Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
PÁLMI í Hagkaup og Jóhannes í
Bónus eru meðal merkustu kaup-
manna 20. aldar; frumkvöðlar sem
bættu kjör íslenskrar alþýðu. Þeir
eiga heiður skilinn. Jón Ásgeir í
Baugi hefur verið frumkvöðull í við-
skiptum og útrás ís-
lenskra fyrirtækja.
Fyrir það á hann heið-
ur skilinn. Jónína
Benediktsdóttir heldur
því fram að ég sé sjálf-
stæðismaður í liði gegn
Baugi í grein sinni;
Hallur, bókin, Baugur
og lýðræðið í Morg-
unblaðinu 15. júní síð-
astliðinn. Þar grípur
hún til ofnotaðra frasa.
Ég er ekki í liði gegn
einum eða neinum á
vettvangi þjóðmála; að-
eins í Víkingi og stoltur af því.
Ég hef hins vegar gagnrýnt Jón
Ásgeir fyrir ósvífið inngrip í stjórn-
mál. Fyrir að bera út fundargerðir
úr Baugi í Fréttablaðið sem enginn
vissi hver átti – en vitum nú að
hann á. Markmiðið var að skipta
um forsætisráðherra í Stjórnarráði
Íslands. Þetta var stórfrétt. Ein
stærsta frétt í sögu lýðveldisins;
frétt sem íslenskir blaðamenn hafa
af einhverjum ástæðum ekki beint
kastljósi sínu að. Baugur var ger-
andi í aðgerð gegn forsætisráð-
herra kortéri fyrir kosningar 2003.
Kaupsýslumenn ætluðu að skipta
um karlinn í brúnni! Þetta var læ-
víslegt „coup d’etat“.
Enginn blaðamaður
rannsakar málið
Enginn blaðamaður hefur rann-
sakað málið; enginn spurt Jón Ás-
geir hvað Baugi hafi gengið til; eng-
inn greint málið.
Enginn skrifað um
það. Í þess stað hafa
íslenskir blaðamenn
grafið skotgrafir í
átökum auðhrings
gegn lýðræðislega
kjörnu stjórnvaldi.
Rannsóknarblaða-
mennska á ekki skjól í
íslenskum fjölmiðlum
í upphafi 21. aldar.
Þetta er dapurlegur
vitnisburður um
ástandið í íslenskum
fjölmiðlum þar sem
eitt fyrirtæki, Baugur hefur eignast
þrjá af fjórum einkareknum fjöl-
miðlum landsins á sama tíma og fé-
lagið sætir lögreglu- og skattrann-
sókn.
Flest á haus og rest á röngunni
Sá glöggi maður Össur Skarphéð-
insson sagði í umræðum á Alþingi í
ársbyrjun 2002 að Baugur væri
Svarti Pétur á íslenskum mat-
vörumarkaði og hefði þar hreðja-
tak. Össur krafðist þess að rík-
isvaldið gripi í taumana og leysti
auðhringinn upp til þess að vernda
neytendur. Ef Baugur hafði hreðja-
tak á matvörumarkaði, er þá ekki
rétt að grípa til sömu samlíkingar
um fjölmiðla? Losa um hreðjatak
Baugs á fjölmiðlum?
Samt hefur Össur barist af hörku
gegn lögum sem taka á samþjöppun
eignarhalds á fjölmiðlum og Ólafur
Ragnar synjaði þeim staðfestingar.
Þannig stendur forseti Íslands vörð
um þá sem ætluðu að skipta um
karlinn í brúnni! Sjálfur forsetinn
sem hafði haft uppi sterk varnaðar-
orð um að auðhringar hreiðruðu um
sig í fjölmiðlum.
Þarna er flest á haus og rest á
röngunni. Forvitnilegt rannsókn-
arefni fyrir sagnfræðinga framtíð-
arinnar.
Þetta er kjarni málsins. Bókin
sem þú boðaðir á síðastliðnu ári er
aukaatriði. En Jónína, mín kæra
Jónína. Bókin – hvar er bókin? Þú
sem varst búin að semja um prent-
un og panta auglýsingar. Þú bara
fórst til Austurlanda fjær. Hvað
gerðist?
Hreðjatak, mín kæra Jónína
Hallur Hallsson svarar Jónínu
Benediktsdóttur ’Ef Baugur hafðihreðjatak á matvöru-
markaði, er þá ekki rétt
að grípa til sömu sam-
líkingar um fjölmiðla?‘
Hallur Hallsson
Höfundur er fyrrv. fréttamaður.
