Morgunblaðið - 19.06.2004, Qupperneq 27
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 27
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Er
vin
nin
gu
r í l
ok
inu
?
fiú sér› strax
hvort fla› leynist óvæntur
gla›ningur í Engjaflykkninu
flínu!
Er vinningur
í lokinu?
Tveir ferðavinningar fyrir fjóra; Flug,
bíll og gisting í Billund og tveggja
daga aðgangur í Legoland • Samsung
myndavélasímar • Gjafabréf í Kringluna
26” reiðhjól og margt, margt fleira.
www.ms.is
Kringlunni 8-12 • Sími 553 3600 • www.olympia.is
Kringlukast
20% afsláttur
af Triumph undirfatnaði
40% afsláttur af völdum
sloppum og náttfatnaði
Hólmavík | Hólmvíkingar og nær-
sveitungar fögnuðu sextíu ára lýð-
veldisafmæli í sólskini og góðviðri, en
ferskir vindar léku um bæinn fram
eftir degi. Hátíðarhöldin voru óvenju
vegleg að þessu sinni og voru þau
samtvinnuð norrænni vinabæj-
arheimsókn. Fimmtán manns frá
þremur vinabæjum; Arslev í Dan-
mörku, Tanum í Svíþjóð og Hole í
Noregi dvelja á Hólmavík þessa dag-
ana og voru gestirnir viðstaddir há-
tíðarhöldin ásamt hólmvískum gest-
gjöfum sínum.
Það er ungmennafélagið Geislinn
sem hefur veg og vanda af hátíð-
arhöldunum fyrir hönd sveitafélags-
ins. Að morgninum mættu nokkrir
krakkar til keppni í þríþraut sem fól í
sér að hjóla, hlaupa og veiða fisk á
bryggjunni. Strax eftir hádegi var
svo boðið upp á andlitsmálun, blöðru-
og sælgætissölu og einnig var hægt
skreppa á hestbak. Í framhaldi af því
hófst svo skrúðganga sem nokkrir
hestamenn fóru fyrir með fána. Þá
var pallbíll með harmónikkuleikara í
skrúðgöngunni, ásamt fríðri fylkingu
heimamanna og gesta. Skrúðgangan
endaði í hvamminum neðan við kirkj-
una þar sem hátíðarsamkoman fór
fram. Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri
ávarpaði samkomuna og Júlíana
Ágústsdóttir fjallkona las ljóð. Þá
voru flutt nokkur tónlistaratriði og
sungið í karókí. Einnig var brugðið á
leik, grillaðar pylsur og hoppað á
trampólíni og í hoppkastala fram eftir
degi. Um kvöldið var svo diskótek í
hvamminum, auk þess sem norrænu
gestirnir og gestgjafar þeirra
snæddu hátíðarkvöldverð á Café Riis.
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Ungar vinkonur skreyttar fánum; Brynja Karen Daníelsdóttir og Gunnur Arndís Halldórsdóttir.
Sólskin og ferskir vindar sautjánda júní
Mývatnssveit | Í kjölfar umræðu
liðins vetrar um eðli og uppbygg-
ingu sparisjóðanna ákvað stjórn
Sparisjóðs Suður Þingeyinga að
gera átak í fjölgun stofnfjáreigenda
sjóðsins og var fjölmörgum við-
skiptavinum í héraði boðið að ger-
ast stofnfjáreigendur.
Um 70 nýir stofnfjáreigendur
hafa nú bæst í hóp stofnfjáreigenda
sjóðsins sem þá eru um 240 talsins.
Á aðalfundi SSÞ kom fram að
rekstur sjóðsins gekk vel á árinu
2003 og var hagnaður eftir skatta
14,7 millj. kr. sem svarar til 5,2%
ávöxtunar eigin fjár.
Sparisjóðurinn leitast við að
veita íbúum héraðsins sem besta
þjónustu og eru afgreiðslustaðir
fjórir, þ.e. á Laugum, Reykjahlíð,
Húsavík og á Fosshóli.
Á Laugum og í Reykjahlíð sinnir
sjóðurinn jafnframt póstafgreiðslu
í samstarfi við Íslandspóst.
Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suð-
ur-Þingeyinga er Margrét Hólm
Valsdóttir og stjórnarformaður Ari
Teitsson.
