Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 43 Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 Hsfði 4ys: 589www.osi.is IK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar Kristbjörg Halldóra Halldórsdóttir, hús- freyja á Stóru-Reykj- um í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, fæddist á Kálfaströnd við Mývatn 19. júní 1884. Foreldrar henn- ar voru hjónin Halldór Sigurðsson (1843– 1898) og Hólmfríður Þorsteinsdóttir (1853– 1915). Af 8 börnum þeirra hjóna náðu 4 fullorðinsaldri, og Halldóra var næstelzt þeirra. Árið 1904 gift- ist Halldóra Sigfúsi Bjarnarsyni frá Reykjahlíð, og þau hófu búskap á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi. Síð- ar bjuggu þau á Kraunastöðum í Aðaldal, í Geitafelli suður af Reykjahverfi og síðast í Múla í Að- aldal. Rúmlega þrítug missti Hall- dóra heilsuna, og mörg síðustu ár ævinnar var hún á Kleppsspítalan- um í Laugarnesi, og þar lézt hún 20. apríl 1955. Sigfús og Halldóra eignuðust 5 börn, sem öll komust til fullorðins- ára. Þau voru: 1) Björn háskóla- bókavörður (1905–1991), kvæntur Droplaugu Sveinbjarnardóttur (1912–1945); börn þeirra eru: a) Hólmfríður skrifstofumaður, f. 1934, gift Ólafi Eysteini Þorsteinssyni verkstjóra (1933–1997), 3 börn, 6 barnabörn, 1 barnabarnabarn; b) Sveinbjörn eðlisfræðingur, fyrrv. háskólarektor, f. 1936, kvæntur Guðlaugu Einarsdóttur bókara, f. 1936) 3 börn, 1 barnabarn; c) Sigfús prófessor, f. 1938, kvæntur Eddu Benjamínsson kennara, f. 1939, (skildu), 1 barn; sbk. Margrét Her- manns-Auðardóttir fornleifafræð- ingur; f. 1949, d) Helgi vísindamað- ur, f. 1942, kvæntur Hrefnu Kristmannsdóttur prófessor, f. 1944, (skildu), 3 börn; kvæntur Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófessor, f. 1954, 2 börn; e) Ólafur Grímur læknir, f. 1944. Seinni kona Björns var Kristín Jónsdóttir (1913–1998); sonur þeirra er f) Hörður, f. 1948, sérbýli fatlaðra. 2) Arnþóra hús- móðir, saumakona (1906–1993), gift Runólfi Jónssyni starfsmanni Landssíma Íslands (1913–1999), (skildu); börn þeirra eru: a) Ragn- heiður Björg húsmóðir, f. 1944, gift Snorra Björnssyni bónda, f. 1944, Kálfafelli, 2 börn, 5 barnabörn, 3 barnabarnabörn; b) Jón Skúli skrif- stofumaður, f. 1947; c) Bjarney Þur- íður skrifstofumaður, f. 1951, gift Braga Agnarssyni matreiðslumeist- ara, f. 1955, 3 börn, 2 barnabörn, 1 barnabarnabarn. 3) Halldór skatt- stjóri í Reykjavík (1907–1991); dótt- ir Sigrún húsmóðir, f. 1941, gift Sig- urjóni Magnússyni framkvæmda- stjóra, (1925–1979), 4 börn, 9 barnabörn, 2 barnabarnabörn; móð- ir Sigrúnar var Steinunn Pálsdóttir (1904–1989). 4) Hólmfríður húsmóð- ir, f. 1911, gift Bjartmari Guð- mundssyni bónda á Sandi og alþing- ismanni (1900–1982); börn þeirra: a) Guðrún þjóðsagnafræðingur (1939– 1988), gift Þorkeli Steinari Ellerts- syni skólastjóra, f. 1939, 4 börn, 5 barnabörn; b) Hjördís kennari (1941–2002), gift Þórði Jónassyni vélfræðingi, f. 1944, 4 börn, 4 barna- börn; c) Bryndís Halldóra skóla- stjóri, f. 1944, gift Erni Guðmars- syni tæknifræðingi, f. 1943, (skildu), 2 börn, 2 barnabörn; sbm. Guðlaug- ur Rúnar Guðmundsson, f. 1955 (skildu), 1 barn; sbm. Hringur Jó- hannesson listmálari (1932–1996); d) KRISTBJÖRG HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR Hólmfríður kennari, f. 1947, gift Sigurði Herði Sigurðssyni tölv- unarfræðingi (1945– 1986), (skildu), 2 börn, 3 barnabörn; gift Sig- urði Ólafssyni málara- meistara, f. 1949, 1 barn; e) Guðmundur þjóðfélagsfræðingur, kvikmyndagerðarmað- ur, f. 1948; f) Hlað- gerður kennari, f. 1951, gift Agli Þóri Einarssyni efnaverk- fræðingi, f. 1948, 3 börn; og g) Sigfús rit- höfundur, f. 1955, sbk. Friðrika Sig- ríður Benónýsdóttir rithöfundur, f. 1956, (skildu), 1 barn; sbk. Lóa Al- dísardóttir ritstjóri, f. 1970. 