Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT: Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.is
Stóra svið
Nýja svið og Litla sviðCHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Í kvöld kl 20
SÍÐASTA SÝNING Í VOR
TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING
í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes
Sýningar hefjast á ný í september
BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson
Sýningar hefjast á ný í október
LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren
Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14
Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT
Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT
Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 - ÖRFÁ SÆTI
Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 19.30 - UPPSELT
Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 - LAUS SÆTI
Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 - LAUS SÆTI
Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 - LAUS SÆTI
Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 - FÁ SÆTI
Hliðarsalur: EM á breiðtjaldi í beinni
Dansleikur í kvöld
Eyjólfur Kristjánsson
og Íslands eina von
Sumarkvöld
við orgelið
19. júní kl. 12.00:
Juliet Booth sópran
og Christopher Herrick orgel.
20. júní kl. 20.00:
Hinn heimsþekkti breski organisti
Christopher Herrick
leikur verk eftir Widor, Bach,
Guilmant, Liszt og Duruflé.
SMELLTU ÞÉR Á FÓLKIÐ Á
MBL.IS OG TAKTU ÞÁTT Í
LÉTTUM LEIK. SVARAÐU
3 SPURNINGUM RÉTT
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
FÓLKIÐ
FERÐ ÞÚ Á DEEP PURPLE?
DEEP
PURPLE
20 HEPPNIR FÁ MIÐA FYRIR TVO Á TÓNLEIKANA SEM VERÐA
MIÐVIKUDAGINN 23. JÚNÍ OG TVEIR FÁ SÆTI Í VIP-BOXI.
VINNINGSHAFAR VERÐA LÁTNIR VITA MEÐ TÖLVUPÓSTI
MÁNUDAGINN 21. JÚNÍ.
Þeir kunna að virka á ein-hverja sem skrítið teymi envið nánari athugun á þaðekki að þurfa að koma nein-
um á óvart að Tom Hanks skuli hafa
ákveðið að vinna með Coen-
bræðrum. Allt síðan Hanks gerðist
„alvarlegur“ leikari fyrir rúmum ára-
tug, lék homma með alnæmi í Phila-
delfia og fékk að launum eitt stykki
Óskar fyrir viðvikið, hefur hann get-
að valið úr leikstjórum til að vinna
fyrir. Og ef það eru einhverjir leik-
stjórar í Bandaríkjunum sem allir
virðast segja já við, eru það Coen-
bræður. Og því ekki; þeir búa til ein-
hver bitastæðustu handrit sem í boði
eru, kunna að skrifa safaríkar og
girnilegar persónur og eru oftast
nær dáðir af gagnrýnendum og há-
tíðahöldurum. Það þykir m.ö.o. ekki
amalegt að hafa eins og eina Coen-
bræðramynd á ferilskránni – hver
vill t.d. ekki taka sénsinn á því að
vera í næstu Blood Simple, Raising
Arizona, Barton Fink eða Fargo?
Frelsi til að velja
Tom Hanks hefur sýnt það eftir að
hann öðlaðist nægilegt sjálfstæði og
áhrifamátt í bíóborginni stóru til að
geta valið úr verkefnum að hann er
ekki maður sem vill festast í sömu
rullunni. Og eftir að hafa leikið hinn
sanna réttláta Ameríkana í all-
mörgum myndum tók hann sig til,
mörgum að óvörum og lék kaldrifj-
aðan leigumorðingja í rökkurkrimm-
anum Leiðinni til Perdition. Og næst
fannst honum tími til kominn að
spreyta sig aftur á gríninu. Hverfa
aftur til stílsins sem hafði gert Tom
Hanks að stjörnu til að byrja með.
Og svona til að varðveita vegsemd-
ina, viðhalda virðingunni, hvers
vegna þá ekki að slá tvær flugur í
einu höggi og bæta við eins og einni
Coen-bræðramynd á ferilskrána?
Coen-bræður höfðu þá verið beðn-
ir af Disney-veldinu um að end-
urgera sígilda breska gráglettna
kómedíu frá 7. áratugnum The Lady-
killers, mynd með Sir Alec Guinness
og Peter Sellers sem gjarnan var
kennd við stúdíóið fornfræga sem
framleiddi hana og margar aðrar
snilldargrínmyndir um þær mundir,
Ealing. Þeir hjá Disney sáu með end-
urgerðinni mikla möguleika fyrir
þessa samtímameistara svarta húm-
orsins, bræðurna Joel og Ethan Co-
en. The Ladykillers var því, ólíkt
fyrri myndum þeirra, gerð eftir pönt-
un og framleidd af öðrum:
„Við þekktum myndina. Höfðum
séð hana sem krakkar og fundist hún
fyndin á sinn kvikindislega hátt.
Fengum meira að segja eina línu að
láni úr henni í fyrstu mynd okkar
Blood Simple,“ sagði Joel – stóri
bróðir – við blaðamann Morg-
unblaðsins í Cannes á dögunum en
þar var hann staddur ásamt stjörnu
myndarinnar Tom Hanks til að fylgja
eftir The Ladykillers sem að sjálf-
sögðu hafði verið boðið í aðalkeppn-
ina um Gullpálmann.
