Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR óbreyttir borgarar týndu lífi og þrír bandarískir hermenn særðust í gær í sprengjutilræði í Bagdad. 180 manns, hið minnsta, hafa fallið í árásum íraskra uppreisnarmanna það sem af er júnímánuði. Sprengingin varð í Sadr-borg, einu helsta vígi sjíta í Bagdad, þegar bandarísk herbílalest átti þar leið um í gær. Sprengjan hafði verið falin í vegarkanti. Á fimmtudag fórust 35 manns í sjálfsmorðsárás fyrir utan her- skráningarstofu í miðborg Bag- dad og sex til viðbótar, allt íraskir hermenn, týndu lífi í sprengjuárás norður af höfuð- borginni. Í Bagdad ók maður bifreið að hópi fólks fyrir utan herskráningarstofuna og sprengdi sig og bílinn í loft upp með áðurgreindum afleiðingum. Clinton iðrast BILL Clinton, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, segist hafa gert hræðileg siðferðileg mistök þegar hann stóð í sam- bandi við Monicu Lewinsky, þáverandi lærling í Hvíta hús- inu. Clinton segir í sam- tali við þátt- inn 60 mínút- ur á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum að hann hefði aldrei íhugað að segja af sér embætti vegna málsins en sagð- ist iðrast þess sem hann gerði. Viðtal við Clinton vegna út- komu æviminningabókar sinnar verður birt í heild sinni í þætt- inum á morgun, sunnudag. Dutroux fund- inn sekur DÓMSTÓLL í Arlon í Belgíu dæmdi á fimmtudag Marc Dutroux sekan um morð, nauðg- anir og rán á nokkrum stúlkum. Hann var sakfelldur fyrir morð á An Marchal, 17 ára, og Eefje Lam- brecks, 19 ára. Krufn- ing sýndi fram á að þær höfðu verið barð- ar og þeim nauðgað. Þá var hann fundinn sekur um að hafa rænt Julie Lejeune og Melissa Russo, sem voru báðar átta ára. Þeim hafði verið nauðgað en hafi orðið hungurmorða. Ekki liggur hins vegar fyrir hvenær þær létu lífið og ekki hægt að dæma hann fyrir morð á þeim. Lík stúlknanna fjögurra fundust í garði við heimili Dutroux árið 1996. Dutroux var enn fremur dæmdur fyrir að hafa rænt, nauðgað og haldið Sabine Dard- enne og Laetitia Delhez í haldi í húsi sem hann hafði til umráða. Dardenne var 12 ára og Delhez 14 ára þegar þeim var rænt árið 1996. Þeim var bjargað úr húsi Dutroux, sem á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi í kjölfar dóms- ins. STUTT 180 falln- ir í Írak í júní Bill Clinton. Marc Dutroux. BANDARÍSKA stórblaðið The New York Times hvatti í fyrradag George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, til að biðja bandarísku þjóðina afsökunar á því að hafa réttlætt innrásina í Írak með því, að tengsl hefðu verið milli Sadd- ams Husseins Íraksforseta og al- Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens. Í skýrslu rann- sóknarnefndar um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001, sem birt var í vikunni, segir hins vegar, að ekki hafi verið um að ræða neitt samstarf milli Sadd- ams og al-Qaeda. „Af öllum þeim ástæðum, sem Bush notaði til að réttlæta innrás- ina, var sú óheiðarlegust, að hún væri liður í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði í leiðara í The New York Times. Sagði blað- ið, að það, sem við blasti væri tvennt: Annaðhvort hefði Bush logið vísvitandi eða hann ætti auð- velt með, af pólitískum ástæðum, að lifa í einhverri sjálfsblekkingu. Það væri út af fyrir sig stóralvar- legt mál. Þrátt fyrir þá niðurstöðu rann- sóknarnefndarinnar, að „engar trúverðugar vísbendingar“ væru um tengsl milli Saddams og al- Qaeda og ekkert sem benti til samstarfs með þeim, þá ítrekaði Bush enn í fyrradag, að um tengsl hefði verið að ræða. „Ástæðan fyrir því, að ég held því fram, að tengsl hafi verið milli Saddams og al-Qaeda, er sú, að það voru tengsl á milli þeirra,“ sagði Bush við fréttamenn og bætti við, að Saddam hefði verið „svarinn fjandmaður Bandaríkj- anna“ og haft tengsl við hryðju- verkamenn, ekki aðeins al-Qaeda, heldur líka aðra. Ríkisstjórnin í vörn Bush og ríkisstjórnin eru komin í nokkra vörn vegna þessa máls en Bush leggur nú áherslu á, að hann hafi aldrei fullyrt, að Saddam og al-Qaeda hafi staðið saman að hryðjuverkunum, heldur aðeins, að tengsl hafi verið þeim. Dick Cheney varaforseti, sem alltaf hefur hamrað á tengslum milli Saddams og al-Qaeda þrátt fyrir vísbendingar um annað, hélt því líka áfram eftir að niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var kynnt. Hann viðurkenndi þó í sjón- varpsviðtali í fyrradag, að ekki væri sannað, að Saddam hefði átt aðild að hryðjuverkaárásunum 2001. Bush forseti hvattur til að biðjast afsökunar The New York Times segir að ásakanir stjórnvalda um tengsl Saddams Huss- eins við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin hafi verið óheiðarlegar Washington. AFP. Í BRÁÐABIRGÐASKÝRSLU op- inberrar nefndar sem skipuð er repúblikunum og demókrötum og rannsakar árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 kemur fram hörð gagnrýni á yfirmenn tveggja stofnana, annars vegar Loftvarnir Norður-Ameríku, NORAD, og hins vegar flugmálastofnunina banda- rísku, FAA. Er m.a. talið að vegna skorts á upplýsingaflæði milli þeirra hefði aldrei verið mögulegt fyrir flugherinn að skjóta flugvélar hryðjuverkamannanna niður í tæka tíð, að sögn The New York Times. Segir í skýrslunni að í meira en klukkustund eftir að fréttir bárust af því að þotu hefði verið flogið á annan turn World Trade Center í New York hefði enginn af æðstu mönnum landsins haft góðar upplýsingar um það sem var að gerast. Fyrstu fréttir af ráni farþegavél- anna bárust flugumferðarstjórum FAA í Boston um 35 mínútum fyrir níu um morguninn. Þeir heyrðu eft- irfarandi orð sem bárust um fjar- skiptatæki American Airlines-þotu er síðar var flogið á World Trade Center í New York: „Við erum með nokkrar vélar. Verið bara róleg, þá kemur ekkert fyrir ykkur. Við snú- um aftur til flugvallarins.“ Mjög erf- itt var að heyra nákvæmlega hvað sagt var. Síðar heyrðust orðaskipti sem tóku af allan vafa um að um flugrán væri að ræða. Engar áætlanir til Skýrsluhöfundar segja að ekki hafi verið til neinar áætlanir, hvorki hjá FAA né NORAD, um viðbrögð við árás þar sem farþegaþotum væri beitt eins og raunin varð og því hafi menn orðið að þreifa sig áfram á þeim fáu mínútum sem þeir höfðu til að bregðast við árásunum. NORAD á rætur að rekja til ára kalda stríðs- ins og þá var reiknað með að árás yrði gerð með sprengjuvélum og eld- flaugum Sovétmanna en ekki með búnaði sem væri þegar fyrir hendi í Bandaríkjunum sjálfum eða Kanada sem á aðild að eftirlitskerfi NORAD. NORAD hafði til ráðstöfunar fá- einar F-15 orrustuþotur á svonefndu norðaustur-varnarsvæði, NEADS, sem spannar vettvang árásanna. Fékk NEADS fyrstu upplýsing- arnar um flugránið níu mínútum áð- ur en fyrri