Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 29
400 g rifinn ostur, t.d. blanda af maribo, gouda, parmesan og mozz- arella Extra virgin ólífuolía Maldonsalt Ferskt rósmarín Vatn, ger og hunang sett í skál og látið standa þar til freyðir. Salti og olíu bætt út í og hveiti einnig. Hnoðið vel, mótið kúlu. Leggið kúluna í skál og viskustykki yfir. Hefist á volgum stað 40–60 mín. Deigið flatt og myndið ca 25x60 cm flöt. Fyllingunni smurt jafnt yfir deig- ið. Ostinum síðan dreift jafnt yfir. Deiginu er rúllað upp í pylsu. Gætið að snúa samskeytum niður og látið endana mætast svo brauðið myndi hring. Myljið salt og rósmarín í mor- téli og blandið ólífuolíu, penslið brauðið. Bakið á pappírsklæddri bökunarplötu í um 20–25 mín í 180°C eða þar til brauðið er bakað. Steiktar kjúklingabringur 4 kjúklingabringur 2 msk. Dijon-hunangssinnep pipar og salt Paxo kjúklngarasp (1 pakki) 2 dl fersk salvía og steinselja 1–2 msk. safi úr hálfri límónu 1,5 msk. bráðið smjör Snyrtið og skerið bringurnar í 2 cm breiðar ræmur. Brjóstið skorið langsum, þ.e. eftir legu kjötsins í 2 cm breiða bita. Hunangssinnepið lát- ið í skál með salti og pipar og bit- unum velt upp úr. Síðan er raspi og fersku kryddjurtunum hellt yfir og bitarnir vel þaktir. Límónusafanum hellt yfir. Komið fyrir á smjörpappír í ofnskúffu og hafið rúmt um bitana. Steikt í um 20 mínútur í 185°C heit- um ofni eða þar til bitarnir eru gegn- steiktir. Smjörið er sett yfir síðustu 5 mínúturnar til að ná skorpu. Borið fram með límónubátum. Rabarbarapæ 300 g rabarbari 100 g bláber 1 stórt mangó 3 msk. púðursykur Rabarbarinn saxaður og komið fyrir í ofnföstu fati. Púðursykri stráð yfir. Sett í 160°C heitan ofn og ál- þynna sett yfir. Þegar rabarbarinn er bakaður eru bláberin og mangóið sett saman við (má líka nota aðra ávexti sem til eru, t.d. vínber og jarð- arber). Bræðið síðan saman í potti: 50 g smjör 50 g púðursykur 1 msk. sýróp 100 g gróft haframjöl Smurt yfir ávextina og bakað án álpappírs í 20 mínútur við 160°C. Borið fram með rjóma eða ís. Litlubæjarhjónin: Rækta salat og kryddjurtir. Júnísalat: Með ferskjum og salatolíu. join@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 29 Kringlukast Yfirhafnir 20% afsláttur Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnarnesi, s. 561 1680 Fjöldi manns heimsækir Tí-volí í Kaupmannahöfn á árihverju, enda er þessi rót-gróni skemmtigarður vin- sælasti ferðamannastaður Danmerk- ur. Í Tívolí eru starfrækt yfir fjörutíu veitingahús og kaffistaðir, þar sem boðið er upp á allt frá hefðbundnum dönskum mat til alþjóðlegra sælkera- rétta. Á vefsíðu Tívolísins er að finna upplýsingar um áherslur, þjónustu og afgreiðslutíma veitingahúsa skemmtigarðsins, og gefur þar ýmis- legt forvitnilegt að líta. Café Ketchup Tivoli er elsta veit- ingahúsið á staðnum, en það hefur starfað samfellt frá því að Tívolí var opnað árið 1943. Glæsilegur stíll og alþjóðlegt andrúmsloft einkenna veit- ingastaðinn sem mörgum þykir ómissandi hluti af umhverfinu. Rest- aurant Bernstorff og Divan 2 eru einnig rótgrónir staðir í Tívolígarð- inum, sá fyrrnefndi býður upp á úrval danskra rétta með frönsku ívafi á fjöl- skylduvænu verði en sá síðarnefndi er í dýrari kantinum og rómaður fyrir matseld sína. Þeir sem hafa hug á að snæða á fyrsta flokks stað ættu jafn- framt að íhuga Nimb, eða sælkera- veitingahúsið The Paul, en það hlaut fjórar stjörnur í Michelin-handbók- inni yfir bestu veitingahús heims árið 2004. Hægt er að leita á aust- urlenskar slóðir á Det kinesiske Tårn, sem er til húsa í kínverska turninum á miðju tívolísvæðinu með útsýni yfir allan garðinn. Á kvöldin er hægt að fá sér snúning á veitingahús- unum Dansetten, eða þá Den røde Pimpernel, elsta dansveitingahúsi Kaupmannahafnar sem flutti starf- semi sína yfir í Tívolíið árið 2002. Veitingahúsið Fregatten Sct. Georg III sérhæfir sig alfarið í danskri matargerð, og Apollo brugg- húsið býður upp á úrvalsbjór sem bruggaður er á staðnum og borinn fram samkvæmt kúnstarinnar reglum. Í Tívolí er auk þess að finna fjölda kaffihúsa sem bjóða upp á smurbrauð, bistromat og öl, en þeir sem eru á höttunum eftir sætabrauði ættu að koma við á kaffihúsinu Vaff- elbageriet þar sem boðið er upp á úr- vals sætabrauð og kökur. Á heitum dögum er tilvalið að koma við í Vaff- elbageriet eða Viftens Ishus og ná sér í ekta heimalagaðan ís.  KAUPMANNAHÖFN | Úrval matsölustaða í Tívolí Smurbrauð, öl og sæl- keraréttir Matsölustaðir í Tívolí: Veitingahúsið Grøften er rómað fyrir rækjurétti og „gamaldags kjötkássu með rauðbeðum og smjörklípu“. TENGLAR ..................................................... http://www.tivoli.dk/compo- site-34.htm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.