„Við samþykktum, með því skil-
yrði þó að við fengjum sjálfir að skipa
í hlutverkin og ráða því hvernig við
breyttum út frá frummyndinni. Við
komum nefnilega strax auga á þann
möguleika að staðfæra myndina frá
Lundúnum til Suðurríkjanna. Okkur
þótti það nærtækast. Vildum nefni-
lega breyta þessari virðulegu bresku
tefrú í virðulega guðhrædda Suð-
urríkjafrú.“
Ein af þessum léttvægu
Tom Hanks leikur kynlegan kvist í
Kvennaflögurunum, hvítflibbahrapp-
inn prófessor G.H. Dorr, misheppn-
aðan menntamann með sannkallaða
silkitungu sem notar hvert tækifæri
til að vitna í ljóðskáldið Edgar Alan
Poe. Að hluta vegna þess að hann dá-
ist að ljóðlist þessa meistara hinnar
myrku ljóðlistar og að hluta til þess
að ganga í augun á fórnarlömbum
sínum, vinna traust þeirra og virð-
ingu. Það tekst honum naumlega
þegar hann kjaftar sig inn á gaflinn
hjá hinni trúuðu og trúgjörnu ekkju
Mörvu Munson. Svo vill nefnilega til
að hún býr í reisulegu húsi með góð-
um kjallara í næsta nágrenni við
spilavíti nokkuð, sem einmitt geymir
allan auðinn í kjallarageymslu. Pró-
fessorinn útsjónarsami sér þar því
kjörið tækifæri til að grafa sig frá
kjallara frú Munsons yfir í spilavítið,
með aðstoð þriggja misviturra smá-
þjófa. En frú Munson er ekki öll þar
sem hún er séð, kallar sko ekki allt
ömmu sína, eins og prófessorinn og
hyski hans eiga eftir að komast
óþægilega að raun um. Kvennaflag-
ararnir eru um margt ekta Coen-
bræðramynd; smellin samtöl, stíllinn
útpældur, tónlistin mögnuð og nett
klikkun í gangi. En um leið er hér
kannski á ferð einhver aðgengileg-
asta mynd þeirra bræðra. Hún er
hreinræktuð grínmynd og hefur ekk-
ert annað að markmiði en að
skemmta áhorfendum. Fellur þar í
flokk „léttvægari“ mynda bræðranna
sem einnig telur Raising Arizona,
Hudsucker Proxy, Oh Brother,
Where Art Thou? og Intolerable
Cruelty.
Svikahrappur með silkitungu
„Prófessorinn er mjög brattur
náungi, uppfullur af sjálfstrausti,
þótt hann sé óttalegt flón. Hann hef-
ur ofurtrú á eigin náðargift sem er að
geta kjaftað sig út úr öllu, sama
hversu djúpt hann er búinn að grafa
sig í drulluna,“ segir Hanks um pró-
fessorinn sinn. „Hann er þess fullviss
að ef hann bara talar nógu lengi muni
á endanum eitthvað vit vera í því sem
hann segir. Ég meina, í handritinu
mátti finna einræður með honum
sem teygðu sig á allt að átta blaðsíð-
ur! Það var alveg svakaleg áskorun
að leggja bullið í honum á minnið,
erfiðara en Shakespeare, því það er
a.m.k. heil brú í textanum hans. Og
að vitna svo í Poe ofan á allt saman, í
því kristallast sjarmi prófessorsins.
Hann lifir fyrir slíkt menntasmjaður,
því það kemur honum út úr allri
hugsanlegri klípu.“
Aðspurður hvort hann hafi ákveðið
sjálfur að leika prófessor Dorr á
þessum ýktu nótum eða hvort bara
komi þannig út, segist Hanks hafa lit-
ið á prófessor Dorr sem þennan
dæmigerða unga lektor við háskóla
sem ætlaði sér svo stóra hluti er hann
vann að sinni metnaðarfullu tíma-
móta doktorsritgerð, en lét svo aldrei
verða úr neinu. Sprakk á limminu og
hrökklaðist með skottið á milli lapp-
anna, uppfullur af beiskju og
menntahroka í einhvern smábæj-
armenntaskóla, þar sem hann gerir
Prófessor Hanks og
bræðurnir Coen
Prófessor Dorr og glæpagengið hans grunna kjafta sig niður í kjallara
þeirrar gömlu á þeim fölsku forsendum að þeir séu á hljómsveitaræfingu.
Blood Simple (1984)
Raising Arizona (1987)
Miller’s Crossing (1990)
Barton Fink (1991)
The Hudsucker Proxy (1994)
Fargo (1996)
Big Lebowski, The (1998)
O Brother, Where Art Thou? (2000)
Man Who Wasn’t There, The (2001)
Intolerable Cruelty (2003)
Coen-myndir
kortlagðar
Tom Hanks segir Fargo eina af bestu myndum síðustu áratuga en
viðurkennir þó að hafa átt bágt með að skilja sumar mynda Coen-
bræðra, sem nú hafa leikstýrt honum í fyrsta sinn í farsanum The
Ladykillers. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Hanks og Joel
Coen um samstarfið við endurgerðina á sígldri breskri mynd.
skarpi@mbl.is