Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 25
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 25
Sjóvá-Almennar hafa
veri› a›alstyrktara›ili
Kvennahlaupsins í 12 ár.
Vertu me› í Kvennahlaupinu 19. júní. Nánari uppl‡singar á www.sjova.is.
Njóttu lífsins – áhyggjulaus
Sjóvá-Almennar eru í eigu Íslandsbanka.
„DAGURINN í dag er stærri en oft
áður á Suðurnesjum,“ sagði Björk
Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar, við útskrift fyrsta
fjarnemahópsins frá Háskólanum á
Akureyri 17. júní. Björk nefndi að
ekki aðeins væri þjóðhátíðardagur
Íslendinga og 60 ára lýðveldisafmæli
heldur væri þetta stór dagur í sögu
menntunar á Suðurnesjum. Auk
þess væri samfélagið ríkara.
Háskólanemarnir 17 sem braut-
skráðir voru í Keflavíkurkirkju í
gær hófu nám á haustmánuðum
2000 og voru fyrstu nemarnir til að
hefja fjarnám í gegnum Miðstöð sí-
menntunar á Suðurnesjum frá Há-
skólanum á Akureyri. Alls voru 9
hjúkrunarfræðingar brautskráðir
og 8 viðskiptafræðingar. „Þið eruð í
senn drifkrafturinn og besti vitn-
isburðurinn um hina öru þróun sem
átt hefur sér stað við Háskólann á
Akureyri. Þið fyllið nú þann hóp
atorkusamra frumherja sem byggt
hafa upp Háskólann á Akureyri,“
sagði Þorsteinn Gunnarsson há-
skólarektor við útskriftina í gær.
Þorsteinn sagðist jafnframt vona að
fleiri Suðurnesjamenn ættu eftir að
nýta sér fjarnámið.
Það kom fram í máli þeirra sem
tóku til máls á útskriftarhátíðinni
hversu mikið gildi fjarnám hefði fyr-
ir byggðarlög eins og Suðurnesin.
Þorsteinn Gunnarsson háskóla-
rektor sagði að fjarnám væri
byggðastefna sem skilaði árangri og
að það þjálfaði upp nýja kynslóð sem
kynni að nýta sér upplýsingatækni.
Guðbjörg Sigurðardóttir hjúkr-
unarfræðingur, sem flutti ræðu fyrir
hönd útskriftarhóps, sagði að sér
væri ljúft að geta þess að flestir
þeirra sem væru að útskrifast nú
myndu starfa á Suðurnesjum og að
það sýndi best hversu mikilvægt
fjarnám væri, að fólkið væri kyrrt í
byggðarlaginu. „Það var mikið
gæfuspor að koma á þessu samstarfi
Miðstöðvar símenntunar á Suð-
urnesjum og Háskólans á Akureyri
og þeir sem unnu að þessu eiga skil-
ið bjartsýnisverðlaun. Þetta var
brösótt á köflum en öll ég birtir upp
um síðir,“ sagði Guðbjörg sem var
að vísa í alla þá tækniörðugleika
sem nemendur og kennarar þurftu
að glíma við á námstímanum. Hún
þakkaði að lokum rektori sér-
staklega fyrir velvildina í garð fjar-
námsins.
Fjarnám er byggðastefna sem skilar árangri
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Útskrift: Nýútskrifaðir viðskiptafræðingar og hjúkrunarfræðingar sátu á fremsta bekk við útskriftarathöfnina í Keflavíkurkirkju. Dagurinn var ánægju-
legur enda mikilli törn lokið. Nemendurnir stunduðu fjarnám við Háskólann á Akureyri og höfðu aðstöðu hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Reykjanesbær | Gerð verður út-
tekt á kostum þess fyrir Reykja-
nesbæ að taka áfram þátt í sam-
starfi sveitarfélaga á vettvangi
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum (SSS).
Guðbrandur Einarsson, bæjar-
fulltrúi Samfylkingarinnar, segir
því ekki að leyna að afstaða ann-
arra sveitarstjórna á Suðurnesjum
til hugmynda um sameiningu sveit-
arfélaga sé kveikjan að umræðum
um málið. Guðbrandur flutti tillög-
una á fundi bæjarstjórnar í vikunni
en allir bæjarfulltrúar í meirihluta
og minnihluta stóðu að henni.
Í greinargerð með tillögunni er
það rifjað upp að nú séu tíu ár liðin
frá því sveitarfélagið Reykjanesbær
varð til með sameiningu Keflavíkur,
Njarðvíkur og Hafna. Önnur sveit-
arfélög hafi hafnað að taka þátt í
sameiningunni. Til hafi orðið öflugt
sveitarfélag á landsvísu sem sé vel í
stakk búið til þess að sinna þeim
verkefnum sem því sé ætlað. Því
megi ætla að hagur Reykjanesbæj-
ar af samstarfi innan SSS hafi
minnkað. Þá megi leiða líkur að því
að samstarfið og ákvarðanir sem
teknar eru á boði SSS bindi hendur
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Vægi bæjarins við við ákvarðana-
töku sé ekki í neinu samræmi við
fjölda íbúa í bænum. „Því er nauð-
synlegt að fram fari athugun á því
hvort það þjóni hagsmunum íbúa
Reykjanesbæjar að taka þátt í sam-
starfi sem þessu, á slíkum forsend-
um,“ segir í ályktuninni.
