Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 55 Námskeið í bogfimi verður haldið við Íþróttahús ÍFR, Hátúni 14 og hefst fyrsta námskeiðið mánudaginn 21. júní. Kennd verða undirstöðuatriði í bogfimi. Hvert námskeið stendur yfir í fimm daga frá kl. 10.00 til 14.00. Þátttakendur á námskeiðinu þurfa að vera orðnir 12 ára. Skráning fer fram í síma 561 8226. Námskeiðstímabil: 1. námskeið 21. júní til 25. júní 2. námskeið 28. júní til 2. júlí 3. námskeið 5. júlí til 9. júlí 4. námskeið 12. júlí til 16. júlí Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík. Bogfiminámskeið  SIGURPÁLL Geir Sveinsson lék á 71 höggi, einu yfir pari, á fyrsta hringnum á atvinnumannamóti í Jönköping í Svíþjóð í gær. Sigurpáll lék fyrstu níu holurnar á aðeins 31 höggi en síðari níu á 40 höggum. Hann heldur áfram keppni í dag.  HEIÐAR Davíð Bragason stóð sig best af sex Íslendingum á opna velska höggleiksmótinu sem hófst á suðurströnd Wales í gær. Hann lék á pari vallarins, 72 höggum. Guð- mundur I. Einarsson lék á 77 högg- um, Birgir Már Vigfússon og Stefán Orri Ólafsson á 79 höggum, Björn Þór Hilmarsson á 80 höggum og Stefán Már Stefánsson á 84 höggum.  ÍTALIR verða án tveggja sterkra leikmanna þegar þeir mæta Búlgör- um í lokaumferð C-riðilsins á EM í knattspyrnu á þriðjudaginn. Fabio Cannavaro og Gennaro Gattuso fengu báðir sitt annað gula spjald í keppninni gegn Svíum í gærkvöld og þurfa því að taka út leikbann.  BÚLGARIR verða með þrjá leik- menn í banni í þeim leik. Stilian Pet- rov fékk rauða spjaldið gegn Dönum í gær og varnarmennirnir Rosen Kirilov og Ivaylo Petkov fengu báðir sitt annað gula spjald í keppninni.  TOBIAS Linderoth verður í banni hjá Svíum vegna tveggja gulra spjalda en Danir hafa ekki misst neinn leikmann í bann.  THOMAS Brdaric, sóknarmaður þýska landsliðsins í knattspyrnu, samdi í gær við Wolfsburg til þriggja ára. Hann lék með Hannover sem lánsmaður frá Leverkusen í vetur og skoraði 12 mörk, sem áttu drjúgan þátt í að halda liðinu í deildinni. FÓLK Ítalir eru hins vegar ekki öruggirþótt þeir vinni Búlgari. Ef leikur Dana og Svía endar 2:2, falla þeir úr keppni, en endi hann 1:1 sleppa þeir með því að vinna Búlgari. Að öðru leyti verður um hreinan úrslitaleik hjá Dönum og Svíum að ræða, liðið sem tapar er úr leik ef Ítalir sigra Búlgari. Ítalir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var allt annað að sjá til þeirra en í markalausa jafnteflinu gegn Dönum í fyrsta leiknum. Leikstjórnandinn snjalli Francesco Totti sat í áhorfendastúk- unni, enda í þriggja leikja banni, en Ítalir virtust ekki sakna hans. Þeir náðu forystunni verðskuldað á 37. mínútu þegar hinn 21 árs gamli Ant- onio Cassano skoraði með skalla eft- ir fyrirgjöf frá Christian Panucci. Markið lá í loftinu því Ítalirnir sóttu af krafti frá byrjun og fengu mörg góð færi en Andreas Isaksson, ung- ur markvörður Svía, varði nokkrum sinnum mjög vel frá þeim. En í síðari hálfleik voru það Svíar sem náðu yfirhöndinni, enda drógu Ítalir sig til baka í sína frægu varn- arskel og ætluðu sér að halda fengn- um hlut. Flest benti til þess að það myndi takast þar til Zlatan Ibra- himovic jafnaði fimm mínútum fyrir leikslok með mjög sérstæðu marki. Eftir mikinn hasar fyrir framan ítalska markið stökk Zlatan upp og sendi boltann með hælspyrnu í háum boga yfir Christian Vieri sem stóð á marklínunni og efst í mark- hornið, 1:1. Búlgarar verða ekki auðveldir andstæðingar „Mínir menn gáfu allt sitt í leik- inn, spiluðu vel og sköpuðu sér mörg marktækifæri, en markvörðurinn þeirra lék frábærlega. Við þreytt- umst í síðari hálfleiknum og þá fóru Svíar að sækja upp kantana. Mér fannst að brotið hefði verið á Zam- brotta áður en þeir skoruðu jöfn- unarmarkið. Ef við spilum svona gegn Búlgörum, eigum við alla möguleika í þeim leik, en þeir verða þó alls ekki auðveldir andstæðing- ar,“ sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Ítala. Hann var sérlega ánægður með markaskorarann sinn, Antonio Cassano. „Hann