Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
V
ið verðum að vera á
varðbergi. Nýlega
var ég svo glöggur
að sjá að stórhættu-
legur maður hafði
smyglað sér inn á ættarmót, sat
eins og ekkert væri sjálfsagðara
innan um friðsæla Íslendinga.
Hann var svarthærður, dökkur
eins og arabi og talaði eins og
hann væri með hrottalegt kvef
og slæma hálsbólgu. Meira þurfti
ég ekki. Svona tala arabar, ekki
síst ef þeir reyna að tala ís-
lensku.
Það leyndi sér ekki að þarna
var hann, sjálfur ammoníak-
arabinn. Fyrir þá sem ekki fylgj-
ast nógu vel með skal þess getið
að fyrir
nokkru voru
sagðar æsi-
legar fréttir
af afskaplega
grun-
samlegum
manni. Hann var sagður vera
arabi sem hefði farið í bygginga-
vöruverslun í Reykjavík og beðið
um nokkra dunka af ammoníaki
sem voru víst ekki til. Þetta er
eitrað efni sem auk þess er hægt
að nota í sprengjur.
Ég bankaði í öxlina á þrjót-
inum og var að því kominn að
segja: Í nafni laganna! eða hvað
maður nú segir við svona að-
stæður. En þá kyngdi hrapp-
urinn síðasta bitanum af ólseig-
um tertubitanum sem hafði
valdið þessum undarlega hreim.
Hann er einn af þeim sem aldrei
tala meira en þegar þeir eru með
munninn fullan af mat. Og nú
brá mér og ég harmaði að Skap-
arinn skyldi gera mig svona
ómannglöggan.
„Sæll og blessaður, mér fannst
ég kannast við þig, frændi,“
sagði hann, alveg óhræddur og
hló hrossalega. Þá sá ég að þetta
var hann Dóri Blakkur, eini
maðurinn í ættinni sem er með
kolsvart hár. Hann er moldríkur
og fer til sólarlanda á hverju
sumri. Hann kemur síðan heim
ýmist á litinn eins og brennd
kjötbolla, þegar hann hefur
gleymt sér á ströndinni, eða
súkkulaðibrúnn Miðjarðar-
hafsbúi. Nú var hann vel haldinn
og það skein í tannburstabrosið,
skreytt marengstertubitum.
Dóri er gallagripur en enginn
hryðjuverkamaður frekar en
langflestir arabar. Nokkrir arab-
ar búa víst hér á landi og vafa-
laust er þetta flest sómafólk sem
hefur engan áhuga á ammoníaki.
En við vitum öll hvað hefur
gerst víða á Vesturlöndum og
þess vegna erum við dálítið
smeyk við allt sem minnir á
sprengjur og araba. Fréttir úr
heimi þeirra fjalla líka mest um
ofbeldi en lítið um líf venjulegs
fólks sem vill, eins og við, bara
frið.
Ammoníak-arabinn ógurlegi
vakti mikla athygli þennan dag
sem hann var í sjónvarpsfrétt-
unum en síðan hefur hvergi ver-
ið á hann minnst. Kannski er
hann ekki til í holdinu frekar en
draugarnir, bara ímyndun. En
einhver kom þarna kannski,
muldraði um ammoníak eða
sagðist bara vera frá Amman.
Hafi hann verið raunverulegt fól
getum við treyst því að við hefð-
um heyrt meira um manninn,
lögreglan hlyti að góma mann
sem var búið að lýsa svona vel.
Arabar eru fáir hér. En er ég
eini maðurinn sem er nógu for-
vitinn til að vilja frétta svolítið
meira af málinu?
Hafi þetta allt verið tómur
misskilningur hlýtur að vera
kominn tími til að leiðrétta hann.
Alvarlegar fréttir af einhverju
sem getur snert okkur öll, sé fót-
ur fyrir þeim, eiga ekki að vera
eins og hégómi sem gleymist
jafnóðum. Við viljum ekki hafa
alla íslenska araba fyrir rangri
sök, þeir eiga víst nóg með sig
og þurfa ekki á svona trakter-
ingum að halda. Hafi þetta allt
verið rakið bull eiga þeir líka
inni afsökun þeirra sem efndu til
þessa gönuhlaups og fengu mig
(næstum því) til að særa Dóra.
Verst er að á bak við þetta allt
er sú staðreynd að auðvitað
þurfum við, eins og aðrar þjóðir,
að reyna að koma í veg fyrir að
ofstækismenn vinni saklausu
fólki mein með sprengjum.