MIKILL uppgangur er í ferða-
mennsku sem tengis hvalaskoðun
og því sem er tengt hvölum á ein-
hvern hátt og full-
yrða þeir sem þessari
atvinnugrein tengjast
að í þessari iðju séu
framtíðarvaxt-
armöguleikar okkar
fólgnir. En skoðum
nú nokkrar tölulegar
staðreyndir:
Samkvæmt skýrslu
voru tekjur okkar
vegna ferðamanna
sem komu til lands-
ins vegna hvalaskoð-
unar einn milljarður
og sjö hundruð millj-
ónir króna á árinu
2003. Af þessu tilefni
lét Ásbjörn Björg-
vinsson hafa eftir sér
að ferðamenn sem
fóru í hvalaskoðun
hafi verið 70.000.
Ekki ætla ég nú að
rengja þá tölu en þar
sem heildar ferða-
mannafjöldinn var
320.000 allt árið (en
sá tími sem hvala-
skoðun er í gangi er
hámark átta mán-
uðir) þykir mér það ansi mikið að
rétt um 22% allra erlendra ferða-
manna sem komu til landsins hafi
farið að skoða hvali. Í framhaldi af
þessu getur maður líka spurt sig
hvort kemur á undan, hænan eða
eggið? Komu þessi 70.000 gagn-
gert til þess að fara í hvalaskoð-
unarferð eða fóru þeir í hvalaskoð-
unarferðina vegna þess að þeir
voru hvort eð var komnir til Ís-
lands?
En til baka að tölunum.
Það að fara í hvalaskoðunarferð
kostar 3.500 kr. fyrir fullorðinn og
að sjálfsögðu er ódýrara fyrir
börn að fara, en í þessu dæmi
reikna ég með að allir hafi greitt
fullorðinsgjald (sem er alls ekki
raunhæft, það má reikna með að
u.þ.b 60% hafi greitt fullorð-
insgjald, en að því gefnu liti dæm-
ið mun verr út fyrir hvalaskoð-
unarfyrirtækin). Þetta þýðir að
velta allra fyrirtækjanna, sem eru
í þessu (hvalaskoðun) hafi verið
245.000.000 kr. Samkvæmt mínum
heimildum eru fyrirtækin í þess-
um rekstri átta og að því gefnu að
öll fyrirtækin hafi jafna markaðs-
hlutdeild, er ársvelta hvers þeirra
30.625.000 kr., þannig að ef við
gefum okkur það að „vertíðin“
standi yfir í átta mánuði á ári þýð-
ir þetta að fyrirtækið velti ein-
ungis 3.828.125 kr. á mánuði þessa
átta mánuði af árinu. Heldur þykir
mér þetta vera lág velta og ekki
get ég ímyndað mér að framlegðin
af þessum rekstri sé glæsileg.
En við skulum halda okkur við
tölurnar. Ef við höldum okkur við
að tekjurnar vegna hvalaskoðunar
hafi verið 1.700.000.000 kr. þá hef-
ur hver af þessum 70.000 skilið
eftir tekjur í landinu að upphæð
24.286 kr. Og þegar þessi ferða-
maður hefur greitt
fyrir hvalaskoðunina
eru eftir 20.786 krón-
ur sem fara í allar
aðrar þarfir ferða-
mannsins, eins og
gistingu, mat og aðrar
ferðir. Ekki eru þetta
ferðamennirnir sem
við ætlum að byggja
afkomu ferðamennsk-
unnar á? Allavega er
ég ekki á því að þessir
ferðamenn séu mjög
eftirsóknarverðir, né
að landsmenn ættu að
vera mjög upprifnir af
uppgangi hvalaskoð-
unar. Því með þessu
áframhaldi getur ekki
stefnt í annað en að
þeir sem í þessari at-
vinnugrein starfa
verði láglaunamenn og
verði meira og minna
að leita til Hjálp-
arstofnunar kirkj-
unnar eða Mæðra-
styrksnefndar til þess
að geta haldið jólin
hátíðleg.
