Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ BjarnheiðurRafnsdóttir
fæddist í Snjóholti í
Eiðaþinghá hinn 5.
janúar 1924. Hún
andaðist á sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði
hinn 10. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Rafn Guðmundsson,
f. 8. júní 1889, d. 2.
desember 1971, og
Guðrún Björg Ein-
arsdóttir, f. 18. nóv-
ember 1893, d. 14.
janúar 1974. Bjarn-
heiður átti fjórar alsystur: 1)
Ragnhildur, f. 28. apríl 1921, d.
24. apríl 1983. 2) Þórdís, f. 30.
janúar 1927. 3) Ingibjörg, f. 2.
apríl 1931. 4) Dagný, f. 7. ágúst
1933. Auk þess átti Bjarnheiður
eina hálfsystur, Ingunni Péturs-
dóttur, f. 14. september 1914, d.
3. júlí 2000.
Eftirlifandi eiginmaður Bjarn-
heiðar er Otti Vilbergur Svein-
björnsson, f. 20. júlí 1920. For-
eldrar hans voru Oddfríður
Ottadóttir, f. 27. júlí 1882, d. 30.
september 1961, og Sveinbjörn
Árni Ingimundarson, f. 26. des-
ember 1879 , d. 4. maí 1956. Vil-
bergur og Bjarnheiður eignuð-
ust eina dóttur, Guðrúnu
Hrefnu, f. 5. apríl 1952, gift Jó-
hanni Pétri Hans-
syni, f. 9. janúar
1950. Börn þeirra
eru: 1) Eygló Björg,
f. 17. janúar 1974,
unnusti Dánjal Sal-
berg Adlersson, f.
30. desember 1975,
dóttir þeirra Guð-
rún Adela, f. 14.
júní 2003, og eru
þau búsett í Fær-
eyjum. 2) Eydís
Bára, f. 15. mars
1976. 3) Örvar, f.
12. apríl 1984.
Einnig á Vilbergur
synina Símon Hrafn, f. 7. maí
1957, og Tómas Lárus, f. 26.
maí 1958.
Bjarnheiður bjó ásamt for-
eldrum sínum í Gröf í Eiða-
þinghá þar til hún fluttist á
Seyðisfjörð 1968 þar sem hún
bjó til æviloka.
Bjarnheiður starfaði við Al-
þýðuskólann á Eiðum og síðar
sem matráðskona við barnaskól-
ann á Eiðum frá stofnun hans
og allt þar til hún flutti á Seyð-
isfjörð. Hún og eiginmaður
hennar ráku kaffiteríu og síðar
Verslunina Ölduna allt til ársins
2000.
Bjarnheiður verður jarðsung-
in frá Seyðisfjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku Badda amma. Nú er stríð-
inu lokið og þú komin á betri stað.
Við minnumst þess hvað var alltaf
gott að koma til þín og Villa afa í
Norðurgötuna. Æði oft hafðirðu
áhyggjur af því að við færum svöng
frá ykkur og bauðst okkur eitthvað
að narta í áður en við færum, þrátt
fyrir að við höfum aldrei litið út fyr-
ir að þjást af næringarskorti. Þegar
við komum í jólaboð, afmælisboð
eða bara venjulegt kaffiboð, var
alltaf nóg af kræsingum á borðum
hjá þér og alveg öruggt að enginn
fór svangur út frá ykkur.
Í jólaboðinu var fastur liður að
spila og var þá yfirleitt spiluð fé-
lagsvist. Einnig kíktum við syst-
urnar stundum til ykkar á kvöldin
og tókum í spil með ykkur og varð
þá oftar en ekki fyrir valinu vist eða
kani.
Oft gistum við systurnar hjá ykk-
ur og svo seinna litli bróðir. Kemur
þá fyrst í hugann minningin um
kvöldkaffið sem við fengum hjá
ykkur fyrir svefninn. Aldrei fengum
við svoleiðis hressingu hjá mömmu
og pabba og áttum við það til að
kvarta yfir því við þau, en það var
nú lítið hlustað á þær kvartanir.
Þið afi rákuð Verslunina Ölduna í
mörg ár og við vitum til þess að
margir sakna þeirrar verslunar.