Reykjanesbær
annist verkefnin
Guðbrandur segist telja að staða
Reykjanesbæjar innan SSS hafi
versnað við sameiningu sveitarfé-
laganna á sínum tíma. Bærinn hef-
ur einn fulltrúa í stjórn, eins og hin
sveitarfélögin, þótt stærðarmunur-
inn sé mikill, og Reykjanesbær
greiðir mikinn meirihluta kostnaðar
við verkefni sambandsins. Þess má
geta að Reykjanesbær tilnefnir for-
mann stjórnar SSS annað hvert ár.
Auk hefðbundinna verkefna
landshlutasamtaka annast SSS
rekstur Sorpeyðingarstöðvar Suð-
urnesja fyrir hönd allra sveitarfé-
laganna og rekur Brunavarnir Suð-
urnesja fyrir þrjú þeirra. „Ég velti
þeirri spurningu fyrir mér hvort
ekki sé eðlilegra að sveitarfélagið
annist sjálft þessi verkefni,“ segir
Guðbrandur.
Hann lýsir þeirri skoðun sinni að
þetta víðtæka samstarf innan SSS
sé að mörgu leyti forsenda þess að
minni sveitarfélögin geti sinnt viss-
um verkefnum. Því komi á óvart af-
dráttarlaus neitun bæjarfulltrúa
þeirra að leggja hugmyndir um
sameiningu fyrir íbúa sveitarfélag-
anna.
Frjáls samtök
Reynir Sveinsson, formaður bæj-
arráðs í Sandgerði og formaður
SSS þetta árið, segir að sambandið
sé frjáls samtök sveitarfélaganna.
Einstök sveitarfélög geti sagt sig
úr þeim og séu dæmi um það í öðr-
um landshlutum og einnig að þau
hafi gengið aftur inn. Reynir segir
að reynt sé að ná breiðri samstöðu
um öll mál í stjórninni og kannast
ekki við að fulltrúi Reykjanesbæjar
sé þar ofurliði borinn og hann sé
auk þess formaður annað hvert ár.
Þá tekur hann fram að kostnaði sé
skipt milli sveitarfélaganna eftir
íbúatölu, þannig að Reykjanesbær
greiði ekki meira hlutfallslega en
önnur sveitarfélög.
Reynir segist átta sig á þeim
skilaboðum sem Reykjanesbær sé
að senda öðrum sveitarfélögum
með samþykkt sinni, vitað sé um
skoðanaágreining um sameiningu
sveitarfélaga. Hins vegar sé ekkert
við það að athuga að farið sé yfir
þessi mál á vegum Reykjanesbæj-
ar.
Guðbrandur segir að úttektin
muni fara fram á vegum bæjarráðs.
Óvilhallir aðilar verði fengnir til
verksins.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar endurskoðar þátttöku sína í samstarfi sveitarfélaga
Úttekt á kost-
um aðildar að
Sambandinu
Kalka: Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa unnið saman að uppbyggingu
nýju sorpeyðingarstöðvarinnar í Helguvík. Þar er starfsemi nú hafin.
Sandgerði | Íslenskir aðalverktakar
hf. (ÍAV) áttu lægsta tilboð í styrk-
ingu Suðurgarðs í Sandgerðishöfn
og sjóvarnir í Sandgerði og Garði.
Siglingastofnun Íslands og hafn-
arstjórn Sandgerðis buðu verkin út
sem eitt. Fimm tilboð bárust. Það
lægsta var frá Íslenskum að-
alverktökum, 23,1 milljón kr. Er það
7,5 milljónum kr. lægra en kostn-
aðaráætlun verkkaupa sem var 30,6
milljónir. Tilboð ÍAV var því tæp-
lega 25% undir kostnaðaráætlun.
Framkvæmdum við Suðurgarð á að
ljúka fyrir miðjan september. Þær
felast í því að styrkja garðinn og
endurraða grjóti og ganga frá yf-
irborði akbrautar. Framkvæmd-
unum við sjóvarnirnar á að ljúka fyr-
ir 1. nóvember.
Tilboð ÍAV 25%
undir áætlun
Eltu ölvaðan ökumann | Að
morgni aðfaranætur fimmtudags
mældu lögreglumenn úr Keflavík bif-
reið á 106 km hraða á Reykjanes-
braut við Grindavíkurveg en þar er
leyfilegur hámarkshraði 70 km. Öku-
maðurinn, sem lögreglumenn þekktu
fyrir að vera sviptan ökuleyfi, sinnti
ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og
ók áfram áleiðis til Reykjavíkur. Öku-
maðurinn jók hraðann lítið eitt og
þurfti að kalla eftir aðstoð lögregl-
unnar í Hafnarfirði til að stöðva bif-
reiðina. Það tókst rétt við Straums-
vík. Ökumaðurinn er grunaður um
ölvun við akstur, að því er fram kem-
ur á vef lögreglunnar.
Á næturvaktinni var annar öku-
maður kærður vegna gruns um ölvun
við akstur og einn var kærður fyrir
hraðakstur á Reykjanesbraut. Mæld-
ur hraði 139 km þar sem hámarks-
hraði er 90 km.