Greenpeace-menn komu með til-
boð til stjórnvalda, þess efnis að
þeir buðust til að „útvega“ 50.000
ferðamenn til hvalaskoðunar ef Ís-
lendingar hættu hvalveiðum. Þetta
myndi þýða, miðað við að við höld-
um sömu forsendum og áður, að
viðbótartekjurnar yrðu
1.214.285.714 (einn milljarður tvö
hundruð og fjórtán milljónir tvö
hundruð áttatíu og fimm þúsund
sjö hundruð og fjórtán) kr. og
samanlagðar tekjur þjóðarbúsins
vegna hvalaskoðunar yrðu
2.914.285.714 (tveir milljarðar níu
hundruð og fjórtán milljónir tvö
hundruð áttatíu og fimm þúsund
sjö hundruð og fjórtán) kr. og
aukningin til hvalaskoðunarfyr-
irtækjanna yrði 175.000.000 kr. en
samtals yrði þá velta fyrirtækj-
anna 420.000.000 kr. Átta fyr-
irtæki ættu að geta komist af með
420.000.000 kr. í ársveltu en ég er
ansi hræddur um að fyrirtækjum í
þessari grein myndi fjölga þannig
að öll yrðu rekin með tapi.
Mín niðurstaða, eftir þessa
skoðun, er sú að við ættum að
leyfa hvalveiðar og ef einhver vill
endilega halda áfram að tapa pen-
ingum á því að sýna hvali þá sé
honum það alveg frjálst en hann á
ekki að láta almenning halda að
hann sé að gera góða hluti og
halda því fram að þessi atvinnu-
grein hans sé lausnin á fjárhags-
legum vanda þjóðarinnar.
Arður af
hvalaskoðun?
Jóhann Elíasson skrifar um
ferðamennsku
Jóhann Elíasson
’Við ættum aðleyfa hvalveiðar
og ef einhver vill
endilega halda
áfram að tapa
peningum á því
að sýna hvali þá
sé honum það
alveg frjálst. ‘
Höfundur er fyrrverandi stýrimaður.
Í SEXTÍU ár hafa Íslendingar lif-
að í þeirri trú að forseti þeirra væri
sameiningartákn sem kæmi fram fyr-
ir þeirra hönd bæði innanlands og ut-
an. Þeir hafa talið embættið hafið yfir
pólitískan ágreining og að þau völd
sem embætti forseta
hefði yrðu aldrei notuð
nema í algerum neyð-
artilvikum. Forseta-
frambjóðendur hafa
jafnan talið að forseti
hlyti að fara afar spar-
lega með völd sín og er
núverandi forseti, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson,
engin undantekning
þar á. Hann lýsti því
jafnvel í fræðiriti fyrir
allmörgum árum að
stjórnarskrárákvæðið
um synjunarvald for-
seta væri dauður bókstafur. Engar
líkur voru taldar á því að núverandi
forseti, forverar hans eða eftirmenn
nýttu sér þetta ákvæði nema í ein-
hverjum neyðartilvikum sem menn
töldu sig ekki geta séð fyrir.
Svo gerðist eitthvað. Og þegar
þetta eitthvað gerðist – enginn hefur
enn útskýrt hvað það var – skipti nú-
verandi forseti skyndilega um skoðun
á nefndu stjórnarskrárákvæði, taldi
það sprelllifandi og beitti því fyr-
irvaralaust á lög sem falla hreinlega í
skugga synjunar forseta á þeim. En
það sem meira er og það er hið alvar-
legasta við óútskýrð sinnaskipti Ólafs
Ragnars er að þau lög sem hann hef-
ur nú synjað staðfestingar verða í
framtíðinni ákveðinn stuðull gagn-
vart þeim lagafrumvörpum sem
verða til umræðu og
meðferðar hjá Alþingi.
Þeir forsetar sem þá
sitja, hvort sem þeir
heita Ólafur Ragnar,
Össur Skarphéðinsson
eða eitthvað allt annað
munu líta á þennan
„dauða bókstaf“ allt öðr-
um augum en hingað til
hefur verið gert. Þeir
munu í hvert sinn sem
lög verða lögð fyrir þá til
staðfestingar þurfa að
velta því fyrir sér hvort
lögin séu þess eðlis að
þeir eigi að undirrita þau eða ekki.
Óhjákvæmilega munu þeir komast af
og til að þeirri niðurstöðu að lögin séu
þannig að þeim beri að synja, for-
dæmi fyrir því hefur verið sett. Þeir
þurfa ekki annað en að máta lög inn í
veikan rökstuðning Ólafs Ragnars
fyrir synjuninni til að á vegi þeirra
verði alloft lög sem þeir geta talið rétt
að synja staðfestingar.