Ekki vorum við systkinin gömul
þegar við fórum að sniglast í búð-
inni hjá ykkur og aðstoða við vöru-
talningu, afgreiðslu, innkaup og
fleira.
Þú varst alltaf með eitthvað á
prjónunum og þær eru ófáar flík-
urnar sem við eigum með þínu
handbragði. Ef við sáum fallega flík
í blaði þá var hún tilbúin innan
skamms. Þú varst líka alltaf að
prjóna peysur, vettlinga og fleira
sem þú seldir í búðinni ykkar og
víðar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku Villi afi og mamma, megi
góður Guð styrkja ykkur og okkur
öll í sorginni.
Eygló Björg, Eydís Bára og
Örvar.
BJARNHEIÐUR
RAFNSDÓTTIR
✝ Haflína MarínBjörnsdóttir
fæddist í Saurbæ í
Kolbeinsdal 24. nóv-
ember 1905. Hún
lést á dvalarheimili
aldraðra á Sauðár-
króki hinn 10. júní
síðasltiðinn. For-
eldrar hennar voru
Ragnheiður Sigríð-
ur Þorláksdóttir, f.
5.6. 1874, d. 15.2.
1957, og Björn Haf-
liðason, f. 13.9.
1869, d. 24.8. 1937.
Þau bjuggu í
Saurbæ í Kolbeinsdal í Skaga-
firði og síðar í Kolkuósi. Syst-
kini Haflínu Marínar voru Jó-
hannes, f. 1901 og lést barn að
aldri, og Kristín Björnsdóttir
Lüders, f. 29.12. 1909, d. 28.1.
2004.
Haflína Marín giftist Sigur-
moni Hartmannssyni, f. 17.11.
1905, d. 9.2. 1991, í Viðvík hinn
20. júní 1932 og hófu þau bú-
skap í Kolkuósi og bjó hún þar
til 1985 að hún fór á dvalar-
heimili aldraðra á Sauðárkróki,
Dætur þeirra eru Kristín Heið-
ur, f. 2.8. 1933, gift Gísla Magn-
ússyni, bændur að Vöglum í
Skagafirði og eiga þau átta
börn og tíu barnabörn, Rut hús-
móðir, f. 9.4. 1935,
gift Hreini Elías-
syni listmálara, bú-
sett á Akranesi og
eiga þau sex börn
og 13 barnabörn og
tvö barnabarna-
börn. Margrét Sig-
urlaug, f. 29.1.
1948, ljósmóðir,
gift Magnúsi Guð-
mundssyni, búsett í
Mosfellsbæ og eiga
þau þrjár dætur og
eitt barnabarn. Af-
komendur Haflínu
Marínar og Sigur-
mons eru orðnir 46.
Haflína Marín ólst upp í
Saurbæ og stundaði síðan nám
við Húsmæðraskólann á Blöndu-
ósi. Hún bjó síðan í Kolkuósi
ásamt Sigurmoni manni sínum
með blandaðan búskap en síðari
árin var hrossarækt þeirra að-
albúgrein. Hún þótti búkona í
betra lagi og einlægur dýravin-
ur. Hún var skírð við kistu föð-
urafa síns Hafliða og fékk þess
vegna hið fágæta nafn Haflína
en Marín er eftir föðurömmu
hennar.
Útför Haflínu Marínar fer
fram frá Sauðárkrókskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Elsku amma. Flestar mínar
æskuminningar eru tengdar veru
minni hjá ykkur afa í Kolkuósi,
eins sögurnar sem ég sagði börn-
unum mínum og þó að einkenni-
legt megi virðast eru flestar mínar
draumfarir í dag tengdar þeim
stað
Ég var svo lánsamur að fá að
vera langdvölum hjá ykkur afa frá
því ég var smástubbur og fram til
tvítugsaldurs og þar var margt
brallað. Þú kenndir mér að lesa og
skrifa áður en ég settist á skóla-
bekk á Akranesi og er það mér svo
minnisstætt hve mikla áherslu þú
lagðir á gott málfar, vandaða
skrift og rétta stafsetningu enda
varst þú skarpgreind kona, hlý og
blíð og máttir ekkert aumt sjá,
hvorki menn né málleysingja.