5) Pétur verkamaður í Reykjavík (1913– 1965). Þegar Kristbjörg Halldóra dó, var ekki minnzt á andlátið í blöð- unum. Minningargreinar voru ekki birtar, tilkynningu um andlát eða jarðarför er hvergi að finna. Ekki er hennar heldur getið í öðrum ritum frá þessum tíma svo vitað sé. Nú er orðið óljóst, hverjir voru viðstaddir jarðarförina, en börn hennar hér fyrir sunnan voru þar og starfsfólk af Kleppi. Útförin var gerð frá Fossvogskapellu 28. apríl 1955. Séra Gunnar Árnason jarðsöng. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði. Áratug síðar var sonur Halldóru, Pétur, grafinn við hlið hennar. Einn kross er yfir leiðum þeirra beggja. Á öðr- um armi krossins er spjald með nafni hennar og fæðingardegi, sem sagður er 20. maí 1884, og dán- ardegi, 20. apríl 1955. Á hinum armi krossins er nafn Péturs, fæddur 12. ágúst 1913, dáinn 4. júlí 1965. Hver var þessi kona, sem yfirgaf lífið, svona án þess að fólk væri almennt látið vita? Jörðin Kálfaströnd er austanvert við Mývatn sunnarlega. Sjálfur stendur bærinn á vatns- bakkanum. Í landi Kálfastrandar er Höfði (Hafurshöfði), og Klasar í Kálfastrandarvogum eru suður og vestur af Höfðanum. Á sumrin, þeg- ar sólin skín, þykir mörgum þar feg- urst við Mývatn, við silungakvak og fuglasöng. Kálfaströnd var mikil hlunnindajörð, um aldamótin 1900 fór bóndinn með 16.000 andaregg í kaupstaðinn, og 600 silungar feng- ust úr vatninu í tveimur fyrirdrátt- um. Á Kálfaströnd fæddist Halldóra Halldórsdóttir, og þar ólst hún upp með foreldrum sínum, en föður sinn missti hún 11 ára. Þarna hafði Sig- urður, afi hennar, búið, og Tómas, faðir hans, og Jón, faðir Tómasar, en Jón keypti jörðina árið 1784 fyrir 132 spesíudali; í föðurætt var Hall- dóra komin af bændum í Mývatns- sveit langt fram í ættir. Í móðurætt var hún af ríkum jarðeigendum á Langanesströnd. Á Kálfaströnd stóð búskapur traustum fótum, og þar var margt hjúa. Kálfastrand- armenn sóttust ekki eftir félagsleg- um frama, en bjuggu vel að sínu, áttu jarðir, áttu Reyki í Reykja- hverfi, eina hlunnindamestu jörð í sýslunni, ef jarðhiti hefði verið tal- inn með, en hann var ekki metinn til fjár á þessum tíma. Halldóra ólst upp í glaðværum systkinahópi, systurnar voru þrjár, og yngstur var bróðir. Systur áttu harmóníku og spiluðu, sungu og dönsuðu og kenndu strákunum að dansa, svo að þær hefðu danskaval- era. Þær kunnu ósköpin öll af ljóð- um og söngvum. Móðir þeirra var þá orðin ekkja og stjórnaði búi úti sem inni. Hún var glögg á fjármál og reikningsskil öll, sat hreppskila- þing og sveitafundi ásamt búand- körlum. Hólmfríður á Kálfaströnd þurfti ekki ráðsmann. Halldóra fermdist yngst fermingarsystkina sinna, en stóð sig samt bezt hjá prestinum ásamt frænku sinni, Halldóru Stefánsdóttur frá Ytri- Neslöndum. Hólmfríður tók heim- iliskennara til að kenna börnunum, og einn þeirra var Sigfús Bjarn- arson, dóttursonur Péturs Jónsson- ar í Reykjahlíð. Sigfús varð hús- maður á Kálfaströnd, og með honum kom móðir hans frá Reykja- hlíð, Hólmfríður Matthildur Péturs- dóttir. Þann vetur, 1902–1903, fór Halldóra á