Morgunblaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 57
sig breiðan, þessi stóri útblásni fisk-
ur í litla búrinu.
„Ég var sjálfur með svona kennara
í menntaskóla. Ég trúi því að Dorr sé
menntamaður af guðs náð. En hann
stendur bara ekki alveg undir því.
Þannig ákvað ég að túlka hann og má
vel vera að útkoman sé svolítið trúðs-
leg, en það er bara vegna þess að í
mínum augum eru slíkir náunga í
raun og veru hálfgerðir trúðar. “
Tom Hanks segist hafa samþykkt
um leið að leika í myndinni, fyrst og
fremst vegna Coen-bræðra, sem
hann segist lengi hafa langað til að
vinna með.
„Ég hafði ekki séð myndina, má
vera að ég hafi séð hana sem barn,
man það bara ekki svo glöggt. Það
var því fyrst og síðast vegna bræðr-
anna sem ég tók að mér verkið. Ég er
mikill unnandi Fargo, sem ég tel
hreint út sagt vera eina af bestu
myndum sem gerð hefur verið síð-
ustu 30 árin. Ég get og hef horft á
hana aftur og aftur. Þá féll ég um leið
fyrir Raising Arizona þegar ég sá
hana á sínum tíma. Í henni var líka
svo margt sem ég hafði ekki séð áður
í bíómynd, einhver alveg ný tegund
af klikkuðum húmor sem hitti mig
beint í hláturtaugarnar. En allar
myndir þeirra í gegnum tíðina hafa
verið þess virði að borga sig inn á
þær. Stundum hafa þeir ruglað mig
laglega í ríminu og á vissum tíma-
punkti í Barton Finkt t.d. hafði ég
ekki hugmynd um hvað var að ger-
ast. En það er bara skemmtilegra,
þessi alltof sjaldgæfi óútreiknanleiki
í bandarískum bíómyndum. Þeir
kunna þá list að koma manni í opna
skjöldu en eru samt alltaf mjög skyn-
samir kvikmyndagerðarmenn með
skýra hugsun. Og annað sem mér lík-
ar við þá sem kvikmyndagerðarmenn
er að þeir hafa sloppið við það að
þurfa að gera málamiðlanir. Þeir
geta búið til bíómyndir eftir sínu
höfði, sem viti borið fólk sækist eftir
að sjá. Ég vil að sjálfsögðu vinna með
þannig kvikmyndagerðarmönnum.“
Sælir eru skrumskælarar
Hanks segir vinnulagið á tökustað
hjá Coen-bræðrum með eindæmum
afslappað og óhefðbundið. Þeir bræð-
ur sé alls engir harðstjórar og hafi
einstakt lag á að gera öllum kleift að
njóta sín. Það skili sér alltaf marg-
falt. „En um leið mæta þeir gríð-
arlega vel undirbúnir í tökur, vita ná-
kvæmlega hvað þeir vilja
frá hverjum og
einum. Og
maður
veit einhvern veginn fyrir víst að þeir
munu sjá til þess að maður eigi eftir
gera eins vel og maður mögulega hef-
ur hæfileika til. En samt senda þeir
mann heim klukkan þrjú um daginn
og þakka fyrir vel unnið dagsverk.
Og maður stendur bara eftir og spyr
gáttaður: Bara búinn í dag?“
En voru þeir Coen-bræður ekkert
smeykir við að kássast uppá svona sí-
gilda kvikmynd?
„Smeykir? Nei. Við höfum mikið
dálæti á myndinni. Sagan er mjög
sniðug og höfðar til okkar,“ svarar
Joel varfærnislega. „En við litum
aldrei svo á að við værum að end-
urgera mynd, heldur miklu fremur
að fá að láni hugmynd og gera hana
að okkar.“
Reyndar eiga þær bræður að hafa
sagt eitt sinn við blaðamann að það
höfði á einhvern pervertískan hátt
mjög sterkt til þeirra að skrumskæla
viðurkennt listaverk, en þegar Morg-
unblaðsmaðurinn minnir Joel á þessi
orð, eignar hann þau Ethan, sem var
þá fjarverandi, staddur heima hjá sér
í Bandaríkjunum, að ná sér eftir
lungnabólgu. Það er Hanks sem
bjargar Joel úr klípunni, eins og
sannur prófessor Dorr.
„Ég hef aldrei séð það þannig að
menn séu að spilla gömlum listaverk-
um með því að taka þau upp á sína
arma og endurskapa þau. Fremur
finnst mér það vera virðingarvottur,
rétt eins og þegar menn eru að setja
aftur og aftur upp nýjar uppfærslur
af sígildum leikritum. Við Kanar er-
um alltaf að spreyta okkur t.a.m. á
Shakesperare, gera nýjar og nýjar
útgáfur af Hamlet og Ríkharði
þriðja. Hér er verið að færa dásam-
lega svarthvíta Ealing-gamanmynd í
nýjan og breyttan búning, sem er
ekkert annað en óður til gömlu frum-
gerðarinnar. Ekki sammála?“ Og
blaðamaður getur ekki annað en
jánkað eftir að hafa hlýtt á svo sann-
færandi málflutning. Hanks hafði
enda unnið blaðamann gjörsamlega á
sitt band, heillað hann upp úr skón-
um með hæverskri framkomu sinni,
sterkri nærveru og skemmtilegum
tilsvörum.