Ég gleymi aldrei sögustundun-
um á vetrarkvöldum þegar þú
varst að mjólka og ég lítill kútur
sat á kolli í fjósinu. Þá voru sög-
urnar um Gilitrutt og Búkollu
sveipaðar ævintýraljóma. Þannig
sé ég þær fyrir mér enn þann dag
í dag og ef ég varð hræddur var
það þitt hlýja faðmlag sem róaði
lítinn gutta
Þú gafst mér fyrsta lambið og
fyrsta hestinn og leiðbeiningar
með hvernig koma ætti fram við
dýrin af væntumþykju og virðingu
og eitt bentir þú mér á, að láta sér
aldrei þykja eins vænt um dýr og
menn því dýrin hefðu styttri ævi
og sorgin við missinn gæti orðið
svo erfið.
Þú uppfræddir mig ásamt afa
hvað iðjusemi væri nauðsynlegur
kostur og öll menntun. „Vertu
heiðarlegur og hreinlyndur, Elli
minn,“ sagðir þú, „og þá mun þér
farnast vel í lífinu.“ Eitt heilræði
situr fast í mínu hugskoti og það
var: „Gerðu aldrei neinum það á
móti, hvorki í orði eða verki, sem
þú vildir ekki láta þér gera.“
Það er mér ógleymanlegt hve
vel þú fóðraðir skepnurnar. Þegar
búið var að skilja mjólkina þá
fengu allir sitt, meira að segja
mýsnar og þótt það væri köttur á
heimilinu áttu hinir smæstu mál-
leysingjar athvarf hjá þér.
Þú sást til þess að farið var með
bænirnar á kvöldin enda trúrækin
kona og viss um tilvist æðri mátt-
ar.
Síðustu árin voru heyrnin og
sjónin farin að hrjá þig og varst þú
hvíldinni fegin þegar kallið kom
enda orðin 98 og hálfs.
Þegar ég heimsótti þig fyrir
mánuði sá ég að hverju stefndi og
er ég þakklátur fyrir þá stund sem
við áttum saman og kvöddumst og
bæði viss um að þetta yrði okkar
síðasta stund saman í þessu lífi.
Þú varst svo þakklát fyrir hve
góðan aðbúnað þú fékkst á dval-
arheimilinu á Sauðárkróki og áttir
þar mjög góðan tíma, saumaðir út
púða og myndir eins og í akkorði
væri meðan þú gast séð til verka.
Eins varst þú svo þakklát fyrir
hve gott starfsfólk væri í kringum
þig og allir svo hjálpsamir og lið-
legir.
Guð blessi minningu ömmu
minnar.
Elías Hartmann Hreinsson.
Elsku besta amma Haflína Ég
veit ekki hvort þú getir lesið þetta
en ég ætla að láta á það reyna.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gefið mér og þá sér-
staklega mína yndislegu móður.
Marga góða kosti ber hún frá þér
sem hún síðan hefur skilað til
sinna afkomenda. Báðar eruð þið
handavinnukonur af guðs náð.
Takk fyrir samveruna.
Í sveitina var gott að koma, því
fylgdi ávallt mikil tilhlökkun og
margt að upplifa.
Fimm ára að mjólka með þér;
veiða og verka silung í soðið með
afa; reiðtúr í Hóla og berjamó á
haustin.
Draumur lítillar stúlku rættist
er hún fékk að sofa í hundakassa
með hvolpunum.
Eftirminnilegar eru hænurnar í
kjallaranum og draugagangurinn á
loftinu.
Hænunum var stundum strítt og
mannýga bola líka. Eflaust var lít-
ið um varp þessa daga og steikin
seig að hausti.
Þú varst mikill dýravinur og
gladdist mjög er komið var með
gæludýr til þín á dvalarheimilið.
Þennan kost erfði dóttir mín frá
þér og ljómar hún upp eins og þú
við nærveru þeirra.
Elsku amma, nú ertu farin í þína
hinstu ferð og óska ég þér góðrar
ferðar.
Nú hittir þú afa á ný.
Hlotnist mér þitt langlífi
sjáumst við á ný eftir 62 ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hinsta kveðja.
Þín
Kolbrún Sandra.
