Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 30
FERÐALÖG
30 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgr. gjöld á ugvöllum).
Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna
og minibus 9 manna og rútur með/án
bílstjóra.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshver ,
Danskfolkeferie orlofshver
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk GSM símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu;
www.fylkir.is
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU
Holiday- apartments in Mallorca:
www.apartamentos-mallorca.es
finningunni að við værum ein á
vellinum.“
Skoðum okkur líka um
Sigurður segir hjónahópinn hafa
fundið Marco Simone golfvöllinn á
Netinu, en hann er í úthverfi
Rómaborgar. „Við slógum til þó
svo að á suður Ítalíu sé ekki
mikil hefð fyrir golfi eða
ferðaþjónustu tengdri
þeirri íþrótt. En golf-
gjaldið þar er svip-
að og í löndunum í
kring og vellirnir
jafnvel betri og
mun grónari en á
suður Spáni.“
Sigurður segir
hópinn hingað til
hafa farið á eigin
vegum í golfferðirnar,
þau panti sjálf flug,
gistingu og bíla-
leigubíla á Netinu.
„Við flugum með lág-
fargjaldaflugfélaginu
Iceland Express til
London og náðum
tengiflugi sama dag með Easyjet
til Rómar, sem er mjög hag-
kvæmt. Þar sem okkur leist ekki á
að vera algjörlega á eigin vegum í
slíkri stórborg sem Róm er, þá
settum við okkur í gegnum netið í
samband við ferðaskrifstofuna
Mastergolf, sem er í eigu Milenu
Felicci og sérhæfir hún sig í að
taka á móti og aðstoða golfspilara,
ekki aðeins í Róm heldur á nokkr-
um öðrum stöðum á Ítalíu. Hún
skipulagði fyrir okkur gistinguna,
keyrslu til og frá flugvellinum sem
og akstur að og frá öðrum golf-
velli sem við spiluðum á, og alla
rástíma. Hún mælti með öðrum
velli sem gaman gæti verið að
spila á, sá heitir Arco di Constant-
ino. Það eru 12 golfvellir í næsta
nágrenni og í úthverfum Rómar.
Við spiluðum golf í samtals sjö
daga en tókum okkur frí frá golfi í
tvo daga til að skoða Rómaborg.
Við spiluðum í fimm daga á Marco
Simone golfvellinum, en tvo hringi
á Arco vellinum. Fyrir þennan
pakka allan, að meðtöldum golf-
S
igurður Einarsson segir
það eiga við sig eins og
aðra í hópnum að ferðin
til Ítalíu hafi verið ein-
staklega ánægjuleg og
vel heppnuð. „Við vorum þarna í
lok apríl og gistum á golfhóteli í
einu úthverfi borgarinnar. Um-
hverfið og landslagið var mjög
fallegt og allur gróður í
fullum skrúða. Hótelið
stendur við hliðina á
Marco Simone golf-
vellinum og ber
sama nafn, en
hann er í eigu
Lauru Biagiotti
sem er heims-
frægur tískuhönn-
uður og formaður
golfklúbbsins. Völl-
urinn er hannaður í
kringum gamla Marco
Simone kastalann sem er
heimili hennar. Á hluta af
vellinum er útsýn til Pét-
urskirkjunnar.“
Sigurður segir golfvöll-
inn vera 18 holu völl og
rúmlega sex þúsund metra langan
af klúbbteigum. „Hann var erfiður
á köflum, einkum vegna lengdar,
en á móti kom að á þessum tíma
eru fáir í golfi þarna og því gátum
við gefið okkur góðan tíma við
spilamennskuna. Á sumum golf-
völlum bæði hér og erlendis, er
fylgst vel með að golfarar haldi
uppi hraða í leiknum og ljúki
hringnum innan tilskilins tíma, en
þarna höfðum við stundum á til-
vallargjöldum, greiddum við að-
eins 920 evrur á mann, en við gist-
um í tíu nætur á golfhótelinu.“
Spilum saman í hverri viku
Milena skipulagði svo sér-
staklega fyrir þau ferðir inn í
Rómaborg frídagana tvo. „Borgin
sú er sannarlega yndisleg. Fyrri
daginn fórum við með leiðsögu-
manni og sáum alla helstu staðina,
en seinni daginn vorum við keyrð
snemma morguns að Péturskirkj-
unni, skilin þar eftir á eigin veg-
um og sótt aftur á öðrum stað um
kvöldið.“
Hópurinn er samheldinn enda
sumir innan hans búnir að þekkj-
ast frá unglingsaldri. „Við erum
orðin vel sjóuð í að ferðast og eig-
um ekki í neinum vandræðum með
að taka á vandamálum ef þau
koma upp á ferðalögum. Reyndar
er rétt að geta þess að allt sem
við höfum pantað í gegnum netið
hefur staðið sem stafur á bók. Við
spilum saman einu sinni í viku hér
heima og erum öll komin svipað
langt í golfíþróttinni.“ Fyrir utan
heimavöllinn, Urriðavatnsvöll, seg-
ir Sigurður tvo velli hér heima
standa upp úr. „Golfvöllurinn í
Vestmannaeyjum er afskaplega
skemmtilegur og eins finnst mér
völlurinn á Akranesi góður.“
ÍTALÍA| Á golfvelli Lauru Biagiotti í Róm
Kastali á
miðjum
golfvelli
Marco Simone kastali : Þar býr Laura Biagiotti.
Örlygur Geirsson: Í góðri sveiflu á Marco Simone golfvellinum. Hér er
hann staddur rétt neðan við kastalann.
Morgunblaðið/Ólafur Brynjólfsson
Hópurinn: Við Spænsku tröppurnar í Róm. Frá vinstri: Hjónin Þorgeir Lúðvíksson og Valdís Geirarðsdóttir, Sig-
urbjörg Jónsdóttir og Örlygur Geirsson, Sigurður Einarsson og Erla Haraldsdóttir og lengst til hægri stendur
Hrefna Björnsdóttir kona Ólafs Brynjólfssonar sem tók myndina.
Þau eru átta saman í hóp og fara árlega út
fyrir landsteinana til að spila golf. Kristín Heiða
Kristinsdóttir spjallaði við einn úr hópnum
um ferð til Rómar frá því í vor.
Adr: Via Marco Simone 84
00012 GUIDONIA
Roma
Italy.
Tel: 0774–366469
Fax: 00774–366476.
E–mail: golfclubmarcosim-
one@ntt.it
Ferðaskrifstofan: www.master-
golf.it
Hótelið: www.laurabiagiotti.it
Af golfvell-
inum sést
Péturskirkjan
í Róm.
khk@mbl.is
Í NÝRRI Vegahandbók má finna
ýmsar viðbætur frá fyrri útgáfu. Í ár
eru þrjátíu ár frá fyrstu útgáfu bók-
arinnar og er hún í stöðugri þróun
en Vegahandbókin kemur í end-
urbættri útgáfu á tveggja ára fresti.
Í henni má finna upplýsingar um
flest sem lýtur að ferðalögum um Ís-
land.
Meðal nýjunga í Vegahandbókinni
2004 má nefna samstarf við UMFÍ
um landsverkefnið Göngum um Ís-
land. Upplýsingum um stuttar, að-
gengilegar og öruggar gönguleiðir
hefur verið safnað saman á einum
stað í bókinni en ennfremur er vísað
til þeirra jafnóðum í texta. Því er
auðvelt að fletta upp gönguleiðum
hvar sem fólk er statt á landinu.
Sami háttur er hafður á við að
auðkenna golfvelli á víð og dreif um
landið en þeir eru einnig merktir inn
á sérstaklega til þess gert Íslands-
kort.
Fyrir áhugafólk um fuglaskoðun
hefur svo verið bætt við upplýs-
ingum um helstu svæði sem vænleg
eru til fuglaskoðunar. Auk þess
teiknar Jón Baldur Hlíðberg myndir
af fuglum og öðrum náttúrufyr-
irbærum fyrir þá sem vilja spreyta
sig á að þekkja til í náttúrunni.
Ýmsar aðrar nýjungar
Samkvæmt upplýsingum frá Hálf-
dáni Örlygssyni, sem segir að bókin
sé í raun „Þarfasti þjónn ferða-
mannsins“, eru margvíslegar aðrar
viðbætur í nýjustu útgáfu Vega-
handbókarinnar. Þar má nefna upp-
lýsingar um stöðvar Landsvirkjunar
sem bjóða upp á leiðsögn og sýn-
ingar á sumrin. Einnig má þar finna
yfirlit um áætlaða opnun fjallvega.
Afsláttur fyrir gamalt eintak
Fyrir þá sem eiga eldri útgáfu af
Vegahandbókinni og vilja eignast þá
nýju er í boði 1000 kr. afsláttur af
nýju bókinni ef þeirri gömlu er skil-
að við kaupin. Þá kostar bókin 2.480
krónur.
FERÐALÖG|Vegahandbókin 30 ára
Golfvellir og gönguleiðir