Hanks segist líka hafa forðast það
eftir fremsta megni að horfa á gömlu
útgáfuna á meðan tökum stóð:
„Ég vogaði mér ekki að lenda í
þeim hjólförum að reyna að apa upp
eftir snillingnum Sir Alec Guinness.
Það hefði verið fífldirfska sem meira
að segja prófessor
Dorr hefði haft
vit á að
forðast.“
Besta og öruggasta leiðin til að komast loksins á kvikmyndahátíðina í
Cannes er að leika í mynd eftir Coen-bræður. Það veit Tom Hanks.
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 57
Joel verður fimmtugur í ár.
Ethan vantar þrjú ár uppá.
Joel og Frances McDorm-
and hafa verið gift í 20 ár.
Hún hefur leikið í 4 af
myndum hans, m.a. aðal-
hlutverkin í Blood Simple
og Fargo.
Ethan er með háskólagráðu
frá Princeton-háskólanum.
Joel brá fyrir í hlutverki ör-
yggisvarðar í gamanmynd-
inni Spies Like Us frá 1985.
The Ladykillers er fyrsta
myndin þar þeir bræður eru
báðir skrifaðir fyrir leik-
stjórninni. Ethan hefur
hingað til verið skráður
handritshöfundur og fram-
leiðandi, þótt það sé alkunna
að þeir leikstýri, skrifi og
framleiði allar sínar myndir
í náinni samvinnu.
Bræðurnir eru stundum
kallaðir „Tvíhöfði“ í Holly-
wood.
Bræðurnir hafa haft fullt yf-
irráð yfir lokaútgáfu mynda
sinna allt frá fyrstu mynd-
inni Blood Simple.
Þegar bræðurnir klippa
myndir sína sjálfir nota þeir
gjarnan dulnefnið sameig-
inlega „Roderick Jaynes“.
Bræðurnir nota gjarnan
sömu nöfnin yfir persónur í
myndum sínum; Marva
Munson, sú gamla í The
Ladykillers, kom einnig við
sögu í Intolerable Cruelty,
en þá var það dómari sem
bar nafnið.
Fáum kvikmyndgerð-
armönnum hefur verið boðið
eins oft á Cannes-kvik-
myndahátíðina enda þeir
bræður í miklu uppáhaldi
hjá Frökkum. Sex af mynd-
um þeirra ellefu hafa verið
sýndar þar í opinberri dag-
skrá. Þegar Roman Pol-
anski dómnefndarformaður
tók þá umdeildu ákvörðun
að hlaða þá Gullpálmum fyr-
ir Barton Fink árið 1991,
var reglum breytt og upp
frá því hefur sama myndin
ekki getað unnið í fleiri en
einum flokki.
Barry Sonnenfeld kvik-
myndatökumaður og leik-
stjóri mynda á borð við
Adams Family og Men in
Black er einn af framleið-
endum The Ladykillers.
Tónlistin spilar sem endra
nær stóra rullu í nýju
myndinni. Enn og aftur er
hún í höndum Carter Burn-
well og T. Bone Burnett (Oh
Brother Where Art Thou?)
sem samið hefur og útsett
dásamlega gospeltóna sem
harmónera fullkomlega við
suðurríkjastemmninguna í
The Ladykillers.
Stjarna The Ladykiller er
án tvímæla hin sjötuga Irma
P. Hall, sem leikur ekkjuna
Mörvu Munson. Henni voru
veitt sérstök dómnefnd-
arverðlaun í Cannes og er
nú þegar farið að orða hana
sterklega við Óskarinn.
Bræðurnir framleiddu
myndina Bad Santa með
Billy Bob Thornton, sem sló
óvænt í gegn í Bandaríkj-
unum fyrir skömmu. Næst
framleiða þeir mynd eftir
leikarann John Turturro.
Næsta verk bræðranna er
að leikstýra einni af alls
tuttugu 5 mínútna myndum
sem gefnar verða út á næsta
ári undir nafninu Paris, je
t’aime. Eins og nafnið gefur
til kynna munu allar fjalla á
einn eða annan hátt um Par-
ís, sem borg ástarinnar.
Til stóð á tímabili að þeir
bræður myndu gera nýja
kvikmynd um hina forn-
frægu bandarísku Bakka-
bræður The Three Stooges.
Nú lítur þó út fyrir að aðrir
bræður vinni verkið, Far-
elly-bræður.
Coen-molar
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins