Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Ingj-aldsdóttir Thom-
sen fæddist í Reykja-
vík 22. október 1925.
Hún lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut hinn
11. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingveldur Guð-
rún Kristjana Krist-
jánsdóttir, f. 21.2.
1898 í Rvík, d. 19.6.
1940, og Ingjaldur
Jónsson húsasmíða-
meistari í Rvík, f.
15.11. 1894, d. 21.6.
1989. Margrét átti þrjú alsystkini
og tvö hálfsystkini (samfeðra).
Þau eru: Guðrún Kristjana Ingj-
aldsdóttir (látin); Þuríður Ingj-
aldsdóttir (látin); Jón Bjarnar
Ingjaldsson; Ólafur Viðar Ingj-
aldsson; og Guðmann Ingjaldsson.
Haustið 1951 giftist Margrét
Hjálmari Thomsen
frá Sumba (Suðurey)
í Færeyjum f. 3.3.
1919, d. 30.4. 1989.
Fyrstu hjúskaparár-
in bjuggu þau hjónin
í Færeyjum, síðan
fluttu þau til Íslands
og bjuggu um tíma í
Reykjavík. Fluttu
síðan til Grindavíkur
1968 og var heimili
þeirra á Mánagötu
25. Síðustu fimm ár-
in bjó Margrét í Víði-
hlíð í Grindavík.
Svo í nóvember
árið 2001 kom gamall æskuvinur,
Guðmundur Þórarinsson, inn í líf
hennar og áttu þau Margrét og
Guðmundur mjög hamingjurík ár
saman.
Útför Margrétar fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Í dag kveð ég vinkonu og nágranna
til margra ára, Margréti Thomsen.
Vil ég minnast hennar með fáeium
orðum og þakka henni fyrir ágæt
kynni og hennar góðu nærveru.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Blessuð sé minning Margrétar.
Anna Kjartansdóttir.
Elsku frænka, eins og við kölluðum
þig, það var alltaf gott að koma til þín
og þú varst alltaf svo gjafmild og ynd-
isleg. Við áttum margar góðar stund-
ir saman en það var sorglegt þegar
þú greindist með krabbamein og
barðist hetjulega við það. Því þú
varst svo lífsglöð. Svo birtist gömul
ást inn í líf þitt, þegar Guðmundur
bankaði uppá hjá þér og þú ljómaðir
öll. Vil ég þakka honum fyrir þau ár
sem hann gaf þér.
Kæra frænka, það var eins og þú
værir að kveðja okkur á sjómanna-
daginn, þegar þú bauðst mér og eig-
inmanni mínum, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum mínum út
að borða. Það var yndisleg stund með
þér og Guðmundi. Hafðu þökk fyrir
það. Kæra frænka, guð blessi þig.
Sofðu lengi, sofðu rótt.
Seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.
(Jóhann Sigurj.)
Þín frænka
Kristjana (Sjana).
Elsku frænka. Þú varst aldrei neitt
annað en Magga frænka í mínum
huga, ekki einhver Margrét Thom-
sen, bara frænka með stórt hjarta.
Þegar ég hugsa um allar stundirn-
ar sem ég hef átt með þér um ævina
þá get ég ekki fundið neitt slæmt
augnablik, ég man aldrei eftir þér í
vondu skapi eða reiðri, þú varst alltaf
í góðu skapi og gerðir alltaf gott úr
hlutunum ef eitthvað kom uppá.
Þú varst ein sú gjafmildasta mann-
eskja sem ég þekkti og þú sást aldrei
eftir því, hvort sem það var af ást eða
í gjöfum.
Það var alltaf jafn gama að koma til
þín í Grindavík þegar við systkinin
vorum lítil en það var alltaf stórt
lukkutröll sem stóð alltaf í stofunni
og ljónabangsi sem mikið var leikið
að, og ég tala ekki um þegar við stelp-
urnar fengum að fara í gullkistuna
þína sem var skartgripaskrínið þitt
sem var fullt af allavega gulli í augum
okkar barnanna.
Ég man svo vel vikuna þegar ég
var ein hjá þér í Grindavík, það var
yndislegur tími, það var svo gaman
að fá að fara með þér í vinnna í Rock-
ville og reyna að tala ensku við út-
lendingana, ég man alltaf hvað það
var mikið hlegið að mér. Þetta var
mjög skemmtilegur tími.
Það er samt alltaf ein minning sem
er mér efst í huga um þig og ömmu
þegar þið voruð heima á Lindar-
brekku og það var slátur í matinn, þið
sátuð í borðstofunni og voruð að
borða þegar Eiður bróðir segir „Það
er rúsínuslátur hérna,“ þá stukkuð
þið báðar á fætur og hlupuð inn í eld-
hús til að slást um að fá af slátur-
keppnum, en þið föttuðuð það ekki
fyrr en þið stóðuð báðar inni í eldhúsi
hækjulausar og skellihlæjandi. Það
var mikið hlegið þá, eins og svo oft áð-
ur. Veistu frænka að ég gæti skrifað
langa ritgerð vandræðalaust um allar
góðu stundirnar og minningarnar um
þig, og væri það þá fyrsta skipti á æv-
inni sem ég myndi ekki kvíða fyrir að
skrifa ritgerð.
Síðustu tvö árin eru búin að vera
mikil barátta fyrir þig og loksins er
sú barátta búin og þá má segja það að
þú sért margfaldur meistari og átt
mörg verðlaun skilið fyrir það hversu
vel þú ert búin að standa þig, enda á
sá ég á svipnum á þér þegar ég sá þig
núna síðast að stór sigur var unninn.
Núna sitjið þið systurnar hlæjandi að
rifja upp góðu stundirnar, enda langt
síðan þið systurnar sáuð hvor aðra,
og loksins saman á ný, en í staðinn
þurfum við sem erum enn hérna
megin við móðuna miklu að kveðja í
bili.
Elsku frænka, þú átt aldrei eftir að
gleymast, þú lifir ávallt í hjörtum
okkar allra sem þekktum þig. Með
ástarþökk fyrir allt það góða sem þú
hefur gefið mér í lífinu og alla ástina
sem þú hefur veitt mér.
Með ástarkveðju.
Snjólaug Eyrún.
Ástkær frænka mín er dáin. Þær
eru margar góðar minningarnar sem
ég á um þig, elsku frænka. Eins og
þegar músin gerði sér hreiður í
kuldaskónum mínum þegar ég var
sex ára. Okkur brá svo mikið að þú
hoppaðir upp á stól og ég upp á borð
og þar biðum við þangað til Hjálmar
kom og bjargaði okkur. Æ, elsku
frænka, ég á eftir að sakna þín svo
mikið. Þú varst alltaf svo góð við mig
og börnin mín. Þau eiga eftir að
sakna þess að geta ekki farið til
frænku. Ég er svo glöð yfir að hafa
gift mig í brúðarkjólnum þínum. Þú
ljómaðir þegar þú sást mig í honum,
sem þú varst í þegar þú giftist Hjálm-
ari. Og ég man að þú sagðir við mig
að Hjálmar væri örugglega að fylgj-
ast með okkur. Þið hjónin voruð alveg
yndisleg við mig. Og það var alltaf
gaman að gista á Mánagötunni hjá
ykkur. Þið komuð fram við mig eins
og ég væri dóttir ykkar. Ég man þeg-
ar við sátum inni í stofu og hlustuðum
á uppáhalds kántrýmúsíkina þína,
frænka, með henni Tammy Winnett.
Já, frænka, það var alltaf gaman
hjá okkur. Elsku frænka, ég er svo
fegin að hafa komið suður og náð að
vera með þér á sunnudagskvöldið.
Þegar við fórum öll út að borða sam-
an með þér og Guðmundi. Ekki grun-
aði mig að það yrðu síðustu stund-
irnar með þér. En nú ertu komin til
Hjálmars. Og ég veit að hann tekur
vel á móti þér ásamt ömmu Lillý, Eiði
afa, Þuru frænku og Valdimar.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs vilja,
og gott er allt, sem Guði’er frá.
(V. Briem)
Guð geymi þig, elsku frænka, og
ástarþakkir fyrir allt.
Þín frænka
Guðrún (Lillý).
Kveðja til frænku.
Frænka, systir langömmu, er farin
frá okkur þangað sem allir hittast að
lokum. Hinum megin við okkar heim
er heimur friðarins. Þangað er þeim
gott að koma, sem sjúkir og aldraðir
eru.
Við munum geyma minninguna um
frænku okkar, góðu konuna, sem allt-
af leysti út lítil frændsystkini með
góðum gjöfum.
Karen, Telma Lind, Ingimar
og Andri Jón.
Margrét Thomsen var systir
ömmu minnar og langar mig að minn-
ast hennar í nokkrum orðum. Mar-
grét var alltaf kölluð Magga frænka,
e.t.v vegna þess að henni hlotnaðist
ekki að eignast börn og því festist
frænkunafnið við hana og svaraði hún
því um leið ef einhver ávarpaði hana
með því. En Magga var frænka skrif-
að með stórum stöfum. Mínar fyrstu
minningar af frænku var þegar hún
og maðurinn hennar Hjálmar komu
austur í heimsókn. Því fylgdi alltaf
einhver spenna sem smitaðist
kannski mest í gegnum hana mömmu
og það ekki að ástæðulausu, því þau
komu alltaf færandi hendi. Frænka
bjó á Mánagötunni í Grindavík, áður
en hún flutti að Víðihlíð. Það fyrsta
sem kemur upp í hugann voru stór
tuskudýr sem við systkinin lékum
okkur mikið að, myndir og plattar á
veggjum frá Færeyjum þaðan sem
Hjálmar var og ljósmynd af frænku
þegar hún var ung. Í þvottahúsinu
hékk stundum skerpukjöt, sem fólk
var nú mishrifið af, en frænka hló
bara þegar maður fussaði yfir lykt-
inni af því. Ekki má gleyma bílnum
hennar frænku sem var blár Skoda,
sem manni fannst nú óttalegt mekk-
anó við fyrstu sýn, en hann komst nú
sitt og var frænka fljót að verja sinn
ef einhver setti út á. Ekki að frænka
tæki það nærri sér enda var það alltaf
nokkuð sem hún hafði í lagi, þá var
það húmorinn. Mest spennandi var
samt þegar hringt var frá Færeyjum.
Þá talaði frænka alltaf færeysku og í
leiðinni gat maður athugað hversu
mikið maður skildi í þessu tungumáli,
sem manni fannst alltaf svo skondið í
bernsku og kannski ekki að ástæðu-
lausu þegar búið var að segja sög-
urnar af því þegar frænka fór fyrst til
Færeyja með Hjálmari. Magga
frænka var búin að eiga í miklum
veikindum áður en hún fór og alltaf
bar hún sig vel. Frænka hafði líka
góða stoð í veikindum sínum eða
hann Guðmund sem hún bjó með síð-
astliðin ár.
Elsku frænka, nú líður þér vel á
öðrum stað. Þú gafst mér og öðrum
mikið. Einn dagur stendur þó upp úr
en það var fermingardagurinn minn,
því þá hittust þið systurnar, þú,
amma Lillý og Þura. Það var stór
gjöf. Með þessum orðum kveð ég þig.
Þinn frændi
Gunnar Guðmundsson.
MARGRÉT
INGJALDSDÓTTIR
THOMSEN
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURLAUG SIGGEIRSDÓTTIR,
Seli,
Stokkseyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokks-
eyri, miðvikudaginn 16 júní.
Jarðarför auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Ísafold,
Elín Ingólfsdóttir,
Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir,
Siggeir Ingólfsson.
Ástkær systir mín,
MARGRÉT INGJALDSDÓTTIR
THOMSEN,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju í dag,
laugardaginn 19. júní, kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Ingjaldsson.
Bróðir okkar,
SVAVAR GUÐBJARTSSON
frá Lambavatni,
Strandgötu 11,
Patreksfirði,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði
þriðjudaginn 15. júní.
Sigríður Guðbjartsdóttir,
Gylfi Guðbjartsson.
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis í Dynskógum 20,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fimmtu-
daginn 17. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hulda Björg Lúðvíksdóttir,
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson,
Ragnheiður Kristín Björnsdóttir,
Þjóðbjörg Hjarðar Jónsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐMUNDUR A. GUÐMUNDSSON
bifreiðarstjóri,
Hátúni 12,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. júní,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 25. júní kl. 13.00.
Aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
ÞORSTEINN ÁRNASON,
Yrsufelli 8,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 17. júní sl.
Dóróthea Antonsdóttir,
Anton Karl Þorsteinsson, Hanna Valdís Garðarsdóttir,
Helga Þorsteinsdóttir, Baldur Þór Bjarnason,
Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir, Hreimur Örn Heimisson
og barnabörn.