Stofnfjáreigendum
Sparisjóðs Suður-
Þingeyinga fjölgar
Morgunblaðið/BFH
Úr afgreiðslu Sparisjóðsins í Reykjahlíð. Þær afgreiða Mývetninga jafnt
sem ferðamenn með peninga og póst, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Sig-
urlaug H. Jónsdóttir og Ingigerður Arnljótsdóttir.
Húsavík | Stjórn Norræna matvæla-
sambandsins (Nordisk Union)
fundaði fyrir skömmu á Húsavík.
Um tuttugu manna hópur var þar á
ferðinni en þrettán manns skipa
stjórnina, auk þeirra komu vara-
stjórn og starfsmenn sambandsins
til Húsavíkur.
Fulltrúi Íslands í stjórninni er Að-
alsteinn Á. Baldursson, formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur, en hann
er tilnefndur í hana af Starfsgreina-
sambandi Íslands. Í Norræna mat-
vælasambandinu eru um tvö hundr-
uð þúsund félagsmenn og starfa þeir
við ýmsan matvælaiðnað á Norður-
löndum.
Í tengslum við fundinn kynntu
norrænu verkalýðsforingjarnir sér
m.a. atvinnulíf og ný atvinnutæki-
færi á Húsavík, sem dreifbýlissvæðis
á Íslandi, og fóru í skoðunarferð um
svæðið. Að sögn Aðalsteins Á. Bald-
urssonar vakti sérstaka athygli gest-
anna sá mikli eldmóður sem þeim
virtist vera í Húsvíkingum. Nefndu
þeir m.a. til sögunnar smáiðnað eins
og berjavíngerðina Kvöldsól sem
þeir skoðuðu og eins þá uppbygg-
ingu í ferðaþjónustu sem er í bæn-
um. Í því sambandi skoðuðu þau
Safnahúsið, Reðursafnið, Hvalasafn-
ið og fóru í hvalaskoðunarferð sem
vakti mikla athygli og ánægju. Þá
voru náttúruperlur Mývatnssveitar
einnig skoðaðar.
Verkalýðsfélag Húsavíkur annað-
ist skipulagningu fundarins og stóð
um leið fyrir kynningu á menningu,
sögu, atvinnu- og mannlífi á Húsavík
og í Þingeyjarsýslum. Skipulagning
fundarins í heild var með miklum
sóma að mati erlendu gestanna, að
sögn Aðalsteins Árna.
Kynntu sér atvinnulíf á Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Guðrún Þórarinsdóttir bauð norrænum verkalýðsforingjum nýbakað
hverabrauð að hætti Mývetninga. Gestirnir þáðu brauðið með þökkum.
Stjórn norræna matvælasambandsins fundaði á Íslandi
Borgarbyggð | Íbúum sveitarfé-
lagsins var boðið í veislu um síðustu
helgi. Tilefnið var að tíu ár eru liðin
frá því sveitarfélagið varð til í kjölfar
sameiningar Borgarnesbæjar,
Hraunhrepps, Stafholtstungna-
hrepps og Norðurárdalshrepps. Árið
1998 stækkaði sveitarfélagið frekar
þegar Álftaneshreppur, Borgar-
hreppur og Þverárhlíðarhreppur
sameinuðust Borgarbyggð.
Afmælisveislan hófst með því að
Pakkhúsið við Brákarbraut var opn-
að eftir gagngerar endurbætur.
Jafnframt var opnuð sýning um
verslunarsögu Borgarness sem
verður opin í allt sumar. Síðan var
boðið í kaffi og köku á Hótel Borg-
arnesi. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir
lék á píanó, Barnakór Grunnskólans
í Borgarnesi söng undir stjórn Stein-
unnar Árnadóttur, Halldóra Björk
Friðjónsdóttir og Þorsteinn Gauti
Sigurðarson fluttu nokkur lög og
Unnur Halldórsdóttir flutti brag um
Borgarbyggð. Í tilefni afmælisins
voru 10 íbúar í Borgarbyggð heiðr-
aðir fyrir ýmis störf í þágu sveitarfé-
lagsins og þeirra sem mynda nú
Borgarbyggð.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Í tilefni afmælisins voru 10 íbúar Borgarbyggðar heiðraðir.
Borgarbyggð bauð
í 10 ára afmælið