Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 26
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
26 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SAUTJÁNDI júní var haldinn hátíðlegur á Selfossi í
björtu og fallegu veðri. Á Sigtúnsplaninu var hátíð-
ardagskrá þar sem margt var í boði fyrir börnin.
Þessir krakkar tóku brosandi á móti þjóðhátíðardeg-
inum, enda ekki annað hægt í góða veðrinu. Áður en
dagskráin hófst var skrúðganga um bæinn.
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Sautjándi júní á Selfossi
Selfoss | Jón Ingi Sigurmundsson
sýnir verk sín í Hafsteinsstofu, nýj-
um og glæsilegum veitingasal
Þrastarlundar við Sog. Á sýning-
unni eru 30 olíu- og vatns-
litamyndir. Myndefnið er sótt í
Þrastarskóg og nágrenni. Auk þess
eru myndir víðar að af landinu s.s.
frá Snæfellsnesi, Skaftafelli, Land-
mannalaugum og af ströndinni.
„Ég hef málað mjög mikið við
Sogið og Álftavatn. Hér og við
Hvítá eru endalaus tilbrigði sem
unun er að fást við með vatnslitum.
Svo líður manni bara svo vel í skóg-
inum,“ sagði Jón Ingi Sigurmunds-
son listmálari frá Selfossi.
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Jón Ingi með eitt verka sinna í
kjarrinu við Þrastarlund.
Jón Ingi sýnir
í Þrastarlundi
Eyrarbakki | Kvenfélag Eyrarbakka annaðist
undirbúning og alla framkvæmd hátíðahalds
á sextugasta þjóðhátíðardeginum.
Dagskráin var með nokkuð hefðbundnu
sniði. Fjallkonan flutti ljóð í upphafi dag-
skrár, flutt var þjóðhátíðarræða, en síðan var
ýmislegt gert fyrir yngri kynslóðina.
Í lokin bauð kvenfélagið öllum viðstöddum
í afmæliskaffi. Fjallkonan skartaði að þessu
sinni nýjum skautbúningi sem kvenfélagið
hefur látið gera og hannaður var og saumað-
ur af þeim Oddnýju Kristjánsdóttur og Guð-
rúnu Hildi Rosenkjær hjá Þjóðbúningastof-
unni í Reykjavík.
Morgunblaðið/Óskar Magnússon
Fjallkona ársins og fylgdarmeyjar: f. v.:
Jessica Linnéa Dahlgren , Katrín Ósk Þráins-
dóttir (fjallk.) og Svanhildur Valgarðsdóttir.
Þjóðhátíð á
Eyrarbakka
Selfoss | „Ég ætlaði að kasta langt út en það
mistókst og kastið lenti hérna rétt við landið
og viti menn þar lá stór fiskur sem tók síðan
strikið beint út í strauminn og ég hef ekki
reynt önnur eins átök og við að ná honum að
landi og auðvitað endaði það með því að hann
sleit sig lausan, en þvílíkur fiskur,“ segir
Ágúst Morthens, verslunar- og stanga-
veiðimaður á Selfossi, þar sem hann er stadd-
ur í Klettsvíkinni, þekktum veiðistað á Selfossi
sem reyndar er oft nefndur Smugan.
Laxveiði hefst á vatnasvæði Ölfusár og
Hvítár núna um helgina. Stangaveiðimenn eru
fullir eftirvæntingar um veiðitímabilið og mik-
ið er rætt um vatnafar og hvernig endurkoma
og árangur af seiðasleppingum verður. Þetta
eru sportveiðimennirnir að tala um og velta
fyrir sér möguleikunum. Á bökkum má einnig
sjá undirbúning annars veiðiskapar sem
stundaður er í Ölfusá en það eru netaveið-
arnar sem enn eru stundaðar en í litlum mæli
þó. Netaveiðimenn undirbúa sig með því að
gera klára kláfa sem halda netunum úti og
forma veiðistaðina. Stangaveiðin og laxinn
hafa ótrúlegt aðdráttarafl og þar má segja að
sé fólgin mikil auðlind fyrir vatnasvæðið í
heild. Veiðivonin og útivistin dregur menn og
konur að veiðistöðunum sem eru fjölmargir á
svæðinu.
„Mér finnst Tungufljótið og umhverfi þess
vera mjög spennandi svæði. Þar er fiskur um
allt og aðstæður breyttust við fljótið þegar
vel. Sama er að segja um Langholt sem er á
hinum bakkanum þar eru góðir veiðistaðir
líka. Svo má nefna Iðu en fyrir þá sem komast
að á því svæði eru möguleikar á ævintýrum því
þetta er stórfiskastaður frá fornu fari. Það
þarf að þekkja veiðistaðina vel og líka duttl-
unga árinnar sem getur breytt sér og myndað
nýja veiðistaði. Svo eru það perlurnar Stóra-
Laxá og Sogið sem eru rómaðar veiðiár. Stóra
Laxá er spennandi fyrir veiðimenn því þar sjá
menn fiskana og þar er mikil náttúrufegurð.
Hún er löng og það þarf að hafa fyrir því að
veiða þarna en sá sem fer einu sinni þangað að
veiða vill fara aftur,“ segir Ágúst Morthens.
Hann sagði það sitt mat núna að það væri
góð veiðivon á komandi sumri um allt svæðið
það væri búið að rækta mikið og sleppa seiðum
á vatnasvæðinu sem yki vonina. „Það bíða allir
spenntir eftir að veiðitíminn hefjist. Ölfusá er
falleg og vatnsstaðan á svæðinu er góð. Það
eru því allar aðstæður fyrir hendi og svo er
sjóbirtingurinn farinn að skila sér neðst á
svæðinu og lax hefur sést stökkva á veiðisvæð-
inu í Víkinni við Selfoss.“
„Ég er verulega bjartsýnn og ég heyri á
mönnum að þeir eru sammála mér um að von
sé til að veiði verði góð í ár og á næstu árum.
Það gera niðurgönguseiðin sem sleppt hefur
verið á svæðinu en þau gefa okkur von um
aukna veiði á næstu árum,“ segir Ágúst Mort-
hens, stangaveiði- og verslunarmaður í Veiði-
sporti á Selfossi.
jökullinn hvarf úr því. Fiskurinn hefur fært
sig á nýja staði og það er mikið af spennandi
veiðistöðum þar,“ segir Ágúst Morthens í
Veiðisporti þegar hann er spurður um vatna-
svæðið í heild. „Svo má nefna Snæfoksstaði en
þar var mikill stórfiskastaður á árum áður og
þar er nú verið að hvetja menn til að veiða þar
meira með því að gefa uppbót á leyfi sem
keypt eru til að sýna að þarna er hægt að veiða
Bjartsýni á góða stangaveiði á
vatnasvæði Hvítár og Ölfusár
Morgunblaðið/Sig. Jónsson
Sá stóri tók hérna rétt við landið. Ágúst Mort-
hens í Klettsvíkinni á Selfossi, fallegum og
rómuðum veiðistað.