Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 47
LANDSPÍTALI –
HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins
sími 543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKTIN miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin
í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–
23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitj-
anabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólar-
hringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s.
1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl.
8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S.
533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af
depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím-
um.
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern
til að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430
tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan
skrifstofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól-
arhringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir
konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða
orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
MIKIL bridshátíð hefst í Malmö í
Svíþjóð í dag en þá verður 47. Evr-
ópumótið í brids sett. Mótið stendur í
hálfan mánuð en jafnframt verða ým-
is hliðarmót í Malmö, m.a. lands-
keppni milli Svíþjóðar og Danmerkur
í tvímenningi og sérstök opin sveita-
keppni sem sænska bridssambandið
stendur fyrir.
Ísland tekur að venju þátt í opnum
flokki og kvennaflokki á Evrópu-
mótinu. Liðin voru valin fyrir nokkru
og í opnum flokki spila Jón Baldurs-
son, Þorlákur Jónsson, Bjarni Ein-
arsson, Þröstur Ingimarsson, Magn-
ús Magnússon og Matthías
Þorvaldsson. Fyrirliði er Guðmundur
Páll Arnarson. Í kvennaflokki er liðið
skipað þeim Hjördísi Sigurjónsdótt-
ur, Ragnheiði Nielsen, Öldu Guðna-
dóttur, Stefaníu Skarphéðinsdóttur,
Önnu Ívarsdóttur og Guðrúnu Ósk-
arsdóttur. Einar Jónsson er fyrirliði.
33 lið eru skráð til leiks í opnum
flokki og 22 í kvennaflokki. Spila-
mennskan hefst á sunnudag og þá
spila Íslendingar við Færeyinga og
Ítala en eiga síðan yfirsetu í 3. um-
ferð. Hægt verður að fylgjast með
leiknum við Ítala á Netinu á heima-
síðu ítalska bridssambandsins, http://
www.federbridge.it/main.html. Í
kvennaflokki spila Íslendingar við
Svía og Ísraelsmenn.
Íslendingar hafa á undanförnum
Evrópumótum verið við eða fyrir ofan
miðju í opna flokknum. Árið 2001 var
íslenska liðið í 17. sæti og árið 2002,
þegar mótið var síðast haldið, var Ís-
land í 13. sæti. Liðið nú er vel skipað
og spilararnir hafa mikla reynslu af
svona mótum. Því hafa Íslendingar
alla burði til að blanda sér í baráttuna
á toppnum. Flestir spá því þó að Ítal-
ar verji Evrópumeistaratitilinn í
sjötta skipti í röð. Liðið nú er að venju
skipað þeim Norberto Bocchi, Giorgio
Duboin, Alfredo Versace og Lorenzo
Lauria og þriðja parið er Fulvio Fan-
toni og Claudio Nunes. Þetta er sama
liðið og tapaði keppninni um Bermú-
daskálina sl. haust á síðasta spilinu í
úrslitunum gegn Bandaríkjunum.
Það er erfiðara að spá um hvaða
önnur lið muni hreppa verðlaunasæt-
in. Norðmenn hafa verið í efstu sæt-
um Evrópumóta undanfarinn áratug
eða svo en hvorki Tor Helness né Geir
Helgemo, helstu stjörnur Norð-
manna, verða með í Malmö. Svíar
senda sterkt lið, þá Peter Bertheau,
Fredrik Nyström, Peter Fredin,
Magnus Lindkvist, Per-Olof Sundelin
og Johan Sylvan. Pólverjar senda lið,
sem m.a. er skipað þeim Cezary Ba-
licki, Adam Zmudzinski, Piotr Tus-
zynski og Apolanary Kowalski, en
þeir hafa verið kjarninn í pólskum
landsliðum í tvo áratugi. Þá gætu
Danir, Frakkar, Spánverjar, Búlgar-
ar, Englendingar og Rússar vel
blandað sér í baráttuna en öll eru
þessi lið skipuð þaulreyndum keppn-
isspilurum.
Reynslan skiptir miklu máli í svona
mótum og það er athyglisvert að í
nokkrum liðum í Malmö eru spilarar
sem komnir eru á efri ár. Þannig er
Sundelin, sem áður var nefndur, kom-
inn hátt á sjötugsaldur, fæddur 1937.
Þá má nefna að í liði Íra spilar Peter
Pigot, sem er orðinn 72 ára en hann
var fastamaður í landsliði Íra á sjö-
unda og áttunda áratug síðustu aldar.
Íslensk kvennalið hafa ekki staðið
sig sérstaklega vel á Evrópumótum
og árið 2002 var liðið í 21. sæti af 23.
Liðið nú er, eins og liðið í opna flokkn-
um, skipað reyndum spilurum en ólík-
legt er þó að það blandi sér í barátt-
una í efri hluta mótsins. Núverandi
Evrópumeistarar eru Hollendingar
og þeir, ásamt Englendingum, Þjóð-
verjum, Svíum, Frökkum og Austur-
ríkismönnum, eru líklegastir til að
berjast um efstu sætin.
