR, bætti í gær ársgamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 50 metra flug- sundi á Mare Nostrum-sund- mótinu í Barcelona. Hjörtur lenti í sjöunda sæti á 25,01 sekúndu og bætti þar með met Arnar sem var 25,02 sek- úndur. Þetta er fjórða Íslands- met Hjartar á undanförnum mánuði en um síðustu helgi bætti hann Íslandsmetið í 100 metra flugsundi í Frakklandi og þann 17. maí síðastliðinn sló hann Íslandsmetið í 200 metra flugsundi í Madríd á Spáni og tryggði sér keppn- isrétt á Ólympíuleikunum. Hann syndir í 100 metra flug- sundi í Barcelona í dag. Fjögur Ís- landsmet á 24 dögum „VIÐ ræddum það dálítið fyrir leik að tölfræði síðustu ára hefur ekkert vægi þegar komið er í leik. Við feng- um óskabyrjun og náðum sem betur fer að halda hreinu, þannig að við fengum öll þrjú stigin,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eft- ir leik. Willum skipti Arnari Gunnlaugs- syni út af úr framlínunni um miðjan síðari hálfleik og setti varnartengilið inn í staðinn. „Arnar þurfti að fara út- af, var tæpur í læri fyrir leikinn. Við höfðum misst dálítið tökin á mið- svæðinu og Skagamenn voru farnir að svindla dálítið og komnir með aukamenn fram. Þeir eru með kraft- mikla menn og þó þurftu Ágúst og Kristinn, sem höfðu barist og leikið vel, aðstoð og við þekkjum leikkerfið 4-3-3 ágætlega, þannig að þetta var taktísk breyting til að mæta þeirra skiptingum. Það var annað yfirbragð á leik okk- ar núna miðað við fyrri leiki. Við komum vængbrotnir til leiks í vor, það er staðreyndin og höfum unnið vel á æfingum síðan. Það má eigin- lega segja að við tökum eina æfingu fyrir í einu, horfum ekki mikið lengra fram á veginn vegna meiðsla manna. Núna voru menn einbeittir og sam- stiga og börðust í 90 mínútur og það getum við.“ – Mér fannst vanta meira spil út frá bakvörðunum, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Hvers vegna var það? „Það má skrifa á minn reikning. Þeir náðu vel inn í leikinn í fyrri hálf- leik og náðu að halda boltanum vel. Við ákváðum í hálfleik að ef þeir myndu, eins og þeir gera oft, sækja fram með fjölda manna og reyna að pressa þetta alla leið inn með fyrirgjöfum og föstum leikatriðum, þá ætluðum við að taka því, halda miðjunni og taka ágjöfinni. Við erum bara að harka fyrir stigum, það er ekkert öðruvísi,“ sagði Willum. Menn ekki nógu einbeittir „Það er þannig að komi menn ekki nógu einbeittir til leiks þá gengur þetta svona. Við gáfum þeim mark í byrjun og þeir náðu að halda því. Við fengum fín færi en einbeitingin var ekki nægileg hjá okkur til að klára þau,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálf- ari ÍA, eftir leikinn. „Ég er ekki sáttur við dómarann að þessu sinni. Maður veltir því fyrir sér hvort skrifin í dag hafi svona áhrif. Ruddatækling þar sem ekkert kemur til greina annað en rautt spjald, en þeir fá bara gult. Víta- spyrna sem við áttum að fá er færð út fyrir teig og gerð að aukaspyrnu og svo framvegis. Þannig að maður spyr sig hvað sé um að vera,“ sagði Ólafur og sagði nokkuð ljóst að einhver KR- álög væru á Skagamönnum. Tökum eina æf- ingu fyrir í einu Eftir Skúla Unnar Sveinsson Kristinn Hafliðason átti góðan leik fy Willum Þór Þórsson þjálfari KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.