Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.06.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Yndisleg mágkona mín, Helga Birna Þór- hallsdóttir, kvaddi okk- ur á hlýjum og björt- um vordegi síðla maímánaðar. Á kveðjustundinni var öll hennar nánasta fjölskylda saman komin og veitti henni stuðning og styrk, eins og hver og einn hafði líka gert í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm. Helga Birna ólst upp í þriggja systkina hópi við ástríki foreldr- anna. Hún var elst og því sjálfkrafa foringinn í hópnum. Ungu systkin- unum, Elínu og Stebba, þótti það ekkert slæmt, enda bar hún tak- markalausa umhyggju fyrir þeim og sýndi þeim ávallt mikla hollustu, tryggð og vináttu. Eftir að þau systkinin höfðu öll eignast sínar eig- in fjölskyldur sagði hún eitt sinn við mig að henni fyndist hún vera alveg ómöguleg þegar of margir dagar liðu á milli þess að hún fengi að sjá bróður sinn. Þannig héldust hin nánu systkinatengsl, sem hann Stebbi minn mun láta börn hinnar elskuðu systur sinnar og allt hennar fólk njóta góðs af, eins og hann hef- ur alltaf gert. Margar minningar tengjast fjöl- skyldunni skemmtilegu og góðu sem nú hefur misst svo mikið. Mér er sérstaklega minnisstætt gamlárs- kvöldið þegar Ragnar kom inn í fjöl- skylduna. Ég var þá sjálf nýkomin í þessa fjölskyldu, sem væntanleg tengdadóttir og skildi ekkert í öllum þessum látum. Jú, lætin voru vegna þess að „Raggi var að koma af sjón- um“. Raggi var nýi kærasti Helgu Birnu en hana átti hann eftir að bera á örmum sér í gegnum allt HELGA BIRNA ÞÓRHALLSDÓTTIR ✝ Helga Birna Þór-hallsdóttir fædd- ist í Reykjavík 23. október 1955. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 3. júní. hennar líf. Allir biðu spenntir eftir honum þetta kvöld, sérstak- lega hún. Og svo kom hann til okkar allra með birtu og gleði á heimili Oddu, væntan- legrar tengdamóður sinnar, hlaðinn gjöfum og öðrum varningi, eins og honum einum er lagið. Þar var fullt af fólki en samt var Raggi alveg steinhissa á því hvers vegna ekki var fleira fólk í part- íinu. Þannig er Raggi, hann hefur alltaf viljað hafa sem flesta nálægt sér og það vildu þau hjónin bæði. Á heimili þeirra hafa ævinlega allir verið hjartanlega vel- komnir. Þau sópuðu til sín fólkinu og helst vildu þau líka drífa alla með sér í ferðalög og hvað eina sem þau fóru. Þau voru samhent hjón og hjá þeim var alltaf gott að vera. Ekki veit ég hvernig þau fóru að því að finna hvort annað, en augljóslega voru þau bæði afskaplega heppin og ástfangin. Við áttum margar góðar stundir með Helgu Birnu, Ragga og dóttur þeirra yndislegu, Oddnýju, í sum- arbústaðnum okkar austur í sveit. Það gladdi okkur mjög mikið þegar þau vildu koma með okkur þangað. Við lékum okkur, grilluðum og fór- um í berjamó og þau hjálpuðu okkur af elju og kappi að tyrfa flötina. Allt- af komu þau með birtuna og gleðina með sér. Svona vorum við lánsöm. Gleðin var heldur aldrei langt undan, jafnvel ekki á hinum erfið- ustu stundum. Vinkonurnar voru saman komnar hjá Helgu Birnu á líknardeildinni tveimur dögum áður en hún lést. Þeim tókst að slá á létta strengi og þær hlógu og mösuðu, eins og hinar einu sönnu vinkonur kunna að gera. Þannig studdu þær hver aðra, allt til hinstu stundar sinnar kæru vinkonu, Helgu Birnu. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð hana. Bjarta brosið hennar og ljómandi andlitið fagnaði mér ávallt þegar fundum okkar bar sam- an og bauð mig þannig velkomna í hennar ljúfa og trausta félagsskap. Þetta voru dýrmætustu gjafirnar sem hún gat gefið mér og þær tek ég með mér fram á veginn. Oddný mín, elskulega barnið okk- ar allra. Það er sárt fyrir þig að ganga í gegnum móðurmissinn. Þú ert núna, eins og alltaf í þínu lífi, umvafin kærleika. Fjölskyldan, vin- konurnar þínar allar, bekkjarfélagar og kennarar hafa veitt þér mikinn stuðning sem ég veit að þú kannt vel að meta. Systurnar þínar tvær, bræðurnir báðir og fjölskyldur þeirra hafa verið þér einstaklega góð og öll eru þau boðin og búin að standa með þér og veita þér gleði og hlýju. Þú hefur líka litlu börnin í fjölskyldunni sem alltaf hafa veitt þér ómælda gleði. Ég veit að þú bíð- ur spennt eftir litla barninu hennar Valdísar. Þess vegna brosir þú núna svona fallega í gegnum þungu og beisku tárin. Nú veistu líka að þú verður að gera eins og pabbi þinn segir. Hann hefur hjálpað þér í gegnum sorgina sáru og sagt þér að á morgun komi einmitt tíminn sem þið bæði ætlið að nota til að byggja ykkur upp. Hann hefur líka sagt að börnin gangi fyrir á þessum erfiðu stundum. Þannig er hans stóra hjarta. Það er mikil gæfa að eiga slíkan föður. Elsku Stebbi minn, þakka þér af heilum hug fyrri allar fallegu bæna- stundirnar sem við höfum átt sam- an. Þakka þér líka fyrir að vera mér, börnum mínum og fjölskyldum þeirra einstakur félagi og vinur sem við getum reyndar seint fullþakkað þér fyrir. En við getum að minnsta kosti fundið til með þér og það ger- um við öll sömul einmitt núna vegna þess að við þekkjum þig svo vel og vitum hve sorg þín er djúp og sökn- uðurinn einlægur. Ljósið mitt bjart- asta og gleðin í lífi okkar allra, Guð veri með þér og allri fjölskyldu þinni. Eiginmanni okkar ástkæru Helgu Birnu, móður hennar, börnum, öðr- um ættingjum, tengdafólki og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Ingvarsdóttir. Við látum hugann reika og rifjum upp liðna tíð, leiðir okkar lágu sam- an í skráningardeild Landsbankans fyrir og upp úr 1980, síðan þá höfum við haldið hópinn. Helga Birna var ein af okkur, hún var stjórnandinn og lærimeistarinn í hópnum, við nutum góðs af að vinna með henni. Hún var góður stjórn- andi, og góð í mannlegum samskipt- um, gat því sameinað það að vera yf- irmaður og góður vinur. Helga var glaðlynd, bjartsýn og jákvæð, hún gat verið ákveðin og fylgin sér, en ávallt raunsæ og sanngjörn. Hún mætti mótlæti lífsins með dugnaði og elju, uppgjöf var ekki hennar stíll, hún lét ekki veikindi stöðva sig hún ætlaði alltaf að koma í næsta klúbb, þá yrði hún örugg- lega orðin hressari. Helga var falleg, brosmild og fín- gerð kona en hún var stór sem manneskja, tryggur vinur sem skil- ur eftir ljúfar minningar okkur til handa sem eftir lifum. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Það er sárt að kveðja þig svo fljótt, en örlög okkar fáum við ekki umflúið, en minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð. Sárastur er söknuður maka, barna, móður og annarra náinna ástvina, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari þungu raun. Innilegar sam- úðarkveðjur. Kveðjum góða vinkonu með vinsemd og virðingu. Anna, Anna Marie, Sigríður (Ditta), Svana, Ingibjörg, Vil- borg, Guðrún, Ósk, Ásthildur, Málfríður og Sigríður. Fimmtudagsmorguninn 27. maí sl. setti okkur hljóðar hér í Lands- bankanum Háaleitinu þegar okkur barst sú fregn að Helga Birna sam- starfskona okkar væri látin. Hún hafði tapað í orustunni við „Ótukt- ina“ sem tók að herja á hana fyrir 9 mánuðum, þótti okkur þá nóg um MS-sjúkdóminn sem hún hafði glímt við árum saman, svo ekki bættist þetta við líka. Þrautseigja hennar og dugnaður voru aðdáunarverð þrátt fyrir erfið veikindi og oft mætti hún til vinnu með viljann einan að vopni, ekki kom til greina að vera heima og slaka á eins og okkur fannst stund- um að hún ætti að gera. Hún var ákaflega lífsglöð kona og hafði gaman af mannlegum sam- skiptum, hafði ákveðnar skoðanir og var fylgin sér. Helga Birna reyndi alltaf að vera með í öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur bæði í vinnu og utan vinnutíma, í fjarveru sinni síðustu mánuði hafði hún oft samband við okkur og vildi fá fréttir af öllu því sem var að gerast hjá okkur. Mikið dáðumst við allar að því hvað Ragnar eiginmaður hennar reyndist henni vel í veikindunum í gegnum árin. Við vottum Ragnari, börnunum og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Glöð með glöðum varstu, göfg og trygg á braut þreyttra byrgði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örðugt sporið, aldrei dimmt í sál, sama varma vorið, viðkvæm lund og mál. (Magnús Markússon.) Megi góður guð blessa minningu hennar. Samstarfskonur í Háaleitisútibúi Landsbankans. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Sendum fjölskyldu Helgu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Helgu Birnu. Sigríður Gísladóttir, Sólveig Viðarsdóttir, Edda Michelsen, Nína Sverrisdóttir. Unnur Sigurðar- dóttir var fædd á öðr- um áratug síðustu ald- ar, þegar nýtt framfaraskeið var haf- ið á Íslandi eftir margra alda niðurlæg- ingu og kröpp kjör almennings. Hún hafði náð nær níræðisaldri, þegar hún var sviplega kölluð á brott. Hún mátti því muna tímana tvenna frá uppvexti sínum á Stokkseyri, þar sem lífbaráttan var hörð í upphafi tuttugustu aldarinn- ar til tuttugustu og fyrstu aldarinn- ar, þegar segja má að smjör drjúpi af hverju strái. Unnur, eða Unna eins og hún var jafnan nefnd, mundi allan þennan tíma mjög glögglega og var fjölfróð um að- stæður fólks og ástand samfélags- ins á þessu mikla byltingarskeiði. Við nutum þess að hlusta á frá- sagnir hennar af lífinu á Stokkseyri og lærðum margt um líf og upp- vaxtarár fjölskyldu hennar. Unna frænka tengdist fjölskyldu okkar fljótt sterkum böndum, en löngum hafði verið mjög hlýtt á milli hennar og mín, Önnu bróð- urdóttur hennar. Unna og Ófeigur, eiginmaður hennar, tóku miklu ást- UNNUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Unnur Sigurðar-dóttir fæddist 1. maí 1915 á Stokks- eyri. Hún lést af slys- förum 26. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 1. júní. fóstri við dætur okkar og fylgdust náið með uppvexti þeirra og líð- an fjölskyldu okkar alla tíð. Eftir að Ófeig- ur hvarf á braut urðu tengslin enn nánari og má segja að síðan hafi Unna smátt og smátt orðið órjúfanlegur hluti af fjölskyldu okk- ar. Mörg undanfarin ár hefur hún verið ómissandi gestur á sunnudagskvöldum, þegar fjölskyldan hef- ur komið saman til kvöldverðar. Pönnukökurnar sem hún kom gjarnan með voru vinsæl- ar bæði hjá börnum og fullorðnum. Síðastliðin sunnudag kom hún ásamt Önnu dóttur sinni og fjöl- skyldu hennar, sem er búsett í Danmörku, til einnar slíkrar kvöld- máltíðar á Barðaströnd, hress og glöð í bragði. Eins og alltaf naut hún þess að vera með sínu fólki. Hún var spaugsöm og hafði margt að segja um þau mál sem hæst bar í þjóðfélaginu enda fylgdist hún ná- ið með öllu því sem var að gerast og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Fyrst og fremst var hún þó hlý persóna sem gott var að hafa nálægt sér. Hún var við góða heilsu þótt hún hefði nýlega farið yfir 89. aldursmarkið. Ekki var laust við að við værum farin að hlakka til þess að halda upp á níræðisafmælið að ári. Unna var afar sjálfstæð kona en naut góðs stuðnings Jóhanns bróð- ur síns og Rögnu konu hans og vina sinna Öldu og Brynleifs. Með þeirra hjálp og vináttu var hún staðráðin í að búa áfram í íbúð sinni á Laufásveginum sem var henni svo kær. Við skyndilegt brottfall Unnu frænku koma upp í hugann margar góðar minningar frá liðnum árum. Á erfiðum stundum reyndist hún okkur ómetanlegur styrkur og hún gladdist með okkur á merkisdögum í fjölskyldunni. Fyrir þetta viljum við þakka henni að ferðalokum. Við hefðum óskað þess að eiga fleiri samverustundir með henni og söknuðurinn er sár. En minningin um góða og hlýja konu, sem var okkur öllum mjög kær og átti stór- an sess í lífi fjölskyldunnar lifir áfram. Anna og Þorgeir. Unna frænka hefur