Það er raunar athyglisvert, að
nokkrir spilarar, sem verið hafa lengi
í eldlínunni í kvennakeppninni taka
nú þátt í keppninni í opna flokknum.
Doris Fischer spilar t.d. nú í opna
flokknum fyrir Austurríki, Liz
McGowan, sem varð heimsmeistari í
parasveitakeppni ásamt íslenskum
sveitarfélögum árið 1996, spilar í opna
flokknum fyrir Skota og Sue Back-
ström spilar nú í opna flokknum fyrir
Finnland. Þá spilar Dorthe Schaltz í
danska liðinu ásamt Peter eiginmanni
sínum en þau hafa verið fastapar í
danska landsliðinu mjög lengi.
Evrópumótið í brids
hefst um helgina
Karlalandsliðið er skipað f.v.: Þorláki Jónssyni, Bjarna Einarssyni, Jóni
Baldurssyni, Þresti Ingimarssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni fyrirliða,
Magnúsi E. Magnússyni og Matthíasi Þorvaldssyni.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson.
Íslenska kvennalandsliðið sem spilar á Em í Svíþjóð. Frá vinstri: Alda Guðna-
dóttir, Stefanía Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Einar Jónsson fyr-
irliði, Anna Ívarsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Hjördís Sigurjónsdóttir.
BRIDS
Evrópumótið í Malmö
MALMÖ
Evrópumótið í sveitakeppni hefst um
helgina í Malmö í Svíþjóð og stendur til
3. júlí. Ísland tekur þátt í opnum flokki og
kvennaflokki. Hægt er m.a. að fylgjast
með mótinu á heimasíðunni www.bridge-
festival.net.
Guðm. Sv. Hermannsson
STJÓRN Sambands ungra sjálf-
stæðismanna fagnar þeirri ákvörð-
un Jóns Kristjánssonar, heilbrigð-
isráðherra, að gefa út leyfi til
reksturs einkarekinnar heilbrigð-
isstofnunar þar sem framkvæmdar
verða tæknifrjóvganir.
„Ljóst er að starfsemi tækni-
frjóvgunardeildar Landspítalans
var komin í mikið óefni, biðlistinn
eftir aðgerðum langur og sumar-
lokun deildarinnar var orðin árviss
viðburður. Með þjónustusamningi
við heilbrigðisráðuneytið gefst
einkaaðilum nú kostur á að bæta
þjónustuna, fjölga aðgerðum og
eyða biðlistanum,“ segir í frétta-
tilkynningu frá stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Í fréttatilkynningunni segir
jafnframt: „Stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna áréttar þá
skoðun sem kemur fram í ályktun
37. þings SUS um heilbrigðismál,
að heilbrigðisþjónusta á Íslandi
verði helst bætt með því að leggja
aukna áherslu á einkaframkvæmd,
þáttur kaupenda og seljenda heil-
brigðisþjónustu verði aðskilinn og
skapað verði svigrúm fyrir aukna
aðkomu einkaaðila að rekstrar-
þættinum.“
SUS fagnar ákvörðun
heilbrigðisráðherra
Lynghálsi 3, s. 586 2770
Ath., ath., ath! Vakninga-
samkoma með trúboðanum
magnaða Paul Hanssen
í Hvítasunnukirkjunni í Kefla-
vík í dag, laugardag kl. 20.00
og sunnudag kl. 20.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ath. Engar samkomur um helg-
ina í Lynghálsi 3.
20.6 Árbókarferð – Borgar-
fjarðarhérað kl. 8 f.h.
Ökuferð með höfundi, Freysteini
Sigurðssyni jarðfræðingi.
Brottför eingöngu frá Mörkin 6,
108 R. Verð 4500/5000.
23.6 Jónsmessuferð á Hafn-
arfjall (844 m).
Brottför Mörkin 6 kl. 18.30. Verð
1800/2300. Fararstjóri Guðlaug-
ur Þórarinsson.
19.-20. júní - Fimmvörðuháls.
Verð 8.400/10.200 kr. Brottför kl.
8:30 frá BSÍ.
20. júní. Esja að sunnan, Lág-
Esja - Þverárkotsháls. Farar-
stjóri Tómas Þröstur Rögnvalds-
son. Brottför frá BSÍ kl. 9:00.
Verð 2.000/2.400 kr.
23. júní. Tröllafoss - Hauka-
fjöll Mæting við Toppstöðina í
Elliðaárdalnum kl. 18:30. Ekkert
þátttökugjald.
25.-27. júní - Jónsmessunæt-
urganga Útivistar. Lagt verður
af stað á föstudagskvöldi og
gengið yfir hálsinn um nóttina.
www.utivist.is
mbl.is
ATVINNA