Kvennaskólann á Blönduósi. Tekið var til þess, hve vel hún stóð sig í skólanum, bæði til munns og handa. Hún bjó hjá lækn- ishjónunum á staðnum, Júlíusi Hall- dórssyni, héraðslækni, og konu hans, Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Grenjaðarstað. Heim fór Halldóra eftir vetrardvölina. Þau Sigfús Bjarnarson voru þá heitbundin. Þá var myndin tekin, sem hér birtist. Sigfús tók nú til ábúðar hluta af Stóru-Reykjum og fluttist þangað með móður sinni og systur (og tveimur börnum hennar, hún var nýlega fráskilin). Þann 11. júní 1904 voru Sigfús og Halldóra gefin sam- an í Skútustaðakirkju, og Halldóra fluttist þá fyrst til þeirra Sigfúsar og móður hans, á eignarjörð sinni í Reykjahverfi. Sjálf voru Sigfús og Hólmfríður ekki eignafólk; Hólm- fríður hafði orðið ekkja 35 ára með 5 börn og hafði verið fardagamann- eskja lengst af síðan, en nú var hún 57 ára. Sigfús var 31 árs, en Hall- dóra tvítug. Með Halldóru kom fljótlega til Reykja fóstra hennar, Guja, og hún varð vinnukona hjá þeim eftir það. Fimm börn fæddust þeim Sigfúsi og Halldóru næstu 8 árin, og öll komust þau á legg. En innan fárra ára hafði öll sú stóra jörð Reykir verið seld, og þau voru komin á kirkjuhjáleigu, Kraunastaði í Aðaldal. Síðar var flutt í Geitafell, jörð í heiðardal suður af Reykja- hverfi. Þar missti Halldóra heilsuna rúmlega þrítug. Hún lagðist fyrir í máttleysi, sinnuleysi og með höf- uðverk. Líkamsmáttinn fékk hún aftur, en nú var móðir húsbóndans tekin við stjórn heimilisins og upp- eldi barnanna (ef hún var ekki tekin við því fyrr), og smákompa var af- þiljuð í öðrum enda baðstofunnar fyrir Halldóru. Þar átti hún að vera, sérstaklega ef gesti bar að garði. Hún var geðbiluð, og ýmislegt hraut út úr henni. Þannig gekk það á þriðja áratug. Gömlu konurnar, Hólmfríður og Guja, eltust, en eng- inn fékk að þjóna á heimilinu nema „þær systur,“ dætur Sigfúsar, son- ardætur Hólmfríðar Matthildar Pétursdóttur. Hólmfríður naut þess fram á níræðisaldur að stildra upp og niður stigana á heimili sonar síns, njóta þeirrar fyllingar að veita heimili hans forstöðu. Komin í kör um nírætt gaf hún enn fyrirskipanir um húshaldið, og sonurinn hlýddi eða læddist bara út. Á nítugasta og öðru aldursári dó hún, og heimilið leystist upp. Halldóra hafði þá verið flutt suður, á Kleppsspítalann í Reykjavík, en þangað hafði Sigfús áður komið yngsta syni sínum til vistar, 17 ára gömlum. Á Kleppi hafði Halldóra of háan blóðþrýsting, lamaðist og fékk legusár og and- aðist úr lungnabólgu um sjötugt. Ólafur Grímur Björnsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við kveðjustund er margs að minnast. Oddný var elst okkar sjö systkina. Ævi okk- ar er svo stutt, það er eins og dagurinn í gær þegar hann er liðinn. Já, eins og næturvaka. Allt hefur sinn tíma og tíminn er naumt skammtaður, við þurfum að hafa það hugfast alla daga. Við biðjum eftirlifendur að hugleiða það. Hinn æðsti og dýpsti tilgang- ur lífsins hlýtur að vera hafinn yfir takmarkaðan skilning mannsins og stundum er hann okkur ofvaxinn. En okkur ber skylda að horfa á mannlegt líf með visku og samúð. Erfiðu stundirnar þegar margt blæs í mót og gleðistundirnar sem koma í kjölfarið, þannig þroskumst við og leitum alltaf hins liðna til að geta haldið áfram. Það eru þessar eilífu spurningar um tilgang lífsins sem leita á alla hugsandi menn. Hver er hann? Við getum sagt að tilgangur lífsins felist í að lifa líf- inu og taka