verið stór hluti af fjölskyldu okkar, systir afa en samt einhvern veginn meira eins og amma okkar. Við vorum svo heppnar að fá að njóta návistar hennar nánast hvern sunnudag í kvöldmat hjá foreldrum okkar. Oft var eftirrétturinn eitthvert góðgæti sem Unna frænka hafði útbúið, öll- um til mikillar ánægju. Nokkrum dögum áður en hún lést var hún með okkur öllum á Barðaströnd, kát og glöð að vanda enda nýkomin heim úr brúðkaupi dótturdóttur sinnar í Kaupmannahöfn. Ekki spillti fyrir að hafa hluta af fjöl- skyldunni frá Danmörku með heim. Unna frænka var ómissandi hvar sem fjölskyldan kom saman. Þegar henni var boðið var svarið yfirleitt að hún vildi gjarnan koma, fyrst við værum svo góð að vilja hafa hana með. Ánægjan var þó öll okk- ar og hennar verður sárt saknað. Við minnumst hennar sem glað- lyndrar konu sem var okkur góð fyrirmynd um að njóta lífsins til hins ýtrasta. Hörmulegt slys hefur hrifið hana frá okkur fyrr en nokk- urn grunaði. Elsku Besta, Viggo, Unna, Uggi og Bjarki, við vottum ykkur og fjöl- skyldum ykkar okkar dýpstu sam- úð á þessari sorgarstund. Sigrún, Elísabet, Brynhildur og fjölskyldur. Föðursystir mín, Unnur Sigurð- ardóttir, lést af slysförum hinn 26. maí sl. Hún var að koma úr einni af hennar hefðbundnu miðbæjar- gönguferðum þegar bíll ók á hana á gangstétt og lést hún skömmu síð- ar. Fáum dytti í hug sem séð hefði til Unnar á þessari gönguför að þar færi kona rétt tæplega níræð, svo létt var hún í spori og hnarreist. Ég hef engan hitt á lífsleiðinni sem bar ellina jafn glæsilega og Unnur frænka mín og ég átti alltaf erfitt með að ímynda mér að hún væri jafn gömul og kvað á um. Fyrst man ég eftir Unni þegar hún bjó ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Guðmundi Þórarinssyni, yf- irverkstjóra í Vélsmiðjunni Hamri í Hamarshúsinu við Tryggvagötu, ásamt einkadóttur þeirra, Önnu Ragnheiði. Þá var oft glatt á hjalla í jólaboðum og öðrum dýrlegum fagnaði þar sem öll systkini Unnar og makar þeirra ásamt börnum voru saman komin. En bernskan leið hratt og fyrr en varði var ég kominn í mennta- skóla og Unnur frænka mín flutt á Laufásveg 25 þar sem hún bjó ásamt seinni manni sínum, Ófeigi J. Ófeigssyni lækni, þjóðkunnum sómamanni. Stutt er á milli Bald- ursgötu 15, þar sem ég átti heima og Laufásvegar 25. Ég heimsótti Unni frænku mína oft á mennta- skólaárunum og stundum til þess að biðja um lán enda var fjár- skortur eitt af helstu einkennum menntaskólaáranna. Mér er sér- staklega minnisstætt að einu sinni, líklega 1964 eða 6́5, kom ég til Unnar og bað hana um aðlána mér 500 krónur en það var nokkurt fé í þá tíð. Unnur rétti mér að bragði 1000 kr. og sagði: „Siggi minn, komdu fljótt aftur ef þig vantar meira.“ Fyrir skömmu rifjaði ég upp þessa minningu fyrir Unni í sam- kvæmi í fjölskyldunni. Unnur leit á mig, örlítið hissa og tinandi og sagði svo: „En þú baðst aldrei um meira.“ Þannig var hjartalag henn- ar, örlátt og fullt af skilyrðislausri ást. Mér finnst einhvern veginn, sérstaklega eftir að móðir mín dó, að Unnur hefði komið í hennar stað hvað mig varðar, enda áttu þær skap saman og voru einstaklega nánar. Unnur var einstök kona á allan hátt; alla tíð átti hún einstaklega fallegt heimili og má segja að hjartalag hennar og ytri umgjörð hafi verið í fullkomnu samræmi, hvort við annað. Hún hafði til að bera hina einstöku kímnigáfu föð- urættar minnar. Unnur hafði bjargfastar skoðanir á mönnum og málefnum og ég held að óhætt sé að segja um hana eins og um kall- inn forðum: „Hann vissi nú hvað hann söng, maðurinn sá.“ Ég bið Önnu Ragnheiði, einka- dóttur Unnar, og eiginmanni Önnu, Viggó Balle og börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ættingjum blessunar Guðs við fráfall Unnar Sigurðardóttur. Sigurður Georgsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.