HAFLÍNA MARÍN
BJÖRNSDÓTTIR
Jæja, er hann dáinn
blessaður? varð mér að
orði, þegar tilkynnt var
andlát föðurbróður míns, Indriða
Friðbjarnarsonar.
Eftir að hafa áttað mig á þessari
frétt var ekki laust við að ég fyndi til
samviskubits vegna þess hversu lítið
samband ég hafði haft við hann síð-
ustu árin. Þegar háöldruð mann-
eskja kveður og fer yfir móðuna
miklu er það ekki sorg sem grípur
mann, heldur er það frekar hugur-
inn sem kallar fram minningar frá
liðnum atburðum og samverustund-
um.
Það var mikið áfall fyrir Friðbjörn
afa þegar hann missti eiginkonu
sína, Ragnheiði Veturliðadóttur, við
fæðingu fimmta barns þeirra hjóna,
Margrétar. Koma þurfti börnunum í
fóstur og fjölskyldan því tvístruð.
Síðar kvæntist afi aftur góðri og
elskulegri konu, Sólveigu Pálsdótt-
ur, og eignaðist með henni tíu
stráka, en þau bjuggu lengst af í
Sútarabúðum í Grunnavík.
Þrátt fyrir að systkinin fimm æl-
ust ekki upp á sama heimili urðu þau
og voru mjög náin og er mér minn-
isstætt hversu miklir kærleikar voru
með þeim systkinunum fimm sem og
við bræðurna tíu, enda tók Sólveig
þeim öllum sem sínum börnum og
var vinátta mikil á milli þeirra.
Indriði frændi var einstaklega
fríður og glæsilegur maður, teinrétt-
ur í baki og geislaði af honum góð-
INDRIÐI
FRIÐBJARNARSON
✝ Indriði SalómonFriðbjarnarson
fæddist á Steinólfs-
stöðum í Veiðileysu-
firði í Norður-Ísa-
fjarðarsýslu á
jóladag árið 1909.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 5.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Hafnarfjarðar-
kirkju 14. júní.
mennskan og hlýjan,
og ekki síður glettnin í
hans blágráu augum.
Síðast þegar ég hitti
hann í fjölmennu 90 ára
afmæli hans, umfaðm-
aði hann mig og sagði:
Ertu kominn, elsku
frændi, mikið er gaman
að sjá þig. Handtakið
var hlýtt og faðmlagið
innilegt að venju. Hann
vildi strax fá fram fjör
og söng og heillaði alla
með sér. Þannig var
Indriði frændi, ávallt
mikill fjörkálfur, vildi
öllum vel, var mjög frændrækinn og
duglegur að heimsækja ættingja og
vini.
Þeir voru miklir vinir Kristján
faðir minn og hann. Sterk er minn-
ingin frá æskuárum mínum þegar
Indriði kom á heimili okkar á Ísa-
firði og farið var til Grunnavíkur að
heimsækja ættingjana þar.
Báðir voru þeir miklir æringjar og
hreifst maður með í gleði þeirra og
gáska. Ég man að þeir urðu eins og
fermingarstrákar, stríðnir og prakk-
aralegir í hvert sinn sem þeir hittust.
Það var hátíð í bæ og sveit þegar
Indriði birtist.
Indriði kastaði aldrei illu orði til
eins eða neins manns, hann var mað-
ur sátta og samlyndis og vildi öllum
vel. Hann var mikill hófsmaður, fór
ekki mikinn, mat fjölskyldu sína
öðru fremur og fórnaði henni, syst-
kinum og vinum miklum tíma. Þann-
ig var hann til fyrirmyndar fyrir
okkur sem þekktum hans góða inn-
ræti og góðvild.
Ég færi honum látnum virðingu
mína og þakkir fyrir samverustund-
irnar, sem hefðu mátt vera fleiri,
miklu fleiri, og óska honum bless-
unar á nýjum stað. Bros hans og
hlýju geymi ég í minningum mínum.
Góður drengur hefur lokið langri
og farsælli göngu. Eftirlifandi eig-
inkonu hans, Sigríði, Arnbjörgu afa-
barni hans og öllum öðrum nánustu
ættingjum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Indriða Frið-
bjarnarsonar. Hvíl þú í friði.
Ólafur Kristjánsson.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða
á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið
er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs-
stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu-
degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina