Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 53 Golfmót Víkings og Austurbakka verður haldið á einum glæsilegasta golfvelli landsins Oddfellowvellinum við Urriðavatn þann 27. júní nk. Mótið er punktamót. 1. 2. og 3 verðlaun verða veitt bæði fyrir karla og konur auk tvennra nándarverðlauna á par 3 holum. Rástími frá kl. 11. Panta þarf rástíma. Vinsamlega skráið ykkur í tíma í Víkinni, sími 581 3245 eða hjá Erni netfang: orngu@simi.is, Jóhannesi s. 564 1695 eða Sigurði Inga s. 896 3940. Golfmót Víkings og Austurbakka Fulltrúaráð Víkings hljóta refsingu fyrir. Einnig hefði myndbandsupptaka sýnt dómara leiks Frakklands og Króatíu, að franski leikmaðurinn David Trez- eguet handlék knöttinn viljandi áður en hann tryggði Frökkum jafntefli, 2:2. Þar með misstu Króatar af tveimur þýðingarmikl- um stigum, sem getur orðið þeim dýrkeypt. Ég skora á Eggert Magnússon, formann Knattspyrnusambands Íslands og einn af stjórnarmönn- um Knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA, að beita sér fyrir að myndbandsupptökur verði lög- leiddar í knattspyrnuleikjum og þannig komið í veg fyrir að leikir séu skemmdir og skemmtun spillt. UEFA og FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, geta ekki endalaust fitnað og safnað sjóðum án þess að auka gæði knattspyrn- unnar. Knattspyrnuunnendur óska eftir skjótum viðbrögðum. Sigmundur Ó. Steinarsson.  CLAUS Jensen, miðjumaður Dana, segir að leikmenn Dana séu í frábæru formi og það muni hjálpa þeim í Portúgal. „Við höfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu lík- amlegu formi. Í leiknum gegn Ítalíu sást það að við erum í betra formi en ítölsku leikmennirnir,“ sagði Jensen.  ENSKA úrvalsdeildarliðið Birm- ingham hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup á danska miðju- manninum Jesper Grønkjær, en kaupverðið hefur ekki fengist upp- gefið. Grønkjær, sem er 26 ára, hef- ur leikið 48 leiki fyrir Chelsea og skorað í þeim þrjú mörk. Ekki er bú- ist við að gengið verði frá samning- um fyrr en eftir EM í Portúgal.  WAYNE Rooney fékk annað mark Englands gegn Sviss skráð á sig. Um tíma var talið að markið yrði tekið af honum og skráð sem sjálfsmark Jörge Stiel, markvarðar Svisslend- inga. Skot Rooney’s hafnaði á stöng og knötturinn var á leiðinni frá marki er hann hafnaði á bakinu á Stiel og fór þaðan í netið. Markið var skráð að Rooney á þeim forsemdum, að Stiel hafi ekki reynt að ná til knattarins og breytt stefnu hans.  BERND Schuster, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands í knatt- spyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari Levante, nýliðanna í 1. deildar- keppninni á Spáni. Schuster, 44 ára, var á dögunum látinn fara sem þjálf- ari Shakhtar Donetsk í Úrkaínu, þar sem liðið stóð sig ekki vel undir hans stjórn. Schuster þekkir vel til á Spáni, en hann hefur leikið þar með Real Madrid, Atletico Madrid og Barcelona.  THIERRY Henry, markahrókur- inn mikli, sem hefur ekki náð sér á strik með franska landsliðinu á EM, er mjög ánægður með framgöngu Wayne Rooney með enska landslið- inu. „Rooney hefur náð að heilla Englendinga, enda er hann hinn dæmigerði enski miðherji – marka- skorari af guðs náð.“ FÓLKMÖRKIN sem Wayne Rooney skoraði gegn Sviss verða skráð í sögubækurnar þar sem hann er yngsti leikmaðurinn frá upphafi til að skora í úr- slitakeppni EM. Fyrra metið átti Dragan Stojovic frá Júgó- slavíu, en hann var 19 ára, 3 mánaða og 16 daga gamall, þegar hann skoraði gegn Frakklandi árið 1984. Rooney var hins vegar 18 ára, 7 mán- aða og 23 daga gamall þegar hann skoraði gegn Sviss á fimmtudag. Þetta er ekki eina metið sem Rooney á með enska landsliðinu en hann er bæði yngsti leikmaðurinn sem leikið hefur fyrir Englands hönd og hann er yngsti leik- maðurinn sem hefur skorað fyrir England. Hann var að- eins 17 ára og 4 mánaða gam- all þegar hann skoraði sitt fyrsta mark gegn Makedóníu í undankeppni EM, en Michael Owen átti bæði þessi met á undan Rooney. „Það er alltaf frábært að setja met en það er liðið sem skiptir máli. Við spiluðum vel en hefðum getað spilað betur. Þetta var stór dagur en við höfðum það af og mikill léttir því hefðum við tapað leiknum værum við úr leik í keppninni hér í Portúgal. Sending Owen’s var frábær í fyrsta markinu – ég gat ekki annað en skorað.“ Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, var einnig hæstánægður með frammistöðu piltsins eftir leik- inn gegn Sviss. „Hann er frábær leikmaður – með frábæra hæfileika. Hann lék vel gegn Frakklandi og Svisslendingum – er hreint ótrúlegur og ég vona að hann spili svona það sem eftir er af mótinu,“ sagði Eriksson. Rooney slær enn eitt metið Svisslendingar byrjuðu leikinn afkrafti og það var greinilegt að þeir sýndu Englendingum enga virðingu. Hakan Yakin var áberandi á miðjunni og olli ensku vörninni miklum vandræðum með vel út- færðum aukaspyrnum. Í tvígang voru Englendingar nærri búnir að skora í eigið mark eftir aukaspyrn- ur frá Yakin. Englendingar fengu sína fyrstu sókn á 20. mínútu sem endaði með því að Wayne Rooney fékk að líta gula spjaldið eftir háskalega tæklingu á markverði Sviss, Jörg Stiel. Þremur mínútum síðar skoraði Rooney fyrsta mark leiksins. David Beckham gaf góða sendingu á Michael Owen inn á vítateig Svisslendinga. Hann tók við boltanum, lyfti honum laglega yfir tvo varnarmenn Sviss og þar var Rooney mættur og skallaði boltann fram hjá Stiel í markinu af stuttu færi. Eftir markið voru Svisslend- ingar ívið sterkari án þess að skapa sér hættuleg færi og áttu miðju- menn enska landsliðsins rólegan dag, einkum Frank Lampard sem var langt frá sínu besta í leiknum. Seinni hálfleikur byrjaði á svip- uðum nótum. Svisslendingar voru meira með boltann á meðan Eng- lendingar vörðust. Á 60. mínútu þurfti Bernt Haas, leikmaður Sviss, að yfirgefa völlinn þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og Englendingar gengu á lagið. Roon- ey bætti við sínu öðru marki á 76. mínútu eftir að Darius Vassell vann boltann af miklu harðfylgi. Fast skot Rooneys hafnaði í stönginni en fór í bak Stiel í markinu og þaðan í netið. Það var svo Steven Gerrard sem innsiglaði sigur Englendinga á 82. mínútu eftir góðan undirbúning Gary Neville. Sigur Englendinga var ekki sannfærandi og gefa úrslitin ekki rétta mynd af leiknum. Miðjuleikur liðsins var slappur og það var ekki fyrr en þeir voru orðnir einum leik- manni fleiri sem þeir náðu tökum á leiknum. Svisslendingar voru lán- lausir og annan leikinn í röð missa þeir mann af leikvelli. Þeir eiga þó möguleika á að komast áfram í riðl- inum sigri þeir Frakka í síðustu umferðinni. Englendingum nægir jafntefli gegn Króatíu og miðað við frammistöðu Króata gegn Frökkum má búast við mjög erfiðum leik fyr- ir Englendinga. Vafasamt mark bjargaði Frökkum Króatar voru óheppnir að hirða ekki öll stigin er þeir gerðu 2:2 jafn- tefli við Evrópumeistara Frakka. Með sigri hefðu Frakkar tryggt sér farseðilinn í fjórðungsúrslitin en þeir geta þakkað dómara leiksins fyrir stigið. Frakkar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og náðu Króatar aldr- ei að ógna marki Frakka að ráði. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu og var það varnarmaður Króata, Igor Tudor, sem skoraði í eigið mark eftir aukaspyrnu Zined- ine Zidane utan af vinstri kanti. Eftir markið héldu Frakkar áfram að sækja og undir lok fyrri hálfleik var William Gallas nálægt því að skora, eftir stórglæsilegan undir- búning Zidane, en skalli hans fór rétt fram hjá markinu. Króatar komu mjög sterkir til leiks í síðari hálfleiks og það tók þá aðeins þrjár mínútur að jafna met- in. Mikael Silvestre fékk dæmda á sig sína aðra vítaspyrnu á mótinu þegar hann hljóp niður Giovanni Rosso og það var Milan Rapaic sem skoraði af miklu öryggi framhjá Barthez í markinu. Aðeins fjórum mínútum síðar var Dado Prso búinn að koma Króötum yfir þegar hann hamraði boltann í þaknetið eftir að Marcel Desailly mistókst að hreinsa boltann frá markinu. En Frakkar náðu að jafna metin á 62. mínútu. Igor Tudor gaf slæma sendingu aft- ur á Butina í marki Króata sem spyrnti knettinum í hendi David Trezeguet sem síðan renndi bolt- anum í autt markið. Boltinn fór augljóslega í höndina á Trezeguet en dómarinn sá ekkert athugavert, Króötum til mikillar gremju. Eftir markið skiptust liðin á að sækja en hættulegasta færið fékk Ivica Mornar á síðustu mínútu leiksins þegar hann sneri varnarmann Frakka laglega af sér á markteign- um en skot hans fór rétt fram hjá markinu. Frakkar mega teljast heppnir að ná jafntefli í leiknum þrátt fyrir að hafa yfirspilað Króatana í fyrri hálf- leik. Liðsuppstilling liðsins vakti óneitanlega furðu þar sem Sylvain Wiltord byrjaði inn á í stað Robert Pires auk þess sem Marcel Desailly er greinilega langt frá sínu besta. Króatar spiluðu hins vegar góðan fótbolta í seinni hálfleik og eiga ef- laust eftir að veita Englendingum harða mótspyrnu þegar liðin mæt- ast á mánudag. Reuters Wayne Rooney (9) fagnar fyrra marki sínu gegn Svisslendingum. Rooney með stór- leik gegn Sviss EFTIR áfallið gegn Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM í Portúgal þurftu Englendingar nauðsynlega á sigri að halda gegn Sviss á fimmtudag og það var ljóst á leik liðsins að það var mikið undir. Leikmenn enska liðsins virtust taugaóstyrkir og fram að fyrsta marki Englendinga voru Svisslendingar líklegri til að skora. En það var hið 18 ára gamla undrabarn, Wayne Rooney, sem sá um að af- greiða Svisslendingana með sínum öðrum stjörnuleik á mótinu. Pilturinn skoraði tvö fyrstu mörk Englendinga í leiknum og varð þar með yngsti leikmaðurinn frá upphafi til að skora í úrslitakeppni EM. Með sigrinum komust Englendingar í annað sæti B-riðils og nægir þeim jafntefli gegn Króatíu á mánudag til að tryggja sér sæti í fjórð- ungsúrslitum. ÍTALSKI knattspyrnumaðurinn Francesco Totti var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir óíþrótta- mannlega framkomu á leikvelli. Hann hrækti framan í danska leik- manninn Christian Poulsen. Það voru ekki margir sem sáu atvikið í hita leiksins, en sjónsvarpsmynda- vélar festu atburðinn á filmu og út frá því var dæmt. Totti hefur enn á ný komið sér í sviðsljósið á stórmóti fyrir óíþróttamannlega framkomu. Fyrir tveimur árum – í Taejon í Suður-Kóreu 18. júní 2002 – reyndi hann að fiska vítaspyrnu í leik gegn Suður-Kóreumönnum í 16-liða úr- slitum, með því að láta sig falla inni í vítateig. Góður dómari leiksins, Byron Morento frá Ekvador, sá við honum og sýndi honum gula spjald- ið fyrir leikaraskap og í kjölfarið kom upp rauða spjaldið, þar sem Totti hafði fengið að sjá gult spjald fyrr í leiknum. Suður-Kóreumenn nýttu sér það og tryggðu sér sigur og sendu Ítali heim, 2:1. Totti aftur í sviðsljósinu Francesco Totti og Christi- an Poulsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.