Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
24
84
3
05
/2
00
4
NETSMELLUR – alltaf ódýrast á netinu
Allt að 18 ferðir á dag
Sumaráætlun Icelandair
Bókaðu á www.icelandair.is
Engin þjónustugjöld þegar bókað er á netinu.
Innifalið: Flug og flugvallarskattar.
Breytingagjald 5.000 kr.
Icelandair ódýrari í 54,5% tilfella í júní og júlí
í sumar til Kaupmannahafnar og London
Úttektin var framkvæmd af IMG Deloitte fyrir Icelandair
á tímabilinu 6. - 14. maí. Miðað er við algengustu tegund
sumarleyfisferða sem er yfir helgi. Til að gæta fyllsta hlutleysis
var íslenskur samkeppnisaðili Icelandair á þessum flugleiðum
látinn vita að verðkönnun yrði gerð á fyrrgreindu tímabili.
Ódýrastir
til Evrópu
Verð á mann frá 14.490 kr.*
Þá tók hann myndir af kynfærum
eldri stúlkunnar og fór með hana í
bíltúr út úr bænum þar sem hann
gerðist brotlegur gagnvart henni.
Notfærði sér ungan
aldur stúlknanna
Brot ákærða gegn stúlkunum
voru talin alvarleg og talin beinast
að mikilvægum hagsmunum. Not-
færði hann sér ungan aldur þeirra
til þess að misnota þær kynferð-
islega að mati dómenda.
Ákærði neitaði sök fyrir dómi en
vitnisburður stúlknanna þótti bæði
skilmerkilegur og trúverðugur.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð-
ar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein. Verjandi ákærða var Brynjar
Níelsson hrl. og sækjandi Sigríður
Jósefsdóttir, saksóknari hjá ríkis-
saksóknara.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir
kynferðisbrot gegn tveimur stúlk-
um annars vegar árið 2000 og hins-
vegar 2002. Stúlkurnar voru 5 og 7
ára þegar ákærði braut gegn þeim
og var hann jafnframt dæmdur til
að greiða hvorri þeirra 300 þúsund
krónur í miskabætur. Með dómi sín-
um staðfesti Hæstiréttur dóm Hér-
aðsdóms Reykjavíkur frá 29. janúar
2004.
Annað brotið átti sér stað í bíl-
skúr skammt frá heimili yngri
stúlkunnar. Strætisvagnabiðstöð
var fyrir framan bílskúrinn sem
notaður var af ákærða sem vinnuað-
staða. Mikið var af börnum í kring-
um hann og gaf hann þeim sælgæti
og peninga, að því er fram kemur í
dómi héraðsdóms.
Kynferðisbrot ákærða gagnvart
yngri stúlkunni voru þríþætt og fólu
meðal annars í sér káf innanklæða.
10 mánaða fangelsi
fyrir kynferðisbrot
JAAP De Hoop Scheffer, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) ræddi sérstaklega um
framlag Íslendinga í Afganistan á
fundi með blaðamönnum í gær og
sagði það vera afar mikilvægt, stjórn
Íslendinga á flugvellinum í Kabúl
væri nauðsynleg svo uppfylla mætti
friðargæslumarkmið NATO í Afgan-
istan. Þá sagði hann Íslendinga hafa
gefið öðrum smáríkjum gott fordæmi
með hlutverki sínu í Pristina og sýnt
fram á að litlar þjóðir geti gegnt mik-
ilvægu hlutverki í NATO.
Forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
sagði að farið hefði verið yfir stöðu
viðræðnanna við Bandaríkjamenn á
fundi hans og utanríkisráðherra með
De Hoop Scheffer. Davíð sagðist al-
veg taka undir þau orð framkvæmda-
stjórans að málið væri milli Íslend-
inga og Bandaríkjamanna í samræmi
við varnarsamninginn frá 1951. „Við
munum halda þessum samningi skýr-
um og ljósum. Ef hann brysti af ein-
hverjum ástæðum þá er komin upp
ný staða. En fyrr en hún kemur upp
er ekki ástæða til að fjalla um það,“
sagði Davíð.
Scheffer sagði nauðsynlegt fyrir al-
þjóðasamfélagið að verjast hryðju-
verkum fjarri heimahögunum. „Við
vorum vön að gera það við landamæri
okkar en ef við gerum það ekki fjarri
heimahögunum, ef við gerum það
ekki í Afganistan, þá munum við rek-
ast á afleiðingar þess heima á eigin
bæjardyrum. „NATO eru samtök
sem byggjast á gildum og þessir
hryðjuverkamenn eru að ráðast ein-
mitt á þau gildi sem bandalagið hefur
alltaf varið. Þetta er það nýja hlut-
verk sem NATO er að laga sig að, að
algerlega breyttri heimsmynd í ör-
yggismálum.“
Forsætisráðherra sagði það sanna
mikilvægi NATO að ný ríki hefðu sótt
það mjög stíft að gerast aðilar að Atl-
antshafsbandalaginu. Það sýni að
NATO sé enn ákaflega þýðingarmik-
ið bandalag.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra bætti við að það lægi ljóst fyrir
NATO væri sú friðargæslustofnun
sem nyti hvað mests trausts. Ef t.d.
yrði farið fram á friðargæslu í Palest-
ínu, án þess nokkuð liggi fyrir um
slíkt, væri líklegast að leitað yrði til
NATO.
Framlag Íslands í Afgan-
istan afar mikilvægt
Morgunblaðið/Eggert
Scheffer: „Þessir hryðjuverkamenn
ráðast á einmitt þau gildi sem
bandalagið hefur alltaf varið.“
LÍÐAN Helga Einars Harðar-
sonar, sem fór í hjarta- og
nýrnaígræðslu í Gautaborg í
Svíþjóð 14. júní sl., er eftir at-
vikum góð, en hann hefur nú
verið útskrifaður af gjörgæslu
og fluttur á hjartadeild á
Sahlgrenska-sjúkrahúsinu.
Ármann Harðarson, bróðir
Helga, segir Helga lausan úr
öndunarvél. Hann segir alls
ekki útséð með að líkami Helga
hafi sætt sig við nýju líffærin,
og segir að hugsanlegt sé að
líkaminn hafni líffærunum í
einhverjar vikur og jafnvel
mánuði eftir ígræðsluna.
Ekki er ljóst hversu lengi
Helgi mun dveljast á sjúkra-
húsinu ytra, en læknar hafa
sagt að það verði að lágmarki
þrír mánuðir, en sennilega ekki
lengra en sex mánuðir.
Líðan
hjartaþega
góð
UM 200 manns gengu fylktu liði
frá þinghúsi Manitoba í Winnipeg
í Kanada að styttu Jóns Sigurðs-
sonar í þinghússgarðinum 17.
júní, þar sem hefðbundin athöfn
fór fram í tilefni þjóðhátíðardags
Íslendinga.
Athöfnin í þinghússgarðinum
fór nú fram í 22. sinn og á meðal
þeirra sem fluttu ávarp voru Pet-
er M. Liba fylkisstjóri, sem lætur
af embætti um mánaðamótin, og
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra.
Venjulega er yfir 20 gráðu hiti
á þessum árstíma í Winnipeg en
meðan á hátíðarstundinni stóð
kólnaði skyndilega niður í nokkr-
ar gráður með snörpum vindi og
þótti viðstöddum frekar kalt enda
fæstir klæddir miðað við veðrið.
Thelma Wilson, fjallkona Ís-
lendingadagsnefndar í Gimli í ár,
lagði sveig að styttu Jóns Sig-
urðssonar. Thelma er píanóleik-
ari og kennari og er gift Kerr
Wilson en þau eiga fjögur börn.
Eitt þeirra, Mark, býr á Íslandi,
en eiginkona hans er Guðný
Kristinsdóttir. Dóttir þeirra,
Thelma Björk Wilson, verður
ömmu sinni til aðstoðar á Íslend-
ingadeginum í Gimli 2. ágúst í
sumar.
Hátíðleg
stund í
Winnipeg
Morgunblaðið. Winnipeg.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Tim Arnason, fráfarandi forseti Íslendingadagsnefndar, og Thelma Wilson
fjallkona á milli fánaberanna Brad Hirst og Kendra Jonasson við styttu
Jóns Sigurðssonar í garðinum fyrir framan þinghús Manitoba í Winnipeg.
KUNNUR sjónvarpskokkur frá
Bretlandi, Mike Robinson, eldaði
lambakjöt á Bessastöðum í gær með
aðstoð og uppskrift frá Dorrit
Mousaieff forsetafrú. Robinson er
með þátt á sjónvarpsstöðinni UK
Food og dagskrárgerðarmenn það-
an komu til landsins í boði Iceland
Express til að gera fjóra þætti um
íslenska matargerð. Myndirnar frá
Íslandi verða sýndar sem innslög í
þætti matreiðslumeistarans breska,
Good Food, sem er jafnan í beinni
útsendingu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Eldaði lambakjöt með Dorrit
ELDUR kviknaði í bílskúr sem
er sambyggður íbúðarhúsi við
Kársnesbraut í Kópavogi rétt
fyrir kl. 17 í gær. Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins var kallað á
staðinn og steig mikill svartur
reykur upp úr skúrnum.
Að sögn slökkviliðsmanns eru
eldsupptök ekki ljós, en svo virð-
ist sem eldurinn hafi kviknað í
dóti sem var inni í skúrnum og
þurftu slökkviliðsmenn að færa
eitthvað af dóti til að komast að
eldinum. Vel gekk að ráða nið-
urlögum eldsins og var ekki talin
hætta á að hann breiddist í íbúð-
arhúsið sjálft. Eignatjón er ekki
verulegt.
Kviknaði í bílskúr