þátt í undrinu sem á sér stað. En dýpsta uppspretta lífsins er kærleikur og ást sem þroskast á Guðs ríkis braut. Því er nauðsynlegt að taka þátt í lífinu og njóta hverrar stundar sem gefst. Í aldagamalli bók á sanskrít er að finna stef sem vert er að gefa gaum: „Gæt þessa dags því að hann er lífið, lífið sjálft og í honum býr all- ur veruleikinn og sannleikur til- verunnar, unaður vaxtar og gróskudýrð hinna skapandi verka, ljómi máttarins. Því að gærdag- urinn er draumur og morgundag- urinn hugboð en þessi dagur í dag, sé honum vel varið, umbreytir hverjum gærdegi í verðmæta minningu og hverjum morgundegi í vonarbjarma. Gæt þú því vel þessa dags.“ Oddný ræktaði garðinn sinn, því það gaf henni hugljómun um feg- urð og tilgang. Að þroskast með huga og höndum er leiðin til að geta gefið af sér til annarra. Það leiðir af sér enn meiri þroska sem dafnar vel. Þannig byggjum við upp ferli vináttu og væntumþykju þeirra sem við umgöngumst núna. Þannig lifum við í huga þeirra sem sakna. En við eigum ekki að bíða ODDNÝ S. AÐALSTEINSDÓTTIR ✝ Oddný SigríðurAðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. september 1942. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut 29. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 7. maí. með það sem okkur langar til að gera. Tíminn er í raun svo naumur. Oddný var alltaf samviskusöm við það sem hún tók sér fyrir hendur og var iðin að vefa þessa fínu þræði í mynstur tilgangs og ábyrgðar. Það kom vel fram í myndlistinni sem hún málaði. Við megum ekki gleyma því að við getum fundið tilgang í lífinu þótt við séum í vonlausri aðstöðu gagnvart örlögum okkar sem verða ekki umflúin. Þá er besta leiðin að geta snúið persónulegum harmleik upp í sigur. Oddný sagði sjálf að Guð legði ekki meiri byrð- ar á einn mann en hann gæti bor- ið. Því má segja að þjáningin hætt- ir að vera þjáning um leið og hún hefur tilgang. Að fá að halda reisn þar til allt þrýtur er sigur. Þannig hefur þjáningin tilgang þrátt fyrir allt. Jafnvel þegar öll sund virðast lokuð og ekki verður aftur snúið – því skaparinnn leggur misþungar byrðar á okkur mannfólkið, en hinn æðsti og dýpsti tilgangur lífs- ins hlýtur að vera hafinn yfir tak- markaðan skilning mannsins sem er í raun honum ofvaxinn þegar erfiðleikar leita á. Þá þroskumst við inná við. Þetta er í raun sálmur um mannsins ævi og um viðveru okkar hér á jörðinni. Tíminn á milli nætur og dags heitir dag- renning. Það var á þeirri stundu sem Oddný gaf sitt síðasta and- varp og fékk að sofna þrautum sín- um frá, 29. apríl síðastliðinn. Við biðjum Guð að blessa móður okkar og vera henni nálægur, svo og Dóra, börnum, tengdabörnum og börnum þeirra, sem sakna sárt. Við systkini Oddnýjar sem eftir lifum þökkum fyrir samfylgdina og alla samstöðuna sem hefur fylgt okkur. Það er mikil gæfa og bless- un. Jesús sagði: „Eftir dimma nótt kemur bjartur dagur.“ Mennirnir fæðast, alast upp eins og eilífa smáblómið sem þroskast, tilbiður Guð sinn og deyr. Þegar lífið þrýt- ur eftir þung veikindi þá er stund- in velkomin. Tími til að kveðja þetta jarðneska líf og finna ljósið þar sem sólkerfi himnanna hnýta sinn krans. Þar sem himinninn og vötnin renna saman í eitt. Elsku- lega systir, megir þú finna hið mikla ljós í hásölum himnanna. Þess óska þínir elskandi bræður. Halldór S. Aðalsteinsson, Guðmundur Kr. Aðalsteinsson, Aðalsteinn R. Aðalsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.