Stundum er óhjákvæmilegt að
lögreglan geri mistök í þeirri
viðleitni og ekkert við því að
segja. Fréttamenn eru heldur
ekki heilagar kýr og það á að
gagnrýna það sem miður fer hjá
okkur. Séum við fóðruð á rugli
eða misskilningi eigum við að
segja heiðarlega frá því, við-
urkenna mistökin.
Nýlega hneykslaðist ég ásamt
öðrum mikið á því að Þjóðdansa-
félag Reykjavíkur skyldi hafa
neitað að lána auglýsingablaði ís-
lenskan hátíðarbúning sem nota
átti við myndatöku af þeldökkri
konu. Voru grimmileg orð höfð
eftir starfsmanni félagsins. Eins
og aðrir var ég sannfærður um
að þarna væri gott dæmi um að
rasistar leyndust hér víða, nú
hefðu þeir bært á sér með væg-
ast sagt ógeðugum hætti. En síð-
an hefur komið í ljós að um er
að ræða orð gegn orði og senni-
lega eintóman misskilning. Von-
andi er skýringin svo saklaus.
Félagið hefur margsinnis lán-
að búninga sína íslensku og er-
lendu fólki af öðrum kynþætti en
bleikum en hefur viljað fá trygg-
ingu fyrir því að búningunum sé
sýnd full virðing, eins og það er
orðað í yfirlýsingu þess. Það hef-
ur í meira en hálfa öld lagt sig
fram um að sýna fólki af erlend-
um uppruna sömu virðingu og
öðrum landsmönnum og stuðlað
að gagnkvæmum skilningi.
Harkalegir kynþáttafordómar
eru til hér og allt of mikið um
þá. En varla er hægt að gera
málstað þeirra sem berjast gegn
þeim meiri óleik en að bregða
saklausu fólki um þennan
óþverra. Hafi það verið gert
ættu þeir sem hlut eiga að máli
að biðjast strax opinberlega af-
sökunar. Allir eiga rétt á leið-
réttingu orða sinna.
Dóri frændi slapp, þrátt fyrir
útlitið, af því að hann var með
ættartöluna í lagi. En um göt-
urnar gengur gott fólk sem er
ekki í Íslendingabók, útlitið
minnir okkur oft á hættulegt
fólk úti í heimi. Við þurfum að
vera á varðbergi en megum ekki
hrópa: Úlfur, úlfur! að ástæðu-
lausu. Þá hættir fólk að trúa
okkur.
Útlendur
þjóðdans
Ammoníak-arabinn ógurlegi vakti
mikla athygli þennan dag sem hann var
í sjónvarpsfréttunum en síðan hefur
hvergi verið á hann minnst.
VIÐHORF
eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Norrænir
sumartónar verður nú haldin í þriðja
sinn á vegum Norræna hússins og
kammerhópsins Camerarctica. Sum-
arsólstöðutónleikar verða haldnir í
kvöld kl. 22 í Norræna húsinu. Flutt
verða verk eftir finnann Einojuhani
Rautavaara, tvö verk eftir Norð-
manninn Sparre Olsen, annars vegar
útsetningar á tveimur gömlum sálm-
um frá Guðbrandsdal og hins vegar
Noktúrna sem ber undirtitilinn
Kyrrlát júnínótt til fjalla. Strengja-
kvartettinn Hljóðir söngvar eftir
Finnann Aulis Sallinen frá árinu
1971. Tresnitt eftir Kjell Marcussen,
tríó fyrir flautu, fiðlu og selló. Eftir
hlé verður fluttur Kvartett fyrir
klarinettu og strengi eftir Bernhard
Crusell. Crusell var fæddur í Finn-
landi árið 1775 en dvaldi mestan
hluta ævi sinnar í Svíþjóð. Tónlist
hans telst til klassíska tímabilsins og
þykir minna á tónlist Mozarts. Tón-
leikunum lýkur svo á útsetningu
Jóns Leifs á íslenskum rímnadans-
lögum.
Barnatónleikar
Camerarctica laða svo að sér
yngstu hlustendurna með lögum af
norrænum toga á barnatónleikunum
á sunnudag kl. 15. Þar fá börnin að
hlusta á söng og hljóðfæraleik og
syngja með og hreyfa sig. Sögumað-
ur er Harpa Arnardóttir. Einnig
koma ungir tónflytjendur fram, þau
Ingvar Haukur Jóhannsson, 9 ára,
sem leikur bæði á fiðlu og kornett og
Gunnhildur Halla Ármannsdóttir, 7
ára, sem leikur á blokkflautu. Að-
gangur er ókeypis að barnatónleik-
unum.