skoraði glæsilegt mark og hefði verðskuldað annað. Hann er ungur og á enn eftir að bæta sig mikið,“ sagði Trapatt- oni. Zlatan verðskuldaði markið Henrik Larsson, sem aldrei náði sér á strik í sænsku framlínunni, sagði að Svíar væru mjög ánægðir með jafnteflið. „Zlatan skoraði snilldarlegt mark, og verðskuldaði það fyllilega. Ítalska liðið er mjög hæfileikaríkt en okkur tókst að setja það undir pressu í síðari hálfleiknum og náðum að knýja fram jafntefli,“ sagði Larsson. „Það var eins og ég væri kominn í annan heim þegar ég sá boltann í markinu. Eftir slakan fyrri hálfleik náðum við okkur á strik í þeim síð- ari, vorum yfirvegaðri í leik okkar. Við fengum mörg færi til að jafna og náðum loks að nýta eitt þeirra,“ sagði Zlatan Ibrahimovic. Ótrúlegt mark en hann hafði heppnina með sér „Það er sárt að fá á sig mark svona seint í leiknum, þegar of skammur tími er eftir til að svara fyrir sig. Þetta minnti á síðustu heimsmeistarakeppni þegar við urð- um fyrir því sama. Markið var ótrú- legt, glæsilega gert, en um leið hafði hann heppnina með sér. Við hefðum átt að vera búnir að gera út um leik- inn áður en að þessu kom, en við eyddum mikilli orku gegn mjög sterku sænsku liði og vorum orðnir þreyttir undir lok leiksins,“ sagði Gi- anluigi Buffon sem varði mark Ítala oft frábærlega í síðari hálfleiknum. Reuters Zlatan Ibrahimovic stekkur upp og sendir boltann í mark Ítala með hælnum. Magnað mark hjá sænska sóknarmanninum og Svíar fengu dýrmætt stig. Ótrúlegt mark Zlatans og staða Svía góð SVÍUM nægir jafntefli gegn Dönum í lokaumferð C-riðils Evr- ópumótsins í knattspyrnu, eftir jafntefli gegn Ítölum, 1:1, í Porto í gærkvöld – til að komast í 8 liða úrslit keppninnar. Þar sem inn- byrðis viðureignir ráða úrslitum ef lið eru jöfn að stigum, eru Svíar, Danir og Ítalir með áþekka stöðu eftir tvær umferðir. Endi liðin þrjú öll með fimm stig, eins og niðurstaðan verður ef Norðurlandaliðin skilja jöfn og Ítalir sigra Búlgari, eru Svíar öruggir áfram því þeir verða alltaf fyrir ofan annaðhvort Dani eða Ítali á skoruðum mörk- um. Danir þola ekki 0:0 eða 1:1 jafntefli ef Ítalir vinna sinn leik. GIOVANNI Trapattoni, þjálf- ari Ítala, treystir því að Svíar og Danir leiki heiðarlega á þriðjudag og sættist ekki á 2:2 jafntefli, komi sú staða upp í leiknum. Þau úrslit myndu senda ítalska liðið heim frá EM í Portúgal, sama hvernig leikur þess gegn Búlgaríu færi sama kvöld. „Ég velti ekki vöngum yfir öðru en fótboltanum sjálfum. Við þurfum að vinna okkar leik, einbeita okkur að því, og treysta því að aðrir mæti til leiks með sama hug- arfari,“ sagði Trapattoni eftir leikinn gegn Svíum í gær- kvöld. Treystir á heiðar- leika Dana og Svía FYLKISMENN fóru til Belgíu í gær en þeir mæta þar Gent í fyrstu um- ferð Intertoto-keppninnar í knatt- spyrnu á morgun. Árbæingarnir fóru með sitt sterkasta lið utan, að því undanskildu að Þorbjörn Atli Sveinsson varð eftir heima en hann er meiddur í nára. Þeir komu til Gent seint í gærkvöld en sex tíma seinkun varð á flugi, sem leiddi til þess að þeir gátu ekki æft í gær. „Það er spurning hvort Björg- ólfur Takefusa getur verið með, en vonandi getur hann tekið einhvern þátt í leiknum. Annars förum við í þennan leik til þess að bæta spila- mennsku okkar. Við ætlum að spila eins og við höfum gert heima, taka á móti Belgunum nokkuð fram- arlega á vellinum, og höfum ekki velt okkur mikið upp úr því hvernig þeir leika,“ sagði Þorlákur Árna- son, þjálfari Fylkis, við Morg- unblaðið í gærkvöld. Gent hafnaði í níunda sæti belg- ísku 1. deildarinnar á nýliðnu tíma- bili. Leikmenn liðsins komu saman eftir sumarfrí á miðvikudag og hafa því aðeins æft undir stjórn nýs þjálfara, Georges Leekens, í fjóra daga fyrir leikinn gegn Fylki. Í 18 manna hópi sem Leekens hefur tilkynnt fyrir leikinn eru að- eins þrír leikmenn sem léku meira en helming leikja Gent á síðasta tímabili. Fylkir nánast með sterk- asta liðið gegn Gent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.