Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 27 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Er vin nin gu r í l ok inu ? fiú sér› strax hvort fla› leynist óvæntur gla›ningur í Engjaflykkninu flínu! Er vinningur í lokinu? Tveir ferðavinningar fyrir fjóra; Flug, bíll og gisting í Billund og tveggja daga aðgangur í Legoland • Samsung myndavélasímar • Gjafabréf í Kringluna 26” reiðhjól og margt, margt fleira. www.ms.is Kringlunni 8-12 • Sími 553 3600 • www.olympia.is Kringlukast 20% afsláttur af Triumph undirfatnaði 40% afsláttur af völdum sloppum og náttfatnaði Hólmavík | Hólmvíkingar og nær- sveitungar fögnuðu sextíu ára lýð- veldisafmæli í sólskini og góðviðri, en ferskir vindar léku um bæinn fram eftir degi. Hátíðarhöldin voru óvenju vegleg að þessu sinni og voru þau samtvinnuð norrænni vinabæj- arheimsókn. Fimmtán manns frá þremur vinabæjum; Arslev í Dan- mörku, Tanum í Svíþjóð og Hole í Noregi dvelja á Hólmavík þessa dag- ana og voru gestirnir viðstaddir há- tíðarhöldin ásamt hólmvískum gest- gjöfum sínum. Það er ungmennafélagið Geislinn sem hefur veg og vanda af hátíð- arhöldunum fyrir hönd sveitafélags- ins. Að morgninum mættu nokkrir krakkar til keppni í þríþraut sem fól í sér að hjóla, hlaupa og veiða fisk á bryggjunni. Strax eftir hádegi var svo boðið upp á andlitsmálun, blöðru- og sælgætissölu og einnig var hægt skreppa á hestbak. Í framhaldi af því hófst svo skrúðganga sem nokkrir hestamenn fóru fyrir með fána. Þá var pallbíll með harmónikkuleikara í skrúðgöngunni, ásamt fríðri fylkingu heimamanna og gesta. Skrúðgangan endaði í hvamminum neðan við kirkj- una þar sem hátíðarsamkoman fór fram. Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri ávarpaði samkomuna og Júlíana Ágústsdóttir fjallkona las ljóð. Þá voru flutt nokkur tónlistaratriði og sungið í karókí. Einnig var brugðið á leik, grillaðar pylsur og hoppað á trampólíni og í hoppkastala fram eftir degi. Um kvöldið var svo diskótek í hvamminum, auk þess sem norrænu gestirnir og gestgjafar þeirra snæddu hátíðarkvöldverð á Café Riis. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Ungar vinkonur skreyttar fánum; Brynja Karen Daníelsdóttir og Gunnur Arndís Halldórsdóttir. Sólskin og ferskir vindar sautjánda júní Mývatnssveit | Í kjölfar umræðu liðins vetrar um eðli og uppbygg- ingu sparisjóðanna ákvað stjórn Sparisjóðs Suður Þingeyinga að gera átak í fjölgun stofnfjáreigenda sjóðsins og var fjölmörgum við- skiptavinum í héraði boðið að ger- ast stofnfjáreigendur. Um 70 nýir stofnfjáreigendur hafa nú bæst í hóp stofnfjáreigenda sjóðsins sem þá eru um 240 talsins. Á aðalfundi SSÞ kom fram að rekstur sjóðsins gekk vel á árinu 2003 og var hagnaður eftir skatta 14,7 millj. kr. sem svarar til 5,2% ávöxtunar eigin fjár. Sparisjóðurinn leitast við að veita íbúum héraðsins sem besta þjónustu og eru afgreiðslustaðir fjórir, þ.e. á Laugum, Reykjahlíð, Húsavík og á Fosshóli. Á Laugum og í Reykjahlíð sinnir sjóðurinn jafnframt póstafgreiðslu í samstarfi við Íslandspóst. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suð- ur-Þingeyinga er Margrét Hólm Valsdóttir og stjórnarformaður Ari Teitsson. Stofnfjáreigendum Sparisjóðs Suður- Þingeyinga fjölgar Morgunblaðið/BFH Úr afgreiðslu Sparisjóðsins í Reykjahlíð. Þær afgreiða Mývetninga jafnt sem ferðamenn með peninga og póst, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Sig- urlaug H. Jónsdóttir og Ingigerður Arnljótsdóttir. Húsavík | Stjórn Norræna matvæla- sambandsins (Nordisk Union) fundaði fyrir skömmu á Húsavík. Um tuttugu manna hópur var þar á ferðinni en þrettán manns skipa stjórnina, auk þeirra komu vara- stjórn og starfsmenn sambandsins til Húsavíkur. Fulltrúi Íslands í stjórninni er Að- alsteinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, en hann er tilnefndur í hana af Starfsgreina- sambandi Íslands. Í Norræna mat- vælasambandinu eru um tvö hundr- uð þúsund félagsmenn og starfa þeir við ýmsan matvælaiðnað á Norður- löndum. Í tengslum við fundinn kynntu norrænu verkalýðsforingjarnir sér m.a. atvinnulíf og ný atvinnutæki- færi á Húsavík, sem dreifbýlissvæðis á Íslandi, og fóru í skoðunarferð um svæðið. Að sögn Aðalsteins Á. Bald- urssonar vakti sérstaka athygli gest- anna sá mikli eldmóður sem þeim virtist vera í Húsvíkingum. Nefndu þeir m.a. til sögunnar smáiðnað eins og berjavíngerðina Kvöldsól sem þeir skoðuðu og eins þá uppbygg- ingu í ferðaþjónustu sem er í bæn- um. Í því sambandi skoðuðu þau Safnahúsið, Reðursafnið, Hvalasafn- ið og fóru í hvalaskoðunarferð sem vakti mikla athygli og ánægju. Þá voru náttúruperlur Mývatnssveitar einnig skoðaðar. Verkalýðsfélag Húsavíkur annað- ist skipulagningu fundarins og stóð um leið fyrir kynningu á menningu, sögu, atvinnu- og mannlífi á Húsavík og í Þingeyjarsýslum. Skipulagning fundarins í heild var með miklum sóma að mati erlendu gestanna, að sögn Aðalsteins Árna. Kynntu sér atvinnulíf á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðrún Þórarinsdóttir bauð norrænum verkalýðsforingjum nýbakað hverabrauð að hætti Mývetninga. Gestirnir þáðu brauðið með þökkum. Stjórn norræna matvælasambandsins fundaði á Íslandi Borgarbyggð | Íbúum sveitarfé- lagsins var boðið í veislu um síðustu helgi. Tilefnið var að tíu ár eru liðin frá því sveitarfélagið varð til í kjölfar sameiningar Borgarnesbæjar, Hraunhrepps, Stafholtstungna- hrepps og Norðurárdalshrepps. Árið 1998 stækkaði sveitarfélagið frekar þegar Álftaneshreppur, Borgar- hreppur og Þverárhlíðarhreppur sameinuðust Borgarbyggð. Afmælisveislan hófst með því að Pakkhúsið við Brákarbraut var opn- að eftir gagngerar endurbætur. Jafnframt var opnuð sýning um verslunarsögu Borgarness sem verður opin í allt sumar. Síðan var boðið í kaffi og köku á Hótel Borg- arnesi. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir lék á píanó, Barnakór Grunnskólans í Borgarnesi söng undir stjórn Stein- unnar Árnadóttur, Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðarson fluttu nokkur lög og Unnur Halldórsdóttir flutti brag um Borgarbyggð. Í tilefni afmælisins voru 10 íbúar í Borgarbyggð heiðr- aðir fyrir ýmis störf í þágu sveitarfé- lagsins og þeirra sem mynda nú Borgarbyggð. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Í tilefni afmælisins voru 10 íbúar Borgarbyggðar heiðraðir. Borgarbyggð bauð í 10 ára afmælið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.