Afleiðingin er þó ekki sú að þjóðin
verði oft á ári að þramma eða spíg-
spora á kjörstað til að taka afstöðu til
umdeildra laga. Nei, það er ólíklegt
að sú verði niðurstaðan. Afleiðingin
verður sú að í hvert sinn sem leggja á
frumvarp fyrir Alþingi verður fyrst
að leita samþykkis forseta enda geta
hvorki almennir þingmenn né rík-
isstjórn átt sífellt yfir höfði sér synj-
un forsetans og þjóðaratkvæða-
greiðslu. Og hvað þýðir þetta? Jú,
þetta þýðir einfaldlega að þingmenn
munu þurfa að fara í reglulegar
bænaferðir á Bessastaði til að fá leyfi
hjá forseta til að leggja fram frum-
vörp. Forseti verður þannig orðinn
miklum mun valdameiri en honum
var nokkurn tímann ætlað að verða
og hefur í raun síðasta orðið um flest
mál. Um leið er staða hans sem sam-
einingartákns að engu orðin og hann
er orðinn miðdepill allra pólitískra
átaka.
Bænaferðir til Bessastaða
Svava Björk Hákonardóttir
fjallar um forsetann ’Þingmenn munu þurfaað fara í reglulegar
bænaferðir á Bessastaði
til að fá leyfi hjá forseta
til að leggja fram frum-
vörp.‘
Svava Björk
Hákonardóttir
Höfundur er háskólanemi og pistla-
höfundur á deiglan.com
FORSETI íslenska lýðveldisins
hefur nýtt sér þann rétt sinn að
skrifa ekki undir lög frá Alþingi og
þar með skotið því máli til ákvörð-
unar þjóðarinnar.
Löggjöf vantar
Á þennan synjunarrétt hefur aldrei
reynt og vantar því lög um hvernig
skuli að málum staðið.
Átök milli þings og þjóðar
Alþingi samþykkir margskonar lög-
gjöf. Að henni standa þingmenn sem
hafa umboð frá meiri hluta þjóð-
arinnar. Eigi að hnekkja
ákvörðunum Alþingis
hlýtur það að verða að
gerast með meiri-
hlutavaldi, það er að
50% atkvæðisbærra
manna að minnsta kosti
þurfi til að fella úr gildi
löggjöf sem Alþingi hef-
ur samþykkt.
Í svona alvarlegum
málum milli þings og
þjóðar er ekki hægt að
mínu mati að vera með
einhvern reiknaðan
meirihluta heldur hljóti að gilda
beinn tölulegur óumdeilanlegur
meirihluti einstaklinga. Kjósendur
hafa jafngild atkvæði. Það er ekki
hægt í svona átökum
á milli þings og þjóðar
að mismuna þeim
rétti né færa hann til
auðhringa eða fé-
lagasamtaka.
Sjálfstæðar
kosningar
Kosningar sem varða
sjálft lýðræðið eru
allt of þýðingarmiklar
til að hafa þær með
öðrum kosningum
sem ef til vill gætu
truflað þá rólegu yfirvegun sem fólk
þarf á að halda þegar tekist er á um
lýðræðið sjálft.
Í ölduróti
Ástandið í dag er þannig að menn
eru tæpast tilbúnir til að ræðast við
um málið efnislega. Það er eins og
löggjöf um atkvæðagreiðslu eigi að
vera sérsniðin við þetta eina mál og
hún eigi að vera þannig að hægt sé
að fella lögin með sem minnstu at-
kvæðamagni. Ég held að slík vinnu-
brögð borgi sig ekki og verði svo
ólýðræðisleg að þau standist ekki
réttlætisvitund fólks. Lög um það
mikilvæga atkvæðagreiðslu er hér
um ræðir verða að tryggja bein og
skýr áhrif einstaklingsins. Meiri-
hluti kjósenda á kjörskrá er eina afl-
ið sem getur breytt með lýðræð-
islegum hætti löglegri ákvörðun
Alþingis. Því verðum við að una.
Hið virka lýðræði – Átök þings og þjóðar
Páll V. Daníelsson fjallar um
átök þings og þjóðar ’Kosningar sem varðasjálft lýðræðið eru allt
of þýðingarmiklar til að
hafa þær með öðrum
kosningum.‘
Páll V. Daníelsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Moggabúðin
Reiknivél, aðeins 950 kr.