Camerarctica skipa Hallfríður
Ólafsdóttir, Ármann Helgason,
Hildigunnur Halldórsdótir, Sigur-
laug Eðvaldsdóttir, Guðrún Þórar-
insdóttir og Sigurður Halldórsson.
Morgunblaðið/SverrirTónlistarhópurinn Camerarctica í Norðurmýrinni.
Sumarsólstöðutónleikar
ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri
útnefndi í fyrradag Hallgrím
Helgason borgarlistamann Reykja-
víkur 2004 og veitti listamann-
inum ágrafinn stein, heiðursskjal
og ávísun að upphæð ein milljón
króna.
Útnefning borgarlistamanns er
heiðursviðurkenning til handa
reykvískum listamanni sem með
listsköpun sinni hefur skarað fram
úr og markað sérstök spor í ís-
lensku listalífi. Útnefningin fór
fram í Höfða og gerði Stefán Jón
Hafstein, formaður menningar-
málanefndar, grein fyrir vali
nefndarinnar á borgarlistamanni
Reykjavíkur 2004. Við sama tæki-
færi var flutt nýtt Reykjavíkurlag
við ljóð Hallgríms. Lagið samdi
Ragnar Kristinn Kristjánsson og
flytjendur voru Auður Gunn-
arsdóttir sópran og Jónas Þórir
píanóleikari.
Morgunblaðið/Eggert
Hallgrímur Helgason flytur þakkarávarp sitt. Þórólfi Árnasyni og Stefáni Jóni Hafstein er bersýnilega skemmt.
Hallgrímur borgarlistamaður
KLASSÍSKI Listdansskólinn í
Mjódd býður upp sumarskóla,
bæði í klassískum ballet og nú-
tímadansi fyrir nemendur 11 ára
og eldri sem hafa stundað nám í
listdansi. Guðbjörg Astrid Skúla-
dóttir, listdansari og jafnframt
skipuleggjandi þessa námskeiðs,
hefur fengið til liðs við sig bæði
reynda og þekkta listdansara.
Meðal þeirra má nefna Andreas
Constantinou, Luce Francois,
Lauren Hauser, Kötlu Þórarins-
dóttur, Ólöfu Söebech og Guð-
björgu Astrid Skúladóttur. Allt
eru þetta þekktir dansarar og
kennarar.
Sumarskólanum er skipt upp í
þrjú mismunandi námskeið sem
verða haldin alla virka daga frá
21. júní til 3. júlí í húsnæði skól-
ans í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Námskeið
í listdansi DAGSKRÁ lista- og menningarhá-tíðarinnar Bjartir dagar í Hafn-
arfirði í dag er eftirfarandi:
Kl. 13 Drama og taktur.
Regnbogabörn bjóða upp á fyr-
irlestur um taktinn í tilverunni í
umsjá Margrétar Ákadóttur.
Kl. 14-20 Fjörukráin.
Víkingahátíð.
Kl. 14 og 16 Selið/þjónustu-
hús.
Fræðsluferð með Skógræktar-
félagi Hafnarfjarðar undir leið-
sögn Steinars Björgvinssonar
garðyrkjufræðings og fuglaáhuga-
manns.
Kl. 15 Bæjarbíó.
Þrjúbíó – Lína langsokkur með
íslensku tali.
Kl. 17–22 Íþróttahús við
gamla Lækjarskóla.
Graffítí. Mc Frikki og félagar
spila tónlist úti.
Kl. 19 Gamla bókasafnið.
Hipphoppkvöld. Fram koma,
Einfari, Diplomatics, Misskildi út-
laginn, Prins X., Hinir dæma-
lausu, Heimskir synir/Textavarp
og Móri. Breikhópurinn Fifth Ele-
ment, Íslandsmeistarar 2003
sýna.
Kl. 20 Hafnarborg.
Bjartir tónar. Geir Ólafsson og
Furstarnir. Auk Geirs koma fram
Árni Scheving á bassa, Carl Möll-
er á píanó, Jón Páll Bjarnason á
gítar, Papa-jazz (Guðmundur
Steingrímsson) á trommur og
Ólafur Jónsson á tenórsax.
Kl. 21 Bæjarbíó.
Sýning á nýrri íslenskri kvik-
mynd eftir Gunnar B. Guðmunds-
son, Konunglegt bros. Að auki
verður sýnd stuttmyndin Kara-
mellumyndin eftir sama höfund.
Kl. 21-22 Víkingahátíð.
Víkingaveisla og söngur við
varðeld. Dansleikur kl. 23.
Bjartir dagar