Morgunblaðið - 19.06.2004, Side 29
400 g rifinn ostur, t.d. blanda af
maribo, gouda, parmesan og mozz-
arella
Extra virgin ólífuolía
Maldonsalt
Ferskt rósmarín
Vatn, ger og hunang sett í skál og
látið standa þar til freyðir. Salti og
olíu bætt út í og hveiti einnig. Hnoðið
vel, mótið kúlu. Leggið kúluna í skál
og viskustykki yfir. Hefist á volgum
stað 40–60 mín. Deigið flatt og
myndið ca 25x60 cm flöt.
Fyllingunni smurt jafnt yfir deig-
ið. Ostinum síðan dreift jafnt yfir.
Deiginu er rúllað upp í pylsu. Gætið
að snúa samskeytum niður og látið
endana mætast svo brauðið myndi
hring. Myljið salt og rósmarín í mor-
téli og blandið ólífuolíu, penslið
brauðið. Bakið á pappírsklæddri
bökunarplötu í um 20–25 mín í 180°C
eða þar til brauðið er bakað.
Steiktar kjúklingabringur
4 kjúklingabringur
2 msk. Dijon-hunangssinnep
pipar og salt
Paxo kjúklngarasp (1 pakki)
2 dl fersk salvía og steinselja
1–2 msk. safi úr hálfri límónu
1,5 msk. bráðið smjör
Snyrtið og skerið bringurnar í 2
cm breiðar ræmur. Brjóstið skorið
langsum, þ.e. eftir legu kjötsins í 2
cm breiða bita. Hunangssinnepið lát-
ið í skál með salti og pipar og bit-
unum velt upp úr. Síðan er raspi og
fersku kryddjurtunum hellt yfir og
bitarnir vel þaktir. Límónusafanum
hellt yfir. Komið fyrir á smjörpappír
í ofnskúffu og hafið rúmt um bitana.
Steikt í um 20 mínútur í 185°C heit-
um ofni eða þar til bitarnir eru gegn-
steiktir. Smjörið er sett yfir síðustu 5
mínúturnar til að ná skorpu. Borið
fram með límónubátum.
Rabarbarapæ
300 g rabarbari
100 g bláber
1 stórt mangó
3 msk. púðursykur
Rabarbarinn saxaður og komið
fyrir í ofnföstu fati. Púðursykri stráð
yfir. Sett í 160°C heitan ofn og ál-
þynna sett yfir. Þegar rabarbarinn
er bakaður eru bláberin og mangóið
sett saman við (má líka nota aðra
ávexti sem til eru, t.d. vínber og jarð-
arber).
Bræðið síðan saman í potti:
50 g smjör
50 g púðursykur
1 msk. sýróp
100 g gróft haframjöl
Smurt yfir ávextina og bakað án
álpappírs í 20 mínútur við 160°C.
Borið fram með rjóma eða ís.
Litlubæjarhjónin: Rækta salat og kryddjurtir.
Júnísalat: Með ferskjum og salatolíu.
join@mbl.is
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2004 29
Kringlukast
Yfirhafnir 20%
afsláttur
Kringlunni, s. 588 1680
Seltjarnarnesi, s. 561 1680
Fjöldi manns heimsækir Tí-volí í Kaupmannahöfn á árihverju, enda er þessi rót-gróni skemmtigarður vin-
sælasti ferðamannastaður Danmerk-
ur. Í Tívolí eru starfrækt yfir fjörutíu
veitingahús og kaffistaðir, þar sem
boðið er upp á allt frá hefðbundnum
dönskum mat til alþjóðlegra sælkera-
rétta. Á vefsíðu Tívolísins er að finna
upplýsingar um áherslur, þjónustu og
afgreiðslutíma veitingahúsa
skemmtigarðsins, og gefur þar ýmis-
legt forvitnilegt að líta.
Café Ketchup Tivoli er elsta veit-
ingahúsið á staðnum, en það hefur
starfað samfellt frá því að Tívolí var
opnað árið 1943. Glæsilegur stíll og
alþjóðlegt andrúmsloft einkenna veit-
ingastaðinn sem mörgum þykir
ómissandi hluti af umhverfinu. Rest-
aurant Bernstorff og Divan 2 eru
einnig rótgrónir staðir í Tívolígarð-
inum, sá fyrrnefndi býður upp á úrval
danskra rétta með frönsku ívafi á fjöl-
skylduvænu verði en sá síðarnefndi
er í dýrari kantinum og rómaður fyrir
matseld sína. Þeir sem hafa hug á að
snæða á fyrsta flokks stað ættu jafn-
framt að íhuga Nimb, eða sælkera-
veitingahúsið The Paul, en það hlaut
fjórar stjörnur í Michelin-handbók-
inni yfir bestu veitingahús heims árið
2004. Hægt er að leita á aust-
urlenskar slóðir á Det kinesiske
Tårn, sem er til húsa í kínverska
turninum á miðju tívolísvæðinu með
útsýni yfir allan garðinn. Á kvöldin er
hægt að fá sér snúning á veitingahús-
unum Dansetten, eða þá Den røde
Pimpernel, elsta dansveitingahúsi
Kaupmannahafnar sem flutti starf-
semi sína yfir í Tívolíið árið 2002.
Veitingahúsið Fregatten Sct.
Georg III sérhæfir sig alfarið í
danskri matargerð, og Apollo brugg-
húsið býður upp á úrvalsbjór sem
bruggaður er á staðnum og borinn
fram samkvæmt kúnstarinnar
reglum. Í Tívolí er auk þess að finna
fjölda kaffihúsa sem bjóða upp á
smurbrauð, bistromat og öl, en þeir
sem eru á höttunum eftir sætabrauði
ættu að koma við á kaffihúsinu Vaff-
elbageriet þar sem boðið er upp á úr-
vals sætabrauð og kökur. Á heitum
dögum er tilvalið að koma við í Vaff-
elbageriet eða Viftens Ishus og ná sér
í ekta heimalagaðan ís.
KAUPMANNAHÖFN | Úrval matsölustaða í Tívolí
Smurbrauð,
öl og sæl-
keraréttir
Matsölustaðir í Tívolí: Veitingahúsið Grøften er rómað fyrir rækjurétti
og „gamaldags kjötkássu með rauðbeðum og smjörklípu“.
TENGLAR
.....................................................
http://www.tivoli.dk/compo-
site-34.htm