farþegavélin skall á World Trade Center og setti þegar tvær F-15 þotur í viðbragðsstöðu. Fyrst í stað var ástandið svo óljóst að yfirmenn á svæðinu vissu ekki hvert flugmennirnir ættu að halda. Er ástæðan m.a. að framan af var ekki ljóst hve mörgum vélum hefði verið rænt. „Ég veit ekki hvert ég á að senda þessa menn. Ég þarf að fá gefinn upp ákvörðunarstað,“ segir yfirmað- ur á einni upptökunni. Skipun um að hefjast handa kom kl. 8.46 og voru herþoturnar komnar á loft sjö mínútum síðar. Fyrri far- þegaþotan lenti á World Trade Center nokkrum sekúndum eftir að ákveðið var að senda herþoturnar á loft. Formleg heimild til að skjóta nið- ur farþegavélar ef þær virtust ógna landinu barst frá Dick Cheney vara- forseta, sem var í Washington, í um- boði George W. Bush forseta kl. 10.15 og að sjálfsögðu of seint. Hitt er einkennilegra að upptökur sýna að flugmenn sem fóru á loft töldu sig aðeins hafa fengið skipun um að finna hættulegu vélarnar, ekki til að skjóta þær niður. Þeir virðast ekki hafa fengið ótvíræða skipun þess efnis frá yfirmönnum sínum. Haft er eftir einum yfirmanni NORAD að hann hafi ekki áttað sig á því hvað skipunin um að skjóta merkti og eft- ir tveim öðrum að þeir hafi ekki vit- að með vissu „hvort og þá hvernig flugmennirnir ættu að framfylgja þeim“. Skipun um að flugmennirnir ættu að beita vopnunum barst þeim loks kl. 10.31. Allir fóru út Farþegar um borð í einni vélinni, sem var frá United Airlines, réðust á ræningjana og fór svo að hún hrap- aði skammt frá Pittsburgh, allir fór- ust. Fulltrúi flughersins spurði mann í aðalstöðvum FFA hvort rétt væri að senda herþotur á loft. „Drottinn minn, það veit ég ekki,“ svaraði hann. „En einhver verður sennilega að taka ákvörðun um það á næstu tíu mínútum,“ var þá sagt. „Ja, sjáðu til, það fóru allir út úr herberginu núna,“ var svarið. Svo mikil var ringulreiðin að þeg- ar Cheney ræddi í síma við Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra tæp- um 20 mínútum fyrir ellefu sagðist hann hafa skilið það svo að flugher- inn hefði þegar skotið niður nokkrar af vélum flugræningjanna. Yfirmað- ur NORAD, Ralph E. Eberhart hershöfðingi, sagði í yfirheyrslum að nú væri búið að breyta reglunum og ef svipaðar aðstæður kæmu upp myndu flugmenn hans geta skotið vélar í höndum hermdarverka- manna niður í tæka tíð. Margir draga þetta í efa og einnig þá full- yrðingu Eberharts að ef FAA hefði sent NORAD nægilegar upplýs- ingar fyrr hefði verið hægt að af- stýra árásunum. „Ég geri ráð fyrir að FAA-menn hafi sagt okkur frá þessu eins fljótt og þeir gátu,“ sagði hershöfðinginn. Formaður nefndarinnar, repú- blikaninn Thomas H. Kean, fyrrver- andi ríkisstjóri í New Jersey, segir að tregða hafi verið í yfirstjórn flug- hersins til að fara að skipunum sem bárust frá æðstu stöðum, eins og til- greint er í lögum. „Þetta er vægast sagt mjög uggvænlegt,“ sagði Kean. Ætlaði flugherinn að hafna því að skjóta? Rannsókn á árásunum mannskæðu árið 2001 sýnir að upplýsingar bárust seint og illa milli opinberra stofnana AP Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, þurfti í liðinni viku að flýta sér að ræðupallinum þegar haldin var árleg garðveisla fyrir þingmenn í Hvíta húsinu. Hann er hjartveikur og með gangráð en lætur það ekki aftra sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.